Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 15

Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Efnt verður til októberhátíðar í miðborg Reykjavíkur frá kl. 14 á laugardag. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verður hátíðin í anda íslenskra töðugjalda, gestrisni og uppskeruhátíðar en með þýsk- íslensku ívafi, harmonikkutónlist, lúðrablæstri og söng, munngát og léttum veitingum. Hafa verslanir og veitingahús sameinast um að bjóða sértilboð og léttar veitingar. Þetta er í fyrsta sinn sem októ- berhátíð af þessum toga er haldin í miðborginni. Nánar er hægt að skoða dagskrána á vefnum mid- borgin.is. Október- hátíð í Reykjavík  Hátíðin verður í anda töðugjalda Morgunblaðið/Golli Í miðborginni Októberhátíð verður í miðborg Reykjavíkur á laugardag. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil umskipti urðu í rekstri Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs milli ára 2012 og 2013. Þetta kemur fram í útdrætti úr ársreikningi VG sem birtur hefur verið á vef Ríkisendurskoðunar. Út- drættir sex flokka birtust fyrir síð- ustu helgi og var sagt frá þeim í Morgunblaðinu. Þrír flokkar höfðu þá ekki skilað útdrætti og er sagt frá fjármálum þeirra hér. Tekjur VG minnkuðu milli ára, fóru úr 92,4 milljónum 2012 í 88,5 milljónir 2013. Rekstrargjöldin nær tvöfölduðust, fóru úr 66,93 milljónum 2012 í 123,88 milljónir 2013. Hagnaður upp á 22,7 milljónir varð á rekstrinum 2012 en í fyrra varð 42,73 milljóna króna tap. Gjöld aukast meira en tekjur Tekjur Framsóknarflokksins voru rúmar 88,5 milljónir 2012, borið sam- an við 110,716 milljónir króna í fyrra. 2012. Rekstrargjöldin aukast hins vegar mun meira, fara úr 66,3 millj- ónum 2012 í 135,2 milljónir 2013. Fyrir vikið verða umskipti í rekstr- inum. Hagnaður upp á 9,43 milljónir 2012 breytist í 19,12 milljóna króna tap 2013. Píratar buðu fyrst fram til Alþing- is í fyrra. Tekjur flokksins á árinu 2013 voru 12,37 milljónir króna. Rekstrargjöldin voru 8,1 milljón króna. Hagnaður var á árinu 2013 að fjárhæð 3,88 milljónir króna. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu sl. laugardag tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn 126,9 milljónum 2013. Samfylkingin tapaði 55,3 millj- ónum og Björt framtíð tapaði 10,87 milljónum króna. Þá tapaði Hreyf- ingin 257 þúsund krónum. Besti flokkurinn hagnaðist hins vegar um 852 þús. og hagnaður varð hjá Lýðræðisvaktinni upp á 428 þús. Besti flokkurinn var lagður niður fyrir sveitarstjórnarkosningarnnar í fyrra og rann inn í Bjarta framtíð. VG tapaði 43 milljónum í fyrra Morgunblaðið/Ómar 2013 Margir flokkar töpuðu fé.  Ríkisendurskoðun birtir útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna 2013 Reykjavíkurborg biður nú borg- arbúa í fjórða sinn um að leggja til hugmyndir að verkefnum í hverfum borg- arinnar. Kosið verður á milli hugmynda borg- arbúa í hverfa- kosningum á næsta ári. Íbúar geta nú farið inn á samráðsvefinn betr- ireykjavik.is og lagt þar inn hug- myndir sem fegra umhverfið og bæta ýmsa aðstöðu í hverfunum. Op- ið verður fyrir innsetningu hug- mynda til 7. nóvember næstkom- andi. Reykjavíkurborg mun leggja 300 milljónir króna til hverfapotta á næsta ári. Þessir peningar fara í að framkvæma hugmyndir sem borg- arbúar leggja sjálfir til. Að auki sinnir borgin ýmsum nauðsynlegum viðhaldsverkefnum í hverfunum, segir í tilkynningu frá borginni. Nú er verið að leggja lokahönd á 78 verkefni sem kosin voru á þessu ári í hverfum borgarinnar. Biður um hug- myndir frá borgarbúum Reykjavíkurborg. Byltingarkennd vetrar- og heilsársdekk UMBOÐSMENNUMLANDALLT Mikil gæði á afar sanngjörnu verði! Margir af þekktustu bílaframleiðendum í heimi kjósa að búa nýja bíla sína dekkjum frá Hankook. Ástæðurnar eru mikil gæði, frábært verð og öryggi. Meðal þeirra eru BMW, Audi, VW og Ford. Nýjasta kynslóð korna- dekksins frá Hankook. Frábært heilsárs dekk. Dekkið er með sérstaklega hertum trefjanálum í gúmmí- blöndunni sem grípa í svellið og gefa aukið grip í hálku. Mjúkt dekk sem endist gríðalega vel og vetrargripið er framúrskarandi 12 mánaða V A X TALAUSA R A F B O R G A N I R Korna dekk Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Self. solning.is W419 W606 – Síðan 1941 – Skútuvogi 2 Sími 568 3080 www.bardinn.is 544-5000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.