Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 51
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Fangi himinsins er þriðja bókin
úr sagnaheimi Carlosar Ruiz
Zafón um Kirkjugarð gleymdu
bókanna en sú fyrsta var Skuggi
vindsins sem margir hrifust af.
Bókin gerist í Barcelona
seint á sjötta áratugnum. Daní-
el afgreiðir í fornbókabúð föð-
ur síns og ókunnugur maður
falast eftir fokdýru eintaki af
hinni frægu skáldsögu Alex-
andre Dumas Greifanum af
Monte Cristo. Hann skrifar inn
í bókina sérkennilega kveðju
sem Daníel getur ekki annað
en furðað sig á. Hver er þessi
ókunni maður og hvað vill
hann?
Bækur Zafóns hafa verið
gefnar út í 45 löndum og verið
þýddar á yfir 30 tungumál.
Dularfull
kveðja
Ný sænsk matreiðslubók, Stalins makar-
oner, hefur vakið athygli út fyrir heimalandið,
en í henni er að finna 31 mataruppskrift sem
tengist ýmsum heimssögulegum atburðum.
Þar á meðal eru uppskriftir að ananaseftirrétti
sem var á borðum í brúðkaupsveislu John F.
Kennedy og Jacqueline, laxarétti sem var
síðasta máltíðin sem framreidd var á Ritz-
veitingastaðnum á Titanic, þorskasúpu sem
Raspútín taldi vera undrameðal og pastarétti
sem Roosevelt, Stalín og Churchill borð-
uðu á Jalta-ráðstefnunni.
Höfundar bókarinnar eru Jon Rönström
og Anders Ekman, sem lögðust í mikla
rannsóknarvinnu til að finna uppskriftirnar og
leituðu í gömul blöð og bækur. Færustu mat-
reiðslumenn elduðu síðan eftir uppskriftunum
til að tryggja að þær væru nothæfar. Minnst
spennandi réttur bókarinnar mun vera pasta-
rétturinn á Jalta-ráðstefnunni, sem reyndist
vera ósköp venjulegt pasta í tómatsósu, ekki
sérlega bragðmikið.
Stalins makaroner. Nú er hægt að elda sér ýmsa
rétti sem tengjast mannkynssögunni.
SÖGULEGAR
UPPSKRIFTIR Hin breska Ruth Rendell fagnar hálfrar aldar rithöf-
undarafmæli í ár, en fyrsta bók hennar, From Doon
with Death, kom út árið 1964. Rendell er einn virt-
asti og vinsælasti glæpasagnahöfundur heims og bæk-
ur hennar hafa orðið að kvikmyndum og sjónvarps-
þáttaröðum. Margir þekkja til dæmis Vexford
lögregluforingja, en um hann hefur hún skrifað fjöl-
margar bækur. Rendell hefur unnið til margvíslegra
verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Hún er
orðin 84 ára gömul en virðist ekki hafa áhuga á að
setjast í helgan stein því hún hefur nú sent frá sér nýja
glæpasögu, The Girl Next Door.
Nýja bókin hefst í seinni heimsstyrjöldinni og þar
koma börn við sögu en sjö áratugum seinna hittast
þau á ný, orðin afar og ömmur og langafar og lang-
ömmur. Endurfundirnir eru ekki vegna gleðilegs til-
efnis heldur vegna þess að lögreglan finnur í göngum
kassa með afskornum höndum, einmitt á staðnum
þar sem þetta gamla fólk hafði í æsku leikið sér ára-
tugum fyrr.
Þeir sem hafa lesið bækur Rendell vita að hún hefur
einstakt lag á að kafa undir yfirborð hlutanna og lýsa
hinum myrkari þáttum sálarlífsins. Persónur hennar
hafa ansi margt að fela.
RUTH RENDELL FAGNAR MEÐ NÝRRI BÓK
Ruth Rendell er komin á níræðisaldur
og á 50 ára höfundarafmæli sem hún
fagnar með nýrri bók.
Jón Þ. Þór sagnfræðingur rekur
ævi hins stórbrotna og litríka
stjórnmálaskörungs Winstons
Churchills í nýúkominni bók.
Höfundurinn segir ekki ein-
ungis frá stjórnmálamanninum
Churchill heldur einnig frá rit-
höfundarferlinum en Churchill
hlaut Nóbelsverðlaunin árið
1953.
Churchill á sér fjölda aðdá-
enda hér á landi líkt og annars
staðar og víst er að þeir hljóta
að fagna þessari bók.
Saga mikils
stjórnmála-
skörungs
Churchill
og fleira
forvitnilegt
NÝJAR BÆKUR
ÆVISAGA CHURCHILLS EFTIR JÓN Þ. ÞÓR MUN
EFLAUST VEKJA ÁHUGA MARGRA. NÝ SKÁLD-
SAGA EFTIR HÖFUND SKUGGA VINDSINS ER
KOMIN ÚT. TEBÓKIN MUN GLEÐJA TEDRYKKJU-
FÓLK OG Í BÓK UM KYNLÍF ER ÝMSUM SPURN-
INGUM SVARAÐ. ÞANNIG ÆTTU SEM FLESTIR AÐ
FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI.
Kynlíf – já takk er ný bók eftir
Ragnheiði Haralds- og Eiríks-
dóttur. Í bókinni er að finna úrval
spurninga sem Ragnheiður hefur
fengið og svarað frá fólki á öllum
aldri og snerta kynlíf og hinar
ýmsu hliðar þess. Auk þess
geymir bókin það besta úr fjölda
nýrra viðtala sem hún hefur tek-
ið við fólk á öllum aldri um óskir
þess og langanir í kynlífinu.
Spurningar og
greinargóð svör
Í Tebókinni er ferli teræktunarinnar rakið, gerð grein
fyrir sögu tesins, fjallað um fjölbreytilegar tegundir og
framandi bragð og listina að laga ljúffengt te. Höf-
undar bókarinnar eru Árni Zophoníasson og Ingi-
björg J. Friðbertsdóttir, sem þekkja te vel enda eru
þau meðal eigenda Tefélagsins. Unnendur tesins á Ís-
landi, sem eflaust eru margir, hljóta að gleðjast yfir því
að fá bók sem segir þeim allt um te.
Hið dásamlega
te og saga þess
* Ég hef oft óskað þess að ég hefði tíma tilað þróa með mér hógværð. En ég er ofupptekin af að hugsa um sjálfa mig.
Edith Sitwell
BÓKSALA 20.-26. ÁGÚST
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
2 Ísl/dönsk- dönsk/ísl orðabókHalldóra Jónsdóttir
3 LjósaKristín Steinsdóttir
4 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
5 Lífið að leysaAlice Munro
6 Ísl/ensk- ensk/ísl orðabókLaufey Leifsdóttir
7 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafon
8 I Was HereKristján Ingi Einarsson
9 MánasteinnSjón
10 Kynlíf já takkRagnheiður Eiríksdóttir
Kiljur
1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
2 LjósaKristín Steinsdóttir
3 Lífið að leysaAlice Munro
4 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón
5 MánasteinnSjón
6 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness
7 Amma biður að heilsaFredrik Backman
8 SkuggasundArnaldur Indriðason
9 SjóræninginnJón Gnarr
10 AfleggjarinnAuður Ava Ólafsdóttir
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Oft kemur grátur
eftir skellihlátur.