Morgunblaðið - 03.10.2014, Side 29

Morgunblaðið - 03.10.2014, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Það er svo skrýtið að hugsa til þess að ég sá hann síðast í afmæl- inu sínu 4. september síðastlið- inn, 88 ára gamlan, svo hressan og toppstykkið í góðu lagi. Hann var búinn að berjast við krabba- mein en bjó þó heima hjá sér. Ég fór aftur til Spánar þar sem ég bý með fjölskyldu minni og hugsaði að afi væri í góðum höndum uppi á spítala og gæti safnað orku. Ég átti ekki von á því að afi færi svo fljótt eftir að hann fór á spítalann en þar lauk ævi hans. Kjartan Árni Þórarinsson. Eins og systir mín nefndi hér á undan þá var hann Kjartan afi minn einstaklega atorkumikill í atvinnulífinu. Hann teiknaði fjöldamargar byggingar í vest- urbæ Reykjavíkur en þar bý ég einmitt í fjölbýli sem hann teikn- aði. Í hvert skipti sem ég lít yfir blokkina okkar hugsa ég hlýlega til hans. Margir myndu hugsa til Kjartans sem höfðinglegs, ljúfs manns og vinamargs en þegar ég hugsa um persónu hans stendur eitt upp úr en það var hversu mik- ill prakkari hann gat verið. Hann átti það til að stríða fólki í kring- um sig en alltaf var það nú góðlát- lega gert. Til dæmis sagði afi mér draugasögur, þegar ég var lítill, sem hann hafði annaðhvort heyrt eða jafnvel sjálfur upplifað. Mér er það mjög minnisstætt þegar við fjölskyldan fórum sam- an í veiðitúr í Kaldbaksvíkina sem afi átti hlut í. Þá sá ég það á hon- um Kjartani afa að þar liði honum einstaklega vel. Við lentum í því eina nóttina að svakalegt óveður skall á og urðu flestir innan veggja hússins skelkaðir. Hins- vegar sást ekkert á honum afa og grínaðist hann með það að þakið mundi rifna af húsinu og takast á loft. Í öllum hasarnum minntist hann afi á draugagang sem hann varð vitni að í húsinu og vissu flestir að hann væri að reyna að espa lýðinn upp. Þó svo að afi hafi verið mikill grallari var hann einstaklega skapgóður og ræðinn maður. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þá gaf hann mér mörg góð ráð sem ég ætla mér að fara eftir. Þakka þér kærlega fyrir sam- veruna, afi minn. Tómas Aron Þórarinsson. Fyrir 45 árum var hurðinni að forstofuherbergi mínu í heima- húsum hálfhrundið upp af Kjart- ani Sveinssyni. Gekk hann fas- mikill að skrifborði mínu þar sem ég var að færa bókhald fyrir lítil fyrirtæki meðfram námi. Spurði mig án formála hvort ég, þá tví- tugur námsmaðurinn, gæti tekið að mér að bókhald og uppgjör fyrir rekstur sinn í teiknistofu og bílaþvottastöð. Á þessum tíma var Kjartan einn af þekktari ein- staklingum á Íslandi og stundum meðal hæstu skattgreiðenda. Ég svaraði játandi. Tók þetta mínút- ur. Upp frá þessu fór ég að kynn- ast þessum einstaka manni og Hrefnu, hans góðu konu. Naut ég þess að vinna fyrir þau hjónin á annan áratug þar til ég seldi praksís minn og fór út hlutverki ráðgjafa og endurskoðanda í framkvæmdahlutverk í útgáfu og fasteignum. Í upphafi tókst með okkur Kjartani vinátta, sem aldrei bar skugga á. Þó að ég hafi lokið þjón- ustuhlutverki fyrir þau hjónin fyrir rúmum þrjátíu árum héld- ust tengsl okkar með spjalli í síma, skemmtilegum fundum yfir kaffi og kökum heima hjá þeim hjónum þar sem lítil lognmolla var yfir vötnum í