Morgunblaðið - 03.10.2014, Page 32

Morgunblaðið - 03.10.2014, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 ✝ Bára Jóhanns-dóttir fæddist á Siglufirði 28. nóv- ember 1935 en bjó í Reykjavík frá árinu 1954. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 16. sept- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Aðalbjörnsson, f. 1906, d. 1966, og Petrína Friðbjörnsdóttir, f. 1895, d. 1989. Systkini Báru eru Soffía Guðrún, f. 1931, Hólm- fríður, f. 1937, Friðbjörn Hólm- freð, f. 1928, d. 1935, og Jón Heiðar, f. 1933, d. 1933. Hinn 31. desember 1955 gift- ist Bára Viðari Benediktssyni rafvirkja, f. 13. nóvember 1932. Þau eignuðust tvær dætur. Þær eru Lovísa Guðrún húsmóðir, f. 19. október 1955, og Anna Björg skrifstofukona, f. 15. apríl 1964. Eig- inmaður Lovísu er Teitur Eyjólfsson húsgagnasmiður, f. 1953. Börn þeirra eru Anna Bára, f. 1974, Eyjólfur Már, f. 1976, og Viðar Ben, f. 1983. Eigin- maður Önnu Bjarg- ar var Skarphéðinn Magnússon, f. 1952, d. 1997. Bára vann ýmis störf í gegn- um tíðina, meðal annars starfaði hún við barnagæslu, afgreiðslu- störf og í mötuneyti, en lengst af starfaði hún hjá Kleppsspítal- anum bæði við iðjuþjálfun og saumastörf. Útför Báru hefur farið fram í kyrrþey Við barnabörnin viljum minn- ast ástkæru ömmu með nokkr- um orðum. Amma var ein af þeim sem voru alltaf í góðu skapi og tók öllum fagnandi sem komu í heimsókn til hennar. Á boðstól- um voru alltaf heimabakaðar kræsingar og var hjónabands- sælan ein af þeim kökum sem aldrei voru langt undan, já eða karamellutertan sem var svo vinsæl. Það fór enginn svangur frá henni ömmu. Þegar við vorum litlir krakk- ar var afar vinsælt að gista í Sæviðarsundinu hjá ömmu og afa. Þar var farið með mann eins og konung í ríki sínu, við fengum að vaka fram eftir, horfa á sjónvarpið og fengum pening fyrir einhverju góðgæti úti í sjoppu sem var í göngufæri við heimilið. Þá var plötusafnið þeirra sem var ansi stórt og myndarlegt afar vinsælt hjá okkur systkinunum og leiddist okkur ekki að hlusta á plöt- urnar þeirra. Við eigum margar góðar minningar um sumarbústaða- ferðir með ömmu og afa bæði í bústaðinn á Laugarvatni og í seinni tíð bústaðinn sem þau áttu í Borgarfirði. Þar nutum við samverustunda með þeim og var ósjaldan tekið í spil með þeim og var þá Kani oftar en ekki fyrir valinu. Ömmu þótti gaman að hlusta á tónlist og oft voru stigin létt dansspor í bú- staðnum með. Amma var dug- leg að fara í göngur og dró okk- ur ævinlega með sér í gönguferðir í kringum bústað- inn í Borgarfirði og að sjálf- sögðu var farið í berjamó þegar hausta tók. Síðar, þegar barnabarna- börnin komu í heiminn, naut amma sín í botn og vissi ekkert skemmtilegra en að fá þau í heimsókn og sóttust þau mikið í að koma til hennar. Hún var alltaf dugleg að gera eitthvað með þeim og voru ófáar ferð- irnar í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn og ekki mátti sleppa því að fá sér ís í dagslok. Þá þótti henni ekki minna skemmtilegt en yngstu kynslóð- inni að horfa á teiknimyndir í sjónvarpinu og var afar vinsælt sport hjá þeim að horfa með langömmu á einhverja góða skrípamynd. Þær voru afar þungbærar fregnirnar þegar það kom í ljós að amma væri kominn með ólæknandi sjúkdóm og að ekki væri hægt að gera neitt til að lækna hana. Það er samt aldrei hægt að undirbúa neinn fyrir það þegar kemur að leiðarlok- um en eftir standa ljúfar og kærar minningar um einstaka lífsglaða, hláturmilda og létt- lynda konu sem var alltaf til staðar fyrir mann og vildi alltaf allt fyrir mann gera. