Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 28

Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 ✝ HólmfríðurVilhelmína Hafliðadóttir fædd- ist í Bolungarvík 29. ágúst 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hlévangi í Keflavík 2. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Árný Árna- dóttir, f. 2.7.1898, d. 6.5. 1988 og Haf- liði Hafliðason, f. 26.9.1891, d. 24. 4.1980. Systur Hólmfríðar eru Jóna Sveinborg, f. 12.9. 1929, d. 26.8. 1980, og fóst- ursystir Sigríður Norðkvist, f. 7.6. 1935. Eiginmaður Hólmfríðar var Sigurður Egill Friðriksson, f. 14.9. 1911, d. 17.2. 1991. Þau gengu í hjónaband 27.3. 1948. Sonur þeirra er Friðrik Pétur Sigurðsson, f. 21.12. 1953. Dótt- þeirra börn eru þrjú. 5) Einar, f. 1967, kona hans er Lea Hänenen og eiga þau tvær dætur. Hólmfríður ólst upp í Bolung- arvík. Hún gekk þar í barna- og unglingaskóla og stundaði nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Hólmfríður var fyrsta forstöðukona Sjúkraskýlisins í Bolungarvík og vann við versl- unarstörf hjá Einari Guðfinns- syni. Hún tók virkan þátt í fé- lags- og menningarlífi Bolvík- inga, söng í kór Hólskirkju, tók þátt í fjölmörgum leiksýningum og var ein af stofnendum Slysa- varnadeildar kvenna á staðnum. Árið 1972 fluttist Hólmfríður með fjölskyldu sinni til Reykja- víkur og starfaði á Kjarvals- stöðum í mörg ár, söng með kór Áskirkju og lagði sitt af mörk- um í Bolvíkingafélaginu. Hún og sambýlismaður hennar áttu um tíu ára skeið heimili í Hafn- arfirði en frá árinu 2003 bjuggu þau í Keflavík. Útför Hólmfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. októ- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 15. ir Sigurðar með Guðrúnu Guðfinns- dóttur er Kristín Sigurðardóttir, f. 14.9. 1935. Eig- inmaður hennar er Benedikt Guð- brandsson, f. 1933, og börn þeirra eru Guðrún Inga, f. 1969, og Guð- brandur, f. 1973. Sambýlismaður Hólmfríðar frá árinu 1992 er Einar Guðmundsson, f. 30.7.1925. Synir Einars eru: 1) Guðmundur Þórir, f. 1955. Eig- inkona hans er Alma Alexand- ersdóttir og eiga þau þrjá syni. 2) Reynir, f. 1956, kvæntur Bríet Einarsdóttur. Þau eiga þrjú börn. 3) Albert, f. 1959, kvæntur Ásdísi Reynisdóttur og eiga þau tvo syni. 4) Þröstur, f. 1963, kona hans er Odaly Einarsson, Mín kæra uppeldissystir, Hólmfríður Hafliðadóttir, sem ég kallaði reyndar alltaf Diddir, er látin. Það var mikill léttir þegar fréttin kom að hún hefði fengið lausnina. Það var gæfa fyrir mig þegar foreldrar hennar, Árný Árna- dóttir og Hafliði Hafliðason, tóku mig 2ja ára í fóstur af föður mínum sem var vinur þeirra. Þá var Diddir 12 ára og Sveinborg systir hennar 6 ára. Ég hef ef- laust verið ofdekruð í uppvext- inum af þeim systrum. Þegar Diddir kom úr Hús- mæðraskólanum fékk hún mænuveikina sem þá gekk og al- gjört samkomubann var sett á, við jafnvel þurftum ekki að fara í skólann frá janúar og fram í mars-apríl. Mér fannst meira gaman að vera vinnukona hjá Diddir og læra að elda matinn sem hún var nýbúin að læra sjálf heldur en að vera í skólanum. Hún ætlaði sér að fara í hjúkrun en fékk berkla eins og Svenna systir og varð því að hætta við það. Hún var mikill söngfugl, fór í kirkjukórinn í Bolungarvík