Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 12
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Bygging nýs frjálsíþróttavallar gæti kostað um 560 milljónir króna og tvær stúkur við norður- og suður- enda Laugardalsvallar gætu kostað um 700 milljónir króna. Kostnaður við að hita upp völlinn og setja nýtt gras yrði um 60 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem þáverandi borg- arstjóri, Jón Gnarr, skipaði til að fjalla um fram- tíð frjálsíþrótta- aðstöðu í Reykja- vík og uppbygg- ingu Laugardals- vallar. Skýrslunni var skilað í mars sl. en í henni áttu sæti m.a. fulltrúar KSÍ og Frjálsíþróttasambands Ís- lands, FRÍ. Tekið skal fram að áður- nefndar kostnaðartölur eiga ekki við um áform KSÍ um þjóðarleikvang sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir fæst ekki gefinn upp. Þrengt að frjálsum íþróttum Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður FRÍ, segir frjálsar íþróttir hafa smám saman vikið af Laugardalsvelli eftir að borg- in gerði samning við KSÍ um rekstur vallarins fyrir um tuttugu árum. „KSÍ hefur forgangsraðað og sett frjálsum íþróttum þrengri skorður á vellinum en áður var. Það leiddi með- al annars til þess að Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur ályktaði árið 2011 að við þyrftum að fá annan völl. Á grund- velli þeirrar ályktunar og tæknilegra breytinga komu tillögur um að þjóð- arleikvangar þessara tveggja íþrótta- greina yrðu skildir að. Þetta var rétt fyrir kosningar og síðan hefur lítið gerst í þessum málum, nema hvað að KSÍ hefur haldið áfram sinni hug- myndavinnu. Við höfum ekki fengið neinar yfirlýsingar frá borginni, um- fram það sem sagt var við vinnnslu skýrslu starfshópsins að borgin vildi fá ríkisvaldið að borðinu þar sem um þjóðarleikvang væri að ræða,“ segir Jónas. Ein af tillögum starfshópsins var að byggja frjálsíþróttavöll norðan Suðurlandsbrautar og austan við ný- byggingu Laugardalshallar þar sem inniaðstaða fyrir frjálsar íþróttir var byggð upp. Var bent á möguleika á samnýtingu vallarins með þessari að- stöðu. „Það hefur ekki farið fram nein ítarleg skoðun á þessum mögu- leikum, umfram það sem gert var í skýrslunni,“ segir Jónas. Hann segir stefnu FRÍ ganga út á að byggja upp völl sem stenst allar al- þjóðlegar kröfur og Laugardalurinn henti best fyrir slíka aðstöðu vegna nálægðar við önnur íþróttamann- virki. Auk svæðisins við Laugardals- höll komi einnig til greina að byggja upp aðstöðu á gamla Valbjarnarvell- inum. „Ef kostnaður við nýjan völl norðan Suðurlandsbrautar yrði met- inn of mikill væri hægt að taka Valbjarnarvöll í notkun að nýju. Þar norðan við er æfingasvæði sem mætti einnig nota til upphitunar ef haldin eru stór alþjóðleg mót,“ segir Jónas. Hann bendir jafnframt á að þegar Fram flyst úr Laugardalnum í Úlf- arsárdal með sína leiki þá minnki þörfin fyrir knattspyrnu á Laugar- dalsvelli. „Þá gæti komið upp sú spurning hvort borgin vilji fara í kostnað við að byggja sérstakan frjálsíþróttavöll eða vill hún samnýta þetta áfram?“ spyr hann. „Við sjáum það í Berlín, París, Róm og víðar að þar geta knattspyrna og frjálsar íþróttir farið fram á sama vellinum. Þetta er möguleiki sem ekki er hægt að úti- loka. Við þurfum að hafa eitthvað í hendi ef ákveðið verður að fara með frjálsar íþróttir af Laugardalsvelli. Við höfum enga aðra aðstöðu í Reykjavík á meðan það eru að minnsta kosti níu knattspyrnuvellir. Formaður KSÍ hefur lýst sig sam- mála því að við verðum fyrst að leysa þetta með frjálsar íþróttir áður en að- staðan verður tekin burt á Laugar- dalsvelli. FRÍ hefur lagt á það mesta áherslu allan tímann. Við höfum ekki í önnur hús að venda í Reykjavík.