Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 ✝ Halldóra Ó.Sigurðardóttir fæddist á Gjögri 15. júlí 1919. Hún lést á Sólvangi 30. september 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sveinsson sjómað- ur, f. 27.6.1883, hann fórst með Erninum frá Hafn- arfirði 8.8. 1936, og Jústa Júnía Benediktsdóttir, f. 26.6. 1893, d. 4.12. 1969. Systkini hennar voru: 1) Matt- hildur, f. 26.10. 1911, d. 24.3. 1937, gift Stefáni G. Sigurðs- syni. 2) Kristens Adolf Rein- holdt, f. 22.4. 1915, d. 21.10. 1974, kvæntur Sólveigu Hjálm- 21.11. 1956, d. 10.10. 1988. Synir þeirra eru a) Jökull, sam- býliskona Harpa Kolbeins- dóttur, þau eiga börnin Loga og Auði. b) Jón Trausti, kvænt- ur Selmu Þórsdóttur, þau eiga dæturnar Valgerði Lóu og Em- ilíu Kríu. Fyrir átti Ólafía Guð- rún Ásgeir Jón Ásgeirsson. Dódó flutti árið 1928 með fjölskyldu sinni til Hafn- arfjarðar frá Vestfjörðum, bjó þar síðan og lengst á Hamars- braut 10 ásamt eiginmanni sín- um og börnum. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg og vann í „Dódóbúð“ þar til hún stofnaði heimili. Sinnti hún heimili og fjölskyldu en vann um hríð í hlutastarfi á kaffi- stofu Skattstofunnar eftir að hún komst á fimmtugsaldurinn. Frá 3. maí 2008 dvaldi hún á Sólvangi. Útför Halldóru fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. október 2014, og hefst athöfnin kl. 15. arsdóttur. 3) Bene- dikt Sigurðsson, f. 1.1. 1926, d. 21.8. 1999, kvæntur Önnu Soffíu Árna- dóttur. Dódó giftist Jóni E. Guðmundssyni járnsmið 13.4. 1945. Þau eign- uðust tvö börn: 1) Sigríði Jústu, f. 1948. Börn hennar með Bjarna H. Jóhannssyni eru a) Guðrún Bjarnadóttir, gift Þórði Sturlusyni. Þeirra dætur eru María Rut og Sigríður Arna. b) Jón Eyvindur Bjarna- son. 2) Guðmundur, f. 3.4. 1954, d. 21.11. 1993, kvæntur Ólafíu Guðrúnu Jónsdóttur, f. Það er skrítið að eldast og týna minningum sínum. Það gerist hjá fólki eins og mömmu sem fær heilabilun, en nú er hún dáin. Hún fæddist á Gjögri en vegna skorts á atvinnu flutti fjölskyldan til Hafnarfjarðar með stuttri við- dvöl á Ísafirði. Faðirinn drukkn- aði þegar hún var 17 ára stödd á Hólmavík í síldarsöltun. Fullir karlar færðu henni tíðindin sagði hún og gáfu henni rjóma til hug- hreystingar, en hann var súr. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg og ætlaði í Kennara- skólann. Vegna fráfalls fyrirvinn- unnar varð ekkert úr því. Hafði kennsluna í sér og var iðin við að hlýða okkur systkinum og síðar barnabörnum yfir lærdóminn. Var bókaormur og fylgdist vel með fréttum, vissi upp á hár sölu- verðið á þeim gula hverju sinni. Hún giftist föður mínum árið 1945. Nokkrum árum síðar fluttu þau í hús sem þau reistu sér á Hamarsbraut 10 í Hafnarfirði og bjuggu þar upp frá því. Ólík voru þau en bættu hvort annað upp. Uppeldið var frjálst, ég fékk að máta veruleikann sjálf. Það voru nokkrar reglur: Stundvísi og stundvísi, standa við loforð, skulda engum og axla ábyrgð. Endurmenntaði sig og var ötull nemandi í Námsflokkum Reykja- víkur. Sýndi mér einu sinni stolt góða einkunn í vélritun. Sagði af- sakandi að það væri nú glópalán, sami texti hefði verið í prófinu og hún hefði æft sig oftsinnis á heima. Henni þótti gaman að spássera um Hafnarfjörð og ræða við fólk. Ungur frændi sem var í pössun sagði að fenginni reynslu: „Hún Dódó þekkir alla í Hafnarfirði og líka þá sem eru í kirkjugarðinum.