anda Kjartans. Ennfremur með kærleiksríkum jólakortum af beggja hálfu. Kjartan var eiginlega rammís- lenskt náttúruafl. Slíkur var krafturinn í honum og kringum hann. Hann var góður maður með stórt hjarta og sterkar tilfinning- ar. Þótti honum ógnarvænt um Hrefnu sína, börn og barnabörn og vildi velferð þeirra og ham- ingju sem allra mesta. Kjartan var án efa afkastamesti starfandi arkitekt, sem Ísland hefur átt. Teiknaði hann á löngum ferli sín- um nálega 18.000 íbúðir af öllum tegundum íbúðarhúsnæðis og meira en milljón fermetra í at- vinnuhúsnæði. Styrkleiki hans sem arkitekts fólst meðal annars í að átta sig fljótt á og sinna vel þörfum viðskiptavina fyrir hús- næði að teknu tilliti til fjárhags- legra möguleika þeirra. Þá fólst styrkleiki hans sem arkitekts einnig í hagkvæmum planlausn- um, sem leikir og lærðir áttu auð- velt með að útfæra og vinna út frá í byggingum sínum. Verðlagði hann vinnu sína alla tíð lágt og stundum afar lágt, ef fjárhagur fólks var takmarkaður. Með Kjartani er að mínu viti farinn einn af merkari mönnum Íslands á 20. öld. Maður, sem setti mark sitt mjög á þjóðfélag okkar með verkum sínum, þegar vöxtur og viðgangur var sem mestur eftir seinni heimsstyrjöld; fólk var að flytja úr sveitum til bæja og komast úr fátækt til álna. Héldu áhrif hans fram yfir síð- ustu aldamót. Kjartan var dreng- ur góður, laus við gerviframkomu og hégóma að frátöldum stórum og vönduðum bílum. Þar kyllilá hann. Á eftir fjölskyldunni voru stórir og vandaðir bílar hans aðal- áhugamál. Þar áttum við meðal annars samleið. Ég er sannfærður um að Kjartan Sveinsson fer á góðan stað eftir heilladrjúga vegferð í jarðvist okkar. Um leið og ég þakka honum vináttuna og sam- leiðina, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa leitt okkur saman. Bið ég Guð almáttugan að blessa minn- ingu hans og styrkja Hrefnu, börn þeirra og fjölskyldur í sorg- inni. Magnús Hreggviðsson. Kæri vinur. Svona er gangur lífsins og ekkert meira um það að segja nema þín verður sárlega saknað. Menn koma og fara og aðeins einn stjórnar því. En tím- inn frá A til Z er mismunandi góð- ur og hvað mig og mína fjölskyldu snertir var vinátta þín sérstök birta inn í líf okkar. Þú varst jú einn allra besti vinur foreldra minna og var sú vinátta sannar- lega gagnkvæm. Vinátta ykkar, þín og föður míns hófst um 1965 er þið fóruð að stunda laxveiðar saman og þá sérstaklega að veið- ar á „sardínum“ að Alviðru í Sog- inu (sardínur voru laxar undir 20 pd.) og voru þetta nokkrir góðir veiðitúrar hvert sumar. Um 1970 fór ég að fá að fara með og varð fullgildur félagi upp úr því. 1975 féll faðir minn frá en við héldum áfram að veiða saman í mörg ár eftir það. En þó að veiðitúrum okkar fækkaði héldum við alltaf sambandi í gegnum síma eða yfir kaffibolla, oftast heima hjá mér. Núna fyrir skemmstu áttum við eitt af okkar mörgu góðu símtöl- um og var það í tilefni af 88 ára af- mæli þínu. Því miður fór ekki á milli mála að mjög var af þér dregið. Eitt af því sem þú sagðir þá og markaðist varanlega í huga minn var ég væri einn þeirra sem þú flokkaðir í hóp þinna allra bestu vina sem ég sagði gagn- kvæmt en get ekki neitað að þá hvarflaði að mér að þetta gæti verið