Morgunblaðið - 26.09.2014, Side 20

Morgunblaðið - 26.09.2014, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur 20% afsláttur Við aðstoðum þig við að velja spilið og pökkum því inn fyrir þig. Gefðu spil í afmælisgjöf Sendum um allt land spilavinir.is BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórn Baracks Obama Bandaríkja- forseta hefur verið tvíbent í afstöðu sinni til Kúrda. Hún hefur lagt kapp á að efla þá hernaðarlega í Írak til að sigrast á samtökum íslamista en vill samt ekki að Kúrdar verði svo öfl- ugir að þeir geti knúið fram sjálf- stæði. Ástæðan er sú að stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda í Írak gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar og í grannríkjunum. T.a.m. óttast NATO-þjóðin Tyrkir að sjálfstætt Kúrdaríki í Írak yrði til þess að kúrdíska þjóðarbrotið í Tyrklandi krefðist einnig aðskilnaðar. Talið er að Kúrdar séu alls um 24 til 27 milljónir í Írak og þremur grannríkjum, að sögn rannsókna- stofnunarinnar Institut Kurde de Paris. Samkvæmt öðrum heimildum eru þeir allt að 30 milljónir, auk allt að tveggja milljóna í öðrum löndum, m.a. 800.000 í Þýskalandi. Kúrdar eru fjölmennastir í Tyrk- landi. Þar eru þeir 12 til 15 milljónir, eða um fimmtungur allra íbúanna. Í Íran búa um fimm milljónir Kúrda og þar eru þeir tæp 10% íbúanna. Í Írak eru Kúrdar um 4,6 milljónir (15-20% íbúanna) og í Sýrlandi tvær milljónir (um 9%). Í öllum þessum fjórum ríkjum eru stjórnvöld andvíg því að Kúrdar fái sjálfstæði. Fengju íraskir Kúrdar að stofna sjálfstætt ríki yrði það því umlukið löndum sem litu á það sem ógn við sig. Stjórnvöld í Tyrklandi, Bandaríkj- unum og Evrópusambandinu líta á Verkamannaflokk Kúrdistans (PKK) sem hryðjuverkasamtök. Flokkurinn hóf uppreisn sem hefur kostað um 45.000 manns lífið á þrem- ur áratugum. Ríkisstjórn Tyrklands hóf erfiðar friðarviðræður við PKK seint á árinu 2012 og flokkurinn lýsti yfir vopnahléi í mars 2013. Hann barðist lengi fyrir sjálfstæði Kúrda en krefst nú þess að þeir fái aukin sjálfstjórnarréttindi. Binda vonir við olíulindir Kúrdar í Íran stofnuðu lýðveldi í hluta landsins í desember 1945 en ír- anski stjórnarherinn leysti það upp ári síðar í innrás á svæði þeirra. Eft- ir íslömsku byltinguna í Íran 1979 bældi klerkastjórnin uppreisn Kúrda niður. Hún hefur sakað Bandaríkin um að styðja vopnaðar hreyfingar Kúrda sem berjast gegn henni, m.a. PJAK, hreyfingu sem hefur verið í nánum tengslum við Verkamannaflokk Kúrdistans. Kúrdar voru ofsóttir í valdatíð Saddams Husseins í Írak og hófu uppreisn árið 1991 eftir ósigur her- sveita hans í fyrra Persaflóaflóa- stríðinu, þ.e. eftir innrás Íraka í Kúv- eit. Hersveitir Saddams bældu uppreisnina niður og um tvær millj- ónir Kúrda flúðu til Írans og Tyrk- lands. Vestrænar herþotur fram- fylgdu flugbanni til að stöðva loftárásir hers Saddams á Norður- Írak. Kúrdar stofnuðu sjálfstjórnar- hérað í íraska Kúrdistan og sjálf- stjórnarréttindi þess voru staðfest í lögum sem þing Íraks setti eftir inn- rás Bandaríkjahers í landið árið 2003. Eftir innrásina hafa Kúrdar verið dyggustu samstarfsmenn bandarískra stjórnvalda í Írak. Á svæðum Kúrda í Norður-Írak hafa fundist stórar olíulindir og talið er að þær geti gefið sjálfstæðissinn- Vill efla Kúrda en ekki að þeir fái sjálfstæði  Stjórn Obama tvíbent í afstöðunni til Kúrda  Eru fjölmennir í fjórum löndum Arbil Suleimaniyeh Kúrdarnir T YRKLAND Í RAK SÝRLAND TEHERAN BAGDAD DAMASKUS GEORG ÍA ANKARA Mosul Ain al-Arab (Kobane) Qamishli Hasakah VanDiyarbakir 100 km Kirkuk Sanandaj KASPÍHAFSVARTAHAF MIÐJARÐARHAF Urmia ARMEN ÍA ASERBA ÍDS JAN 12-15 milljónir20% 15-20% 9% 2 milljónir 4,6 milljónir Í R AN <10% 5 milljónir Heimildir: Institut Kurde de Paris, CIA Svæði þar sem Kúrdar eru fjölmennir Sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak Kúrdar sem hlutfall af íbúafjöldanum Neyð Sýrlenskir Kúrdar á flótta við landamærin að Tyrklandi. Á vergangi Kúrdar bíða í rigningu við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Samtök múslíma í Frakklandi, CFCM, hafa hvatt þá til að taka þátt í mótmælum gegn drápum ísl- amskra öfgamanna á vestrænum gíslum. Um fimm milljónir múslíma eru í Frakklandi. Samtökin hafa for- dæmt grimmdarverk samtaka ísl- amista, Ríkis íslams, í Írak og Sýr- landi síðustu vikur. Leiðtogi frönsku samtakanna fordæmdi einnig dráp íslamista á frönskum gísl sem var hálshöggv- inn í Alsír í fyrradag. „Þetta er villimannslegur glæp- ur, svívirða samkvæmt öllum sið- ferðisgildum manna,“ sagði í yfir- lýsingu frönsku samtakanna. Þau hvöttu múslíma til að taka þátt í mótmælum gegn drápunum í mosku í París síðdegis í dag. bogi@mbl.is Aftökur sem íslamistar hafa lýst á hendur sér Vesturlandabúar teknir af lífi Steven SOTLOFF David HAINES SÝRLAND ALSÍR James FOLEY Breskur hjálpar- starfsmaður, 44 14. sept. 2014 Liðsmenn Ríkis íslams (IS) tóku hann af lífi Liðsmenn IS líflétu hann Jundal-Khilifa* lýsti aftökunni á hendur sér Aftaka á vegum IS 24. september 2014 2. september 201419. ágúst 2014 Bandar. blaðamaður, 31Bandar. blaðamaður, 40 Herve GOURDEL Franskur fjallaleið- sögumaður, 55 ára *„Hermenn kalífadæmisins“, hreyfing sem tengist samtökunum Ríki íslams Múslímar mótmæla aftökum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.