Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 25

Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Elsku hjartans afi Gúbbi minn. Margar hlýjar og góðar minningar koma upp í kollinn á mér þegar ég hugsa til þín. Ég á ótal margar minningar af tímanum okkar í Bjarmaland- inu þar sem mér þótti svo gott að vera sem lítil stelpa. Öll jóla- boðin þar sem þú varst alltaf klár á píanóinu, allar sundferð- irnar þar sem mér, Finni Gúbba og Viktori Breka fannst svo gaman þegar þú settir nuddið á og við þeyttumst út um alla sundlaug. Sumarbústaðaferðirnar í Bjarmahlíðina þar sem ég hefði helst viljað eyða öllum mínum stundum og svo margar fleiri minningar. Tíminn sem ég átti með þér sem lítil stelpa er ómetanlegur. Þeir þrír hlutir sem einkenndu þig einna mest voru vindlar, vasaklútur og grænn tópaspakki, elsku afi, því það var uppáhaldið þitt. Ég sakna þín alveg óskaplega en ég mun minnast þín með hlýju og gleði. Ég lofa að passa ömmu fyrir þig. Nú ertu kominn á góðan stað þar sem Birgir Elís og Bangsi taka vel á móti þér. Ég elska þig, afi minn, og læt fylgja með fallegt ljóð sem á vel við, guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur Guðmundur Jóhann Óskarsson ✝ Guðmundur Jó-hann Ósk- arsson fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1936. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. sept- ember 2014. Útför Guð- mundar fór fram frá Bústaðakirkju 18. september 2014. mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Eg- ilsson) Þitt barnabarn, Saga Steinsen. Nú er hann Gúbbi vinur minn fallinn frá, hann hét fullu nafni Guðmundur Jóhann Óskarsson. Okkar kynni hófust í júlímánuði 1959 þegar við vorum valdir til að spila með B-landsliði Íslands í knattspyrnu við Færeyjar. Við fórum með skipi út til Færeyja og dvöldum þar í viku og spiluðum þrjá leiki. Landsleik í Þórshöfn og leik við sameig- inlegt lið HB og B-36 einnig í Þórshöfn og þriðji leikurinn var spilaður á Tvöreyri. Í fallegu umhverfi Færeyja byrjaði okkar vinskapur sem hefur staðið í 55 ár. Við náðum fljótt saman bæði á vellinum og utan hans. Árið 1963 gerðist ég Framari og það árið spiluðum við saman í framlínu okkar klúbbs. Guðmundur var mjög góður knattspyrnumaður og gott að hafa hann sem liðsfélaga. Hann átti ættir að rekja til Vest- fjarða og dvaldist hann í mörg sumur á Þingeyri þegar hann var unglingur. Á fullorðinsárum kom Guðmundur oft vestur og hittumst við þá á Ísafirði og átt- um saman góðar stundir. Nú er horfinn góður vinur og félagi og söknum við Framarar góðs drengs þar sem Guðmund- ur var. Sjöfn og fjölskyldu sendum við innilegar samúðar kveðjur. Björn Helgason, María Gísladóttir. Fyrir rúmri hálfri öld hóf hópur nýbakaðra flugfreyja störf um borð í flugvélum Loftleiða. Við tipluðum um borð í hælaskónum okkar, glaðlegar og stoltar í nýju einkennisbúningunum og lögðum metnað í þjónustuna um borð. Ævintýrið var hafið. Við okkur brosti framtíðin björt og full af spennandi verkefnum. Starfsandinn innan Loftleiða var góður. Við vorum flest ung og töldum ekki eftir okkur lang- an vinnutíma, allt var gert með gleði fyrir hið unga flugfélag okkar. Meðal okkar starfsmanna mynduðust oft vinabönd sem staðist hafa tímans tönn þrátt fyrir ýmsar veltur í lífsins ólgusjó. Við vorum níu fyrrverandi starfssystur sem stofnuðum hóp sem ber hið lýsandi nafn Væng- stýfðir englar og höfum við hald- ið góðu sambandi í gleði og sorg í meira en fimmtíu ár. Elskusemi og gleði hefur ríkt á meðal okkar öll þessi ár. Árin hafa liðið, hjónabönd, barneignir og verk- efni lífsins hafa mætt okkur, en á vináttu okkar hefur ekkert skyggt á. Ein úr þessum hópi var Astrid Björg Kofoed Hansen Astrid Björg Kofoed-Hansen ✝ Astrid BjörgKofoed-Hansen fæddist 4. desem- ber 1939 í Reykja- vík. Hún lést 22. september 2014. Útför Astridar fór fram frá Há- teigskirkju 2. októ- ber 2014. sem nú hefur lokið lífsgöngu sinni eftir langa