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar með okkur, fjölskyldum okkar og börnum. Við munum sakna þín og varð- veita allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Þín barnabörn, Anna Bára, Eyjólfur og Viðar Ben. Okkur systur langaði að minnast ástkæru mömmu sem féll frá eftir stutt en erfið veik- indi. Mamma var einstaklega jákvæð, hlý og góð og gott að leita til hennar með hvað sem var. Hún var einstaklega hlát- urmild og alltaf í góðu skapi. Mamma og pabbi voru ein- staklega samrýmd hjón og nutu þess að ferðast saman, bæði innanlands og utan. Oftar en ekki voru farnar útilegur og gjarnan voru amma og afi með okkur en þá var gist í tjaldi og ferðuðumst við í litla Wolksva- gen-bílnum. Þetta var í gamla daga þegar krakkarnir stóðu á milli sætanna í bílferðinni og lögðu sig svo í aftursætinu þeg- ar þau voru orðin þreytt. Mamma og pabbi áttu bústað í Borgarfirði sem þau hugsuðu vel um og voru mikið í. Við systurnar og fjölskyldur okkar vorum dugleg að heimsækja þau þangað og var pabbi dug- legur að hlúa að bústaðnum, mála og bera á viðinn og sá mamma um að gefa öllum eitt- hvað gott að borða. Í seinni tíð fóru þau mikið er- lendis og urðu Kanaríeyjar oft- ar en ekki fyrir valinu þar sem þau nutu sín í sólinni og hlýj- unni. Stutt er síðan við dvöldum öll fjölskyldan saman á Kanarí yfir vetur og áttum góða tíma þar með hvert öðru. Mamma var einstaklega barngóð og drógust barnabörn- in og síðar barnabarnabörnin að henni. Hún var dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með börn- unum og fór með þau í göngu- ferðir, fjöruferðir og út á róló- völl. Mamma var mikill listakokk- ur og ótrúlega góður bakari enda var oftar en ekki leitað til hennar að búa til kökur þegar veislur voru haldnar í fjölskyld- unni. Þá var hún einstaklega fær saumakona, vann við það í mörg ár og var bæði dugleg við búa til föt, gera við, stytta, breyta og bæta. Í sumar kom í ljós að mamma var komin með krabba- mein sem var búið að breiða úr sér víða og var því miður ekkert hægt að gera til að lækna hana. Mamma tók fregnunum með miklu æðruleysi og sýndi mik- inn styrk í veikindunum. Þar kom sterkur persónuleiki henn- ar í ljós og einstakt lundarfar. Við kveðjum þig, elsku mamma, með þessum orðum. Þínar dætur, Lovísa og Anna Björg. Yndisleg kona er fallin frá. Ég fékk að vera samferða Báru í að verða 12 ár í þessu lífi. Nú er hún búin að kveðja og komin á annan stað þar sem hún getur vonandi verið eins og henni líð- ur best. Við Bára vorum miklar vin- konur og spjölluðum mikið um það sem bar hæst hverju sinni. Hún vildi vita hvað væri að frétta í okkar lífi, hvernig strák- arnir hefðu það og hvernig væri í vinnunni hjá okkur Viðari. Þau vildu alltaf hjálpa ef eitthvað var hjá okkur og höfðu gaman af að fara með strákana í gönguferðir út á róló eða niður að sjó, það var toppurinn að fara í fjöruna. Svo var farið og keyptur ís. Veikindin bar fljótt að og enginn trúði því að við ættum svona stuttan tíma eftir með henni ömmu Báru eins og hún var kölluð á mínu heimili. Við sátum lengi og spjölluðum fyrir stuttu úti í sólinni á svölunum hjá þeim og dáðumst að lang- ömmudrengjunum sem voru svo góðir að leika sér saman niðri í garði. Þeir voru ekki að slást þann daginn. Ég er þakklát fyr- ir það spjall. Hún var yndisleg amma strákanna minna og þeir voru alltaf spenntir að hitta hana og afa Viðar. Það var aldr- ei komið að tómu borði um helgar þegar við duttum inn í kaffi, alltaf hafði hún útbúið eitthvað eða átti tilbúið inni í frysti. Svo þegar henni var boð- ið í kaffi eða matarboð fannst henni allt of mikið fyrir henni haft, en hún vissi að ég hafði bara gaman af því. Bára var mjög lífsglöð og kát kona, dugleg að fara í sund og göngutúra og elskaði að fá lang- ömmubörnin í heimsókn og líka barnabörnin. Hún lék við strák- ana á gólfinu og fór endalaust í feluleik með þeim, inn í skápa og bak við gardínur. Það var ekkert