mjög ung og var í honum þar til hún flutti til Reykjavíkur. Þegar ég tók við kirkjukórnum 16 ára gömul var Siggi hennar fenginn til að sjá til þess að krakkinn myndi ráða við starfið. Hann var tenór og Didd- ir sópran og söngurinn var þeim báðum hjartans mál sem og að stuðla að því að kirkjustarfið gengi sem best. Þegar hún flutti suður fór hún í Áskirkjukórinn. Þrátt fyrir heilsuleysið var sam- viskusemin alltaf númer eitt hjá Diddir. Það var mikil hamingja þegar þau hjónin áttu þess kost að eignast kjörsoninn Friðrik Pétur sem kom heim með marg- an silunginn þó að veiðistöngin væri varla boðleg veiðimanni. Það var gaman þau ár sem við sungum og lékum á gítar hjá Laufeyju Elíasar, hún var í Hjálpræðishernum á Ísafirði en bjó í Bolungarvík og hafði sam- komur þar. Ég votta Friðriki og Einari mína dýpstu samúð. Diddir verður minnst sem yndislegrar manneskju og mjög trúaðrar enda ólumst við upp í trausti á Guð og syni hans. Blessun Guðs fylgi henni á þann stað sem hann hefur búið henni. Sigríður systir (Sigga). Langa-Fríða var alltaf svo góð við okkur. Hún kenndi okk- ur litli putti spillimann sem okk- ur þótti skemmtilegur. Það var gott að skríða í fangið hennar og spjalla við hana. Hún gaf okkur alltaf tíma og fallegt bros. Við eigum eftir að sakna hennar mikið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Kveðja frá ástardraumunum, Alma Rut, Viktor Þórir og Andri Guðjón. Frænka, eins og hún var æv- inlega kölluð í fjölskyldu minni, var alla tíð stór hluti af lífi mínu. Við systrabörnin og fjölskyldur okkar fengum svo sannarlega að njóta væntumþykju hennar. Þegar móðir mín lést tók frænka við ömmuhlutverkinu fyrir unga syni mína og var hún ávallt í miklu uppáhaldi hjá þeim. Móðir mín og systur hennar voru afar samrýndar og var mik- ill samgangur milli fjölskyldn- anna á uppvaxtarárum mínum í Víkinni. Á samverustundum okkar var tónlistin í hávegum höfð og sungið margraddað við undirleik Siggu Nóu. Á Grundunum var ævintýra- heimur, þar var sandurinn og fallegi Kvenfélagsgarðurinn, stykkið hans afa og sílalækurinn þangað sem við systkinin fórum oft með Friðrik frænda. Frænka og Siggi léku í mörg- um sýningum leikfélagins og er mér afar minnisstæður leikur þeirra í Gullna hliðinu, þar sem Siggi lék Jón bónda og frænka Maríu mey. Þau sungu líka bæði í kirkjukórnum í fjöldamörg ár og nutu þess að hlusta á fallega tónlist. Sem unga konu dreymdi frænku um að nema söng en tækifæri gáfust ekki á hennar yngri árum. Hún átti þess síðar kost að sækja söngtíma. Frænka hafði einnig áhuga á myndlist. Í æsku færði hún mér mynd eftir Picasso og gaf mér um leið inn- sýn í verk hans og vakti áhuga minn. Á Kjarvalsstöðum naut hún sín vel. Hún kynntist þar fjölmörgum listamönnum og verkum þeirra og hvatti okkur fjölskylduna til að sækja sýning- ar og veitti okkur leiðsögn. Fljótlega eftir að frænka fluttist til Reykjavíkur fór heilsu eigin- manns hennar hrakandi og erf- iðleikar sóttu að. Siggi lést árið 1991 eftir mikil veikindi og ára- langa umönnun frænku. Frænka hafði unun af dansi og í dansinum kynntist hún sam- býlismanni sínum til rúmlega tuttugu ára, honum Einari. Hún átti einstaklega góð ár með hon- um og ferðuðust þau saman bæði