Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 4

Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Bárðarbunga situr mitt á heita reitnum undir Íslandi,“ sagði Har- aldur Sigurðsson eldfjallafræð- ingur. Hann fjallaði um eldgosið í Holuhrauni og hræringarnar í Bárðarbungu á mynda- og fræðslu- kvöldi Ferðafélags Íslands í gær- kvöldi. Morgunblaðið innti Harald eftir því um hvað hann ætlaði að tala þar. Hann kvaðst ætla að rekja sögu heita reitsins sem veldur þeirri miklu eldvirkni sem hér er. „Heiti reitur- inn byrjaði undir Síberíu fyrir svona 250 millj- ónum ára. Fleka jarðskorpunnar hefur síðan rekið eins og fleka á vatni en heiti reiturinn er áfram á sama stað. Nú kraumar hann und- ir okkur. Einu sinni var Síbería yf- ir honum, svo Baffinseyja, síðan Grænland og nú Ísland.“ Haraldur sagði að þegar heiti reiturinn byrjaði að gubba upp kviku undir Síberíu fyrir óralöngu hefði fylgt því einhver mesta eld- virkni sem sést hefur á jörðinni. Heitir reitir eru kraftmestir í byrj- un og svo dregur úr kraftinum. Segja má að hraunið sem nú vellur upp í eldgosinu í Holuhrauni eigi fjarskylda ættingja á þeim stöðum sem hafa verið yfir heita reitnum. „Hraunið er úr sama hluta mött- ulsins sem blæðir nú upp undir Bárðarbungu og blæddi undir Síb- eríu fyrir 250 milljónum ára og á mörgum stöðum þar á milli.“ Haraldur sagði ekki hægt að spá neinu um hvað kann að gerast í Bárðarbungu. „Þetta er ein stærsta eldstöð Íslands og situr al- veg ofan á sjálfri uppsprettunni. Það má búast við öllu,“ sagði Har- aldur. Vel er fylgst með sigi öskju- botnsins í Bárðarbungu sem sígur vegna þess að þrýstingurinn undir honum er að minnka. Jarðskjálft- arnir þar eru afleiðing en ekki or- sök sigsins. „Spurningin er hvenær komið verður jafnvægi. Þá hættir tappinn að síga og þá hættir gosið. Gang- urinn storknar á svona þremur vikum. Spurningin er hvort kviku- þróin fer þá aftur að þenjast út því kvika streymir alltaf úr möttlinum. Þrýstingurinn eykst svo þar til veggur kvikuþróarinnar brestur og kannski kemur annað sprungugos. Enginn veit hvar það verður,“ sagði Haraldur. Hann sagði viðbú- ið að þróunin yrði lík og í Kröflu þar sem jarðskorpan reis og hneig til skiptis. En er hætta á því að fjallið falli inn í sjálft sig? „Það fer eftir því hvað mikil kvika kemur út. Nú sígur botninn um hálfan metra á dag og er búinn að síga 28 metra. Það er ekki mik- ið í samanburði við Öskju 1875 þegar sigið var 250 metrar. Tam- bora-askjan í Indónesíu myndaðist við sprengigos árið 1815. Askjan þar er 1.300 metra djúp, enda var það stærsta gos á jörðinni.“ Haraldur hefur farið fjórum sinnum niður í Tambora-öskjuna og kvaðst hafa lofað sjálfum sér því í hvert skipti að gera það aldr- ei aftur því það er svo erfitt, hvort sem farið er niður í öskjuna eða upp úr henni. Bárðarbunga situr mitt á heitum reit  Búast má við öllu af Bárðarbungu, að mati eldfjallafræðings  Fyrir 250 milljónum ára sat Síbería ofan á heita reitnum sem nýja hraunið vellur upp úr  Nýja hraunið á víða fjarskylda ættingja Nýja hraunið og höfuðborgarsvæðið Útbreiðsla nýja hraunsins er hér sýnd í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Stærð hraunsins er eins og það var 23. september sl., samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun HÍ. Haraldur Sigurðsson Engin merki sáust í gær um að eldgosið í Holu- hrauni væri í rénun. Hraunflák- inn hélt áfram að stækka og ekkert hafði dregið úr hraunflæðinu. Eldgosið var því svipað í gær og það hefur verið síðustu daga, að því er fram kom á fundi vísindamannaráðs al- mannavarna. Vísindamenn höfðu ekki komist að hraunjaðrinum að sunnanverðu í nokkra daga til að mæla hann, samkvæmt upplýsingum frá almannavörn- um. Hitamynd benti til þess að mesti hraunstraumurinn væri til norðurs í átt að veg- inum. Meiri hiti virtist vera í hrauninu að sunnanverðu en í því austanverðu. Hjá Veð- urstofunni fengust þær upp- lýsingar að hraunið væri fremur að þykkna og breikka en að lengjast. