Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 Sjötta bókin úr smiðju danska verðlaunarit- höfundarins Jussi Adler-Olsen um rannsókn- arlögreglumanninn Carl Mørck og samstarfs- félaga hans í deild Q er væntanleg í Danmörku 24. október og nefnist Den grænseløse (Sá markalausi). Fyrsta bókin í bókaflokknum um Mørck, Kvinden i buret (Konan í búrinu), kom út 2007 og síðan hefur komið ný bók í flokkn- um á eins til tveggja ára fresti. Kvikmynd byggð á fyrstu bókinni var frumsýnd í fyrra þar sem Nikolaj Lie Kaas fór með hlutverk Carls Mørck og 2. október nk. verður kvikmynd byggð á annarri bókinni, Fasandræberne (Veiðimennirnir), frumsýnd í Danmörku. Þriðja myndin, sem byggist á Flaskepost fra P (Flöskuskeyti frá P), er í vinnslu. JUSSI ADLER-OLSEN NÝ BÓK OG MYND Danski spennusagnahöfundurinn Jussi Adler- Olsen hefur slegið í gegn í mörgum löndum. Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16. Efnisskrá sína helga þær lögum og ljóðum frá öðrum tug tuttugustu aldar þegar Hall- dór Laxness dvaldi í Bandaríkjunum og Kan- ada. Heyrast munu íslensk og bandarísk sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Amy Beach, Ernest Char- les, George Gershwin og amerísk þjóðlög í útsetningu Aaron Copland. Ingibjörg Guðjónsdóttir stundaði söng- nám við Tónlistarskóla Garðabæjar en fram- haldsnám við Indiana University í Bandaríkj- unum. Ástríður Alda Sigurðardóttir lauk námi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og stund- aði framhaldnám við Indiana University. SÖNGLÖG Á GLJÚFRASTEINI STOFUTÓNLEIKAR Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari koma fram. Sýningin Votlönd verður opnuð í sýningarsal Norræna hússins ídag, laugardag, kl. 16.00. Að sýningunni stendur hópur ís-lenskra og finnskra listakvenna sem áður hefur sýnt bæði á Íslandi og í Finnlandi. Þetta eru þær Guðný Hafsteinsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Sigurlína Osuala, Hannamaija Heiska, Jaana Brick, Merja Ranki og Päivi Takala. Samkvæmt upplýsingum frá sýningarhaldara var kveikjan að sam- starfinu áhugi fyrir samtali um keramik á breiðum grundvelli og þró- un fagsins í báðum löndum. „Mýrin varðveitir minningar, hluti, lífsform, jarðlög, liti. Hún um- vefur fuglana sem verpa og ala upp unga, frjósemi hennar veitir gró- andanum næringu, skordýrin kunna sér ekki læti í votlendinu. Hún er líka varhugaverð og getur gleypt það sem sekkur í hana en um leið varðveitir hún það um alla eilífð. Mýrina nálgast listakonurnar á margvíslegan hátt eins og verkin á sýningunni bera ótvírætt vitni um,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningarsalur Norræna hússins er opinn þriðjudaga til sunnudaga milli kl. 12 og 17. Sýningin stendur til 21. september. Þess má að lokum geta að á morgun, sunnudag, milli kl. 13 og 17 verða sýnendur á staðnum og spjalla við gesti. VOTLÖND Í NORRÆNA HÚSINU Mýrin varðveitir minningar Verk eftir Jöönu Brick og Merju Ranki sem unnið var árið 2014. Ljósmynd/Ilkka Kallio HÓPUR ÍSLENSKRA OG FINNSKRA LISTAKVENNA OPNAR SÝNINGU SÍNA VOTLÖND Í DAG, EN ÞÆR VINNA ALLAR MEÐ MÝRINA Á MARGVÍSLEGAN HÁTT. Hexamíta nefnist þetta verk eftir Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur. Menning V ið byrjuðum með verkefnið í október árið 2012. Maður var búinn að sjá svo margt tónlist- arfólk sem maður sá fyrir sér að gæti náð vel saman. Við vildum mynda einhverskonar makrósenu yfir allar þessar míkrósenur sem við erum með hérna heima,“ segir Albert Finnbogason sem stend- ur að spunaverkefninu Úslandi ásamt Tuma Árnasyni en báðir eru þeir meðlimir í hljóm- sveitinni Grísalappalísu, Albert á gítar og Tumi á saxófón, auk þess sem þeir hafa unnið saman undir formerkjum The Heavy Experi- ence. Alls unnu þeir tólf plötur þar sem finna mátti spunasamstarf ýmissa þekktra tónlist- armanna. Fólk fast í sinni senu „Við vildum hrista aðeins upp í þessu. Fólk hér heima er gjarnan mjög fast í sinni senu, hvort sem það er djass, rokk eða eitthvað annað. Við vildum skapa vettvang þar sem við gátum í raun útbúið músík án þess að semja hana sjálfir,“ segir Albert kíminn. „Fyrirkomulagið átti í upphafi að vera svo að fólkið mátti ekki hittast eða þekkjast áður en það mætti í stúdíóið. Hinsvegar, verandi á Íslandi, þá var það mjög erfitt. Við bökkuðum því aðeins með það en héldum þó í hugmynd- ina að einhverju leyti, til að mynda fengu tón- listarmennirnir engan undirbúningstíma sam- an. Hljóðfæraleikararnir fengu því eingöngu að stilla