Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 20
Heilsa og hreyfing *Margt fólk nú til dags eyðir miklum tíma fyrir framan tölvu-og sjónvarpsskjái hvern dag en fáir velta því fyrir sér hvaðaafleiðingar þetta gláp getur haft. Heilinn er gerður til að sjáog bregðast við hlutum í umhverfinu og það að einblína áeitthvað eitt í langan tíma kennir honum að útiloka um-hverfið og þrengir sjónsviðið smátt og smátt. Til að spornagegn þessari þróun er mælt með að gera augnæfingar reglulega, svo sem að ranghvolfa augunum nokkrum sinn- um eða líta frá skjánum með reglulegu millibili. Afleiðingar sjónvarpsgláps Á stæðurnar bak við ofát og sterka löngun í ákveðin matvæli sem erfitt er að ráða við eru ekki alveg ljósar en eru taldar vera af bæði lífeðlisfræðilegum og sálfræðilegum toga. Oft er þetta að stórum hluta tilfinningalegt og tengist gjarnan einmanaleika, þunglyndi, kvíða eða streitu. Jafn- vel smáskammtur af ákveðinni matartegund getur þá ýtt undir ofátið. Hugsunin hjá fólki er oft mjög svarthvít. Það telur mat ann- aðhvort slæman og óhollan eða góðan og hollan en í raunveruleik- anum er þetta ekki alveg þannig,“ útskýrir Hrund og nefnir súkku- laði, kökur, kex, ís, kartöfluflögur, popp og skyndibita sem dæmi yfir þau matvæli sem fólk finnur gjarnar fyrir sterkri löngun í. „Sumir eiga það líka til að borða of mikið af kartöflum, brauði og pasta.“ Hrund segir sykur oft valda fólki erfiðleikum í baráttunni gegn óhollu mataræði. „Það hefur verið sýnt fram á í rottum að matur sem inniheldur mikinn sykur eyk- ur losun á utanfrumu-dópamíni á vissum stöðum í heilanum. Þetta eru hlutir sem á enn eftir að skoða betur hjá mannfólkinu og þess vegna er ekki alveg tímabært að tala um þessar langanir sem fíkn. Fíkn er frekar sterkt orð og er yfirleitt notað yfir sterka löng- un í áfengi og eiturlyf en ekki matvæli. En fólk getur aftur á móti fengið mjög sterka löngun í vissan mat þannig að því finnst það ekki geta stjórnað þessum löngunum og neytir matarins oft í miklu magni, og þá er í sumum tilfellum um að ræða ofát sem er viss tegund af átröskun,“ segir Hrund. Hlustað á líkamann Hrund mælir með því að þeir sem eiga við ofát að stríða leiti til fag- aðila sem hjálpar þeim að finna út hvaða tilfinningar búa að baki ofátinu. „Þá lærir fólk aðferðir til að takast á við tilfinningarnar á annan hátt en með því að borða of mikið. En ef löngunin er aðeins vægari getur reynst vel að borða reglulega hollan mat og passa upp á að hlusta á líkamann. Svo er nauðsynlegt að borða þegar hung- ur gerir vart við sig því lágur blóðsykur getur ýtt undir þessar langanir. Svo hjálpar hreyfing oft til líka,“ útskýrir Hrund og segir að þá sé einnig mikilvægt að finna út á hvaða tíma löngunin gerir helst vart við sig. „Þannig getur fólk verið tilbúið með snarl sem slær á löngunina í óhollan mat. Fyrir suma gæti það til dæmis verið lúka af hreinum hnetum eða ávöxtur,“ segir Hrund sem verður oft vör við að fólk eigi erfitt með að minnka eða hætta að drekka gosdrykki hvort sem þeir inni- halda sykur eða gervisætu. „Það er mjög líklegt að það sé vegna koffínsins sem gosdrykkir inni- halda gjarnan,“ segir Hrund að lokum. BARÁTTAN GEGN ÓHOLLUSTU „Fíkn er frekar sterkt orð“ MARGIR KANNAST VIÐ ÞAÐ AÐ FÁ STERKA LÖNGUN Í EINHVERJA ÓHOLLUSTU HVORT SEM ÞAÐ ER GOS- DRYKKUR, SÆLGÆTI EÐA FITURÍKUR MATUR. ÞESSA LÖNGUN GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ. NÆRINGARFRÆÐINGURINN HRUND VALGEIRS- DÓTTIR SEGIR SÁLFRÆÐILEGAR ÁSTÆÐUR OFT VALDA STERKRI LÖNGUN Í ÓHOLLUSTU. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Næringarfræðingurinn Hrund Valgeirsdóttir heldur úti vefsíðunni www.naer- ing.com, þar deilir hún ýmsum gagnlegum fróðleik um mataræði og næringu. Morgunblaðið/Þórður *Ástæðurnar aðbaki ofáti ogsterkri löngun í ákveðin matvæli eru ekki alveg ljósar en eru taldar vera af bæði lífeðlis- fræðilegum og sál- fræðilegum toga. Það getur reynst þrautin þyngri að standast freist- ingar þegar sælgæti er á boðstólum. Borðaðu reglulega hollan mat í litlum skömmtum: Við viljum halda blóðsykrinum í jafnvægi því það kemur í veg fyrir að við látum undan löngun í óhollustu. Ekki verða of svöng/svangur: Þegar við er- um orðin mjög svöng þá erum við líklegri til að missa okkur í óhollustunni. Hreyfingin hjálpar: Margir borða sætindi þegar þeim leiðist og þá er gott að dreifa hug- anum með líkamsrækt. Hafðu snarl við höndina: Finndu út á hvaða tíma löngunin gerir vart við sig og gríptu þá í hollt snarl, til dæmis hnetur og ávexti. Fáðu viðeigandi hjálp: Leitaðu til fagaðila sem kennir þér að takast á við tilfinningar á annan hátt en með ofáti ef það er það sem þú ert að stríða við. Hreinsaðu skápana: Ef engin óhollusta er til á heimilinu er líklegra að þér takist ætl- unarverk þitt.AFP Yfirstígðu löngunina NOKKUR GÓÐ RÁÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.