Morgunblaðið - 17.10.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 17.10.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Yfir 22 þúsund manns fórust í náttúruhamförum á síð- asta ári, flestir þegar fellibylurinn Haiyan gekk yfir Fil- ippseyjar í nóvember, en nærri átta þúsund létu lífið þegar flóðbylgja fór yfir borgina Tacloban og nærliggj- andi samfélög í Leyte-héraði. Þá fórust sex þúsund manns í monsúnflóðum á Indlandi í júnímánuði. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðasamtaka Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) um ham- farir. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fórust í náttúruhamförum á síðasta ári var töluvert undir með- altali en á árunum 2004-2013 fórust að meðaltali 98 þús- und á ári hverju í náttúruhamförum. Sérfræðingar hafa varað við því að loftslagsbreytingar hafi og muni leiða til tíðari ofsafenginna veðurviðburða. Aðalhöfundur skýrslu IFRC, Terry Cannon, segir stjórnvöld og hjálparsamtök þurfa að auka skilning sinn á lífi fólks á hættusvæðum en meirihluti þess farist hvorki né þjáist í hamförum, heldur þjáist það vegna vandamála daglegs lífs: slæms veðurs, lélegrar næringar og heilsuskorts. Þá segir hann blekkjandi að reyna að meta tjón í peningum, víða verði það aðeins metið út frá missi lífsviðurværis. 226.408 87.476 74.648 55.736 Heildarfjöldi látinna: 22.452 242.829 Heimild: Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn Verstu náttúruhamfarir síðan 2004 Kasmír - jarðskjálfti (Pakistan/Indland) Sichuan, Kína - jarðskjálfti Búrma - fellibylurinn Nargis Haítí - jarðskjálfti Indlandshaf - flóðbylgja 2004 2004 2008 2008 2005 Rússland - hitabylgja/eldar 2010 2010 2008 2010 2013 138.375 222.570 88.887 23.848 16.856 235.272 10.806 297.728 31.324 9.535 22.452 fórust í náttúruhamförum Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Nokkrir bandarískir þingmenn hafa kallað eftir afsögn Thomas Friedens, forstjóra bandarísku sóttvarnastofn- unarinnar (CDC), en þarlend heil- brigðisyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna viðbragða, og við- bragðsleysis, í kjölfar þess að heil- brigðisstarfsmaður í Texas smitaðist af ebólu. Þá hefur það vakið reiði og ótta að öðrum heilbrigðisstarfs- manni, sem einnig greindist með ebólu, skuli hafa verið leyft að fljúga með almenningsflugi, þrátt fyrir að hafa mælst með hita. Frieden mætti fyrir þingnefnd í gær þar sem hann viðurkenndi að enn væri ekki vitað hvernig heil- brigðisstarfsmennirnir tveir hefðu smitast. Hann ítrekaði þó að sótt- varnastofnunin teldi að Bandaríkja- mönnum stafaði ekki umtalsverð ógn af ebólu. Viðbrögð þingmanna við ummælum Friedens voru ólík, sumir lögðu áherslu á að fólk væri óttasleg- ið og að gera þyrfti viðbragðsáætlun, en aðrir vöruðu við því að hvetja til múgæsingar meðal almennings. Herða aðgerðir Sóttvarnastofnunin hefur nú til skoðunar að banna heilbrigðisstarfs- mönnum sem mögulega hafa komist í tæri við ebólu að fljúga. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í gær að hún myndi beita sér fyrir því að kanna hvernig skimun á samgöngumiðstöðvum í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne væri háttað og bæta hana ef nauðsyn krefðist. Þá samþykktu heilbrigðis- ráðherrar Evrópusambandsríkjanna að samhæfa aðgerðir á landamærum sambandsins en ákvörðun um skim- anir verður þó á forræði hvers ríkis fyrir sig. Hjúkrunarfræðingur sem annað- ist fyrsta ebólusjúklinginn í Frakk- landi var fluttur á hersjúkrahús í gær eftir að hún mældist með hita. Nina Pham, annar hjúkrunarfræð- inganna sem smituðust af ebólu í Texas, var í gær flutt frá Dallas á sjúkrahús í Bethesda í Maryland. Nokkrir skólar lokaðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin til- kynnti í gær að hún hygðist herða aðgerðir sínar til að aðstoða 15 Afr- íkuríki við að verja sig gegn út- breiðslu ebóluveirunnar. Á sunnudag höfðu 4.493 dáið af völdum veirunnar og 8.997 tilfelli verið greind, samkvæmt stofnun- inni. Hún hefur varað við því að í byrjun desember gæti útbreiðsla veirunnar verið orðin slík að allt að 10 þúsund manns smituðust í hverri viku. Nokkrum skólum í Ohio og Texas var lokað í gær af ótta við að nem- endur eða kennarar hefðu komist í návígi við hjúkrunarfræðinginn sem ferðaðist í flugi skömmu áður en hún greindist með ebólu. Skóla- yfirvöld sögðu að lokanirnar væru varúðarráðstöfun en skólabygging- arnar yrðu vandlega þrifnar. Heilbrigðisyfirvöld sæta harðri gagnrýni  Kalla eftir afsögn forstjóra CDC  Heilbrigðisstarfsfólki bannað að fljúga? AFP Gagnrýni Fulltrúar bandarískra heilbrigðisstofnana voru kallaðir fyrir eft- irlitsnefnd í gær. Thomas Frieden er lengst til vinstri á myndinni. Evrópuþingflokkurinn Europe of Freedom and Direct Democracy (EFDD) hefur verið leystur upp eft- ir að lettneski þingmaðurinn Iveta Grigule sagði sig úr flokknum, en hann uppfyllir ekki lengur það skil- yrði að samanstanda af þingmönn- um frá a.m.k. sjö löndum. Upplausn flokksins er mikið áfall fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), en hann hafði myndað bandalag með Fimm stjörnu hreyfingu ítalska popúlistans Beppes Grillos um sam- starf á Evrópuþinginu. Farage sakaði í gær Martin Schulz, forseta þingsins, um að hafa haft hönd í bagga með því að Grigule hætti, en hann hefði tjáð henni að hún þyrfti að segja skilið við EFDD til að ná kjöri sem for- maður þingnefndar um Kasakstan. AFPÁfall UKIP verður nú af talsverðum fjármunum sem veitt er til þingflokka. Evrópuþingflokkur Nigels Farage heyrir sögunni til EVRÓPUÞINGIÐ Björgunarmenn á þyrlum börðust við mittisháan snjó í Himalajafjöll- um í gær og björguðu 154 heima- og ferðamönnum, en að minnsta kosti 30 fórust þegar gríðarlegur snjóbylur gekk yfir Manang- og Mustanghéruð í Nepal á þriðju- dag. Staðaryfirvöld sögðu að 23 lík hefðu fundist á vinsælli gönguleið á Annapurna-svæðinu, en fimm fjallgöngumenn, sem voru í grunn- búðum þegar snjóflóð féll, voru einnig taldir af. Meðal látinna voru ferðamenn frá Kanada, Ísrael og Indlandi. Þúsundir heimsækja Annapurna- svæðið í októbermánuði ár hvert, þegar veðurskilyrði eru oftar en ekki hagstæð, en 168 erlendir ferðamenn höfðu tilkynnt að þeir hygðust ganga á svæðinu í þessari viku. Bandarískur ferðamaður sem lenti í stórhríðinni sagði í samtali við AFP í gær að sá sem hefði um- sjón með veðurtilkynningum til fjallgöngufólks hefði sýnt af sér al- varlega vanrækslu. Varaforseti samtaka nepalskra ferðafélaga sagði hins vegar að fjallaþjóðin hefði ekkert slíkt viðvörunarkerfi til að grípa til. Mikið snjófall hefur verið á svæðinu vegna fellibylsins Hud- hud, sem gekk yfir austurströnd Indlands síðastliðna helgi. 154 bjargað í Himalajafjöllum  30 fórust í stórhríð og snjóflóðum AFP Hjálp Björgunarmenn voru að störf- um í gær og notuðu m.a. þyrlur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.