bannað hjá ömmu Báru og afa Viðari, bara gleði að vera saman. Ég er mjög þakklát fyr- ir það sem hún gaf drengjunum mínum og kenndi þeim, enda- lausa þolinmæði og ást. Mér finnst mjög óraunveru- legt að Bára sé farin og komi ekki aftur, það tekur sinn tíma að átta sig á því. Ég sakna hennar mjög, þótti mjög vænt um hana og við áttum eftir að drekka svo mikið kaffi saman og spjalla heilmikið. Elsku Viðar, missirinn er mikill að yndislegri konu og ég bið góðan guð að styrkja þig í sorginni. Bára fylgist með okk- ur og passar okkur, það er ég viss um. Svava Zophaníasdóttir. Þvílík sorg. Þvílík eftirsjá. Bára var ekki aðeins systir mín heldur var hún líka besta vinkona mín. Á milli okkar voru aðeins tvö ár, við systurnar þrjár, vorum fæddar á Siglu- firði en þar slitum við barns- skónum. Við fluttumst síðan til Reykjavíkur og stofnuðum fjöl- skyldur, Soffía og Jón, Bára og Viðar, Fríða og Kristján. Á milli okkar Báru var alltaf sérstakt og gott samband enda Bára einstaklega falleg utan sem innan, glæsileg, heilsteypt og vönduð kona. Barngóð var Bára með ein- dæmum enda hændust öll börn að henni. Alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd þeg- ar þörf var á. Í gegnum tíðina voru sam- skipti okkar mikil og góð, ýms- um tímamótum fagnað saman stórum og smáum. Mörg ferðalög fórum við saman með fjölskyldum okkar hér áður fyrr, þegar börnin voru uppkomin héldu ferðirnar áfram bæðin innanland og er- lendis. Bestu ferðirnar okkar saman, voru í sumarbústaðinn okkar Stjána, en þar var mikið spjallað, spilað og snætt. Síðasti bíltúr okkar var þann 29 ágúst sl. þegar við fórum í hádeginu á Nauthól, ekki grun- aði mig þá að þetta væri okkar síðasta ferð og máltíð saman. Þetta var fallegur dagur sem skilur eftir sig fallegar ljúfar og góðar minningar í fallegu veðri, útiveru, spjall yfir góðum mat, og einstöku útsýni, einstaklega notaleg samvera. Þótt Bára sé fallin frá, alltof fljótt, er huggun í harmi að nú er hún laus frá veikindum sín- um. Hennar verður sárt saknað. Viðar minn, Anna Björg, Lovísa og Teitur og fjölskylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur frá fjölskyldu okkar. Hómfríður (Fríða) og Kristján. Anna Bára Jóhannsdóttir Margt gerist á langri leið, sagðir þú eitt sinn við mig, en það er ósköp rétt. Enda margt sem við höfum brallað saman í gegnum árin. Það var gott að eiga skjól hjá þér. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér. „Nei! Harpa mín, ert þetta þú?“ Síðan spjölluðum við um heima og geima, stundum um tísku og oft sögðum við hvor annarri sögur. Við töluðum um matargerð og ég aðstoðaði þig við jólakortaskrif. Ekki má gleyma fjársjóðsleitinni sem ég fór í í fataskápunum og hirsl- unum þínum, enda svo mikið af gersemum þar. Stöku sinnum fengum við okkur ís en alltaf var mér boðið djús og kandís. Ég gleymi því seint ein jólin, Þóra Jenný Ágústsdóttir ✝ Þóra JennýÁgústsdóttir fæddist 24. júlí 1932, Snæfellsnesi. Hún lést 10. sept- ember 2014. Útför Þóru fór fram 19. september 2014. ætli ég hafi ekki verið tíu ára, að ég var að pakka inn jólagjöfunum með þér. Þú spurðir mig hvort ég gæti ekki þagað yfir því sem væri í pakkanum og ég sagðist halda það en áttaði mig ekki á því strax að þú varst ekki bara að biðja mig að pakka inn gjöfum til bræðra, foreldra eða annarra ættingja heldur líka minni eigin gjöf. Þú sagðir bara: „Hérna er pakkinn fyrir pabba þinn og mömmu, síðan eru hér pakkarnir fyrir bræður þína, svo síðast er pakk- inn þinn.