Morgunblaðið - 26.09.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.09.2014, Qupperneq 29
sem hann elskaði og virti, glaður og reifur, gleðimaður og hrókur alls fagnaðar og vinur vina sinna. Gott var að sækja þau heim, Maju og Heimi, og viljum við þakka eftirminnilega æviferð með Heimi Bjarnasyni af Reykjahlíð- arætt og Brettingsstaðakyni. Maju, systur okkar og mágkonu, og börnum þeirra Heimis sendum við samúðarkveðjur við ferðalok. Margrjet Gísladóttir, Ásdís Gísladóttir, Margrét Eggerts- dóttir, Tryggvi Gíslason. Heimir afi okkar er látinn í hárri elli. Eftir sitja minningar um góðan afa sem átti stutt í hlát- ur og söng. Þegar maður kom í heimsókn í Vatnsholtið var það afi sem kom til dyra og hrópaði upp yfir sig af kæti áður en hann faðmaði mann og kyssti. Afi var matglaður og alltaf var eitthvað gott til í búrinu handa okkur að maula meðan spjallað var við ömmu og fylgst með afa leggja kapal. Þau voru alltaf teymi, sam- heldin og hlý. Oft gaukaði afi svo einhverju smotteríi að manni á leiðinni út. Yfirleitt var það súkkulaði eða aur. Það kom þó fyrir að eitthvað var lítið af gjafa- vöru í búrinu og þá gat verið að hann styngi að manni heilum múslípakka eða vandlega inn- pakkaðri rúllupylsu. Svo minnti hann mann á að taka ruslapokann sem hékk á hurðarhúninum og henda honum út í tunnu. Á tímabili stóðu foreldrar okk- ar í flutningum á milli landa með tvö lítil börn, störf og nám á ferð og flugi og á því tímabili dvaldi María hjá ömmu og afa í „Vassó“. Hún minnist þessa tímabils með mikilli hlýju; að fá að sofa á dýnu inni hjá ömmu og afa, vakna með ömmu klukkan sex á morgnana og drekka með henni kakó í dimmunni áður en hún fór í skól- ann. Nú í sumar, þegar afi var orðinn gamall og gleyminn, snart það hana djúpt að hann minntist þess að hafa fylgst með henni vaða skaflana heim úr skólanum á daginn. Hún man mest eftir sam- verustundum með ömmu frá þessum tíma. En allan tímann fylgdist afi með því að María litla rataði heim í gegnum snjóskafl- ana. Afi var hagmæltur og áhuga- samur um íslenska tungu. Afmæl- iskveðjum fylgdi oft skemmtileg vísa en minnisstæðastur er þó hinn þjáli texti „Biririmmbamm- bimmbamm“ sem afi söng við lag- ið „Ég er kominn heim í heiðar- dalinn“, á meðan hann kitlaði mann á maganum eins og hann væri að spila á píanó. Hann hafði gaman af gátum og orðaleikjum og einn útúrsnúningurinn var fastur liður í heimsóknum okkar í æsku. Eitthvert okkar spurði: „Afi, eru rollur heimskar?“, svo afi gæti svarað: „Já, lambið mitt.“ Og svo hló hann hátt og hnippti í mann. Flórídaferðin ’94 er okkur minnisstæð og hún ber vitni um hve rausnarlegur afi var og hve gott honum þótti að hafa alla fjöl- skylduna sína í kringum sig. Til að fagna sjötugsafmælinu sínu bauð hann börnunum sínum sjö, mökum þeirra og börnum í alls- herjar fjölskylduferð til Flórída. Hver fjölskylda bjó í sinni íbúð á „raðhúsahóteli“ umhverfis sund- laug, í nágrenni við ströndina. Til eru dýrmætar myndbandsupp- tökur úr þessari ferð, frá skemmtigarðaferðum, matar- veislum, sundkeppnum, krabba- og eðluveiðum, skemmtilegum leikjum og líka barnalegum kýt- um. Á meðal myndskeiða af skríkj- andi barnabörnum sem sýna koll- hnísa og kapphlaup glittir annars vegar í ömmu í skugganum með sólarvörn og hins vegar í dökk- brúnan afa sem spókar sig alsæll á laugarbakkanum á milli sund- ferða með skjannahvítan koll. Við höfum verið svo lánsöm að fá að njóta samvista við Heimi afa okkar fram á fullorðinsár. Við kveðjum hann með söknuði og er- um þakklát fyrir allar góðu minn- ingarnar sem lifa áfram í hugum okkar. María, Grímur og Ragnar