Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 36

Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Allir hlutir þurfa sinn undirbúning því flas er ekki til fagnaðar. Einhver ókunnur maður kemur með erindi sem þú þarft að bregðast við. Komdu þér úr slíkri klípu með lipurð og festu. 20. apríl - 20. maí  Naut Hraður lífsstíll þinn heldur þér á þönum í dag. Njóttu þess bara að daðra, leika þér og tala við börnin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú tekur lífinu of alvarlega og þarft að losa aðeins um hömlurnar. Að blanda skapi við aðra í dag mun veita þér mikla ánægju. Ekki sniðganga þarfir þinna nánustu núna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hafðu vakandi auga með fjármál- unum. Mundu að góð vinátta er gulli betri. Láttu slag standa því hugsanlegt er að þú getir hagnast á aðgerðum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Búðu þig undir hið óvænta. Fólkið í vinnunni er misjafnt. Breyttu nú um og skrif- aðu hjá þér það sem þér dettur í hug. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Viðamikið samstarfsverkefni sem þú ert nú að taka þátt í krefst mikils af þér. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ný tækifæri standa þér opin og það ríður á miklu að þú flýtir þér hægt og kannir alla málavexti til fulls. Byrjaðu á að þykjast vita lausnina, og bráðum veistu hana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gamall vinur hefur samband og það mun gleðja þig að sjá hversu samband ykkar er ennþá sterkt. Ekki heldur ráðast í stórinnkaup. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt miklu skipti að ná árangri í starfi máttu ekki gleyma starfsgleðinni. Að þekkja muninn á þessu tvennu hjálpar manni að taka framförum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nýtt samband virðist byggt á vin- áttu en staða himintunglanna bendir til að ástríðan kraumi undir niðri. Mörg vandamál munu hverfa ef þú einbeitir þér að því sem er satt og rétt í stöðunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinur þinn trúir þér fyrir ráða- gerðum sínum og þú mátt ekki láta í ljós van- þóknun þína. Mundu að ást er að taka þarfir einhvers annars fram fyrir sínar eigin og þá gengur allt að óskum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Staðfesta og einbeitni þín eru aðdáunarverð. Hugsið ekki um allt sem þið eigið eftir ógert. Svo er bara að halda því við með trimmi. Fyrst kemur hér heilræðavísaeftir Bjarka Karlsson: Lýði skaltu leika grátt, ljúga og svíkja – en gæt þó þess að halda þjóðarsátt og þiggja far með strætó. Steinunni P. Hafstað segist svo frá á Fésbók: „Um daginn leit ég til baka um nokkra mánuði og fór yfir skjálftahrinuna í mér, sem stóð um hríð og hlaut að enda með gosi, sem og varð. Helvítis, andskotans, ekkisen, bölvað, ólukku, bévítis veður. Held það sé fátt, sem ég hef ekki mölvað og hent, þegar sumarið kveður. Ekki get ég samt kvatt með svart- sýnisböli, heldur skal það vera hvatning og dygg ráð fyrir komandi vetur, sem verður trúlega kaldur. Eins og draumar Dimmalimm dulmögn öllu breyta, þegar vetrarveðrin grimm veikja allt og þreyta. Klæddu af þér kulda og hroll með kærleika, sem nærir. Það sem áður tók sinn toll, tryggð og hlýju færir.“ Ég fékk í póstinum í dag gott bréf frá vini mínum á Akureyri, Haraldi Sigurðssyni. Þar kenndi margra grasa. Hér eru haustvísur eftir Sveinbjörn Björnsson: Ber nú hlíðin bleika kinn, blöðum greinar týna, litli berjamórinn minn misst hefur fegurð sína. Eg er sjálfur aðeins hjóm örlaga fyrir völu: lífsins má ég lúta dóm líkt og blómin fölu. María Bjarnadóttir kvað: Bjarkalaufin fölnuð falla, fjúka burtu og hverfa sýn. Þannig haustið hlaut að kalla hinstu sumarblómin mín. Ólína Jónasdóttir þekkir skag- firsku dalina: Haustið að sér hug minn dró, helst þó fram til dala, þar sem gegnum þögn og ró þúsund raddir tala. Þorsteinn Erlingsson skrifaði í vísnabók: Fáðu vin, sem fram á haust færi þér hjartans óðinn; syngi ‘ann þá með þýðri raust: það eru bestu ljóðin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Heilræðavísa og aðrar um haustið og sig sjálfan Í klípu „JÓN ELSKAÐI AÐ VERA SINN EIGIN YFIRMAÐUR – EN HATAÐI AÐ VERA EINI STARFSMAÐURINN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AFSAKIÐ AÐ ÉG LÉT YKKUR BÍÐA SVONA LENGI. HVAR ER KONAN ÞÍN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar barnabarnið kemur í heimsókn. ÉG LÁNAÐI ODDA BÓK ÉG GAF ODDA BÓK ÞÚ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA LEIÐUR, HEPPNI EDDI... MUNDU BARA: „ÞEGAR ÞÚ HLÆRÐ, HLÆR HEIMURINN MEÐ ÞÉR“ GEFÐU MÉR ÞÁ GÓÐAN HLÁTUR, ÓKEI? ER Í LAGI EF ÉG FLISSA BARA PÍNU? ÞÚ ERT BRANDARI. Það getur verið þreytandi að sitjalengi í flugvél en þá er um að gera að reyna að hafa eitthvað fyrir stafni til að tíminn líði hraðar. x x x Víkverji var í innanlandsflugi íBandaríkjunum síðastliðinn laugardag og notfærði sér þjón- ustuna og tæknina á meðan. Hann horfði á leik Aston Villa og Man- chester City í beinni útsendingu á sjónvarpsrás á skjá á bakhlið sæt- isins fyrir framan sæti hans um leið og hann fylgdist með úrslitaleik FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla á mbl.is á ipadnum. Meðan beðið var eftir fluginu á flugvellinum fylgdist Víkverji með gangi mála í öðrum leikjum Pepsi-deildarinnar og var því kominn í gírinn í háloftunum þegar úrslitaleikurinn hófst. x x x Eftir að Víkverji eignaðist ipad hef-ur hann ekki tekið fartölvuna með sér í ferðalög. Ipadinn er léttur og meðfærilegur og nú er svo komið að hægt er að tengjast netinu nánast hvar sem er. Það jafnast ekkert á við að lesa Morgunblaðið með morgun- matnum en næst því kemur að lesa Moggann á netinu í morgunsárið og þar kemur ipadinn sterkur inn. Fyr- ir þá sem vilja fylgjast stöðugt með gangi mála er mbl.is alltaf á vaktinni og fátt auðveldara en að tengjast hvar sem er. x x x Ekki er langt síðan greiða þurftifyrir aðgang að netinu á flestum hótelum og flugvöllum. Þetta hefur breyst og nú bjóða hótel og flugvellir almennt upp á fría netþjónustu. Sama á við um veitingastaði og kaffi- hús. Flugfélög hafa einnig í auknum mæli fetað þessa braut enda skiptir þjónusta við neytendur miklu máli. x x x Því kom það Víkverja spánskt fyr-ir sjónir þegar greint var frá því í vikunni að Wow Air væri byrjað að taka gjald fyrir handfarangur um- fram fimm kg. Áréttað var að ekki yrði amast út í fríhafnarpoka. Vík- verji öfundar ekki farþega félagsins sem þurfa hér eftir að burðast með nær allan handfarangur í fríhafn- arpokum. Annars … víkverji@mbl.is Víkverji Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. (Síðara Korintubréf 5:17)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.