Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 ✝ Leifur Teitssonfæddist í Reykjavík 3. des- ember 1945. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 4. október 2014 Foreldrar Leifs voru Inga Magn- úsdóttir, kennari, f. 6.3. 1916, d. 1.9. 1997 og Teitur Þorleifsson, kenn- ari, f. 6.12. 1919, d. 30.5. 2003. Systkini Leifs eru fjögur. Þau eru Úlfar f. 5.10. 1941, fv. deild- arstjóri. Kona hans er Guðrún Ingólfsdóttir, fv. kaupmaður. Inga, f. 3.5. 1943, hjúkrunar- fræðingur. Hún er gift Óla Jó- hanni Ásmundssyni arkitekt og iðnhönnuði. Nanna, f. 25.11. 1948, bókari. Hennar maður var Magnús Ólafsson, rafvikjameist- ari, þau skildu. Hrefna, f. 20.2. 1951, fóstra og kennari. Hennar maður er Bjarni Stefánsson, sýslumaður. Leifur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Regína Viggós- dóttir, fv. leikskólastjóri, þau skildu. Þau eignuðust fjögur 1953, fjármálastjóri hjá Malbik- unarstöðinni Höfða. Þau giftu sig 6.12.1984. Börn hennar frá fyrra hjónabandi eru Ásta Kristín, f. 16.11. 1971, og tví- burarnir Haraldur og Guðbjörn, f. 5.11. 1974. Leifur ólst upp í Reykjavík til sex ára aldurs, þegar fjöl- skyldan flutti vestur á Hellis- sand þar sem faðir hans varð skólastjóri barnaskólans í sjö ár. Leifur var 14 ára þegar flutt var aftur til Reykjavíkur og gekk hann þá í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og síðan í Iðnskól- ann í Reykjavík. Hann stundaði nám í vélvirkjun hjá Vélsmiðj- unni Héðni og fékk meist- araréttindi í vélvirkjun 8.10. 1973 og meistararéttindi í pípu- lögnum 28.12. 1978. Meistari hans var Guðmundur Finnboga- son pípulagningameistari. Hjá honum vann Leifur í nokkur ár en gerðist síðan sjálfstæður verktaki. Á sínum yngri árum var hann til sjós nokkur sumur og þá í millilandasiglingum. Frá árinu 1996 vann hann hjá Orku- veitu Reykjavíkur til 62 ára ald- urs. Útför Leifs verður gerð frá Guðríðarkirkju í dag, 10. októ- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 13. börn. 1) Kristín, f. 11.9. 1966, barna- læknir á Vökudeild Landspítala. Hún er gift Sveinbirni Kristjánssyni sál- fræðingi, verk- efnastjóra hjá Embætti land- læknis. Þau eiga tvo syni: Kristján Júlían, f. 30.12. 2000, og Jóhann Hauk, f. 9.3. 2004. 2) Hrafn, f. 29.12. 1968, kennari við Voga- skóla. Maki hans er Margrét Hjálmarsdóttir, læknaritari hjá Embætti landlæknis. Þau eiga tvo syni, tvíburana Hauk og Hafþór, f. 26.9. 1994. 3) Haukur, f. 30.4. 1974, d. 1.11. 1979. 4) Skúli, sagnfræðingur og kenn- ari við Breiðholtsskóla, f. 22.10. 1980. Maki hans er Hafdís Guð- laugsdóttir, viðskiptafræðingur. Vinnur hjá Malbikunarstöðinni Höfða. Þau eiga einn son, Leif Kára, f. 27.8. 2012. Hafdís á einn son frá fyrra sambandi, Ei- rík Richard Wheeler, f. 18.5. 2001. Seinni kona Leifs er Ingi- björg Vilhjálmsdóttir, f. 26.9. Í október 1952 tók flugvél sig á loft með sjö manna fjölskyldu og hélt til Hellissands á Snæ- fellsnesi. Þar var á ferð nýr skólastjóri barnaskólans með konu og fimm börn og allar jarð- neskar eigur, m.a. píanó sem móðirin lék á. Þá var ekki kominn vegur fyrir jökul en hægt að aka til Ólafsvíkur og fara fyrir Enni á fjöru til að komast til Hellis- sands. Ekki þótti það fýsilegur kostur og því var flugvél tekin á leigu, en ágætur flugvöllur frá náttúrunnar hendi var utan við Sand. Það voru mikil viðbrigði fyrir okkur að koma úr lítilli kjall- araíbúð í Hlíðunum og flytja í einbýlishús með stórri lóð sem lá alveg niður í fjöru og barna- skólinn beint á móti. Leifur bróðir minn var sex ára og þriðji í röð okkar systkina. Hann hafði verið talsvert uppátækjasamur þegar hann var