Gíslabörn. Þegar ég kveð Heimi Bjarna- son lækni hinstu kveðju þá er þess að minnast að við vorum tengdir fjölskylduböndum, hann var mágur minn, giftur systur minni. En við urðum líka skóla- bræður ungir að árum, þar sem stofnað var til vináttu sem stóð óhögguð 72 ár. Svo há áratala sýnir vitaskuld að þeir sem við þá sögu koma standa við grafar- bakkann eða býsna nærri honum. Sá vinahópur úr skóla sem við Heimir heyrum til týnir nú töl- unni svo á sér. Heimir Bjarnason hafði mjög sterk persónueinkenni og skar sig úr hvar sem hann fór og þar sem menn iðkuðu mannjöfnuð. Borgaralegar dygðir sínar rækti Heimir af alúð, sá vel fyrir sínu, gætti vel að fjölskylduhögum svo að þar fleygði öllu vel fram. Og síst þurfti að kvarta undan aðal- ævistarfi hans að vera héraðs- læknir í gömlum skilningi þess orðs, þar sem hann naut sín, vin- margur, virtur og farsæll. En það sem hér hefur verið rakið er fyrir mér eins og hver önnur aktaskrift. Við vinir Heimis kunnum vel að meta borgaralegar dygðir hans, en kunnum líka á honum önnur skil. Við vissum að hann var gæddur fjölþættum gáf- um og hæfileikum. Hann var mik- ill námsmaður á skólabækur og upplagður dúx, léti hann á það reyna. En innst inni var Heimir annað og meira en úrvalsnáms- maður sem hann var og laginn við að bjarga sér. Hann var enginn þræll smáborgaraskapar. Að upplagi var hann sviðslistamaður, efni í stórsöngvara og leikara. Listgáfu sína rækti hann ekki, þar bar eitthvað á milli sem ég kann ekki að greina nógu vel. Í heimi fjölskyldu og vina var Heimir fús til að birta sína list- rænu takta sem söngvari, leikari og sögumaður, frásagnarmaður, flytjandi stórkvæða þar sem reyndi á skilning og minni, og minni hans á allt sem hann hafði lært var með ólíkindum. Varla nokkur maður sem ég hef þekkt hefur komist í hálfkvisti við Heimi Bjarnason um að mæla af munni fram sögur af minnisstæð- um persónum og viðburðum. Með frásögnum sínum gerði hann heilu byggðarlögin, sýslur og sveitir víðs vegar um landið, að lifandi veruleika, iðandi af mann- lífi. Heimir hafði um ævina víða verið, þekkti land og þjóð í heild og kunni á mörgu skil. Já, hann hafði lag á að láta áheyrendur sjá allt skýrt og ljóst fyrir sér: Húsa- vík og nærsveitir bernskuáranna, Hrútafjörð æskuáranna á Borð- eyri, Akureyri, Eyjafjörð og Skagafjörð menntaskólaáranna, Borgarnes meðan það var, Djúpa- vog, Berufjörð, Hamarsfjörð og Álftafjörð að ógleymdum Breið- dal héraðslæknisáranna eystra og Suðurlandið eins og það lagði sig á Helluárunum. Það var eng- inn viðvaningur að verki þegar Heimir brá yfir sig kufli uppi- standarans. Hann var einfaldlega listamaður og bóhem. Þar var hann bestur. Loksins kem ég að því sem ekki er minnst um vert þegar á reynir um lífshlaup Heimis Bjarnasonar. Hann átti sér eig- inkonu sem hann unni og virti, Maríu Gísladóttur, systur mína. Henni er ekki fisjað saman frekar en honum. Hennar hlutur er efni í lengri frásögn. Hún lifir mann sinn ásamt myndarlegum hópi afkom- enda í fjórða lið. Systur minni og hennar fólki sendi ég samúðar- kveðju. Ingvar Gíslason.  Fleiri minningargreinar um Heimi Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 ✝ Jón Eiríkssonfæddist í Reykjavík 28. ágúst 1927. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 15. september 2014. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur K. Jónsson, málarameistari, f. 1. febrúar 1900, d. 20. ágúst 1985, og Jenný P. Friðriks- dóttir, f. 9. júní 1906, d. 6. sept- ember 1971. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 14.9. 1925, d. 2002. 2) Helga, f. 17.9. 1926, d. 2008. 3) Halldór, f. 13.5. 