okkar kveðjustund sem og reyndist vera. Kæri vinur, ég vil þakka þér allt og allt og ekki síst þá ómet- anlegu aðstoð sem þú veittir okk- ur Ellu við skipulagningu á nýja húsinu okkar svo og þá vináttu sem þú hefur sýnt mér og mínu fólki í gegnum, ekki bara árin, heldur áratugina. Góða ferð, kæri vinur, sjáumst síðar. Elsku Hrefna, votta þér og börnunum ykkar mína innileg- ustu samúð. Ásgeir Halldórsson. Kjartan Sveinsson var stór maður í öllum skilningi þess orðs. Hann var myndarlegur, hafði stóra sál, hugsaði stórt – teiknaði stærstu einbýlishús á Íslandi og afkastaði meira en nokkur annar húsahönnuður hér á landi og þótt víðar væri leitað. Fyrir meira en hálfri öld fór hann að koma í heimsóknir með Hrefnu sem hann hafði heillast af. Litli drengurinn á heimilinu horfði upp til hans og var agndofa af að hlusta á allar sögurnar. Kjartan talaði við börnin eins og þau væru fullorðið fólk og var þeim einnig gjafmildur. Var eins við alla, háa sem lága. Iðulega fyllti hann fínu bílana sína af fólki sem hann bauð í bíltúr, renndi Þingvallahringinn rétt til þess eins að horfa um stund yfir vatn- ið. Og hann ók hratt á amerísku drossíunum sínum. Kaus helst tvennra dyra stóra kagga sem voru auðþekktir á götum Reykja- víkur, glansandi og alltaf tandur- hreinir enda átti hann heila bíla- þvottastöð. Og þegar hann var rúmlega fimmtugur eignaðist hann dýrasta fólksbíl sem keypt- ur hafði verið til landsins. Þær hneyksluðust Gróurnar á þessu, að kaupa bíl sem kostaði heilt íbúðarverð. Löngu seinna sagði hann kíminn frá því að bíllinn hefði verið miklu dýrari en al- mennt var talið. Kjartan Sveinsson hafði unnið sem trésmiður þegar hann hélt á vit ævintýra erlendis. Hann lauk námi í tæknifræði, kom heim og fór að hanna íbúðir. Þar fann hann fjölina sína og hann hóf rekstur eigin teiknistofu. Við- skiptavinirnir streymdu til hans. Hann varð fljótt vinsælastur allra hönnuða. Sjálfur sagði hann að það væri vegna þess að hann leit- aðist við að uppfylla þarfir þeirra. Stór hluti borgarhverfa voru hús sem hann teiknaði. Hann mótaði sinn eiginn stíl og húsin hans Kjartans fóru að skera sig úr. Kjartanshúsin voru þau kölluð og þóttu falleg, hentug og stundum voru þau eins og litlar hallir. Hann teiknaði meira en 5.000 sér- býlishús og 10.000 aðrar íbúðir auk fjölda annarra bygginga af ýmsu tagi. Þvílík afköst. Við sölu íbúða er það gjarnan tekið fram í fasteignaauglýsingum að húsið sé teiknað af Kjartani Sveinssyni. Það er hans arfleifð og segir allt sem segja þarf. Það var gaman að ræða við Kjartan enda var hann gæddur miklum persónutöfrum. Gríðar- lega fróður um menn og málefni, var einstaklega áheyrilegur með skemmtilega frásagnargáfu. Hlýja handtakið, viðkunnanlega röddin, einlægnin og glaðværa framkoman með brosið í augun- um gerði að verkum að hann hafði góða og heillandi nærveru. Af- skaplega skemmtilegur maður sem öllum þótti vænt um. Heil- steyptur og vandvirkur sem leysti vanda fólks sem átti þá ósk heitasta að koma yfir sig eigin þaki. Reikningar fyrir þjónustu hans voru hófstilltir og hann auðgaðist ekki, en hafði nóg fyrir sig. Og sama fólkið kom til hans aftur og aftur, enda lagði hann metnað sinn í að vanda til verka. Nú