Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Franski rithöfundurinn Patrick Modiano hlýtur bókmenntaverð- laun Nóbels í ár. Peter Englund, ritari sænsku akademíunnar, til- kynnti um verðlaunin í Stokkhólmi í gær og eru þau nú veitt í 107. sinn. Verðlaunafé er átta milljónir sænskra króna, jafnvirði 134,4 milljóna íslenskra króna. Modriano er 69 ára, fæddist í París árið 1945 og fyrsta bók hans, La Place de l’Étoile, kom út árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda skáldsagna, þá síðustu, L’Herbe de nuit, árið 2012. Modiano er þekktur rithöfundur í heimalandi sínu en lítt þekktur í öðrum löndum, eins og segir í umfjöllun um hann í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir að þekktasta skáldsaga hans sé að öll- um líkindum Rue des boutiques obscures sem kom út árið 1978 en fyrir þá bók hlaut hann sama ár hin virtu, frönsku bókmenntaverðlaun Prix Goncourt. Í bókinni segir af rannsóknarlögreglumanni sem missir minnið og reynir að end- urheimta það, hefur leit að sjálfum sér, svo að segja. Lykilrit um helförina Faðir Modiano var gyðingur af ítölskum ættum og móðir hans belgísk leikkona. Þau kynntust í París meðan á hernmámi Þjóðverja stóð og mun það hafa veitt Modiano mikinn innblástur við skrif sín; gyð- ingdómur, hernám nasista og glöt- uð sjálfsmynd koma ítrekað við sögu í bókum hans og má þar nefna La Place de l’Etoile sem hefur hlot- ið mikið lof í Þýskalandi og þykir lykilverk þegar kemur að bókum sem fjalla um helför gyðinga. Peter Englund sagði m.a. í ávarpi sínu í gær að Modiano skrif- aði barnabækur og kvikmynda- handrit en þó einkum skáldsögur. Bækur hans væru stuttar, 130-150 bls. og gegnumgangandi þemu í þeim minnið, sjálfsmyndin og tím- inn. Nóbelsverðlaunin verða veitt 10. desember nk., á dánardegi stofn- anda þeirra, uppfinningamannsins Alfreds Nobels sem lést árið 1896. Modiano hlýtur bók- menntaverðlaun Nóbels  Ellefti Frakkinn sem hlýtur verðlaunin eftirsóttu AFP Verðlaunahafinn Patrick Modiano er 107. handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels. Minni, sjálfsmynd og tími eru áberandi þemu í verkum hans. Óðinsauga útgáfa sendir frá sér rúm- lega þrjátíu nýjar bækur á næstu vikum fram að jólum, þar af fjórar eftir Hugin Þór Grétarsson. Um er að ræða Stafaleikinn sem nota má til að æfa lestur; Lítil kraftaverk sem fjallar um fjölskyldu sem gerist styrktaraðili munaðarlausra barna og ferðast til útlanda til að skoða þorpin; Hurðaskellir – jólasveina- saga og loks 13 þrautir jólasveinanna – Jólakötturinn. Af öðrum bókum má nefna að von er á fjórðu bókinni frá Dagbjörtu Ás- geirsdóttur um ævintýri Gumma og nefnist hún Gummi fer í fjallferð. Leikkonan Ólöf Sverrisdóttir, sem verið hefur í gervi Sólu sögukonu hjá Borgarbókasafni, sendir frá sér sína fyrstu bók sem nefnist Sóla og sólin og fjallar um það þegar Sóla var lítil stelpa og sólin hvarf. Svangi á fjöllum er önnur bók Sig- ríðar Dúu. Hér er um að ræða ís- lenska sveitasögu þar sem fjárhirðir fer á fjöll með fé sitt og kemst þar í kynni við villihest sem nefnist Svangi á fjöllum. Helgi Ingólfsson sendir frá sér fantasíubarnabók er nefnist Hlemmarnir. Orkneyjar – Á slóðir jarla og kon- unga nefnist