enn yngri og ófáar ferðirnar máttum við Úlf- ar bróðir fara í Reykjavík að leita að honum þegar hann hvarf í könnunarleiðangra sína. Á Sandi seiddi fjaran og höfnin og fjárhúsin sem voru við annað hvert heimili og enginn hafði áhyggjur þótt við sæjumst ekki tímunum saman svo fremi við létum sjá okkur á matmálstím- um. Ég man aldrei eftir öðru en við værum glöð saman þótt lík- lega hafi nú slegið í brýnu öðru hverju eins og á flestum barn- mörgum heimilum. Leifur bróðir var ótrúlegur grúskari sem krakki og gat ver- ið utan við sig og þurfti að hafa mikið fyrir stafni. Hann var ekki mikið fyrir íþróttir öfugt við okkur Úlfar bróður, en var ótrú- lega laginn í höndunum. Þegar Leifur var ellefu eða tólf ára gamall útbjó faðir okkar aðstöðu fyrir hann í kjallaranum með smíðabekk og tækjum og tólum. Þar undi Leifur sér löngum stundum við að smíða ótrúlega flotta vörubíla með palli sem hægt var að sturta. Þessir bílar voru eftirsóttir í jólagjafir og seldi hann þá á 15 kr. minnir mig, sem var talsverður pening- ur í þá daga. Á sumrin vorum við Leifur saman í sveit hjá afasystur okk- ar vestur í Dölum. Ég var tíu ára þegar ég þurfti að þvo af honum sokkaplöggin niðri í læk og lemja leirinn og mýrarrauðann úr lopasokkun- um, stundum mörgum sinnum á dag, því aldrei tók hann eftir hvar hann bar niður, en fór yf- irleitt beina leið. Ég bar alltaf mikla umhyggju fyrir honum og tók mjög nærri mér, ef hann var skammaður, sem kom talsvert oft fyrir á þessum fyrstu árum okkar í sveitinni. Það átti eftir að breyt- ast, því hann varð mjög vel vinn- andi og laginn þegar hann eltist. Leifur var skarpgreindur maður með mikla kímnigáfu og hafði mikla hlýju til að bera. Hann var ekki afskiptasamur maður, þótt fokið gæti í hann ef svo bar undir. Þótt hann ætti við heilsuleysi að stríða síðustu ár- in, kvartaði hann aldrei en sló öllu upp í grín. Frekar vildi hann tala um börnin sín og barnabörnin sem hann var ákaf- lega stoltur af. Við Óli munum sakna þess að fá hann ekki oftar í kaffisopa og notalegt spjall, enda var hann alltaf aufúsugestur. Inga. Við fráfall mágs míns, vinar og samferðamanns í rúmlega fjóra áratugi, þegar leiðir skilj- ast, verður ekki hjá því komist að minningar um mætan félaga hrannist upp. Sem dæmi um hvern mann hann hafði að geyma eru hér valin af handa- hófi nokkur minningarbrot og atvik. Á sínum yngri árum fór Leif- ur í sveit eins og títt var um unga pilta á sumrin. Hann dvaldist þá á Hnúki á Fells- strönd í Dalasýslu hjá þeim Kristínu frænku sinni og Jó- hannesi og sinnti öllum tilfall- andi sveitarstörfum enda bæði bráðduglegur og verklaginn. Hann naut náttúrufegurðarinn- ar við Breiðafjörðinn og sam- félagsins í sveitinni og hafði frá mörgu að segja af skemmtileg- um atvikum og kynlegum kvist- um í sveitinni; orðatiltækjum og látbragði. Hann var trúr vinum sínum og var afar greiðvikinn og hjálp- legur og hafði einnig gott skop- skyn og var glettinn og gam- ansamur. Upp í hugann kemur atvik sem hann henti gaman að, en það átti sér stað þegar hann var að aðstoða félaga sinn við bílaviðgerðir í stórum bílaþjón- ustusal. Félaginn ákvað að bjóða Leifi upp á gosdrykk og hrópaði hátt og snjallt til hans frá lítilli sjoppu sem var þarna inni, svo allir í salnum heyrðu: „Viltu Leif kókur!