Morgunblaðið - 17.10.2014, Side 29

Morgunblaðið - 17.10.2014, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 ✝ Ingólfur Njarð-vík Ingólfsson fæddist í Reykjavík 27. september 1941. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH 5. október 2014. Foreldrar hans voru Sóley Sigurð- ardóttir Njarðvík, saumakona og hús- móðir, f. 2. október 1902 á Akureyri, d. 17. september 1987, og Ingólfur Jónsson hæstaréttarlögmaður, f. 27. júní 1892 í Hrafnagilshreppi Eyjafirði, d. 27. september 1982. Systkini Ingólfs Njarðvík eru, samfeðra: Inga Rúna Ingólfs- dóttir Warrick, f. 21. mars 1925, d. 18. október 1986. Ása Kristín Ingólfsdóttir, f. 8. janúar 1927, d. 19. nóvember 2006, Þór Ing- ólfsson, f. 6. júlí 1933, d. 8. des- ember 2010 og Magni Ingólfs- ember 2000, Óskar Freyr, f. 27. mars 2004, og Sigríður Sóley, f. 28. maí 2010. Bjarni á þrjá syni fyrir, Björn, f. 1971, Júlíus, f. 1974, og Eið Gunnar, f. 1978. 2) Auður Þórhildur Ingólfsdóttir, f. 15. ágúst 1973, gift Vigfúsi Gíslasyni, f. 8. desember 1973. Börn þeirra eru Gísli Friðgeir, f. 1. september 2011, og Guðrún Salóme, f. 21. janúar 2014. Ingólfur Njarðvík flutti upp í Dísardal við Suðurlandsveg þeg- ar hann var sex ára og ólst þar upp. Hann bjó alla sína tíð í Reykjavík. Eftir að grunnskóla lauk hóf Ingólfur störf hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann vann þar ýmis verkamannastörf í tæpt ár. Það var svo árið 1967 sem hann hóf störf hjá Rafveitu Reykjavíkur sem síðar varð Raf- magnsveita Reykjavíkur sem sameinaðist síðar í Orkuveitu Reykjavíkur. Hann vann þar ým- is verkamannastörf, þá lengst af í götuljósadeild. Útför Ingólfs Njarðvík fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 17. október 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. son, f. 5. desember 1935, d. 31. desem- ber 2007. Sam- mæðra: Kristín Svanhildur Njarð- vík, f. 27. júlí 1929, d. 3. febrúar 2013. Alsystkini: Eiríkur Jón Ingólfsson, f. 3. apríl 1944, Hrafn- hildur Þuríður Ing- ólfsdóttir, f. 31. des- ember 1945, d. 2. september 2013, og Sóley Njarð- vík Ingólfsdóttir, f. 18. maí 1947, d. 18. ágúst 2014. Ingólfur Njarðvík kvæntist þann 8. október 1966 Sigríði Kristjánsdóttur sjúkraliða, f. 24. mars 1943. Börn Ingólfs Njarð- vík eru: 1) Guðrún Þórdís Ing- ólfsdóttir, f. 28. nóvember 1971, maki er Bjarni Gunnar Björns- son, f. 4. júlí 1949. Börn þeirra eru Ingólfur Gunnar, f. 19. sept- Það er óhugsandi að geta skrifað í örfáum orðum allt sem þú varst mér pabbi minn, en við vorum svo hjartatengd. Þú fórst alltof snöggt frá okkur og alltof snemma og við söknum þinnar góðu nærveru mikið. Ég skildi aldrei hvað það þýddi að börnin læra það sem fyrir þeim er haft fyrr en ég eignaðist börn sjálf og enn betur núna. Það er allt sem þú kenndir mér pabbi minn. Þegar ég svo spurði þig hvað ég ætti að elda fyrir þig þegar þú áttir afmæli þá baðstu bara um kjötfarsbollur með beikoni! Þetta þurfti ekki að vera meira en það. Takk fyrir að kenna mér nægjusemi og að sjá og finna gleðina og ánægj- una í litlu hlutunum. Það var skemmtilegast að fá þig í mat pabbi minn því þú varst alltaf svo ánægður og þakklátur fyrir allt sem ég eldaði. Utanlands- ferðir hugnuðust þér ekki en fallega Ísland var annað mál. Hávaðinn og hraðinn í útlönd- um voru ekki þitt. Kannski ef þú hefðir ekki lent í slysinu og haft fulla heilsu þá hefðir þú kannski getað notið þessa betur en ég veit að þú hafðir gaman af því að fara