“ Ég var svo hissa að ég vissi hvað ég fengi. Skrítið, en þessi jól var alveg jafngaman að opna pakkann minn frá þér þótt ég vissi hvað væri í honum. Amma, hér er smátilvitnun í Pollýönnu, því ég veit að þér þótti svo vænt um hana og þetta minnir mig svo á þegar ég var í fjársjóðsleitinni heima hjá þér: „Ég er ákaflega sterk,“ sagði Pol- lýanna og stökk á fætur. Eftir ör- stutta stund var hún komin aftur með kistilinn. Kistillinn var fullur af dýrgripum, ýmsum fáséðum munum sem John Pendleton hafði safnað á ferðum sínum á mörgum árum. Og um hvern hlut hafði hann ein- kennilega sögu að segja. (Pollyanna, Eleanor H. Porter) Þú hafðir alltaf góðar sögur að segja. Þú sagðir svo skemmtilega frá. Ég kom oft og bað þig bara: „Amma, viltu segja mér sögu?“ og þú varst ekki lengi að finna eitthvað til að segja mér frá. Amma, ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Einhvers staðar á þeirri löngu leið sem þú fórst varðstu að þeirri konu sem ég leit upp til. Já, amma, þú ert ein af þeim sem ég met hvað mest og hefur kennt mér ansi margt. Svo nú kveð ég þig og í þetta skipti verð það ég sem held áfram að tala þegar þú ert farin. Hvíldu í friði, fal- lega amma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Harpa Bergþórsdóttir. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Þessar ljóðlínur úr kvæði Davíðs Stefánssonar um konuna sem kyndir ofninn sinn hafa í sífellu komið upp í hugann þessa undanfarna daga sem ég hef rifjað upp samskipti og við- kynningu okkar Þóru, tengda- móður minnar. Það er engum blöðum um það að fletta að Þóra var kvenskörungur mikill þótt það gustaði ekki af henni. Ég kynntist Þóru tengda- mömmu 1987 þegar ég flutti að Rauðaskriðum. Það má segja að hún hafi tekið mér opnum örm- um og var óþreytandi við að kenna mér eldhúsverkin og bú- verkin. Þóra hafði brennandi áhuga á öllu sem viðkom bú- skapnum og leiðbeindi okkur með varkárni og var betri en nokkur sem ég þekki að spá um tíðarfar. Hún leit eftir með strákunum þegar við sinntum verkum og fræddi þá um lífið og tilveruna, sagði sögur að vestan og frá prakkarastrikum Steina og bræðranna. Hún kenndi þeim að bera virðingu fyrir landinu, gróðri og dýrum og ekki síst fyrir sögunni. Hún var afar stolt af fólkinu sínu, bæði börnunum sínum og frændfólki, hún fylgdist vel með öllum og það fór aldrei framhjá henni hvað hver var að gera. Aldrei heyrði ég hana tala eitt styggðaryrði né öfundast út í nokkra manneskju, miklu frek- ar tók hún upp hanskann fyrir aðra og benti á hið jákvæða í fari þeirra: Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Hún fylgdist alltaf vel með landsmálunum og við vorum al- gjörlega sammála í pólitíkinni og studdum hvor aðra með ráð- um og dáð hvað það varðaði. Ég er stolt af að hafa kynnst Þóru og að hún skuli hafa verið amma barnanna minna. Þessari konu sem mætti mótlæti lífsins með æðruleysi og stóð óttalaus gagnvart drottni sínum allt þar til yfir lauk í þessari jarðvist. Ég trúi því að hún fylgist með okkur frá öðru sjónarhorni núna og vona að hún geti áfram vísað okkur þá vegi sem okkur er hollast að rata. Ég votta öll- um aðstandendum og vinum samúð mína. … læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Hvíldu í friði. Kveðja, Ingveldur Guðný Sveinsdóttir og fjölskylda. Gisting Grillveisla alla helgina Allir velkomnir í nýja veitingastaðinn okkar. Ferðaþjónustan Minniborgir. Gisting – veitingar – afþreying. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílar Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðslu- afslátt af nýja bílnum. Sendu okkur upplýsingar í gegnum www.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. 2010 Volvo XC60 D5 Summum gríðarlega vel útbúinn með auka- búnað fyrir um 1,5 milljón. Diesel. Ekinn 84 þús. km. Eyðsla 7 L í blönd- uðum akstri. Þessir eru nánast ófáanlegir á markaðinum í dag. Verð: 6.290 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, hreinsa ryð af þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.