og stranga baráttu við illvígan sjúkdóm. Við vinkonurnar drúpum höfði hryggar í bragði, en lítum til baka með þakklæti fyrir að hafa átt vináttu Ast- ridar svo lengi. Astrid var algjör- lega sérstök kona, mætti í klúbb- inn eins og stormsveipur, hávax- in, glæsileg, fallega klædd og bar sig eins og drottning. Glaðsinna, hávær og hrókur alls fagnaðar. Síðastliðin ár hafa reynt á Astrid og hennar nánustu í erf- iðum veikindum þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Með ótrú- legum krafti reis hún alltaf upp, klæddi sig fallega og bar sig eins og hetja og fylgdist með öllu og öllum í kringum sig. Aðrir munu rifja upp lífshlaup Astridar en við munum fyrst og fremst minnast og þakka fyrir öll árin okkar saman og senda Ein- ari eiginmanni hennar sem stað- ið hefur einsog klettur við hlið hennar, sonunum fjórum, tengdadætrum, barnabörnum, systkinum og vinum hugheilar samúðarkveðjur. Astrid mun lifa í minningu okkar. Hvíldu í friði, elsku Astrid. Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Helga Steffensen, Kolbrún Aspelund, Kristín Jón- asdóttir, María Bergmann, Ragnhildur Björnsson, Sigríður Dagbjartsdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir. ✝ Ágústína Jóns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 11. október 1949. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 29. september 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Stefánsson,f. 28.9. 1909, d. 19.3. 1991, og Elísabet Kristjánsdóttir, f. 1.12. 1919, d. 23.1. 2004. Eiginmaður Ágústínu er Jó- hann Ásgeirsson netagerð- armeistari og kennari við Tækniskólann. Dóttir Ágústínu er Elísabet Stefánsdóttir stjórn- málafræðingur, f. 12.10. 1975, maki Björn Logi Þórarinsson taugalæknir, f. 16.2. 1972. Börn þeirra eru Berglind Björt, Brynhildur Katla og Ágúst Orri. Fóstursonur Ágústínu er Jón Einar Jóhannsson. Eldri bræður hennar eru Gunnar Stefán Jónsson og Her- mann Kristján Jónsson, báðir bú- settir í Vest- mannaeyjum. Ágústína ólst upp í Vestmanna- eyjum og lauk þar námi frá Barna- skóla Vestmanna- eyja og síðar Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja. Að námi loknu hóf hún störf á skrifstofu Vest- mannaeyjabæjar og síðan starf- aði hún í mörg ár hjá Íslands- banka (áður Útvegsbanka), fyrst í Vestmannaeyjum og síð- an í Reykjavík. Um tíma starf- aði hún með Leikfélagi Vest- mannaeyja. Útför Ágústínu fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 10. október 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku mamma. Það er sárt að sitja hér og skrifa til þín mína hinstu kveðju nokkrum dögum fyrir 65 ára afmælið þitt. Þrátt fyrir veikindi þín átti ég í einlægni ekki von á öðru en að við myndum fagna þeim degi sam- an, að degi síðar myndum við fagna mínum afmælisdegi og að í desember myndum við halda saman jól. Ég vissi að þeim tíma sem okkur var úthlutað saman væri senn að ljúka en ég var þó ekki undir það búin að hann liði svona hratt – að klippt yrði á hann með svo skömmum fyrirvara. Ég er þakklát fyrir að þú fékkst að fara í friði. Ég trúi því að þú sért á góðum stað, að þér líði vel og að þú sért laus undan þeim byrðum sem lagðar voru á þig sl. ár þegar heilsan brást þér. En mikið óskaplega sakna ég þín og mikið er nú sárt að kveðja þig því þú varst mér alla tíð svo miklu meira en bara móðir. Þú varst ein mín allra besta vinkona, trúnaðarvinur og ávallt á fremsta bekk í stuðningsliðinu. Þú varst börn- um mínum einstaklega góð amma og það nístir inn að hjartarótum að þau skuli ekki fá að hafa þig lengur í lífi sínu. Ég vildi líka óska að þú hefðir fengið að njóta þeirra lengur því þau voru sólargeislarnir í lífi þínu. Takk, elsku mamma mín, fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Takk fyrir að hafa alltaf haft trú á mér og fyrir að hafa ávallt treyst mér fyrir því að velja mér mína braut í lífinu. Þú varst spör á gagnrýni en ör- lát á stuðning og hrós og ég vona að mér auðnist að fylgja því fordæmi í uppeldi barna minna. Elsku mamma, ég sakna þín meira en orð fá lýst og vona að þú hafir ávallt vitað hversu mikið ég elska þig. