Morgunblaðið - 03.10.2014, Page 36

Morgunblaðið - 03.10.2014, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þegar þú hefur ekki efni á einhverju sem þig langar í skaltu ekki sannfæra sjálfa þig um að þú þarfnist þess hvort eð er ekki. Hafðu ekki áhyggjur af því að þú sért of bjartsýn. 20. apríl - 20. maí  Naut Heimurinn er leikherbergið þitt og þar eru öll leikföngin sem þig hefur nokkru sinni langað í. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú vekur slíkan áhuga hjá almenn- ingi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vandamálin hverfa ekki þótt þú stingir þeim undir stól. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða. Um hjartað gegnir öðru máli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hugsanlegt er að þú biðjir kolranga manneskju að hjálpa þér við eitthvað. En veldu þá viðfangsefnin af kostgæfni, þannig að hjálpin skili sér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er sú staða uppi að þér er betra að leita þér samstarfsmanna en leysa málin upp á eigin spýtur. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að hrekjast ekki til þess að taka ákvarðanir áður en þú hefur hugsað málin til hlítar. Taktu það ekki nærri þér þótt einhverjir fetti fingur út í verk þín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur úr fjölmörgum tækifærum að velja og þarft hvergi að óttast að þú ráðir ekki við hlutina. Farðu vel yfir stöðuna og þá finnurðu hvað vantar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur mikla trú á peningum, og þeim mun meira sem þú treystir þeim, þeim mun meira eignastu af þeim. Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver fyrrverandi gæti eyði- lagt fyrir þér rómantískt ráðabrugg. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hafðu opin augu fyrir því hvað kemur þér í varnarstöðu. Stundum skiptir það ekki öllu máli að hafa rétt fyrir sér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt gott sé að láta sig dreyma má ekki láta draumana ná yfirhöndinni. Sestu niður, taktu þér tak og veldu úr það sem þú vilt vinna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu til hendinni og losaðu þig við það sem þú telur þig ekki hafa þörf á. Vilj- irðu vinna þig í álit skaltu samt reyna aðrar og betri aðferðir. Á laugardaginn skrifaði BjarkiKarlsson: „Á „Kristsdegi“ í dag var fólk beðið að biðja fyrir mér (villuráfandi sauð í kristinni hjörð), en líka fyrir forseta, ríkis- stjórn, Alþingi, embættismönnum, starfsfólki ráðuneyta og ríkisstofn- ana, borgar- og sveitastjórnum, dómstólum, lögreglu og Tollstjóra- embættinu – svo dæmi séu tekin úr erindisbréfi samkomunnar. Þó öfgasveitir ekki beint ég styðji og aldrei lepji te úr þeirra bolla þá finnst mér sætt að farísear biðji fyrir þeim sem heimta af okkur tolla.“ Á þriðjudag hafði DavíðHjálmar Haraldsson orð á því á Leirnum að illa horfði með snjó og skíðaferðir í Hlíðarfjalli því að báðir snjógerðar- mennirnir hefðu hætt störfum. – Yfirmenn bæjarins verða að grípa til fyrri vinnubragða, segir hann, svo að skíðavertíðin fari ekki for- görðum. Skaflar í fjallinu fylla öll gil uns fannirnar bráðna með vori og hlýju. Nú hættu þeir báðir sem búa snjó til og Bærinn minn ákallar Drottin að nýju. Fía á Sandi varpar því fram á Leirnum hvort ekki verði að yrkja um eldgosið? Í jöklum gerir, hrynur harðar hristist ís og skelfur grjót. Eins og blóð úr iðrum jarðar eldur spýtist himni mót. Og skýrir síðan frá því í kjölfarið að hún hafi farið til Ítalíu með Landssambandi harmonikuunn- enda og sjaldan skemmt sér betur. – „Fyrir