til Edinborgar og upplifa allt þar en það nægði bara. Þér þótti bara fínt að hafa farið eina ferð. Þú talaðir oft um hvað hefði verið gaman að fara á vísindasafnið með Vig- fúsi. Ég skildi vel að þú hafðir ekkert til útlanda að sækja. Heima var best. Takk fyrir að hafa verið einstaklega hjartgóð- ur, traustur og ljúfur pabbi fyr- ir okkur Gunnu. Takk fyrir að hafa hugsað svona vel um hann Gísla minn sem hættir ekki að spyrja um þig. Ég vildi að þú hefðir verið hjá okkur lengur því syni mínum þótti svo vænt um þig og það komst ekki annað að en afi. Ég fékk fallegu skila- boðin frá þér pabbi minn frá Kristínu, Guðrúnu og Einari. Það létti á sársaukanum og sorginni. Þú varst maður for- tíðar pabbi minn en ég held að það hafi haft eitthvað með það að gera hvað þú varst þreyttur á því að vera þreklaus því í gamla daga varstu heilsu- hraustur. Þú talaðir líka svo oft um gamla daga og þá sérstak- lega árin í Dísardal. Mikið saknaðir þú hennar Hröbbu þegar hún lést fyrir tæpu ári en talaðir ekki mikið um það. Ég fann það bara. En núna eruð þið saman aftur. Þú og Hrabba voruð einstök jólabörn. Þú elsk- aðir að lesa góðar spennubækur og horfa á spennumyndir í sjón- varpinu. Það sem stóð svo upp úr voru árin hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þar voru vinnu- félagarnir sem þér þótti svo gaman að umgangast og talaðir oft um það. Síðustu árin hjálp- uðuð þið mamma mér svo mikið með litlu börnin mín. Síðustu þrír mánuðir voru einstaklega góðir. Þú varst viðkvæmur, rómantískur og ljúfur maður og það er það sem ég hef frá þér pabbi minn sem og þykku var- irnar! Þú skilaðir þínu og minn- ingin um ofsalega góðan pabba og afa lifir í hjörtum okkar. Það stendur eftir. En sjálfstraustið þitt var hjá okkur pabbi minn. Stundum brostir þú og sagðir: „Ég veit að pabbi er góður kall.“ Þetta var líka hárrétt – þú varst góður kall. Sá besti. Takk fyrir allt pabbi minn og að vera ætíð til staðar – ég hlakka svo til að hitta þig aftur. Þín elskandi dóttir, Auður. Bóbó móðurbróðir minn var alltaf góður við mig og mér þótti vænt um hann. Bóbó fæddist á Laugavegi 19, varð ungur fyrir bíl og fluttist eftir það með fjölskyldunni í Dísardal upp við Rauðhóla. Fyrstu árin var enga leikfélaga að hafa í nágrenninu en Bóbó elskaði Brand, Klóa, Brand yngri og marga ketti eftir það, heimilishundinn Ali Baba, fálk- ann Val og meira að segja Bósa, hund sem komið var fyrir í Dís- ardal af því að hann var bæði óalandi og óferjandi. Bóbó var góður og hrekklaus strákur en hafði gaman af sak- lausri stríðni. Hann elskaði há- tíðir, sumardaginn fyrsta, sautjánda júní, jólin og þrett- ándann. Hann skreytti heimilis- bílinn með blöðrum og fánum og safnaði dóti í álfabrennur en jólin með jólaöli og „barnaísn- um“ hennar ömmu toppuðu samt allt. „Barnaísinn“ var það besta sem Bóbó fékk og ég held að á tímabili hafi honum hreint ekki verið rótt fyrr en ísinn var örugglega í höfn. Ég man eftir Bóbó fallega sólbrúnum í vegagerð með Reykjalundarbíl, Bóbó spark- andi bolta í Smáradal, siglandi á Hólmsá, horfandi á landsleiki í fótbolta, Bóbó í Lækjarbotna- strætó, Bóbó í bíó og hjólandi á Möve-reiðhjóli með verkfæra- tösku úr ilmandi leðri. Ég man fermingardaginn hans Bóbós þegar öll yngri systkini hans voru skírð, Bóbó á Zodiacnum, fyrsta bílnum þeirra Eika, Bóbó ræktandi kartöflur og öll per- sónulegu jólakortin frá honum. Ég man Bóbó með Siggu sinni, Gunnu og Auði á Njálsgötunni