“ Faðir minn lést eftir stutt veik- indi árið 1995. Viðbrögðin voru ekki tilfinningahlaðin enda hefði henni þótt það óviðeigandi. Eftir að hafa jafnað sig á fréttunum á gjörgæslunni taldi hún að best væri að flýta sér heim og hella upp á, húsið færi að fyllast af fólki. Allt í einu var mamma úr heimi hætt. Þessi rauðhærða kona, sem sífellt var á fartinni, klædd öllu í stíl. Þegar illa áraði í mínu lífi stóð hún með mér sem klettur. Þegar hallaði undan fæti hjá henni var ég glöð að geta veitt henni stuðn- ing. Við tóku þung ár en 3. maí 2008 flutti hún af Hamrinum á Sólvang. Þar er yndislegt fólk sem hlúði að henni eins og kostur var og þá ekki síður mér. Stundum miklu meira en það fær borgað fyrir. Hafi það mikla þökk fyrir al- úð sína og vináttu. Kona er gengin sem mátti vart vamm sitt vita, gjafmild og hjálp- leg þeim sem áttu um sárt að binda. Þekkti og viðurkenndi galla sína hispurslaust. Bað sjaldan um aðstoð og var sjálfri sér nóg enda sjálfstæð. Dæmigert að finna þessa úrklippu í skúffunni hennar: Er dauðans nótt mig dvelur um djúpan harm ei kveð. Ei skyggi leiðið skógarbjörk, né skrýði rós þann beð. Mig vorið grasi vefur, það vökvar döggin gyllt. Í glöðum hug mig geymdu eða gleymdu ef þú vilt. (C.G. Rossetti, þýð. Rósa.) Ég kveð mömmu mína sátt. Hún var löngu þrotin kröftum og tilbúin að fara. Hún veit að ég geymi hana í hjarta mínu og huga, hún verður ávallt virk og lifandi í mínu lífi. Rétt eins og ég upplifi pabba sem ég leita enn til. Blessuð sé minning hennar, föður míns og þeirra saman. Sigríður Jústa Jónsdóttir. Árið er ca 1968. Dódó flýtir sér suður Suðurgötuna framhjá leik- vellinum hjá Kató, sennilega á leið í fiskbúðina eða mjólkurbúðina. Við krakkarnir sjáum hana, hlaupum að girðingunni og köllum Dódó, Dódó. Hún stoppar, talar aðeins við okkur áður hún hleypur aftur af stað. Svo, eins og ég minn- ist þess, fékk ég alltaf sömu spurningarnar. Er hún mamma þín? Nei. Er hún amma þín? Nei. Hvað er hún þá? Hún er bara Dódó, svaraði ég. En Dódó var ekki bara Dódó. Á þessum árum og fram á unglings- ár var hún mér allt. Ég leit á hana bæði sem mömmu mína, ömmu mína, vin minn og ömmusystur sem hún var. Frá fæðingu og framundir tvítugsaldurinn leið vart sá dagur að ég kæmi ekki við á Hamarsbrautinni hjá Dódó og Jóni. Hamarsbrautin var mitt annað heimili. Ég bjó þar um tíma, var þar í pössun þegar ég var lítill, var þar fyrir eða eftir skóla nánast allan grunnskólaald- urinn, borðaði þar hádegismat í fimmtán ár eða meira og fór með þeim í ferðalög á sumrin. Ég á Dódó og Jóni því mikið að þakka. Núna er Dódó öll, eftir erfið síðustu ár. Ég hef