innanlands og utan og höfðu mikla ánægju af. Einar á stóra fjölskyldu og mörg barna- börn og naut frænka þess afar vel að taka þátt í lífi hennar enda sérstaklega hænd að börnum. Einari og fjölskyldu hans, sér- staklega Ölmu og Þóri, færi ég mínar bestu þakkir fyrir ein- staka umönnun og umhyggju við frænku mína. Minning hennar fylgir okkur um ókomna tíð. Hafi hún þökk fyrir allt. Árný Elíasdóttir. Hólmfríður Vilhelmína var Frænka með stóru F-i, og var eiginlega eins og amma mín þar sem móðuramma mín og systir Frænku lést þegar ég var bara þriggja mánaða. Frænka átti heima rétt hjá okkur og ósjaldan fór ég þangað eftir skóla eða í pössun. Þar var alltaf vel hugsað um drenginn og ég hugsa að ég hafi borðað Royal súkkulaðibúð- ing fyrir lífstíð hjá henni í Leir- ubakkanum. Við náðum ótrúlega vel sam- an, höfðum svipaðan húmor og alltaf gat maður treyst því að hún væri í góðu skapi. Hún var ekkert alltof hrifin af millinafni sínu, Vilhelmínu, en ég kallaði hana sjaldnast annað en Hólm- fríði Vilhelmínu þegar hún heyrði til, til að stríða henni. Hún tók því vel og hló yfirleitt að þessari vitleysu. Það kom líka ósjaldan fyrir að Frænka skreið um gólfin í íbúðinni að elta mig í einhverjum leikjum sem teygðu sig um alla íbúð. Þá spiluðum við Olsen Olsen og Veiðimann af miklum móð og hlógum mikið yf- ir vitleysunni sem kom upp úr okkur meðan við spiluðum. Ég var heppinn að kynnast Frænku svona vel og fá tækifæri til þess að eyða með henni ótelj- andi skemmtilegum stundum sem gleymast seint. Grétar Sveinn Theodórsson. „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóh. 8:12) Elskulega „Fríða Frænka“ móðursystir mín kvaddi þennan heim 2.10. 2014. „Frænka“ var mikil fjölskyldumanneskja. Hún og Siggi maður hennar og sonur þeirra Friðrik voru alltaf mjög gestrisin. Vel man ég eftir flott- um fjölskyldujólaboðum á þeirra heimili í Bolungarvík. „Frænka“ og Siggi voru bæði góðir söngv- arar og sungu ávallt í kirkju- kórnum þar sem „Sigga“ systir hennar spilaði undir á orgelið. Þau hjónin voru líka góðir leikarar og léku oft í leikritum í bænum. Seinna meir fluttist fjölskyldan suður til Reykjavík- ur en haldið var samt áfram að syngja í kirkjukórum á höfuð- borgarsvæðinu. Fjölskyldan bjó áfram í Reykjavík eftir andlát Sigga og „Frænka“ vann í lengri tíma á Kjarvalsstöðum og hafði mikla ánægju af. Sumarið 1980 þá var ég svo heppin að fá að leysa „Frænku“ af í sumarfríi á listasafninu og var það mjög skemmtileg og lærdómsrík reynsla fyrir ungling utan af landi. Oft fékk ég tækifæri til að spjalla við marga merkilega listamenn þess tíma. Seinna meir var „Frænka“ svo heppin að kynnast yndislegum manni sem heitir Einar Guðmundsson og bjó með honum í mörg ár. Einar og „Frænka“ ferðuðust talsvert saman bæði innanlands og utan og nutu þess að vera til. Mér er það sérstaklega minni- stætt þegar ég og 8 ára gamall sonur minn komum til landsins frá Ameríku og gistum hjá þeim hjónunum í eina viku sumarið 2011. „Frænka“ kenndi syni mínum, honum Elíasi, að spila á íslensk spil meðan Einar bakaði ofan í okkur þessar flottu pönnukökur. Og þegar tími var kominn til að fara aftur til Am- eríku laumaði „Frænka“ að okk- ur hangikjöti, kleinum og öðru góðgæti. Ég fékk að sjá elsku „Frænku“ í síðasta skipti 17 dögum áður en hún lést er ég og Adda systir heimsóttum hana saman. Hún tók í höndina á mér og sagði „Guð geymi þig“ . Ég svaraði henni og sagði „Guð geymi þig, Frænka mín“. Nú er Fríða Frænka mín í faðmi Guðs, og ég segi enn aftur „Guð geymi þig, Frænka mín!