“. Hann var tónlistarunnandi og var „jazzinn“ í miklu uppáhaldi en hann hreifst mjög af frum- kvöðlum djassins um og uppúr miðri síðustu öld, snillingum á við John Coltrane, Miles Davis og Dizzy Gillespie. Hér heima nutum við þess í góðra vina hópi að sækja tónleika á áttunda og níunda áratug síðustu aldar með stórstjörnum djassins , en þar voru m.a. á ferðinni; Benny Go- odman, Stan Getz, Cleo Lane og John Dankworth, Oscar Peter- son og Lionel Hampton að ógleymdum heimamönnunum; Guðmundi Ingólfssyni, Rúnari Georgssyni o.fl. og að auki með upprennandi kynslóð tónlistar- manna sem í dag gera garðinn frægan. Myndlist var honum einnig ákaflega hugleikin og naut hann þess að gaumgæfa og upplifa myndefni fagurra mál- verka. Það er mikil lífsfylling og heiður að fá að kynnast og verða samferða slíkum sómamanni og vini. Við Hrefna sendum fjöl- skyldu hans og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðar- kveðjur. Þótt sól hafi brugðið sumri mun aftur birta á ný og minningin lifa áfram um góðan dreng. Bjarni Stefánsson. Leifur Teitsson ✝ SteindórBjarnfreðsson fæddist á Efri- Steinsmýri í Með- allandi í Vestur- Skaftafellssýslu 26. júní 1930. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hrafnistu, Reykjavík, 28. september 2014. Foreldrar hans voru hjónin Bjarn- freður Jóhann Ingimundarson, bóndi á Efri-Steinsmýri, f. 12. september 1889, d. 16. mars 1962, og Ingibjörg Sigurbergs- dóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1893, d. 20. júlí 1945. Steindór var fjórtándi í röð 20 systkina. Björn Gísli Bjarnfreðsson, f. 1913, d. 1980, Vilborg Bjarn- freðsdóttir, f. 1915, d. 1995, Sig- urbergur Bjarnfreðsson, f. 1916, d. 2002, Haraldur Bjarn- freðsson, f. 1917, d. 1940, Guð- jón Bjarnfreðsson, f. 1919, d. 2009, Lárus Bjarnfreðsson, f. 1920, d. 1975, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, f. 1921, d. 1994, Jóhanna Bjarnfreðsdóttir, f. 1922, d. 2010, Ólöf Bjarn- freðsdóttir, f. 1924, Ingibjörg Bjarnfreðsdóttir, f. 1925, d. 1985, Eygerður Bjarnfreðs- dóttir, f. 1927, d. 1991, Ármann Bjarnfreðsson, f. 1928, d. 1988, Aðalsteinn Bjarn- freðsson, f. 1929, d. 2005, Valdimar Bjarnfreðsson, f. 1932, Magnús Bjarnfreðsson, f. 1934, d. 2012, Sveinn Andrés Bjarnfreðsson, f. 1935, d. 1941, Ólaf- ur Bjarnfreðsson, f. 1936, Vilmundur Siggeir Bjarn- freðsson, f. 1939, d. 1964, Þór- anna Halla Bjarnfreðsdóttir, f. 1942, d. 1982. Steindór kvæntist 1961 Odd- björgu Sigurðardóttur hús- freyju, f. 27. febrúar 1932, d. 16. júli 2001. Þau skildu 1980. Börn Steindórs og Oddbjargar eru: Erlingur, f. 29. september 1963, d. 27. nóvember 1999. Sigurður, f. 13. júlí 1965, og á einn son úr fyrra hjónabandi. Ásgeir, f. 25. júní 1966. Sverrir, f. 21. júlí 1967, og á þrjú börn úr fyrra hjónabandi. Kona hans er Krist- ín Gunnarsdóttir. Ingibjörg, f. 26. desember 1969. Sambýlis- maður hennar er Alfons Sól- bjartsson og eiga þau þrjú börn. Steindór átti tvö barna- barnabörn. Meirihluta af starfs- ævi Steindórs var hann til sjós. Útför Steindórs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elskulegi faðir minn, nú ertu búinn að yfirgefa okkur hérna megin, en þú mátt skila kærri kveðju til þeirra sem eru hinum megin, við sjáumst síðar. Á þennan veg voru umræður okk- ar undir lokin, það hjálpaði mér mikið að horfa á eftir þér hér af jarðríki. Þú virtist ekki kvíðinn að skilja við. Þú varst svo friðsæll og virtist sáttur við þinn hlut hér þar sem þú lást í rúmi þínu á Hrafnistu. Þetta voru gefandi og skemmtilegir tímar sem ég átti með þér eftir að ég tók þig í sátt, alltaf dáðist ég að þér sem föður, sú lífsbarátta sem þú máttir glíma við var aðdáunar- verð, kannski er það sem ein- mitt gerði mér svo erfitt fyrir að reyna að komast með tærnar þar sem þú varst með hælana, mér var mikið í mun að standa mig svo þú værir stoltur. Ég held að mér hafi tekist ágætlega til með það. Okkar sennilega besti tími var þegar þú heimsóttir