velt því fyrir mér síðustu daga, hvernig lýsir maður Dódó best? Það er sérstak- lega tvennt sem kemur upp í hug- ann. Dódó var alltaf á hlaupum, en samt sem áður alltaf til staðar. Dódó var alltaf að flýta sér. Hún hljóp upp og niður tröppurnar á Hamarsbrautinni, hljóp út í Laujabúð, hljóp niður í Iðnaðar- banka að borga reikninga, heim til að elda hádegismatinn, flýtti sér að vaska upp, hljóp niður í Bollu til að taka strætó inn í Reykjavík til að versla. Hún var búin að kaupa allar jólagjafirnar í febrúar. Hún stjórnaði heimilinu á hlaupum. Þess á milli sá hún um uppeldi á börnum, sínum eigin, öðrum börn- um í fjölskyldunni eins og mér og seinna barnabörnunum. Dódó hafði gaman af börnum, en hún var engin sérstök barnagæla. Hún var ekki týpan sem var að faðma fólk og kyssa eða tala um tilfinn- ingar. Hún var ekki mikið fyrir stóru orðin. Það sem kannski lýsir því best hvað ég meina með að vera til staðar eru samskipti Dódó við ketti. Að eigin sögn var henni ekkert vel við ketti. Samt sem áð- ur sá hún um að enginn köttur í kringum Hamarsbrautina sylti. Dódó og Jón voru einstaklega hjálpsöm við þá sem þau bundu sitt trúss við. Hjálpuðu fólki helst án þess að tekið væri eftir og ætl- uðust ekki til neins í staðin. Þau voru bara til staðar og sáu um að allir hefðu það sem best. Dódó hafði mikla réttlætis- kennd, las mikið, og fylgdist vel með fréttum og þjóðfélagsum- ræðu meðan heilsan leyfði. Við töluðum oft um pólitík, en ég hef hugsað um það síðustu daga að ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvað hún kaus. Eftir að ég fluttist til Noregs fékk ég fyrir tíma int- ernetsins bestu fréttir að heiman með að hringja í Dódó. Hún vissi meðal annars alltaf úrslit í síðustu Hauka-leikjum. Nú við leikslok vil ég þakka Dódó fyrir að hún kom mér til manns og ræktarsemina við mig, mína fjölskyldu og við dætur mín- ar sem litu á hana sem sína lang- ömmu. Nafna þín í Noregi biður að heilsa. Hún er jafn mikil Haukamanneskja og þú. Stefán Andreasson. Nú þegar móðursystir mín, Halldóra Sigurðardóttir, kveður þennan heim koma upp í hugann margar og góðar minningar um bernsku- og æskuárin. Við Dódó ólumst upp saman, þar sem ég ólst upp hjá móðurömmu minni, en móðir mín lést er ég var á fyrsta aldursári. Dódó var 17 árum eldri en ég og var hún mér fyrst sem stóra systir og síðan sem móðir með öllum sínum góðu ráðlegg- ingum, sem ég tók nú ekki alltaf vel, en eftir nokkra umhugsun sá ég að hún hafði á réttu að standa. Ég minnist fyrstu leikhúsferð- ar minnar í Iðnó er Dódó bauð mér með sér að sjá barnaleikritið Óla smaladreng, ferða til Reykja- víkur rétt fyrir jólin að skoða skemmtilegar útstillingar í búðar- gluggum, heimsókna til vin- kvenna hennar og ótalmargs fleira. Dódó var mikil hannyrða- kona strax frá unga aldri. Sér- stakt dálæti hafði hún á útsaumi og hekli. Ég naut auðvitað góðs af, þar sem hún heklaði fallega kjóla bæði á mig og brúðurnar mínar, að ógleymdum klukkunum, en það var klæðnaður sem stelpur