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar hefur verið frá vegna viðhalds og því hefur ekki verið hægt að mæla hraunið með ratsjá hennar undanfarna daga. Hraunið þykknar ELDGOSIÐ EKKI Í RÉNUN Holuhraun Áfram flæðir hraunið. María Franklín Jóhannesdóttir á Akureyri varð 100 ára í gær. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, kom í heimsókn og færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins og íbúum á Víðihlíð á dvalarheimilinu Hlíð var boðið upp á dýrindis tertu. María var hress í gær. „Það verður afrek ef þú nærð mynd af Maríu þar sem hún brosir ekki,“ sagði Alfreð Jónsson, einn sessunauta hennar í gær, þjóð- kunnur maður sem lengi bjó í Grímsey. „Ég held að María hljóti að hafa fæðst brosandi,“ sagði hann. Með Maríu á myndinni eru bæjarstjórinn, til hægri, þá dóttir afmælisbarnsins, Valgerður Árdís Franklín og eiginmaður Valgerðar, Jóhann Sig- urjónsson. María og Jóhann Franklín eignuðust fimm börn. Fjölskyldan hittist öll í samsæti næsta laugardag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson María fór brosandi inn í 101. árið Bæjarstjórinn kom með blómvönd og boðið var upp á tertu Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, segir nið- urstöðu Hæstaréttar í máli sínu gegn Þorvaldi Gylfasyni hagfræ- ðiprófessor vera einkennilega. Málið var höfðað vegna skrifa Þorvaldar um orðróm þess efnis að Jón Steinar hefði lagt drög að kæru til Hæsta- réttar sem síðar hefði verið notuð sem átylla til að ógilda stjórnlaga- þingskosningarnar. Grein Þorvald- ar, sem málið lýtur að, bar heitið From Collapse to Constitution: The Case of Iceland og var birt í ritröð Háskólans í München í Þýskalandi í mars árið 2012. Í rökstuðningi Hæstaréttar, sem sýknaði Þorvald af öllum kröfum Jóns, segir m.a. að ummæli Þorvaldar hafi verið hluti af viðamikilli umfjöllun hans um end- urskoðun á stjórnarskránni. Þor- valdur hafi ekki tekið afstöðu til sannleiksgildis orðrómsins en falið lesendum að álykta um það. Þá segir einnig að orðrómurinn hafi komið fram í umfjöllun DV nokkrum mán- uðum áður. Ásökun um refsiverða háttsemi „Í rökstuðningi dómsins segir m.a. að ég hafi á löngum starfsferli mínum tekið virkan þátt í þjóð- félagsumræðunni um ýmis málefni og haldið því fram að dómarar þurfi að þola gagnrýni á störf sín á op- inberum vettvangi. Það er allt sam- an rétt en hér er ruglað saman gagn- rýni og ásökunum um refsiverða háttsemi. Verið var að dylgja um það að ég hefði brotið af mér í starfi með því að skrifa kæru til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþingskosninganna og stjórnað svo afgreiðslu kærunnar í dóminum. Ef þetta hefði verið rétt hefði ég brotið af mér með refsiverð- um hætti,“ segir Jón og bendir á að mikill munur sé á almennri gagnrýni á störf dómara og dylgjum um refsi- verða háttsemi. Jón gerir einnig athugasemd við að þeir þrír dómarar sem dæmdu í málinu hafi allir komið frá Héraðs- dómi Reykjavíkur en þar féll héraðs- dómur í málinu. „Þegar dómurinn er búinn að ákveða að leita til þessara manna þá er greinilega búið að taka afstöðu til þess að þrír dómarar við sama dómstól og héraðdsómurinn var kveðinn upp af, dæmi á áfrýj- unarstigi þessa máls. Mér finnst það einkennilegt en gat lítið gert í því.“ Þorvaldur Gylfason segist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hæstiréttur sýknar Þorvald  Jón segir ruglast á gagnrýni og dylgjum Jóns Steinar Gunnlaugsson Þorvaldur Gylfason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.