mig vestur, við sigldum um eyjar Breiðafjarðar og þú fórst upp á Vaðsteinabergið í Hergilsey, stóðst þar og stældir Gísla Súrs- son, það voru skemmtilegar stundir. Elsku pabbi, það var kominn tími að þú fengir að hvílast, þín mun verða saknað en ég veit að þú ert kominn í góðar hendur. Þinn sonur, Sverrir. Elsku yndislegi tengdapabbi minn. Mér brá mikið þegar hringt var í okkur frá Hrafnistu og okkur tilkynnt að þú værir far- inn frá okkur. Ég vil hreinlega ekki trúa því ennþá. Við töl- uðum svo oft saman í síma og hittumst oft og hlógum mikið. Alltaf þótti mér gaman að heim- sækja þig og sérstaklega að að- stoða þig ef ég gat. Margar voru ferðirnar sem ég fór með þig á Landspítalann í skoðun til lækna, þér þótti það ekki skemmtilegt en bara að komast aðeins út hressti þig verulega mikið. Tvisvar vorum við frekar lengi hjá lækninum en tíminn var fljótur að líða því þú sagðir mér svo margar sögur og þótti mér virkilega gaman að hlusta á þig. Kynni okkar voru ekki löng en þá tíma sem við áttum mun ég varðveita í hjarta mínu. Þú varst voða stoltur af mér þegar ég sagði þér að ég væri að fara í skóla að læra sjúkraliðann og þú vonaðir að ég kæmi að vinna á Hrafnistu til að sinna þér. Að hafa fengið það tækifæri að að- stoða þig veitti mér mikla gleði því ég sá að þér leið vel. Það var mikið um flutninga hjá þér þetta árið og stutt stopp á síðustu tveimur þeirra en þetta voru samt góðir tímar. Þú varst svo glaður þegar þú komst til okkar í Norðurfellið að fá góða grill- steik og hitta barnabörnin þín og Frosta, fyrsta barnabarna- barnið þitt. Þetta voru skemmti- legar stundir, mikið talað og hlegið. Ég man hvað þér brá mikið þegar ég kom með skærin til að klippa þig en þú treystir mér og varst mjög sáttur með klippinguna. Mér þótti voða vænt um hvað þú leitaðir mikið til mín og það var mér mikils virði að geta aðstoðað þig. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn, ég bíð eftir að þú hringir í mig sem þú gerðir nánast daglega. En ég veit að þér líður betur núna, kominn í faðm Ella sonar þíns, móður þinnar og föður, ekki síst til hundsins þíns hans Káts. Guð geymi þig, elsku Stein- dór minn. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Kristín (Stína). Elsku afi okkar, nú ertu far- inn frá okkur á stað sem þú beiðst svo eftir að fara á. Það er rosalega skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur til staðar, þar sem það var gaman að koma til þín og hlusta á sög- ur þínar. Þú sagðir sögur um at- burði sem þú lentir í á lífsleið þinni, til dæmis þegar þú varst á sjónum, í sveitinni, í vinnu og svo má lengi telja. Allt voru þetta áhugaverðar sögur og gáf- um við þér alltaf gott hljóð á meðan þú sagðir frá. Þessar sögur munu seint gleymast sem og minningar okkar um þær stundir sem við áttum saman. Eitt sinn þegar við vorum yngri bjugguð þið pabbi og Addi sam- an á Langholtsveginum. Þú varst alltaf að sýna okkur eitt- hvað merkilegt, gafst okkur nammi og að sjálfsögðu sagðir helling af sögum. Einnig svar- aðir þú mörgum spurningum sem við höfðum og fræddir okk- ur um allt milli himins og jarðar. Hann Frosti Þór, fyrsta barna- barnabarnið þitt, var þér ofar- lega í huga eftir að þú hittir hann fyrst, þú ljómaðir allur þegar hann kom til þín í heim- sókn. Okkur grunar að brúð- kaup pabba og Stínu hafi verið þér minnisstætt, þegar þið Frosti sátuð saman í dágóðan tíma meðan hann lék sér að stólnum þínum. Þú varst gull af manni, hinn ljúfasti maður sem við vildum svo hafa lengur hjá okkur. En svona er lífið og trú- um við því að Guð hafi betra hlutverk fyrir þig þarna uppi. Hvíldu