klæddust undir kjólnum, sér- staklega að vetrum. Svo kom Jón inn í líf hennar og hændist ég strax að honum. Hann kom í heimsókn á kvöldin og sat ég oftast inni hjá þeim í herberg- inu þar til kallað var á mig og sagt að ég ætti að leyfa þeim að vera í friði. Þau hófu síðan búskap að Norðurbraut 15 og var ég þar tíð- ur gestur. Þau byggðu sér glæsi- legt hús að Hamarsbraut 10 og stóð það hús ávallt opið fyrir fjöl- skyldu og vini. Minnist ég sérstak- lega jólaboðanna þar sem öll stór- fjölskyldan kom saman og var þá ávallt glatt á hjalla. Síðustu árin dvaldi Dódó á Sól- vangi og naut þar góðrar umönn- unar starfsfólks. Hún tók mikið efir klæðaburði fólks og var eins gott að vera vel til fara þegar mað- ur kom í heimsókn. Þá fékk maður ef til vill að heyra „Þú ert bara pen í dag“. Siddý hugaði einstaklega vel að klæðaburði mömmu sinnar síðustu árin, sá um að hún væri fallega klædd og að hárið færi vel. Ég þakka Dódó samfylgdina í gegnum árin, en bæði hún og Jón reyndust mér og síðar fjölskyldu minni ávallt vel og á ég þeim margt að þakka. Sendi Siddý, Guðrúnu, Jóni Eyvindi, Jökli og Jóni Trausta innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Stefánsdóttir. Í dag er kvödd fyrrverandi ná- grannakona til fjölda ára, hún Halldóra, eða Dódó eins og hún var ávallt kölluð. Við Siddý dóttir hennar höfum frá unga aldri verið vinkonur og mikill samgangur milli æskuheim- ila okkar. Þarna áttum við Siddý margar góðar stundir og ekkert nema góðar minningar í návist þeirra heiðurshjóna Jóns Hró og Dódó. Eftir erfið veikindi undanfarin ár hefur hún nú kvatt þennan heim, síðust nágranna frá þeim árum, þegar við krakkarnir í göt- unni lékum okkur úti, leikrit voru sett upp í bílskúrum og við fylgd- umst með lömbum leika sér á túninu við Bjarnabæ „Nú er mikil breyting á Ham- arsbrautinni,“ sagði Dódó gjarn- an, þá sjaldan sem nýir íbúar fluttu í þessa fámennu götu. Sorg- in knúði sannarlega á hjá þessari duglegu konu eins og við fráfall eiginmanns, einkasonar og tengdadóttur, blessuð sé minning þeirra. Hún hafði gaman af og var dug- leg að arka niður í miðbæ eins og þær gerðu gjarnan húsmæðurnar í þá daga og alltaf uppáklæddar. Þá var það sparikápan, hattur og hanskar og jafnvel tekinn strætó alla leið til Reykjavíkur og kíkt á Laugaveginn. Snilldarsmákökubakstur fyrir jól, og kökurnar svo vel lokaðar niðri til jóla að okkur Siddý reynd- ist mjög erfitt að komast í boxin en fengum þó aðeins að smakka eina og eina. Dódó og fjölskylda er mér minnisstæð frá þessum upp- vaxtarárum, hafi hún bestu þakkir fyrir góð kynni. Elsku Siddý, æskuvinkona mín, samúðarkveðj- ur til ykkar aðstandenda á erfið- um tíma. Helga Ragnheiður Stefánsdóttir. Halldóra Ó. Sigurðardóttir Sigga á Bessastöðum í Sæ- mundarhlíð ólst upp í stórum hópi systkina. Hún var fimmta í röð átta barna Mínervu Gísla- dóttur og Sæmundar Jónssonar sem fæddust á ellefu árum, 1939- 50, en áður hafði Mínerva eignast dóttur; dreng misstu þau Mín- erva og Sæmundur í frum- bernsku