Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014
Opnun nýrrar verslanamiðstöðvar í
borginni Tartus í Sýrlandi hefur
verið gagnrýnd af stuðnings-
mönnum Bashars al-Assads, for-
seta Sýrlands, en innan hennar má
m.a. finna sjö veitingastaði og
verslanir. Miðstöðin er talin hafa
kostað um 50 milljónir Bandaríkja-
dala, en þrátt fyrir að verkefnið sé
einkaframkvæmd nýtur það stuðn-
ings stjórnarinnar.
Einn stuðningsmaður forsetans
sagði á Facebook að 60% íbúa
Tartus hefðu ekki efni á því að
versla í miðstöðinni en þá þykir
verkefnið sérstaklega hneyksl-
anlegt í ljósi þess að flestir þeirra
hermanna sem látið hafa lífið í
átökunum í Sýrlandi eru frá Tar-
tus.
Til stendur að ráðast í enn fleiri
„túrismatengd verkefni“ á svæðinu
á næstunni en meira að segja
starfsmönnum í ferðaþjónustu þyk-
ir nóg um. Verkefnin „hunsi tilfinn-
ingar fjölskyldna fjölda hermanna
frá þessu svæði sem hafa látið líf-
ið“, eins og einn komst að orði.
Verslanamiðstöð
veldur hneykslan
AFP
Lúxus Jafnvel stuðningsmenn forsetans gagnrýna byggingu versl-
anamiðstöðvarinnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
John Kerry, ut-
anríkisráðherra
Bandaríkjanna,
mátti gera sér að
góðu að ferðast
heim frá Vín í al-
menningsflugi í
gær eftir að flug-
vél hans bilaði í
fjórða sinn á
þessu ári. Frá því
Kerry tók við embætti í febrúar
2013 hefur hann flogið yfir 900.000
kílómetra og heimsótt 55 lönd, en
það hefur ekki gengið áfallalaust.
Snemma á þessu ári þurfti að fljúga
með varahluti í vél ráðherrans frá
Bandaríkjunum til Sviss, í mars bil-
aði vélin í Lundúnum og í ágúst sl.
neyddust ráðherrann og fylgdarlið
til að fljúga heim frá Havaí í al-
menningsflugi eftir að rafkerfið í
vélinni brást.
Í Vín átti Kerry m.a. fundi með
Catherine Ashton, utanríkismála-
stýru Evrópusambandsins, og Mo-
hammad Javad Zarif, utanrík-
isráðherra Írans. Þegar Zarif
heyrði af hrakföllum Kerrys hló
hann að sögn fréttasíðunnar al-
Monitor og sagði: „Þetta eru þá
ekki bara flugvélarnar okkar.“
BANDARÍKIN
Flugvél utanríkis-
ráðherrans bilar í
fjórða sinn
John Kerry
Franskur dóm-
stóll hafnaði í
gær beiðni belg-
íska svæf-
ingalæknisins
Helgu Wauters
um að vera
sleppt úr haldi
gegn tryggingu.
Mál Wauters hef-
ur vakið mikla
athygli í Frakklandi en hún hefur
viðurkennt að hafa aðstoðað við
keisaraskurð undir áhrifum áfeng-
is. Móðirin lést en læknum tókst að
bjarga barninu.
Atvikið átti sér stað 26. septem-
ber sl. en þá gaf Wauters konunni,
28 ára, mænurótardeyfingu áður
en hún fór og fékk sér í glas með
vinum sínum. Fæðingin gekk ekki
sem skyldi og var Wauters kölluð til
þegar ljóst varð að konan þyrfti að
gangast undir keisaraskurð.
Wauters lyktaði af áfengi og hegð-
aði sér „skringilega“ að sögn við-
staddra. Þegar hún gerði tilraun til
að tengja konuna við öndunarvél
rak hún slönguna ofan í vélinda
konunnar í stað þess að barka-
þræða hana. Konan lést fjórum
dögum síðar.
Að sögn rannsakenda málsins
drakk Wauters hálfan lítra af
vodka blönduðu út í vatn umrætt
kvöld en heima hjá henni fundust
17 tómar vodkaflöskur. Hún hefur
viðurkennt að hún eigi við áfengis-
vanda að stríða.
FRAKKLAND
Aðstoðaði við
keisaraskurð undir
áhrifum áfengis
Helga Wauters
Dómstóll í Pakistan hefur staðfest
dauðadóm yfir kristinni konu sem
var fundin sek um guðlast fyrir
fjórum árum. Asia Bibi, fimm barna
móðir, var dæmd til dauða 2010 fyr-
ir að hafa látið falla niðrandi um-
mæli um Múhameð spámann þegar
hún reifst við múslimska konu.
Lögmaður Bibi hefur heitið því
að hann muni áfrýja dómnum en
guðlast er litið afar alvarlegum
augum í Pakistan, þar sem 97%
íbúa eru múslimar. Tveir stjórn-
málamenn voru myrtir 2011 eftir
að þeir kölluðu eftir því að lögum
um guðlast yrði breytt.
PAKISTAN
Staðfesti dauðadóm
fyrir guðlast
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Snjallara
heyrnartæki
Beltone First™
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004