1929, d. 1933. 4) Eiríkur Halldór, f. 9.9. 1932, d. 1998. 5) Magdalena, f. 9.1. 1934, d. 2006. 6) Jenný María, f. 14.9. 1941, d. 1990. 7) Val- gerður, f. 28.9. 1943, d. 2001. geir, f. 1976. 2) Eiríkur, f. 6.2. 1952. M. Erna Guðmundsdóttir, f. 20.12. 1952. Börn þeirra eru Kári Kolbeinn, f. 1974 og Berg- lind, f. 1979. 3) Sigurdís, f. 28.5. 1960. M.: Birgir Árnason, f. 25.1. 1962. Barn þeirra er Tanja Mist, f. 1992. Með fyrrverandi sam- býlismanni, Garðari Ingþórs- syni, f. 16.2. 1959, eignaðist hún Jón Örn, f. 1980, d. 2000. Barna- barnabörnin eru sjö talsins. Á sínum yngri árum spilaði Jón knattspyrnu með Fram og var alla tíð einlægur stuðnings- maður félagsins, eins og reynd- ar öll Gnoðarvogsfjölskyldan. Jón starfaði við málaraiðn alla sína starfsævi í félagi við föður sinn og bróður. Þeir sáu um málarastörf á Borgarspít- alanum sem og öllum öðrum sjúkrastofnunum sem þá til- heyrðu Reykjavíkurborg. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju, í dag, 26. september 2014, kl. 15. Eftirlifandi er hálf- systir, samfeðra, Svala, f. 22.11. 1924. Árið 1949 kvæntist Jón Guð- rúnu Elsu Helga- dóttur, f. 24.1. 1931, d. 6.2. 1973. Foreldrar hennar voru Helgi Júlíus Jónsson, stýrimað- ur, f. 17.7. 1899, d. 7.7. 1996 og Þor- björg Kristjánsdóttir, f. 11.2. 1905, d. 14.11. 1939. Börn Jóns og Guðrúnar Elsu eru: 1) Þor- björg Kristín, f. 27.1. 1949. M. Jón Már Halldórsson, f. 24.12. 1952. Börn þeirra eru Sandra, f. 1986 og Halldór Ingi, f. 1990. Með fyrrverandi maka, Grími Friðgeirssyni, f. 8.3. 1948, eign- aðist hún Elsu, f. 1974 og Frið- Yndislegur faðir minn fékk loks hvíldina eftir erfið og lang- varandi veikindi. Hann var ljúfur og góðhjartaður maður sem gaf fjölskyldu sinni alla sína um- hyggju og ástúð og var alltaf til staðar fyrir okkur. Hann var hóg- vær, réttlátur, nægjusamur og heimakær og fannst fátt nota- legra en að fá fólk í heimsókn og spjalla um gömlu dagana og æskuárin enda stálminnugur til dánardags. Hann var hafsjór af fróðleik um stríðsárin og hernám- ið á Íslandi enda var hann strákur við höfnina morguninn sem her- inn gekk á land því hann var van- ur að mæta eldsnemma á bryggj- una að taka á móti trillukörlunum og fá í soðið handa fjölskyldunni sem þá bjó á Laugaveginum. Minningar og frásagnir hans af stríðsárunum eru einstakar og höfum við hvorki heyrt né lesið nokkuð þessu líkt. Pabbi byggði fjölskylduhúsið í Gnoðarvoginum með föður sínum og bróður og bjó þar frá 1959. Hann var 46 ára þegar hann missti Elsu sína sem hann hlúði að á aðdáunarverðan hátt í hennar löngu og erfiðu baráttu við krabbameinið. Hann ól einn upp Dísu sína og sá til þess að við syst- kinin og fjölskyldur ættum alltaf hjá honum húsaskjól. Pabbi var mikill áhugamaður um stangveið- ar og ól okkur systkinin upp í þeim dúr með óteljandi ferðum á Þingvallavatn og síðar var farið í Veiðivötn að ógleymdum hans ómetanlegu ferðum í Miðfjarðará. Hann var snilldarveiðimaður, ræktaði sjálfur sína skosku yfir- burðamaðka sem aldrei mátti tína fyrir en eftir kl. hálftólf á kvöldin. Hann var mættur kl. 5 á morgn- ana á Þingvelli og oftast farinn fengsæll heim kl. 8. Eftir að fæturnir brugðust honum var hann friðlaus ef hann vissi af okkur krökkunum við veiðar og hringdi sífellt til að frétta af veiði og gefa góð ráð og nokkur ómetanleg „Nonnatrix“. Hann var líklega með smá verk- færadellu, fannst mikilvægt að eiga verkfæri þó svo hann vissi ekki alveg hvenær þau kæmu að notum, en hann var einstaklega handlaginn og það var ekkert sem hann ekki gat lagað eða bætt. Systur hans mættu með bilaða rennilása, tæki og tól og