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sófir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Elísabet. Ég var bæði feiminn og kvíð- inn þegar ég hitti Ágústínu í fyrsta sinn í ágúst 2003 en þá var ég búinn að vera með einkadóttur hennar í tæpa þrjá mánuði. Sá kvíði hvarf um leið og ég hitti hana því Ágústína var einstaklega góð manneskja. Hún hafði góða nærveru, var kærleiksrík og jákvæð kona sem vildi allt fyrir fólkið sitt gera. Betri tengdamömmu er ekki hægt að hugsa sér. Það varð hennar mesta gleði þegar hún eignaðist barnabörn. Mikið elskuðu litlu börnin okk- ar hana enda hafði hún svo mikið að gefa þeim af sjálfri sér. Það var alltaf gott þegar hún kom til okkar, hún fyllti heim- ilið af jákvæðni, ró og góðri nærveru. Milli hennar og barnanna okkar var alveg sér- stakt samband. Það var því sárt þegar hún veiktist skyndilega af alvarlegu heilaslagi í ársbyrjun 2012. Það olli því að lífið varð aldrei eins, brostnir draumar þess sem var henni kærast í lífinu. En þrátt fyrir endurtekin áföll líkam- legra veikinda var hún alltaf já- kvæð og dugleg og mikill gleði- gjafi í lífi okkar. Í byrjun árs 2014 greindist svo krabbamein sem hún vissi að myndi sigra hana að lokum. Þrátt fyrir já- kvæða svörun við lyfjameðferð var framundan sífellt erfiðari ferð fyrir hana sem enginn vill eða getur farið. Það er sárt að þú sért farin og við höfum öll misst mikið. Þær verða margar stundirnar í framtíðinni sem við vitum að hefðu orðið betri ef þín hefði notið við. Allt sem við hefðum gert saman og þú með börnum okkar en verður aldrei. Þinn tengdasonur, Björn Logi Þórarinsson. Ágústína Jónsdóttir, mág- kona mín, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. september eftir löng og ströng veikindi. Gústa, eins og hún var alltaf kölluð, var góð og glað- vær manneskja. Nærvera hennar tryggði það að engum leiddist. Vinátta hennar var heil og sterk. Ég kynntist henni fyrst þeg- ar hún kom út í Akureyjar sumarið 2001, þegar þau Jói bróðir voru að kynnast. Þau fóru svo að búa á Bergþórugöt- unni. Henni var strax mjög vel tekið af strákunum Jóni Einari og Birgi Þór og tók hún þeim strax eins og þeir væru hennar eigin synir. Birgir Þór flaug fljótlega úr kotinu til náms er- lendis og síðan til Kanada, en Jón Einar var eftir og samband hans og Gústu var alltaf mjög gott. En það bættist einn í fjöl- skylduna þegar Lína kærasta Jóns Einars flutti til hans. Var henni tekið fagnandi á Berg- þórugötunni ekki síst af Gústu. Jói og Gústa giftu sig svo í Bjarnarhafnarkirkju 17. apríl 2004 og veisla var haldin í safnahúsinu hjá Hidda og Hrefnu. Í Akureyjum undi Gústa sér vel og leið aldrei betur en þeg- ar hún komst út í eyju með Jóa sínum, frá skarkala bæjarlífs- ins. Þar leið þeim líka eins og þau væru á eyðieyju. Gústa heillaðist af eyjalífinu, spenn- ingnum þegar fór að vora og undirbúningur hófst fyrir Ak- ureyjarferð. Oftast var farið í byrjun maí og stundum í lok apríl. Þar leið svo sumarið á grásleppuveiðum og í æðar- varpinu. Gústa var mjög liðtæk við hvort tveggja. Í eyjunni kom Gústa sér einnig upp garði og ræktaði þar ýmsar mat- og kryddjurtir. Allt var því að mestu heimafengið, fiskur úr sjónum og meðlætið. Hún hugsaði alltaf vel um garð- inn sinn hún Gústa. Fastur liður hjá hjónunum á Bergþórugötunni var hittingur á Menningarnótt, Þorláks- messu og gamlárskvöld, þá var alltaf opið hús hjá Jóa og Gústu fyrir vini og vandamenn og dekkað borð, svið, rófustappa, flatkökur og hangikjöt, Það var talsverður undirbúningur fyrir þessi kvöld og mikið lagt í þau, enda var frábært að koma þangað inn úr kuldanum, fá hressingu og hitta ættingja og vini sem fjölmenntu þangað, enda stutt úr miðbænum þarna upp eftir. Það var því oft