utan að sjá margt og heyra í því landi var spilað, dansað og sungið fram á nótt og engar áhyggjur hafðar af gosi, fésbók eða leir. En nú er ég semsé komin heim með tollinn og að tölvunni. Yfir landið lægðir streyma lognið er á hraðri ferð. Ligg ég inni og læt mig dreyma liðna Ítalíuferð. Lengi má nú finna flösku fer ég senn að bragða á þeim. Ég sá fyrir mér sand og ösku suðurfrá, er kæmi ég heim. En svo var allt með kjörum kyrrum kyrrt mitt hús á sinni lóð eins og nú og ætíð fyrrum engin mengun hvergi flóð. „Þetta er bara svona,“ segir Ár- mann Þorgrímsson: Nú er ég að verða vitlaus veldur sjálfsagt aldur minn andinn sljógvast, orðinn bitlaus opnast varla kjafturinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af faríseum, Ítalíuför og snjógerðarmönnum Í klípu Ó NEI, ÞESSI FLÍS HEFUR SKOTIÐ RÓTUM. ÞÚ ÆTTIR AÐ RÁÐFÆRA ÞIG VIÐ SKÓGFRÆÐING. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ MUN TAKA ÞIG NOKKRA DAGA AÐ VENJAST ÞEIM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ...að horfa alltaf á björtu hliðarnar. AAAA, ÁRBÓKIN MÍN ÚR MENNTÓ „RÓN RÓNSSON.“ ÉG MINNIST ÞESS ENN ÞEGAR NAFNIÐ MITT VAR LESIÐ UPP „TAKK FYRIR SÖGUNA, RÓN.“ „ERT ÞETTA ÞÚ, HRÓLFUR?“ „JÁ“ „AF HVERJU ERTU Í ÞESSARI BRYNJU?“ „ÉG ER FJÓRUM TÍMUM OF SEINN Í KVÖLDMATINN“ Helsta afrek Íslendinga á íþrótta-sviðinu er gull í íshokkíi á Ól- ympíuleikunum í Antwerpen í Belg- íu 1920. Fálkarnir frá Winnipeg kepptu þá fyrir hönd Kanada og sigruðu með glæsibrag, en allir leik- mennirnir fyrir utan einn voru af ís- lenskum ættum. x x x Fálkarnir voru fyrstu ólympíu-meistarar sögunnar í íshokkíi. Eins og aðrir afreksíþróttamenn lögðu þeir mikið á sig til þess að ná árangri og voru einfaldlega betri en mótherjarnir. Þeir beittu hvorki bellibrögðum né slagsmálum til að ná settu marki heldur voru skipu- lagðir í leik sínum og unnu vel sam- an auk þess sem einstaklings- framtak ein stakra manna kom mótherjunum í opna skjöldu. x x x Slagsmál hafa stundum loðað viðíþróttina en það er mikill mis- skilningur að þau séu hluti hennar. Til fellið er að vanstilltir menn hafa stundum brugðið á það ráð að beita valdi í keppni og athygli hefur beinst að þeim fyrir vikið. Sektir og leik- bönn viðkomandi hafa yfirleitt ekki fengið eins mikla umfjöllun. x x x Það er þó ekki algilt. Hörð viður-lög eru við ofbeldi í amerísku NHL-deildinni í íshokkíi og þess eru dæmi að leikmaður hafi fengið lífs- tíðarbann vegna framkomu sinnar. Í sumum tilvikum hafa árásir í leik leitt til opinberra dómsmála og of- beldi innan vallar hefur gert það að verkum að leikmenn, sem hafa orðið fyrir árásum hafa orðið að hætta að spila vegna meiðslanna. x x x Víkverji sá í sjónvarpi frá leik í Ís-landsmótinu í íshokkíi fyrir skömmu. Í stuttu myndskeiði var sjónum fyrst og fremst beint að slagsmálum og brosandi upphafs- manni þeirra eftir að honum var vik- ið af velli. Þetta er slæmt fordæmi, bæði hjá ofbeldisseggjunum og einn- ig hjá sjónvarpinu en vonandi læra menn af mistökunum. Það yrði þess- ari göfugu og skemmtilegu íþrótt til heilla. víkverji@mbl.is Víkverji Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. (Jóhannesarguðspjall 6:37) Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _3 1. 08 .1 4 Muna að drekka vatn Veit á vandaða lausn • Venjulegt vatn + sódavatn • Tengist beint við vatnslögn • Sparar pláss þar sem ekki þarf vatnsdunk • Hægt að stilla hitastig vatns frá 5-20°C • Ljós kemur þegar þrífa þarf vél eða skipta um filter Frábær vatnsvél fyrir fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.