árið 1949 og nú hefur hún Sigga verið kölluð í nætur- stað sinn fyrir aldur fram. Dauð- inn er óskiljanlegur, þögull og óumflýjanlegur, alltaf einhvers staðar í kallfæri: Kvöldið dregur dauðahljótt dökkan væng á gluggann. Jörðin þokar okkur ótt inn í næturskuggann. Þessa vísu orti Hólmfríður Jónasdóttir heima á Krók og lýs- ir óvissum en öruggum dauðans tíma. En á Bessastöðum var lífið á vakt í öllum blæbrigðum, þar voru ekki bara þau hjón og sjö börn, þar voru Jón og Soffía, for- eldrar Sæmundar, og þar var hún Ína sem fylgdi Sæmundarfólki um 82 ára skeið, síðustu fimmtán árin rúmföst á Bessastöðum og væsti ekki um hana hjá henni Mínervu, sem hafði einstaklega hlýjar hendur. Og ekki munaði þau hjón um að hafa sumarstráka eins og t.d. þann sem hér skrifar – og gerði víst lítið gagn fyrsta sumarið nema að vera Gísla kúa- rektor til aðstoðar ásamt Nönnu, yngstu dóttur hjóna og jafnöldru minni. Eftir á að hyggja sé ég nú hvað verkahringur hennar Mínu Sigríður Sæmundsdóttir ✝ Sigríður Sæ-mundsdóttir fæddist á Bessa- stöðum í Sæmund- arhlíð í Skagafirði 25.12. 1946 og lést á Landspítalanum við Hringbraut 5.9. 2014. Bálför Sigríðar var frá Fossvogs- kirkju 11. sept- ember 2014. – eins og hún var jafnan kölluð – og þeirra hjóna beggja var langur. Fyrsta sumarið mitt var rafmagn ekki komið í sveitina, fimmtán gripir handmjólkað- ir í fjósi, hesturinn var þarfasti þjónn- inn í heyskapnum og Sæmundur og Jón sonur hans slógu alla túnkraga með orfi og ljá. Mjólkurbíllinn því sem næst eini bíllinn á veginum. Það var ekkert grín að þrífa mjólkur- brúsa og tryggja þann þrifnað að mjólkin færi í fyrsta flokk. Að ekki sé nú minnst á eldamennsku og bakstur á stóru og gestkvæmu heimili. Og allan þennan þvott. Jón eldri, afi hennar Siggu, gaf út ljóðabók, Aringlæður, undir hógværu en stoltu höfundar- nafni: Jón Jónsson Skagfirðing- ur. Þar er þessi vísa: Hér er eitt, sem huga minn hjartanlega gleður: Í fangi mínu framtíðin fagnar, hlær og kveður. Kannski er þetta ort um hana Siggu, sem jafnan var hrókur alls fagnaðar, einstaklega hjálpsöm, hlý, greiðvikin og óvílin. Hló hjartanlega og af henni geislaði sú bjarta gleði og umhyggja sem einkennir þau Bessastaðasystk- ini öll. Ég veit að börnin í Mos- fellsbæ sem hún Sigga hlúði að í starfi sínu minnast hennar öll fyrir þá eðlislægu og hlýju gæsku sem hún sýndi þeim; hún hélt uppi jákvæðum aga sem öllum er ekki gefið, en er til þess fallinn að börn þroskist og læri. Hún tókst á við banamein sitt í krafti heim- anbúnaðar síns, vafin umhyggju, og kvartaði aldrei. Gefi nú sá sem sólina skapaði henni líkn og ró. Ég þakka henni fyrir ógleyman- legar samverustundir í æsku og sendi ástvinum hennar samúðar- kveðju. Sölvi Sveinsson. Pabbi minn Þór- arinn Einarsson er dáinn. Hann var alltaf stór hluti af mínu lífi og mín fyrirmynd. Skyndilegt fráfall hans er sárara en orð fá lýst. Það er svo erfitt að hafa ekki getað kvatt hann. Hug- ur minn reikar og minningarnar um allt sem við gerðum saman