er hann skyndilega horfinn á braut, sögurnar hljóðnaðar. Það á einhver eftir að skrá hans ævi og segja frá þessari óvenjulegu elju. Hafi hann þökk fyrir áratug- ina alla, vinsemdina og velvildina. Hrefnu, börnum og fjölskyldunni allri er vottuð innileg samúð. Skúli Eggert Þórðarson. Ég kynntist þeim Kjartani og Hrefnu, þegar ég fluttist inn á Hringbraut 75, þar sem Erna, systir Hrefnu, bjó á efri hæðinni, en þá var ég búin að uppgötva, að þetta voru frænkur mínar, sem varð til þess að kynni mín af þeim urðu meiri, en ella hefði orðið, þar sem þau hjónin komu oft í heim- sókn til hennar, ekki bara á hátíð- um, heldur við mörg önnur tæki- færi, stór sem smá, og þá hitti ég þau oft og talaði við þau í gang- inum. Þar sem Erna var oft í Banda- ríkjunum í heimsóknum hjá son- um sínum, þá kom það í hlut þeirra Kjartans og Hrefnu að sjá um íbúð hennar á meðan sem gerði það að verkum að ef eitt- hvað bjátaði á í húsinu, þurfti ég að hafa samband við þau. Við það kynntist ég þeim allvel. Málaleit- unum var líka alltaf jafn ljúflega tekið af þeirra hálfu. Þau komu á Hringbrautina og málin leyst í sameiningu. Ef eitthvað þurfti lagfæringar við þá sá Kjartan um að svo yrði gert, enda þekkti hann marga iðnaðarmenn og gat alltaf fengið einhvern þeirra til að líta við á Hringbrautinni og vinna verkin. Hvenær sem við Kjartan tók- um tal saman fór það ekki framhjá manni hvað hann hafði góða þekkingu á öllu sem að byggingum húsa laut og fær í sínu fagi. Hann jós af viskubrunni sínum yfir mig um þau efni og sagði oft sínar skoðanir um vinnubrögð iðnaðarmanna um- búðalaust. Það var aldrei komið að tómum kofunum í þeim efnum. Hann var afar víðsýnn og vel les- inn, ekki bara á sínu sviði heldur einnig á ýmsum sviðum öðrum. Eftir að ég fór af Hringbraut- inni reyndi ég að halda sambandi við þau, einnig til að spyrja frétta af Ernu, sem þá var flutt til Am- eríku. Þá vildi viðtalið oft fara um víðar lendur þegar Kjartan svar- aði í símann. Hann minntist lið- inna tíma á Reyðarfirði og hafði líka ákveðnar skoðanir á þjóðlíf- inu og pólitíkinni. Oftast vorum við sammála í þeim efnum. Ég hafði gaman af að tala við hann og var alltaf ríkari á eftir. Svo er lífið furðulegt að nokkr- um dögum áður en ég frétti and- lát hans hugsaði ég að ég þyrfti að fara að tala við þau Hrefnu til að athuga hvernig þeim liði og hvað væri að frétta, spjalla við þau í leiðinni. Nú verður það ekki leng- ur Kjartan sem svarar símanum og ég veit að ég mun sakna þess. Þegar ég kveð hann nú hinstu kveðju, þá er efst í huga mér inni- legt þakklæti fyrir góða viðkynn- ingu og skemmtileg og fróðleg viðtöl, um leið og ég bið honum allrar blessunar Guðs í nýjum heimkynnum. Hrefnu, frænku minni, og öðr- um aðstandendum votta ég inni- lega samúð mína. Blessuð sé minning Kjartans Sveinssonar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Mér finnst ekki langt síðan ég sá hávaxinn myndarlegan mann með grásprengt hár standa á pallinum við húsið við hliðina á mér, og virða það fyrir sér. Ekki hafði ég hugmynd um hver þessi maður var fyrr en mér varð litið út um gluggann og sá ökutækið sem hann hafði komið á. Þetta var umtalaðasta bifreið bæjarins þegar ég var að alast upp og