öllu var reddað eins og honum einum var lagið. Hann var rómaður sem mál- ari enda einstaklega vandvirkur og laghentur með pensilinn. Hann var mikið úti í náttúrunni sem barn, fór með pabba sínum út á land þar sem afi var að gera skissur fyrir málverkin sín og pabbi sagði okkur sögur frá ferð- um þeirra með rútum og fótgang- andi um sveitir. Stórfjölskyldan var einnig sel- flutt í berjamó og veiðiferðir og þá var mikið fjör. Pabbi var alla tíð dyggur Framari, góður kokkur og húm- oristi og Sjálfstæðisflokknum trúr þar til Davíð sveik loforðin, en umfram allt var hann yndisleg og hlý manneskja, góður maður sem gaf börnum sínum gott innræti í vöggugjöf. Hann var innilega þakklátur frábæru starfsfólki á Vífilsstöðum sem annaðist hann af nærgætni og hlýju og kölluðu hann ljúfling- inn á deildinni. Hann heilsaði börnunum alltaf með hæ hæ og kvaddi með „farið varlega“. Í friðsældinni á Skorra- dalsvatni verður nettur bátur nefndur Nonni og siglt og „Nonnatrixi“ beitt og verður svo sannarlega farið varlega. Kristin Jónsdóttir. Þetta er gömul barnasaga og kannski ekki rétt en í minningu minni er sagan af Dísu, 5 ára, sú að Dísa rataði ekki heim, lög- regluþjónn beygir sig yfir Dísu og spyr: „Og hvar átt þú heima,“ og Dísa svarar: „Hjá mömmu.“ Lög- regluþjónn spyr Dísu þá: „Og hvar á mamma heima?“ Og Dísa svarar: „Hjá pabba!“ Síðustu daga hef ég verið Dísa, 5 ára. Þú varst alltaf til staðar, þessi fasti punktur í veröldinni. Bestu fiskbollur í heimi, að brasa ýsu og lúðu í raspi, jólahangikjötið. 3 daga kjötsúpan í stóra pottinum, alltaf eldaður sami skammtur hvort sem við vorum mörg í heim- ili, eða bara tvö um hana eins og síðustu árin. Svo maður tali nú ekki um heimagerðu kæfuna. Fyrir skólaferðalögin í gamla daga bjóstu til kótelettur í raspi sem ég borðaði kaldar og skóf með hníf, fitu og allt. Bíltúrarnir niður að tjörn og höfninni, heimsækja ættingjana í kirkjugarðinn, þar sem við gátum komið við, þurftum ekkert að halda uppi spjalli og fórum þegar við vildum. Þú varst úrræðagóður og vand- virkur og ef framkvæmdir voru í gangi hjá einhverju okkar systk- inanna, komstu með þína góðu leiðsögn, sem oftar en ekki reynd- ist besta lausnin. Birgir náði að gera þig að jólakarli og settar voru seríur í alla glugga í desem- ber og hús og lóð að Gnoðarvogi 52 vel skreytt. Hangikjötsveisla á jóladag hjá þér og svo áramóta- veisla. Síðasta ár var erfitt hjá þér og okkur, pabbi minn. Þú orðinn mikið veikur og barátta að geta verið sem lengst heima og við öll að gera það besta sem hægt var til þess. Alveg sama hversu veikur þú varst og gast lítið spjallað á Vífilsstaðaspítala, náðir þú alltaf að kveðja með því að segja: Farðu varlega! Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Þín Sigurdís (Dísa). Elsku afi. Ég vil ekki trúa því að þú sért farinn frá okkur en ég veit að Elsa amma hefur beðið lengi eftir þér og núna ertu kom- inn til hennar. Það var svo gott að koma til þín upp á spítala kvöldið áður en þú fórst. Ég ætlaði að kíkja á þig morguninn eftir en það var eitthvað sem sagði mér að fara strax því að „á morgun“ yrði of seint. Þú varst sofandi og vissir ekki af mér en mikið ofboðslega var gott að fá að kveðja þig. Þú varst þekktur fyrir að gera hrikalega góða kæfu. Í þau 28 ár sem við þekktumst þreyttistu aldrei á að bjóða mér flatköku með kæfu þó svo ég hafi aldrei borðað kæfu. Síðustu ár hef ég bara sagt: „Já, afi minn, ég var að fá mér, hún var rosa góð, takk.