“ Kominn tími á aðgerðir Jónas segir borgina ekki enn hafa gefið skýr svör um sína sýn í málinu. „Borgin hefur verið að vísa þessu yfir á ríkisvaldið, sem er að sumu leyti skiljanlegt. KSÍ hefur sagt að fara þurfi í framkvæmdir eftir að undan- keppni EM lýkur næsta haust og okkur finnst einnig að það sé kominn tími til aðgerða í þessu máli. Þetta hefur verið að velkjast á milli manna í kerfinu og á meðan bíðum við með lé- legan frjálsíþróttavöll.“ „Ekki í önnur hús að venda“  FRÍ bíður eftir svörum frá borginni um aðstöðu í Laugardal  Nýr völlur undir frjálsar gæti kostað 560 milljónir  Svæði við Suðurlandsbraut í skoðun Morgunblaðið/Styrmir Kári Laugardalsvöllur Vaskir hlaupagarpar á Bikarmóti FRÍ á Laugardalsvelli, eina frjálsíþróttavellinum í Reykjavík. Leikir Íslands í undankeppni EM 9. sept. ‘14 10. okt. ‘14 13. okt. ‘14 16. nóv. ‘14 28. mar. ’15 12. jún. ‘15 3. sept. ‘15 6. sept. ‘15 10. okt. ‘15 13. okt. ‘15 Ísland - Tyrkland Lettland - Ísland Ísland - Holland Tékkland - Ísland Kasakstan - Ísland Ísland - Tékkland Holland - Ísland Ísland - Kasakstan Ísland - Lettland Tyrkland - Ísland 3-0 0-3 2-0 - - - - - - - 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Stjórn Prýðifélagsins Skjaldar, íbúa- samtaka Skerjafjarðar, mótmælir deiliskipulagi Hlíðarendasvæðis og bendir á að aðflug neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar gangi ekki upp verði skipulagið samþykkt. Ívar Pálsson segir að sam- kvæmt deiliskipu- laginu verði brautarendinn við fyrirhugaðar byggingar. „Það verður engin flug- lína með blokkir við braut- arendann,“ segir hann. Ívar bætir við að erfitt hafi reynst að fá að sjá skipu- lagið og leyndarhyggjan haldi áfram. „Látið er eins og úrskurður Rögnu- nefndarinnar hafi með þetta að gera en í raun verður búið að staðfesta og stimpla þetta og framkvæmdaraðilar geta byrjað eftir viku.“ Aðalfundur Prýðifélagsins Skjald- ar var haldinn í fyrrakvöld og ný stjórn var kosin. Í aðalstjórn eru Ívar Pálsson, Ragnhildur Björg Guðjóns- dóttir, Efemía Guðmundsdóttir, Sig- valdi Kaldalóns og Reynir Guð- mundsson. Í varastjórn eru Ottó Guðjónsson og Yngvar Vilhjálmsson. Ályktun félagsins er eftirfarandi: „Aðalfundur Prýðifélagsins Skjald- ar, íbúasamtaka Skerjafjarðar sunn- an flugvallar, 15. október 2014, mót- mælir harðlega fyrirhuguðu deiliskipulagi á Hlíðarendasvæði, sem mun hafa þær afleiðingar að neyðarflugbraut NA-SV-Reykjavík- urflugvallar verður ónothæf um alla framtíð. Hvatt er til þess að borgar- yfirvöld og forsvarsmenn Hlíðar- endasvæðisins breyti skipulags- tillögum sínum strax í þá átt að neyðarflugbrautin haldist í notkun til þess að tryggja öryggi allra lands- manna. Þannig verði flugvöllurinn í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd.“ steinthor@mbl.is Íbúar mótmæla deiliskipulagi Morgunblaðið/Golli Skerjafjörður Íbúasamtök ósátt.  Skipulag Hlíðarendasvæðis umdeilt Ívar Pálsson Þó að byrjunin hjá íslenska lands- liðinu í undankeppni EM í knatt- spyrnu hafi verið frábær eru enn sjö leikir eftir, þar af fjórir erfiðir útileikir. Næsti leikur er gegn Tékkum í borginni Plzen, um 100 km vestan við Prag. Leikurinn fer fram sunnudags- kvöldið 16. nóvember kl. 20.45 að staðartíma, eða 19.45 að íslensk- um tíma. Eingöngu er hægt að kaupa miða á sjálfan leikinn gegn- um skrifstofu KSÍ, sem fékk 700 miðum úthlutað. Miðaverðið er 6.000 kr. og þarf að panta og greiða fyrir 28. október nk. Nán- ari upplýsingar um söluna eru á vef KSÍ. Ferðaskrifstofur eru byrjaðar að selja pakkaferðir til Tékklands, þar sem flogið verður til Prag. Á vegum VITA-ferða fer vél frá Ice- landair út að morgni laugardags- ins 15. nóvember og heim að kvöldi þess 17. Gist á hóteli í Prag. ÍT-ferðir hafa útvegað leiguflugvél til að fara til Prag á laugardagsmorgni og heim eftir leik á sunnudagskvöldi. Þá eru Gaman-ferðir í samstarfi við stuðningsmannasveitina Tólf- una um dagsferð á leikdegi, þar sem flogið er með vél frá WOW- air, farið að morgni sunnudags og komið heim nóttina eftir leik. Sala hafin á miðum á Tékkaleik Jónas Egilsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.