í friði, elsku afi okkar, þú skilar kveðju til ömmu og Ella. Þín barnabörn Stefanía Lind, Sigurður og Jón Theodór. Steindór Bjarnfreðsson Í heimaborg sinni, Zürich, lauk Margrit verslunarprófi og sinnti ritarastörfum. Hún flutti til Íslands með manni sínum í desember 1950 og settust þau að á Sjávarborg í Skagafirði. Þar hafa þau búið síðan, að und- anskildum 10 árum sem þau störf- uðu á Hólum í Hjaltadal, þegar Haraldur var það skólastjóri. Margrit sinnti alla tíð heimilis- störfum en vann þar að auki utan heimilis í fjölda ára. Hún vann m.a. skrifstofustörf, starfrækti verslun ásamt Haraldi á árunum 1966-1971 og var í hlutverki bústýru við Bændaskólann á Hólum árin 1971- 1981. Eftir að Margrit og Haraldur fluttu aftur að Sjávarborg vann hún sem deildarstýra hjá Kaup- félagi Skagfirðinga, fyrst í Gránu og síðar í Skagfirðingabúð. Þar starfaði Margrit þar til hún lét af störfum árið 1991. Helstu Áhuga- mál hennar voru ferðalög, blóma- og matjurtarækt og klassísk tón- list. Foreldrar Maggíar voru ósáttir við að hún flytti til Íslands, því ákveðnari varð hún í að standa sig í stöðu sinni. Mér er enn í muna þeg- ar Maggí kom, nýgift með manni sínum, Halla mági mínum, fyrst að Sjávarborg, kunni ekkert í ís- lensku og hafði engin kynni af ís- lenskum mat eða þjóðháttum, Þetta var í desember árið 1950. Um kvöldið var matur á borðum. Svo vildi til að ég sat gegnt Maggí. Ég vorkenndi henni mjög því hún virtist í hálfgerðum vandræðum með íslensku réttina sem hún þekkti ekkert til. Naumast hafa þeir allir fallið svissnesku stúlk- unni í geð, en auðsætt að hún hleypti í sig kjarki og bragðaði á flestu sem að henni var rétt. Mér fannst mikið um þennan kjark. Aldrei hvarflaði að henni að láta Margrit Árnason ✝ Margrit Árna-son, fædd Truttmann, fæddist 12.6. 1928 í Sviss. Hún lést 24. júlí 2014. Útför Marg- ritar fór fram 31. júlí 2014. deigan síga í þessu efni, eða öðrum, enda gerði hún sér fullljóst að hún þyrfti að semja sig að hátt- um þessarar þjóðar sem hún hafði að óséðu ákveðið að gera að fóstru sinni og sýndi Maggí það svikalaust í öllu fari sínu síðar, svo eftir- tekt og nokkra undr- un vakti bæði innan heimilis og ut- an. Maggí kynnti sér þegar öll inn- an- og utanhússtörf og ekki leið á löngu uns færni hennar í íslenskri matargerð þótti til fyrirmyndar, enda var hún smekkvís, sérlega hreinlát og fljót að tileinka sér nýja lífshætti. Hún var fyrirmynd- arhúsmóðir. Halli vann mikið utan heimilis og gekk hún því í sveitastörfin þegar þurfa þótti. Hún var aftaka dugleg og vílaði ekki fyrir sér að ganga í hvert það starf sem inna þurfti af hendi, svo sem að mjólka kýr, moka flór eða gefa á garða. Maggí kom fyrst á hestbak, að ég held þegar hún kom í Skaga- fjörðinn. Hún var send fram á svo- kallaða Skóga, en þá varð hún að fara yfir allbreitt vatnsfall, með skurðarbretti og vasahníf því hún átti að marka nokkur lömb. Í ba- kaslagnum vildi klárinn ekki út í vatnið hvernig sem hún reyndi og varð hún að bíða uns henni barst hjálp. Gefur það nokkra hugmynd um manngerðina. Maggí var smekkvís og hafði næmt auga fyrir hlutunum, þannig að fjósakonan breyttist allt í einu í hefðarkonu. Tímunum saman hlustaði hún á tónlist, er hún var að iðju sinni, því hún var einkar tónelsk og kunni vel að meta hin sí- gildari tónverk. Hún hafði yndi af garðyrkju, ræktaði undurfögur blóm og gómsætt grænmeti. Maggí var glaðlynd og góðlynd, hreinskiptin, félagslynd og afar samviskusöm í störfum. Ég minn- ist svilkonu minnar með hlýhug og þakklæti. Kristmundur Bjarnason, Sjávarborg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.