bar skráningarnúmerið R 1961. Þá vissi ég að þetta var Kjartan Sveinsson byggingatæknifræð- ingur. Þau hjón Hrefna og Kjart- an keyptu svo þetta hús og urðum við nágrannar. Með okkur Kjartani tókst fljót- lega góður vinskapur, og betri ná- granna gátum við ekki fengið, því að þau voru einstök hjón, Hrefna og Kjartan. Við Kjartan ræddum oft saman og bar þá ýmislegt á góma. Kjartan var bráðskarpur og hafði skoðanir á öllum hlutum. Hann var prinsippmaður af gamla skólanum. Ég hafði mjög gaman af að ræða við hann þó að tuttugu ára aldursmunur væri á okkur. Ég spurði hann einu sinni af hverju hann hefði ekki keypt hús sem hann hefði teiknað sjálf- ur, en eins og flestir vita vildi fólk búa í húsum sem Kjartan Sveins- son teiknaði, og hefur sennilega enginn teiknað eins mörg hús fyr- ir venjulegt fólk og hann. Hann svaraði að bragði, ég vil heldur horfa á þau hús sem ég hef teikn- að en búa í þeim. Mér er sagt að hann hafi verið fljótur, vandvirk- ur og heiðarlegur þegar kom að því að teikna hús. Kjartan og Hrefna fluttu úr Vesturbænum og upp í Selja- hverfið í Breiðholti, og þegar ég reyndi að stríða honum á því, að nú væri hann að fara úr fína hverfinu og upp í Breiðholt, horfði hann á mig og sagði: Stef- án, Seljahverfið er eitt best varð- veitta leyndarmálið í Reykjavík og þar vil ég búa. Þegar heilsan fór að bila fluttu þau hjón í eldriborgaraíbúð í Hafnarfirði. Kjartan kom oft í heimsókn í Skagaselið til dóttur sinnar og barnabarna. Eitt það síðasta sem hann sagði við mig þegar veikindi hans bar á góma, var að hann væri ekki sú mann- gerð sem gæti legið lengi á spít- ala. Kjartan andaðist eftir stutta legu á sjúkrahúsi. Fallinn er í valinn góður drengur og það voru forréttindi að kynnast honum og skoðunum þeirrar kynslóðar sem nú er að kveðja. Við Svandís vottum Hrefnu og öllum ættingjum Kjartans okkar dýpstu samúð. Stefán Benediktsson. Hugurinn reikar víða þegar komið er að kveðjustund. Fyrir rétt um 20 árum var ég svo lán- samur að kynnast þeim öndveg- ishjónum Kjartani og Hrefnu, þegar ég byrjaði að vinna hjá þeim á Bón- og þvottastöðinni í Sigtúni og starfaði ég þar í tæp 10 ár. Yfir vetrartímann var mikið að gera og oft mikið fjör, þeir voru margir bílarnir sem runnu þarna í gegn. Þau Kjartan og Hrefna ráku þessa stöð af miklum myndar- brag með dyggri aðstoð Arndísar dóttur sinnar. Kjartan kom á hverjum degi og oft kvölds og morgna til að fylgjast með að allt gengi vel fyrir sig, segja sögur og bulla í okkur strákunum. Á þess- um tíma var mikill snillingur að stjórna stöðinni, Trausti Árna- son, sem var verkstjóri hjá Kjart- ani í rúm 30 ár. Það er ansi magnað að kveðja báða þessa mætu menn á sama árinu. Í fyrstu var ég aðeins smeykur við Kjartan. Hann gat verið fljót- ur upp eins og maður segir en hann var fljótur niður aftur og þegar ég kynntist honum betur var þarna undir mikill öðlingur, virkilega blíður maður og á ég margar góðar minningar með þeim báðum, honum og Trausta þegar við lokuðum á kvöldin og 500 bíla dagur var að baki . Kjart- an kenndi mér margt sem ég hef sjálfur nýtt mér í mínu lífi, eins og t.d. það að þó vel gengi eina vik- una, þá gæti næsta vika verið mögur. Hann hamraði oft á þessu við