glatt á hjalla á þessum kvöldum. Allt eru þetta ljúfar og góðar minningar um frábæra mann- eskju, sem varð ein af fjöl- skyldunni. Ég kveð þig með söknuði Gústa mín. Orð skáldsins geri ég að mínum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þinn mágur, Jón Páll Ásgeirsson. Ágústína var alltaf kölluð Gústa af okkur vinnufélögunum og vinum. Nú hefur hún Gústa okkar kvatt þetta líf eftir erfiða baráttu við veikindi síðan í jan- úar 2012. Gústa var vinur vina sinna, trygglynd og góð per- sóna. Það var oft glatt á hjalla á Bergþórugötunni hjá Gústu og Jóa, þar voru allir jafnir og allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Við heimsóttum Gústu okkar í Stykkishólmi í júlí sl., en þar var hún á sjúkra- húsi, sá dagur er ógleyman- legur, við fórum í verslunarleið- angur Gústa keypti sér gullskó, enda var það alveg í hennar anda, síðan fórum við á kaffi- hús og þar var nú mikið spjall- að og hlegið. Þessa fallegu minningu munum við geyma. Elsku Gústa okkar, hér kem- ur fallegt ljóð um eyjuna þína. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur, úðaslæðan óðum dvín, eins og spegill hafið skín. Yfir blessuð björgin þín breiðir sólin geisla fögur. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur. (Sigurbjörn Sveinsson) Við vottum fjölskyldu Gústu innilega samúð. Takk fyrir samfylgdina, elsku besta vinkona, þín verður sárt saknað. Þínar vinkonur Júlí og Dóra. Júlíana og Dóra. Ágústína Jónsdóttir ✝ Stefán SteinarStefánsson fæddist á Eyr- arbakka 11. des- ember 1935. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. sept- ember 2014. Foreldrar hans voru hjónin Stein- unn Jónsdóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, f. 17.5. 1892, d. 13.12. 1985, og Stefán Bjarnason frá Vestra-Stokkseyrarseli, f. 27.10. 1887, d. 22.5. 1935. Fóst- urfaðir Stefáns var Ingvar Júl- íus Halldórsson, f. 14.7. 1897, d. 21.10. 1987. Systkini Stefáns eru Ólafur, f. 3.8. 1915, d. 17.5. 1970, Lilja, f. 20.10. 1916, d. 7.6. 1995, Jón, f. 28.10. 1919, d. 1.11. 2006, Guð- rún, f. 23.8. 1921, og Bjarni, f. 2.1. 1923. Sonur Stef- áns og Helgu Tryggvadóttur, f. 26.5. 1930, d. 13.5. 2013, er Ingvar f. 10.11. 1968, giftur Guðrúnu Björk Bjarnadóttur og eiga þau tvær dætur. Stefán verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, 10. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Stefáns S. Stefáns- sonar, í nokkrum orðum. Stefán lést eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm og langa legu á sjúkrahúsi. Er starfsfólki Landspítalans þakkað fyrir góða umönnun hans þennan tíma. Ég vil fá að þakka Stefáni fyrir samfylgdina þessi ár síðan ég kynntist Ingvari syni hans, sem síðan varð eiginmaður minn. Ég vil sérstaklega fá að þakka honum fyrir alla þá aðstoð sem hann veitti okkur í gegnum tíðina þegar dytta þurfti að einhverju heimavið. Var Stefán þá oft mættur með verkfærin sín og sást þá vel hversu vandvirkur hann var við vinnu og hversu mikið hann lagði sig fram við að skila frá sér fallegu handverki. Ég held að það sé ljóst að þennan eiginleika hefur maðurinn minn erft frá föður sínum, en á sínum tíma unnu þeir nokkuð saman auk þess sem Ingvar var í sveins- námi hjá honum. Á tímabili átti Stefán sum- arbústað rétt hjá Kerinu við Grímsnesið og lögðum við oft leið okkar þangað, gistum yfir helgi eða fórum jafnvel bara til að njóta samvista hvort við annað og náttúruna, grilluðum góðan mat og keyrðum svo heim aftur. Áttum við þarna margar góðar stundir með Stefáni sem vel kunni að meta góða grillaða steik. Stefán var mikill ljúflingur og sá ég hann aldrei skipta skapi, það var því ekki erfitt að líka vel við hann eða eiga við hann samskipti. Því miður er Stefán nú fallinn frá og þykir mér verst hvað sonar- dætur hans fengu allt of stuttan tíma til að kynnast honum. Hvíl í friði. Guðrún Björk Bjarnadóttir. Stefán Steinar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.