mun ég alltaf varðveita. Ég trúi því að við pabbi munum hittast seinna á fallegum stað. Pabbi fæddist, ólst upp og bjó alla tíð á Ormarsstöðum. Hann gekk í barnaskóla sveitarinnar á Þórarinn Einarsson ✝ Þórarinn Ein-arsson fæddist 1. október 1935. Hann lést 10. sept- ember 2014. Útför Þórarins var gerð 19. september 2014. Helgafelli og var afi, Einar Einars- son, fyrsti kennar- inn hans. Sauð- fjárbúskapurinn á æskuheimilinu varð hans ævistarf og pabbi var snemma liðtækur til vinnu. Fyrstu hjúskaparár pabba og mömmu bjuggu þau í gamla bænum hjá ömmu og afa en árið 1970 reisti hann fjölskyldu sinni fallegt hús og þar hafa þau búið alla sína tíð. Pabbi var mikið náttúrubarn og þekkti grös, blóm, fell, fjöll og fugla. Hann þekkti hvern klett og hverja þúfu í sveitinni og heið- ina sína sem hann smalaði svo oft þekkti hann eins og lófann á sér. Sólin og geislar hennar voru hans úr. Það var engu líkara en að pabbi hefði yfirnáttúrulega tengingu við náttúruna. Hann las umhverfið og náttúruna. Hann var veðurglöggur og ræktaði landið sitt og hlúði að því. Pabbi var fjárglöggur og þekkti sína hjörð í langri fjarlægð. Öll mörk Fellamanna, Fljótsdælinga og Jökuldælinga þekkti hann enda búinn að vera réttarstjóri á Orm- arsstaðarétt frá upphafi hennar árið 1960. Sunnudaginn 21. sept- ember verður réttað í sveitinni og þá átti hann að vera réttar- stjóri. Auk bústarfanna byrjaði pabbi ungur, eða um 16 ára gam- all, að vinna í vegavinnu. Sam- hliða búskapnum vann pabbi í vegavinnu og vegagerð. Vörubif- reið átti hann alla sína ævi. Á hlaðinu heima eru tvær traktors- gröfur og tveir vörubílar. Pabbi var ekki að hætta þó að 80. af- mælið nálgaðist. Hann sinnti sín- um störfum til hinsta dags en þann 5. september sl. var síðasti vinnudagur hans hjá Vegagerð- inni. Vegavinnuárin voru því 62. Pabbi var vinnusamur, dug- legur og ósérhlífinn. Húsbygg- ingar, vélaviðgerðir, ræktun, veiðar o.fl. lék í höndunum á hon- um. Framkvæmdagleðin var mikil og fátt óx honum í augum. Félagsmál lét pabbi eiga sig en lét sig meira varða sitt heima- fólk. Best leið honum heima á bænum sínum. Pabba þótti með eindæmum gaman að spila og var snjall spilamaður. Á vetrar- kvöldum var tekið í spil. Þegar við Magnús komum í heimsókn á seinni árum tókum við í spil og þá spiluðum við bridge. Ferðalög pabba voru stutt og skemmtileg- ast fannst honum að skoða aðrar sveitir. Þær voru ófáar ferðirnar sem pabbi og Magnús fóru inn að Snæfelli og Kárahnjúkum. Virkj- unin, stíflan og allt umhverfið var skoðað báðum til mikillar gleði. Pabbi var mikið jólabarn. Bær- inn var skreyttur og allt gert fínt. Ekkert mátti vanta í mat og drykk, hvorki fyrir menn né dýr. Minningin um pabba mun lifa í hjarta mér. Hann kenndi mér að elska sveitina okkar og það mun ég alltaf gera. Í hjarta mínu býr ekki bara sorg. Þar býr líka gleði og þakklæti fyrir að hafa átt ein- stakan pabba. Blessuð sé minn- ing hans. Margrét Þórarinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.