“ Að leiðarlokum vil ég þakka Fríðu Frænku fyrir allt sem hún var mér og mínum. Blessuð sé minn- ing hennar. Fríða Elíasdóttir, Houston, Texas. Hólmfríður Hafliðadóttir, hin mikla heiðurskona frá Bolung- arvík, eða Fríða vinkona eins og hún er alltaf kölluð á mínu heim- ili, er látin rúmlega níræð að aldri. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast vel nokkrum bernsku- og æskuvinkonum móður minnar, hennar Stínu Sveins, frá Bolungarvík. Þetta eru konur sem fæddust upp úr 1920. Allar hafa þær náð háum aldri. Fríða vinkona er önnur sem kveður úr hópnum. Því miður hef ég sjaldan komið til Bolung- arvíkur en í gegnum þessar dug- legu og glæsilegu kjarnakonur finnst mér ég hafa kynnst Vík- inni og lífinu þar áður fyrr næst- um eins og ég hafi verið þar. Það sem er einkennandi fyrir þær allar er lífsgleðin, tryggðin, samkenndin og væntumþykjan. Ég kynntist Fríðu vinkonu ekki almennilega fyrr en hún fluttist frá Bolungarvík til Reykjavíkur. Mér finnst ég samt hafa kynnst henni miklu fyrr þar sem hún var ein af bestu vinkonum móður minnar úr Bolungarvík og var talað mik- ið og fallega um hana á heimili mínu. Móðir mín kallaði hana alltaf Fríðu vinkonu og að sjálfsögðu varð Fríða svo síðar góð vinkona föður míns og systra minna. Hún fylgdist alla tíð mjög vel með okkur systrum og lét sér mjög annt um hag okkar og barna okkar. Fríða ólst upp í Bolungarvík og var alltaf Bolvíkingur í húð og hár þó svo að hún flytti síðar til Reykjavíkur. Það var einstak- lega gaman að heimsækja hana á fallegt heimili hennar og fara með henni inn í herbergið þar sem hún geymdi minningar sín- ar úr Víkinni eins og og hún kall- aði alltaf Bolungarvík. Móðir mín hefur sagt mér margt frá líf- inu í Víkinni frá því hún var ung. Fríða vinkona bætti síðan við þar sem hún bjó þar lengur. Hún átti mikið af myndum frá Bol- ungarvík sem teknar voru við hin ýmsu tilefni í menningarlífi Bolungarvíkur, t.d. frá þorra- blótunum, frá kórstarfi, leiklist- arstarfi, starfi með kvenfélaginu og árshátíðum auk fjölskyldu- myndanna. Hún sagði svo lifandi og skemmtilega frá að það var eins og ég væri með í þessu öllu. Fríða átti einnig mjög merkileg- ar bækur sem eru mér minni- stæðar. En það eru bækurnar sem hún handskrifaði í alls kon- ar ljóð, vísur og minningar úr Víkinni með sinni fallegu rit- hönd. Fríða vinkona var einstaklega glæsileg og falleg kona. Hún var glaðvær, hláturmild og söng- elsk, las mikið og hafði gaman af að ferðast. Mest held ég samt að henni hafi þótt gaman að dansa. Man ég sérstaklega eftir hvað hún var alltaf glæsileg þegar hún fór á dansleiki með foreldr- um mínum og hvað hún ljómaði af gleði þegar hún talaði um dansinn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Fríðu og Vík- inni hennar. Ég ætlaði alltaf með henni og móður minni í ferð til Bolungarvíkur en því miður lét ég aldrei verða af því. Nú er Fríða vinkona okkar