og hvað fjölskyldan stóð þétt að baki honum þegar hann slas- aðist alvarlega í vinnuslysi. Ég heyrði Bóbó aldrei tala illa um nokkurn mann. Hann var lítið fyrir breytingar og sótti ekki í fjölmenni en góðir vinnufélagar voru honum mikils virði. Bóbó var tilfinninganæm- ur, tryggur og heimakær fjöl- skyldufaðir. Fjölskylda hans var honum eitt og allt og hann geislaði þegar hann sagði mér frá barnabörnunum sínum. Að leiðarlokum er ég þakklát fyrir að hafa eignast dýrmætar æskuminningar tengdar Bóbó og hinum Dísardalskrökkunum. Elsku Sigga, Gunna, Auður og fjölskyldur. Ég samhryggist ykkur öllum. Ykkar Brynja. Ingólfur Njarðvík Ingólfsson ✝ RagnheiðurMagnúsdóttir fæddist á Ak- ureyri 20. maí 1949. Hún lést á Landspítalanum 7. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Magnús Franklín Tryggva- son, f. 5. ágúst 1921 á Ytri- Varðgjá, d. 1992, og Valborg Jónsdóttir, f. 9 desember 1921 á Hólum í Eyjafjarðarsveit, d. 1994. Systkini Ragnheiðar eru Jón- geir, f. 1946, Karl Franklín, f. 1948, Þorgrímur, f. 1954 og september. Dætur þeirra eru Rakel Sara, f. 28. ágúst 2003, Katrín Lind, f. 19 september 2006 og Tinna Karen, f. 6 nóv- ember 2012. Ragnheiður gekk í Barna- skóla Akureyrar og síðan í Húsmæðraskólann á Lauga- landi, þar átti Ragnheiður góðan og lærdómsríkan tíma sem nýttist henni og fjöl- skyldu vel bæði í handavinnu, bakstri og matargerð. Um árabil sinnti Ragnheiður hús- móðurstörfum og kom sínum þremur börnum á legg og nutu einnig barnabörn hennar sömu ástúðar frá ömmu. Ragnheiður starfaði einnig hjá brauðgerð KEA, Mennta- skólanum á Akureyri en starf- aði lengst við Sjúkrahúsið á Akureyri. Útför Ragnheiðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 17. október 2014, kl. 13.30. Svava Maggý, f. 1962. Ragnheiður giftist Jóhanni Steindóri Her- mannssyni, f. 12 júní 1942, frá Myrkárdal, í nóv- ember 1969 og börn þeirra eru: 1) Magnús Páll, f. 17. apríl 1969. 2) Þur- íður, f. 3 mars 1971, maki Tobías Sigurðssson f. 13. ágúst 1968. Börn þeirra eru Kristín Ragna, f. 10. maí 2000 og Steindór Óli, f. 1. mars 2005. 3) Drífa, f. 5 ágúst 1977, maki Jón Sverrir Friðriksson, f. 3 Allar stundir okkar hér, er okkur ljúft að muna. Fyllstu þakkir flytjum við þér fyrir samveruna. Elsku amma Ragnheiður, nú ert þú farin frá okkur. Amma, þú sem varst alltaf til staðar, gættir okkar ávallt og kenndir okkur svo margt um lífið. Já, lífið og tilveran verður skrýtin en eftir sitja hjá okkur ynd- islegar minningar um góða ömmu. Eins og t.d. allir bíltúr- arnir með ykkur afa sem end- uðu ávallt á ískaupum, okkur barnabörnunum til mikillar gleði. Þá minnumst við einnig laufabrauðsgerðar í Engimýr- inni með ykkur afa með kerta- ljósum og jólasöngvum, prjóna- og saumastundanna þar sem þú lést okkur vanda vel til verka. Með nokkrum orðum lýsum við minningum okkar um þig eins og þú varst okkur barnabörn- unum fimm Kristín Ragna: Yndislega amma mín, getum við spilað? Hvað er í matinn hjá þér í kvöld? Því amma vissi alltaf hvað mér þótti gott. Steindór Óli: Alltaf þegar ég kom í Engimýrina brosti amma Ragnheiður. Rakel Sara: Amma var alltaf mjúkhent, jákvæð og hug- myndarík. Katrín Lind: Amma var hjálpsöm, hugulsöm og hlýleg. Tinna Karen: Halló amma. Besta amma í heimi sem tók ömmuhlutverkið að sér með mikilli gleði og ábyrgð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku afi, við skulum hugsa vel um þig. Þín Kristín Ragna, Steindór Óli, Rakel Sara, Katr- ín