Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 41
nýrri ríkisstjórn. Vissulega fengu skuldarar, t.d. ungt fólk sem tekið hafði lán til að koma þaki yfir fjölskylduna, mikið högg þegar launin fengu ekki lengur að elta verðbólguna að fullu. Eftir það töldu margir að verðtryggingin væri tól lánveitandans til að berja skuldara með. Það var skiljanlegt en ekki endilega rétt. Hið jákvæða var að verðtryggingin varð smám saman að svipu sem hitti þá sem réðu mestu um þró- un efnahagslífsins, ekki aðeins stjórnmálamennina heldur einnig þá sem réðu ferðinni á vinnumarkaði. Hún kom því inn í höfuðið á mönnum að kauphækk- anir umfram vöxt og getu atvinnulífsins væru ekki aðeins gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar, ekki síst fyrir launþega. Vinnuveitendur, eins og þeir hétu þá, lærðu líka sína lexíu. Þeir sáu að gengisfellingar til að leiðrétta ístöðuleysi þeirra og annarra við samningaborð og lélegan rekstur fyrirtækja voru að hverfa sem kostur við stjórn efnahagsmála. Spunamenn spunnu spennu Í síðustu viku var látið eins og allt héngi á helj- arþröm og öll tilveran á Íslandi ylti á því, hvert álit, ekki dómur, EFTA-dómstólsins í Lúxemborg yrði á því, hvort tilskipanir EES stríddu gegn verðtrygg- ingu á Íslandi. Það var sérkennilegur stormur í te- bolla og furðulegt hve fjölmiðlar og jafnvel seðla- banki virtust vera úti á þekju í málinu. Reynt var að blása upp eftirvæntingu vegna máls- ins með því að halda því fram að „hefð“ væri fyrir því að íslenskir dómstólar færu eftir áliti þessa dómstóls. Verðtrygging hefur gilt á Íslandi í samræmi við ís- lensk lög í 35 ár. Óteljandi dómar eru til frá Hæsta- rétti landsins um niðurstöður byggðar á verðtrygg- ingu. Í hundruðum eða þúsundum mála hefur enginn byggt á því að verðtrygging væri bönnuð og ekki hef- ur æðsti dómstóll landsins fundið upp á því, að fyrra bragði, að gefa slíkt í skyn við öll þessi tækifæri. Þegar EES-samningurinn var gerður í upphafi síð- asta áratugar síðustu aldar var samningamönnum ESB fullkunnugt um tilveru verðtryggingar á Íslandi og enginn orðaði athugasemdir við hana. Eftirlits- stofnun ESA hefur verið þetta fullkomlega ljóst og ekki gert athugasemdir. Ekki voru nokkrar minnstu líkur á því að íslenskir dómstólar myndu komast að því núna að verðtrygg- ing hefði verið ólögmæt allan þennan tíma eða að Al- þingi hefði í óráði eða ógáti staðfest tilskipanir frá Brussel sem bönnuðu hana. Snjallt að spyrja eins og ástatt var En dómstólarnir íslensku hafa auðvitað tekið eftir því að umræða um verðtryggingu hefur verið nokkuð þrungin tilfinningum. Til þeirra hefur verið höfðað fremur en lagalegra raka. Af þeim ástæðum hefur dómstólunum hugsanlega þótt heppilegt, svo ekki sé sagt klókt, að láta EFTA-dómstólinn koma með sitt álit sem millileik. Niðurstaðan í því efni var nánast gefin fyrirfram. Enginn getur látið sér til hugar koma, að hefði sú niðurstaðan, á móti öllum líkum, orðið önnur í þessu áliti, að þá hefðu íslenskir dómstólar, með vísun í „hefð,“ dottið í slíkan pytt. Þeir hefðu þá þar með lýst yfir að Alþingi Íslend- inga hefði fyrir tveimur áratugum fært dómsvaldið úr landinu. Slík gjörð hefði ekki staðist stjórnarskrá landsins. Nýlegir dómar Hæstaréttar bera með sér að rétturinn er, sem betur fer, mjög meðvitaður um þá stöðu. Morgunblaðið/Golli 31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.