komin á annað tilverustig. Ég sé hana fyrir mér uppáklædda í litríkum síðkjól, nýkomna úr lagningu, dansandi og syngjandi í birtu, sól og yl. Móðir mín og við öll söknum þessarar glaðværu og yndislegu vinkonu okkar. Innilegar samúðarkveðju til Einars, Friðriks, Árnýjar og fjölskyldunnar. Guðbjörg Emilsdóttir. Þá hefur hún fengið hvíldina, elsku Fríða okkar, rúmlega 91 árs gömul. Okkar fyrstu kynni af henni voru er hún hélt uppá 70 ára af- mælið sitt og hún hafði þá ný- verið kynnst föður mínum, Ein- ari, en þau höfðu þá, bæði misst maka sína. Fríða tók strax hlýlega á móti okkur og varð fljótt hluti af fjöl- skyldu Einars. Hún kom okkur fyrir sjónir sem stórglæsileg og vönduð kona, er hafði mikið að gefa. Fríða hafði fallega söng- rödd og rithönd og þau Einar höfðu unun af dansi og sóttu framan af dansleiki í Ártúni og í Hreyfilshúsið. Þau ferðuðust mikið innanlands og ekki síst til útlanda, þar voru Kanaríeyjar í sérstöku uppáhaldi. Jákvæðni var hennar aðals- merki og sá hún oft spaugilegar hliðar á hlutunum. Börnum og barnabörnum okkar var hún hlý og góð og öllum þótti þeim vænt um „Löngu Fríðu“ eins og barnabörnin kölluðu hana stundum. Einar og Fríða héldu heimili fyrst í Hafnarfirði, en sl. 14 ár í Keflavík, þar sem hluti fjöl- skyldunar býr. En fyrir u.þ.b. þremur árum tók heilsan að bila og þau fluttu á hjúkrunarheim- ilið Hlévang í Keflavík, þar sem þau hafa unað hag sínum vel og verið þakklát fyrir að vera í ör- yggi og haft góða umönnun, saman í herbergi. Við þökkum elsku Fríðu fyrir samfylgdina og vottum öllum að- standendum hennar innilegustu samúð. Þórir og Alma. Hólmfríður Vilhelm- ína Hafliðadóttir Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. (Guðrún Elísabet Vormsdóttir) Minningarnar hrannast upp þegar maður hugsar til baka um lítinn glókoll sem alltaf var hress og ör. Þú stækkaðir og þroskaðist fljótt, varðst fullorðin svo fljótt. Þú varst frumburðurinn hennar mömmu þinnar, hún var svo stolt af þér, þegar hún hringdi í mig og sagði mér að þú ættir von á barni en ég mátti ekki segja neinum þar sem það var ekki orðið opinbert þá. Þú varst stóri bróðir sem systkinin þín gátu alltaf leitað til í Helgi Pétur Elínarson ✝ Helgi Pétur El-ínarson fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1987. Hann andaðist á heimili sínu í Basel í Sviss 14. september 2014. Útför Helga Pét- urs fór fram frá Dómkirkjunni 26. september 2014. fróðleik um lífið og tilveruna. Þú kynnt- ist Camillu þinni, þið eignuðust fallegan dreng sem dafnar svo vel. Minning þín mun lifa með Andra Breka. Far þú í friði, elsku Helgi minn. Guð blessi minn- ingu þína. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Elsku Camilla, Andri Breki, Ágúst Ólafur, Randý og Stein- unn. Guð styrki ykkur í sorg ykk- ar. Dagmar. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, Hörður Jónsson ✝ Hörður Jóns-son fæddist 24. mars 1934. Hann lést 2. júlí 2014. Út- för Harðar fór fram 16. júlí 2014. við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orð- inn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki kom- andi degi. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Jón Gestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.