Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 1

Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  237. tölublað  102. árgangur  BÍLAR NÝSKÖPUN BLÓMSTRAR OG STÖRF SKAPAST 40 SÍÐNA AUKA- BLAÐ UM ÖKUTÆKI SUÐURNES 16 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Uppsafnaður rekstrarhalli af þjón- ustu sveitarfélaganna við fatlað fólk, frá því þau tóku við þjónustunni af ríkinu 2011, verður líklega orðinn um tveir milljarðar í lok þessa árs. Þetta kom fram í erindi Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær. Karl sagði að tekjur sveitarfé- laga vegna þjónustunnar hefðu hækkað umfram verðlagsþróun um 3,7 milljarða á fjögurra ára tímabili. Engu að síður hefði safnast upp halli. Aðalástæðan er að þeim sem njóta þjónustunnar hefur fjölgað mikið frá ársbyrjun 2011. Skýrsla Félagsvís- indastofnunar bendir til þess að hóp- urinn sem þiggur þessa þjónustu hafi stækkað um 30% frá yfirfærsl- unni frá ríki til sveitarfélaga og fram á mitt þetta ár. Þjónustuþáttum við fatlað fólk hefur fjölgað og magn þjónustunnar vaxið frá því að sveitarfélögin tóku við henni. Karl taldi þetta benda til þess að þörf hefði verið fyrir þjón- ustu við fatlað fólk sem ríkið ekki sinnti en sveitarfélögin sinna nú. „Það þarf að endurskoða kostnað- inn við þennan málaflokk og semja við ríkið um að sveitarfélögin fái meira en nú. Auk þess þurfa ríki og sveitarfélög að semja áætlun um hvernig eigi að svara nýjum kröfum um búsetu sem eru gerðar í fram- kvæmdaáætlun í málefnum fatl- aðra,“ sagði Karl. Þar er m.a. gerð sú krafa að í stað herbergjasambýla komi sjálfstæð búseta, eða einka- rými. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar kosti sveitarfélögin um 1,3 milljarða á ári til ársins 2020. Þessar breytingar þarf að fjármagna sérstaklega, að mati Karls. Uppsafnaður halli tveir milljarðar  Þjónusta við fatlaða hefur aukist mikið frá því sveitarfélögin tóku við af ríkinu Ljósmynd/Samband íslenskra sveitarfélaga Fjármálaráðstefna Karl Björnsson. Sólin braust í gegnum eldgosamóðuna úr Holu- hrauni sem lá yfir höfuðborgarsvæðinu í gærmorg- un. Gosmóðan olli því að sólin varð rauð sem blóð. Þegar sólin reis hærra á himni varð hún jafn skín- andi björt og alla jafna. Því er spáð að í dag muni- gosmóðan breiðast yfir nær allt Suðurland. Morgunblaðið/Golli Blóðrauð sólarupprás Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúðalánasjóður hefur hækkað hámark íbúðaláns úr 20 milljónum í 24 milljónir. Sjóðurinn býður aðeins verðtryggð lán. Sigurður Erlingsson, forstjóri sjóðsins, segir að sjóðurinn hafi verið „hættur að vera eðlilegur þátttakandi á lána- markaði“ og því hafi verið brýnt að hækka hámarks- lán. ÍLS hefur hins vegar hætt við að bjóða óverðtryggð lán. „Þau eru ekki lengur til skoðunar vegna breytinga á framtíðarhlutverki sjóðsins. Það er ekki talið tímabært að fara að veita slík lán meðan framtíðarhlutverkið og umfang ríkisábyrgða á skuldum sjóðsins er í mót- un,“ segir Sigurður um þessa ákvörðun. Breytir samkeppnishæfninni lítið Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, telur að hækkun hámarksláns hjá ÍLS muni ekki hafa mikil áhrif á sam- keppnishæfni sjóðsins gagnvart almennum lántökum. Hún geti hins vegar batnað gagnvart tekjulægri hópum sem ekki kaupa eins dýrar eignir. Sjóðurinn muni eftir sem áður aðeins lána verðtryggt á föstum vöxt- um til 40 ára. Lántakar sýni nú öðrum lána- formum áhuga. Þá m.a. lánum með styttri vaxtabinditíma og á lægri vöxtum. Oddgeir Á. Ottesen, framkvæmdastjóri hjá Integra ráðgjöf, segir minnkandi mark- aðshlutdeild Íbúðalánasjóðs benda til að lántakar telji bankana bjóða betri kjör. MHámarkið hækkað »4 Hækka íbúða- lánin  ÍLS mun ekki bjóða óverðtryggð íbúðalán 40 milljarðar » Laust fé ÍLS er nú um 40 millj- arðar króna. » Það hefur safnast upp vegna hlutafjár- aukningar og uppgreiðslna af lánum sjóðsins.  Landsvirkjun hefur uppfært við- bragðsáætlanir sínar vegna rofs á stíflu Hágöngulóns í kjölfar eldgoss í Köldukvíslarjökli. Talið er ólíklegt að eldgosið í Holuhrauni teygi sig inn á vatna- svið Þjórsár. Komi til þess að bræðsluvatn flæði inn í Hágöngulón mun hjástífla þess rofna og vatnið renna í Kvíslaveitu. Í áætlunum er gert ráð fyrir að Svartárstífla verði rofin handvirkt og hlaupvatninu stýrt niður í farveg Þjórsár. Sultar- tangalón getur dempað flóð af ákveðinni stærð en ef það verður stærra en yfirfallið ræður við verð- ur að tappa af lóninu áður en flóðið kemur til að draga úr flóðtoppnum og dreifa honum á lengri tíma. Til- gangurinn er að draga úr skemmd- um á virkjunum og flóðum í Þjórsá neðan virkjana. »12 Áætlanir vegna flóða uppfærðar Flóð Þjórsá mun breiða töluvert úr sér, of- an og neðan virkjana Landsvirkjunar.  Hjúkrunar- heimili á höfuð- borgarsvæðinu bjóða flest upp á hársnyrtiþjón- ustu fyrir heim- ilisfólk sitt. Í lít- illi könnun Morgunblaðsins á verðskrám heimilanna fyrir þjónustuna kom á daginn að í öllum tilvikum var hún ódýrust á Grund. Hársnyrtar eru í starfi hjá Grund, en á öðrum heimilum er að- staðan leigð út til verktaka. agnes@mbl.is »4 Hársnyrtingin er ódýrust á Grund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.