“ Um jól og áramót hittist stór- fjölskyldan mikið í Gnoðarvogin- um. Það var hefð fyrir því að á jóladag kæmu allir til þín í hangi- kjöt sem þú varst búinn að leggja mikla vinnu í að elda. Svo bauðstu upp á Macintosh og passaðir alltaf að ég tæki nokkra af uppáhalds- tegundinni minni með mér heim. Einnig þegar ég lá á Grensás- deildinni sendir þú mömmu með nokkur stykki af þeim til mín. Þú áttir jólasvein sem hló og sagði eina setningu og þér fannst svo gaman að sýna litlu börnunum hann. Ég man svo vel eftir því þegar þú sast með Kristófer minn í fanginu um síðustu jól og varst að sýna honum hann. Ég veit ekki hvor skemmti sér betur, þú eða Kristófer. Síðustu vikurnar í lífi þínu lástu á Vífilsstöðum. Alltaf þegar við eigum leið þar fram hjá segir Kristófer á sínu bjagaða tungu- máli og bendir: „Afi þarna.“ Æ elsku afi, þín verður sárt saknað. Þín Sandra. Okkur systkinin langar að minnast Nonna langafa með nokkrum orðum. Afi var mjög blíður og góður við okkur og það var alltaf svo gaman og gott að koma í Gnoðarvoginn í heimsókn til hans. Hann var alltaf svo glað- ur að sjá okkur og heyra um hvernig okkur gengi í skólanum og tómstundunum. Afi sagði okkur oft skemmtilegar sögur frá því þegar að hann var yngri og svo vissi hann svo mikið um allt sem var að gerast í heimin- um. Afi var mikill barnakarl og dekraði alltaf við okkur. Afi var einstaklega hjartahlýr og um- hyggjusamur. Við eigum eftir að sakna hans mjög mikið. Kara Kristín Ákadóttir, Alex Rúnar Ákason og Emma Kristín Ákadóttir. Með örfáum orðum vil ég minnast og kveðja Jón Eiríksson eða Nonna eins og hann var allt- af kallaður. Þegar ég sit hér og hugsa til Nonna birtast myndir af yndis- legum manni, brosandi og hlýj- um og að sjálfsögðu birtast einn- ig myndir af húsinu í Gnoðarvogi, þar sem hann og Elsa frænka mín heitin komu sér fyrir sem ung hjón og ólu upp sín þrjú yndislegu börn, Kiddý, Ei- rík og Dísu, sem mér þykir svo vænt um. Þaðan á ég góðar minningar, bæði gamlar og nýj- ar. Þarna bjuggu einnig foreldr- ar hans og systkini og höfðu sér- hæð hver í fjögurra hæða húsi. Ég minnist tímans þegar ég var í pössun hjá þeim hjónum, þegar nóttin kom og heimþráin tók völd hvað þau voru góð við mig, ég fékk að sofa á milli þeirra hjóna þá nótt og þar með varð allt gott og næstu fimm vikurnar sem ég dvaldi hjá þeim liðu í leik og gleði. Það hefur alltaf verið góður vinskapur ásamt góðum frænd- skap á milli fjölskyldna okkar og því á ég margar góðar minning- ar um hann Nonna minn eins og mamma hefur alltaf kallað hann. Nú er hans tími kominn og kveð ég hann með hlýjum hugs- unum, þess fullviss að við hitt- umst aftur þegar minn tími kem- ur. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég ykkur öllum sem kveðjið föður, tengdaföður, afa, langafa og ástvin. Þórkatla Sveinbjörnsdóttir. Jón Eiríksson ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR frá Hnjóti, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 23. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. október kl. 13.00. Páll Ómar Vermundsson, Helgi Sævarsson, Ólafur Ólafíuson, Tinna Ýr Ingólfsdóttir, Sæunn Erna Sævarsdóttir, Jónas Ólafsson, Bjarki Sævarsson, Marianna Vilbergs Hafsteinsdóttir, Gísli Már Ragnarsson, Oddný Sigurrós Gunnarsdóttir, Gunnsteinn Adolf Ragnarsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN BERGSDÓTTIR, Kjarnagötu 12, Akureyri, lést að heimili sínu þriðjudaginn 23. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. október kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Páll Sigurðarson, Bergur Pálsson, Linda Hrönn Helgadóttir, Jónína Pálsdóttir, Sigurður Pétur Hjaltason, Bjarki Páll, Baldur Leó, Marta Þyrí og Elvar Leví.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.