Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 27
Lego Architecture Studio, Kristján Örn og Kristján unnu með Lego að þróun vörunnar. 700 turnar á skalanum einn á móti 1.000 voru sýndir á Feneyjatvíæringnum. stofuna til Delft í Hollandi þar sem hann stýrir stúdíói innan arkitektúrdeildar tækniháskólans TU-Delft. „Hann stakk upp á því að við værum með hálfs árs námskeið þar sem eingöngu væri byggt úr Lego.“ Á fyrri helmingi námskeiðsins unnu nem- endurnir alls 700 líkön af skýjakljúfum í skal- anum einn á móti 1.000, með þeirri hugsjón að leiðarljósi að opna skýjakljúfinn og gera hann meiri hluta af sínu nánasta borg- arumhverfi. „Þá voru valdir 16 skýjakljúfar og þeir stækkaðir upp í skalann einn á móti 100 og úr því urðu þriggja metra há Lego- líkön. Þessir 16 turnar fóru síðan á sýningu í Hong Kong og litlu turnarnir 700, í skalanum 1 á móti 1.000 voru sýndir á Feneyjatvíær- ingnum,“ segir Kristján Örn og bætir Krist- ján við að vinnan með meistaranemum hafi fært verkefnið á hærra plan. Bæta borgarmenningu með Lego Síðan verkefnið fór af stað hafa nafnarnir ferðast víða með vinnustofurnar, til að mynda til Danmerkur, Hollands og Finn- lands, og vakið í leiðinni athygli hjá alþjóð- legum fjölmiðlum með skemmtilegri nálgun sinni á arkitektúr. „Um miðjan ágúst á þessu ári var okkur boðið að koma til Georgetown í Penang í Malasíu. Þar eru starfandi samtök sem bera heitið #Better Cities. Þau hafa verið að ferðast um Malasíu og stuðla að kynningu á nýjum hugmyndum um borgarumhverfi og bættri borgarmenningu í Suðaustur-Asíu,“ segir Kristján. Samtökin höfðu kynnt sér vinnustofur KRADS sem sýnir hve öfluglega hug- myndafræði verkefnisins hefur breiðst út um heiminn. „Þeir buðu okkur því að koma og stýra tveggja daga vinnustofu með arkitektum og masterclass-nemendum í George Town í Penang í tengslum við árlega borgarmenn- ingarhátíð,“ útskýrir Kristján og bæta þeir við að þessi litli Lego-kúrs sem byrjaði í listahá- skólanum á Íslandi hafi heldur betur gefið af sér. „Hugmyndin var upphaflega að búa til vinnustofu fyrir arkitektanema sem við gæt- um ferðast með um heiminn. Það var aðeins minna að gera hjá okkur á stofunni árið 2009, eins og víða annars staðar þá í bygg- ingargeiranum, og því upplagður tími til að skapa sér sín eigin verkefni og læra eitthvað nýtt um leið. Við bjuggumst þó ekki við að ná alla leið á hina hlið hnattarins með kubb- ana og að fá að taka þátt í að þróa nýja vöru fyrir Lego,“ bætir Kristján við að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Ljósmynd/ Frans Parthesius Ljósmynd/Frans Parthesius Ljósmynd/Frans Parthesius 31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 O G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 STÓLADAGAR full Búð Af ný jum og fAlleg um BoRðstofu stólum AVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK mARcus borðstofustólar TILBOÐSVERÐ 6.390 kr. Fullt verð: 7.990 kr. margir litir mARcus 20% AfsláttuR!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.