Lind og Tinna Karen. Drífa Steindórsdóttir Enn og aftur erum við minnt á hverfulleika lífsins við fráfall Ragnheiðar. Hún var gift föð- urbróður okkar og móðir þriggja barna sem voru á sama reki og við systkinin og því hef- ur líf þessara tveggja bræðra og fjölskyldna þeirra verið þétt samofið. Samgangur hefur ætíð verið mikill, börnin fengu oft að gista á víxl og þá kom það í hlut mæðra okkar að sinna okkur og reyndist Ragnheiður okkur einstaklega vel. Þegar við vorum börn og fengum heimþrá, hvarf hún fljótt, því við mættum skilningi og hlýju. Á framhaldsskólaárum okkar áttum við líka athvarf á heimili þeirra, fyrst í Vanabyggðinni og síðar Engimýrinni. Það var notalegt að geta litið inn og spjallað um daginn og veginn eða bara lagst í sófann og fylgst með Leiðarljósi með Ragnheiði sem upplýsti mann þolinmóð um gang mála á þeim bænum. Þau eru óteljandi skiptin sem við höfum heimsótt heim- ilið, setið þar við eldhúsborðið og þegið góðgjörðir. Ragnheið- ur tók vel á móti gestum og þótt ekki væri ætlunin að staldra lengi við var ekki við annað komandi en að þiggja veitingar, heimabakað brauð og tertur sem hún reiddi fram á svipstundu. Ragnheiður fylgdist vel með lífi okkar systkinanna og mundi til að mynda alla afmæl- isdaga í ört stækkandi hópn- um. Hún og fjölskyldan reynd- ist okkur systkinunum afar vel við og eftir fráfall móður okk- ar, fólst sá stuðningur í því að vera til staðar, eins og alltaf. Fyrir það erum við afar þakk- lát. Ekki er hægt að minnast á Ragnheiði án þess að nefna ömmuhlutverkið en þar naut hún sín aldeilis að fá að dekra við og snúast í kringum þessa fimm frábæru sólargeisla sem veittu henni ómælda ánægju. Við vottum fjölskyldunni okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja hana og blessa minningu Ragnheiðar. Systkinin frá Lönguhlíð, María, Hörður, Harpa og Halla. Ragnheiður Magnúsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför elsku föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og afa, HALLDÓRS GUNNARS ÓLAFSSONAR. Ólafur Á. Sigurðsson, Kristín Guðjónsdóttir, Ásgeir Halldórsson, Ragnhildur Dóra Elíasdóttir, Arndís Halldórsdóttir, Bergþóra Gná Hannesdóttir, Sigurður Halldórsson, Kristrún Björg Nikulásdóttir, Karítas Alda Ásgeirsdóttir, Björg og Þröstur, Sigurður Ásgeir, Óli og Anna. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SJAFNAR ZOPHONÍASDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Maríuhúss og Droplaugarstaða. Gunnar M. Steinsen, Snorri Gunnarsson, Hróðný Njarðardóttir, Lilja Anna Gunnarsdóttir, Kristrún Sjöfn Snorradóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, ÚLFARS GUNNARS JÓNSSONAR húsasmíðameistara. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki B-7 á Landspítalanum í Fossvogi. Charlotta Olsen Þórðardóttir, Hulda Hrönn Úlfarsdóttir, Aðalsteinn Finsen, Edda Sólveig Úlfarsdóttir, Henríetta Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFÍU ÁRNADÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki hjúkrunarheimilis DAS fyrir góða umönnun og vinsemd. Selma H. Eyjólfsdóttir, Oddný Greta Eyjólfsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, dóttir og systir, ELÍN ODDGEIRSDÓTTIR, Skólavörðustíg 16a, lést sunnudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 21. október kl. 13.00. Oddgeir Eiríksson, Matthildur María Guðmundsdóttir, Halldóra L. Sveinsdóttir, Sesselja Oddgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.