mig og seinna þegar ég fór sjálfur í fyrirtækjarekstur þá hugsaði ég oft um þessi orð Kjartans. Hann var mikill bíladellukall og átti afar fallegan Ford Lincoln sem hann keypti nýjan 1978. Oft fórum við í bíltúr á þessum bíl og hann kom líka austur á Selfoss til okkar í heimsókn. Ég mun alltaf búa að því að hafa kynnst Kjart- ani, hann hafði mikil áhrif á mig og þau hjón reyndust mér og fjöl- skyldu minni vel á þessum árum og á milli okkar hefur haldist góð vinátta. Kjartan var maður miklum hæfileikum gæddur, teiknaði fjöldann allan af fallegum húsum auk þess að standa í rekstri bón- stöðvarinnar. Sterkur karakter og gott að eiga hann að. Það er mér mikill heiður að fá að bera hann síðasta spölinn. Takk fyrir samfylgdina, kæri vinur, og það veganesti sem þú gafst mér. Rögnvaldur Jóhannesson. ✝ Guðrún Magn-úsdóttir fædd- ist 4. maí 1916 á Heinabergi í Skarðsstrand- arhreppi. Hún lést á heimili sínu að Gilsbakka 9, Laug- arbakka, 22. sept- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Magnús Jónsson, f. 23.10. 1876, d. 12.5. 1964, og Matt- hildur Sigurðardóttir, f. 2.12. 1884, d. 11.4. 1968. Systkini Guðrúnar voru: Magnea, f. 19.9. 1904, d. 25.6. 1943, Grímur Norðkvist, f. 23.7. 1906, d. 13.5. 1985, Jón Hall, f. 11.11. 1907, d. 27.12. 1907, Guðfinna Jökulrós, f. 12.8. 1909, d. 29.3. 1976, Jón Hall, f. 25.8. 1910, d. 26.11. 2000, Halldóra Elín, f. 5.9. 1912, d. 27.5. 1996, Ísleifur Kristberg, f. 19.7. 1914, d. 2.10. 1983, Karitas, f. 1.5. 1918, d. 16.4. 1998, Hallgrímur Sveinn, f. 23.4. 1921, d. 26.3. 1973, og Elísabet Guðrún, f. 2.6. 1923, d. 5.3. 2004. Hinn 15. október 1959 gift- ist Guðrún Jóhanni Matthíasi Jóhanns- syni, f. 15.10. 1911, d. 28.3. 1998. Þau eignuðust átta börn og eru sex á lífi. Þau eru: 1) Jó- hanna, f. 5.8. 1939, og á hún fimm syni. 2) Hildigunn- ur, f. 7.8. 1940, d. 1.1. 1996, og átti hún þrjú börn. 3) Hafsteinn, f. 23.11. 1944, á hann tvö börn. 4) Elísa- bet, f. 18.12. 1949, d. 15.1. 1996. 5) Bergsveinn, f. 16.6. 1951, á hann fjögur börn. 6) Hörður, f. 29.1. 1955, á hann þrjú börn. 7) Erna, f. 2.3. 1958, á hún þrjú börn. 8) Ragnheið- ur, f. 1.6. 1959, á hún þrjú börn. Guðrún og Jóhann bjuggu fyrstu árin í Reykjavík en fluttust seinna að Bálkastöð- um og bjuggu þar allan sinn búskap og eftir búskap fluttu þau að Laugarbakka. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey. Elsku Guðrún amma mín er nú fallin frá. Það er sárt að sitja hér og skrifa þessi orð til þín en á sama tíma er það gleði og þakklæti sem er mér efst í huga. Að fá að þekkja þig svona lengi eins og raunin varð er mér svo dýrmætt. Þú varst svo ótrúlega sterk kona, skemmtileg og hlý, og alltaf var stutt í húmorinn. Mér þykir svo vænt um þig, hef- ur alltaf gert og mun alltaf gera. Það verður skrítið að keyra vest- ur eða norður og koma ekki við á Laugarbakka, fá faðmlag frá þér, sitja með þér, spjalla og hlæja. Mér fannst alltaf svo ynd- islegt að koma til þín, koma við mjúku hendurnar þínar og sitja með þér. Ég elska þig, elsku yndislega amma mín og geymi þig ávallt í minningunum. Hvíldu í friði. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðrún Kristín. Guðrún Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.