sér upp og svo fönguðum við ferlið þegar þeir kynntust. Við náðum því að taka spunann upp áður en það komst einhver strúktúr á hann. Þetta gerðum við tólf sinn- um með sama sniði,“ segir hann. „Það voru yfir sextíu manns sem tóku þátt í verkefninu. Eins og áður segir voru þetta tólf plötur. Ein þeirra var tekin upp á LungA á Seyðisfirði, við vorum þar með opna smiðju í tvo heila daga. Við tókum einnig upp tvenna tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur. Annars voru þetta sirka fimm eða sex tónlistarmenn á hverri plötu. Við fengum aðila úr öllum átt- um til að ljá okkur tóna sína, Pétur Ben tók meðal annars þátt. Síðan fórum við líka yfir í myndlistardeildina, Héðinn Finnsson spilar til að mynda inn á fyrstu plötuna okkar. Við reyndum auk þess að blanda saman fólki úr ólíkum áttum. Við fengum Frank Aarnink, slagverksleikara úr Sinfó, til að taka dúetta- plötu með Skúla Sverrissyni. Skúli er nátt- úrlega mikill djassspunahundur,“ segir Albert sposkur. „Vissulega voru sumar samkomur erfiðari en aðrar. Við gerðum nokkrar bókunarvillur og plöntuðum saman tveimur eða þremur stórum karakterum. Það var samt bara áhugavert að sjá þá spennu sem þar mynd- aðist. Sumar plötur urðu auk þess miklu leið- inlegri en við héldum að þær myndu enda. Við tókum efnið upp og oftar nær var þetta bara langur spuni sem ég klippti í sundur í nokkra parta,“ segir hann. Verkefnið var tilnefnt til Menning- arverðlauna DV árið 2013 en Albert segist þó ekki viss um að áhuginn fyrir slíkri spuna- músík sé mikill hér á landi. „Þeir sem hafa áhuga á svona spunamúsík eru mjög fáir á Íslandi. Það eru þó hægt og bítandi fleiri og fleiri sem koma að mér og tjá mér að þetta hafi nú alveg verið kúl verkefni. Í kjölfarið á þessu kemur náttúrlega Mengi með svipað prógramm. Það er líka allt í einu komið miklu meira af spunatónleikum, hvort sem það eru einstaklingstónleikar eða hóp- tónleikar,“ segir Albert. Hann kveður hug- myndina að hluta fengna að láni frá New York. „Það er klúbbur í New York sem ég fór á sem heitir The Stone. Þar eru tónleikar á hverju kvöldi sem spunameistarar stjórna. Þar fer John Zorn, saxófónleikari, fremstur fylk- ingar. Svo var Tilraunaeldhúsið í umsjá Kira Kira að sjálfsögðu svipað batterí. Ég veit samt ekki alveg hvernig æfingaferlið fór þar fram, en ef þú blandar saman Tilraunaeldhúsinu og The Stone þá færðu út hugmyndina okkar,“ segir Albert. Ekki alltaf dans á rósum Þrátt fyrir misgóð verk tekur Albert það ekki í mál að klippa út verstu partana eða ritstýra verkefninu um of. „Svona verkefni þarf að hafa sína dauðu punkta. Þó að við höfum klippt þetta niður í hæfilega tímalengd þá má ekkert vera að rit- stýra þessu of mikið. Þetta eru tilraunir, stundum tókust þær ótrúlega vel og stundum ekkert svo vel. Við ætlum ekkert að fegra þetta, þetta var ekki alltaf dans á rósum,“ segir hann og bætir við að verkefnið hafi hlot- ið styrk frá Tónlistarsjóði Rannís. „Planið er að gefa þetta út á fýsísku formi. Það var alltaf stefnan, þetta er bara svo dýr andskoti. Vonandi kemur þetta þó út fyrir jól- in,“ segir Albert að lokum en þess má geta að Árni Matthíasson, blaðamaður Morgunblaðs- ins, tók sig til og dæmdi allar plöturnar fyrir skemmstu og birtust dómarnir á menning- arsíðum blaðsins 21. ágúst síðastliðinn. Hægt er að nálgast plöturnar á bandcamp síðu Ús- lands, uslandrecords.bandcamp.com. HYGGJAST GEFA ÚT TÓLF PLÖTUR Spunabræður í blíðu og stríðu SPUNAVERKEFNIÐ ÚSLAND HEFUR STAÐIÐ YFIR FRÁ ÞVÍ ÁRIÐ 2012 OG HEFUR ÞAÐ GETIÐ AF SÉR TÓLF PLÖTUR SEM BÍÐA ÚTGÁFU. RÚMLEGA SEXTÍU TÓNLISTARMENN TÓKU ÞÁTT Í FERLINU SEM VERÐUR AÐ TELJAST MEÐ METNAÐARFYLLRI VIÐFANGSEFNUM ÍSLENSKRAR TÓNLISTARSÖGU. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Árni Heimir Ingólfsson heldur fyrirlestur í Kaldalóni Hörpu mánu- daginn 1. september kl. 20 á vegum Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Þar hyggst hann stikla á stóru um sögu klassískrar tónlistar, sin- fóníuformið og ólíkar leiðir til að njóta sígildr- ar tónlistar. Kynningin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa lítil kynni haft af klassískri tónlist, en hafa áhuga á að kynnast þeim töfrum sem hún býr yfir. Árni Heimir lauk doktorsprófi í tónlistarfræði frá Harvard-háskóla árið 2003 og starfar nú sem listrænn ráðgjafi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 101 KLASSÍSK TÓNLIST Árni Heimir Ingólfsson TÖFRAHEIMUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.