ný bók eftir Þorgrím Gestsson sem er sambland af ferða- sögu og fræðibók. Smásagnasafnið Skuggamyndir er samstarfsverkefni ungra, upprennandi rithöfunda af vefnum rithringur.is Þrjár ljóðabækur Davíð Hjálmar Haraldsson sendir frá sér ljóðabók á léttum nótum sem nefnist Fimmta Davíðsbók. Lífs- löngun er ljóðabók eftir Kópavogs- skáldið Steinþór Jóhannsson, sem féll frá langt fyrir aldur fram í vor sem leið. Ástríður nefnist ljóðabók eftir Bjarka Bjarnason þar sem höfundur nálgast viðfangsefni sitt með því að setja sig í spor Gísla Brynjúlfssonar skálds og notar dagbækur Gísla sem innblástur ljóða sinna. „Ljóðabókin Ástríður dregur upp mynd af sam- félagi Íslendinga í Höfn um miðja 19. öld, en sýnir fyrst og fremst ungan, vegvilltan mann, fullan af þversögn- um. Hann þráir að bæta samfélagið og sjálfan sig, en eygir þó í raun eng- in úrræði til þess,“ segir m.a. í kynn- ingarefni frá útgáfunni. silja@mbl.is Ný bók um Gumma, stafaleik- ur og fræðibók  Óðinsauga útgáfa sendir frá sér rúmlega þrjátíu bækur Dagbjört Ásgeirsdóttir Huginn Þór Grétarsson Ólöf Sverrisdóttir Þorgrímur Gestsson Nýr lestrarvefur, Allir lesa, verður opnaður kl. 11 í dag á BSÍ og verð- ur af því tilefni slegið upp veislu á staðnum. Vefurinn er á vegum Mið- stöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Eftir viku, 17. október, hefst landsleikur í lestri þar sem hópar skrá sig til leiks og lesa til sigurs, eins og því er lýst í tilkynn- ingu. Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir, umsjón- armenn sjónvarpsþáttarins Orð- bragðs, munu opna vefinn formlega á BSÍ og slá á létta strengi og tvö fyrstu liðin í landsleiknum verða á staðnum. Skráning í leikinn fer fram á all- irlesa.is og frekari upplýsingar um hann má finna á bokmenntaborg- in.is/allir-lesa-landsleikur-lestri/. Lestrarvefur opnaður í dag á BSÍ Orðbragðspar Bragi Valdimar og Brynja héldu fyrirlestur um Orðbragð í Háskóla Íslands í febrúar á þessu ári. Breski raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio heldur tónleika í fyrsta sinn hér á landi í kvöld og annað kvöld. Í kvöld kemur hann fram í Mengi með Good Moon Deer kl. 21 og á morgun leikur hann á Paloma bar ásamt Deep Peak kl. 22. Pye Corner Audio er ein- staklingsverkefni Martin Jenkins sem hann hóf árið 2010 þegar hann gaf sjálfur út fyrsta hluta Black Mill Tapes syrpunnar sem að end- ingu varð í fjórum hlutum, eins og segir í tilkynningu. Tónlist Pye Corner Audio er lýst sem lagskiptum, dulúðlegum og mínímalískum drunga og mun hafa vakið töluverða athygli. The Quie- tus, Mojo, The Wire, Drowned in Sound og BBC hafa fjallað um kappann og sagt hann einn af áhugaverðari tónlistarmönnum Bretlands nú um stundir. Pye Corner Audio í Mengi og á Paloma Dulúðlegur Pye Corner Audio. „Töff, brengluð og ögrandi“ -Empire ★★★★★ “Grípandi, snjöll og snilldarlega ofin. Ein af albestu myndum ársins.” -T.V., biovefurinn Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 L L GONE GIRL Sýnd kl. 4 - 7 - 10 DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 6 - 8 - 10 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 3:50 PÓSTURINN PÁLL Sýnd kl. 4ÍSL.TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.