Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 35
ferðaskrifstofum hér á landi frá 1987, en einkum hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum nú síðustu sumrin. Þá hefur maður Grímu lengi stundað akstur í leiðsöguferðum hennar en um þessar mundir eru þau einmitt að stofna eigið ferða- þjónustufyrirtæki: „Það er svo gott að hafa hann með í ferðum því hann er snilldarkokkur,“ segir Gríma. Gríma hefur spilað blak með Laugdælum frá því elstu menn muna og er enn að: „Aðalmótið hjá okkur er öldungamótið sem er alltaf jafnfjörugt. Annars höfum við hjónin alltaf haft áhuga á hlaupum, hlupum maraþon í París 2004, hlupum Laugaveginn sama ár að ógleymdu rauðvínsmaraþoninu – „Marathon du Médoc“ við Bordeaux í Frakk- landi árið 2011. Þar voru vínsmökk- unarstaðir á tveggja kílómetra fresti, en við komumst alla leið og vorum bara rétt mátuleg þegar við komum í mark.“ Þau skötuhjú standa fyrir vinsælu utanvegahlaupi í kringum Laugar- vatn, Gullsprettinum, sem fagnar tíu ára afmæli næsta vor. Fjölskylda Maður Grímu er Sigurður Hall- dórsson, f. 27.8. 1962, módelsmiður. Foreldrar hans: Halldór Sigurjón Sveinsson, f. 1.4. 1938, d. 21.9. 1986, skipstjóri, og Kristveig Baldurs- dóttir, f. 21.7. 1939, húsfreyja og fyrrv. bankamaður. Dætur Sigurðar frá því áður eru Minney Sigurðardóttir, f. 21.10. 1986, jarðfræðingur á Svalbarða, og Martha Sigurðardóttir, f. 11.5. 1991, háskólanemi. Börn Grímu og Sigurðar eru Vera, f. 3.6. 1994, nýstúdent, og Emil, f. 7.8. 1996, menntaskólanemi. Hálfsystir Grímu, sammæðra, er Hrund Jónsdóttir, f. 23.5. 1984, íþróttafræðingur. Hálfsystir Grímu, samfeðra, er Þórhildur, f. 8.1. 1972, bókari. Foreldrar: Guðmundur Svavars- son, f. 22.6. 1944, tæknifræðingur í Hafnarfirði, og Ágústa Hrund Em- ilsdóttir, f. 5.1. 1948, fyrrv. versl- unarmaður í Grundarfirði og í Reykjavík. Í tilefni afmælisins verður Gríma með grímuball í Héraðsskólanum á Laugarvatni á afmælisdaginn. Úr frændgarði Grímu Guðmundsdóttur Gríma Guðmundsdóttir Jófíður Kristjánsdóttir húsfr. á Furubrekku Páll Þórðarson b. á Furubrekkku í Staðarsveit Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hveragerði Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja á Höfða Guðmundur Ólason b. á Höfða, S-Múlasýslu Ágústa Rós Árnadóttir sagnfr. Rósa Hrund Guðmundsdóttir fiðluleikari Björt Baldvinsdóttir alþjóðastjórnmálafr. Emilía Guðmundsdóttir sálfræðingur Árni M. Emilsson fyrrv. bankaútibússtjóri í Garðabæ Guðmundur Magnússon fyrrv. fræðslustjóri Austurlands Sigurður Magnússon fyrrv. formaður Kaupmannasamtaka Íslands Stefanía Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Karl Th. Birgisson blaðamaður Aðalheiður Rósa Emilsdóttir húsfr. í Garðabæ Aagot Emilsdóttir húsfreyja í Garðabæ Emil Emilsson rekstrarhagfr. Rósa Jónína Sigurðardóttir húsfreyja á Reyðarfirði Magnús Guðmundsson verslunarm. á Reyðarfirði Emil Jóhann Magnússon kaupmaður í Grundarfirði Ágústa Kristín Árnadóttir húsfreyja í Grundarfirði Ágústa Hrund Emilsdóttir verslunarm. í Grundarfirði og Rvík Aðalheiður Sigurðardóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Árni Finnbogason skipstj. í Vestmannaeyjum Monika Emilsdóttir læknir Una Emilsdóttir læknanemi Jóhannes Pálsson uppfinningamaður í Hveragerði Guðmundur Svavarsson tæknifræðingur í Hafnarfirði Gísli J. Gíslason rafvirki í Hveragerði Ástríður Jóhannesdóttir læknir í Rvík Lagt af stað í Rauðvínsmaraþon Gríma og Sigurður. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Ludvig fæddist við Laufásveg-inn í Reykjavík fyrir einniöld og ólst upp í foreldra- húsum. Foreldrar hans voru Hjálm- týr Sigurðsson, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Lucinde Fr.V. Hansen húsfreyja. Hjálmtýr var sonur Sigurðar Sig- mundssonar, þurrabúðarmanns á Stokkseyri, og Gyðríðar Hjaltadótt- ur húsfreyju, en Lucinde var dóttir Ludvigs Hansen, verslunarmanns í Reykjavík, og Marie Vilhelmsdóttur Bernhöft, bakara í Reykjavík Daní- elssonar Bernhöft bakara. Meðal systkina Ludvigs var Hjálmtýr bankamaður, faðir söngv- aranna Sigrúnar og Páls Óskars. Eiginkona Ludvigs var Kristjana, systir Halldórs teiknara og dóttir Péturs Halldórssonar, alþm. og borgarstjóra í Reykjavík, og k.h., Ólafar Björnsdóttur húsfreyju. Börn Ludvigs og Kristjönu eru Pétur barnalæknir í Reykjavík og Erna María sem lést 2009. Ludvig var í kvöldskóla VÍ og við Héraðsskólann á Laugarvatni. Hann var verslunarmaður í Reykjavík 1933-45, skrifstofumaður hjá Sjálf- stæðisflokknum 1945-46, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðishússins í Reykjavík 1946-63, formaður Ferða- málaráðs 1964-76 og var fyrsti ferða- málastjórinn 1976-84. Ludvig var formaður Heimdallar og Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda um árabil, sat í stjórn VR og Ferðamálafélags Reykjavíkur, var forseti Nordisk Hotel og Restaurant Forbund, sat í miðstjórn Inter- national Hotel Association, var vara- bæjarfulltrúi í Reykjavík 1946-50, formaður skólanefndar Matsveina- og veitingaþjónaskólans, sat í mats- nefnd veitingahúsa, var fulltrúi Ís- lands í ferðamálanefnd Norðurlanda og sat í orðunefnd. Hann var sæmd- ur riddarakrossi fálkaorðunnar 1962. Ludvig ritaði kaflann um Ísland í Reiseliv í Norden. Hann var afar fróður um mannlíf og búsetusögu Reykjavíkur og er viðmælandi Páls Líndals í hinni bráðskemmtilegu bók þeirra, Á götum Reykjavíkur. Ludvig lést 24.6. 1990. Merkir Íslendingar Ludvig Hjálmtýsson 95 ára Kristín Marsib. Aðalbjörnsdóttir 90 ára Ellý Kristjánsson Kristinn Sveinsson 85 ára Sigríður Guðmundsdóttir 80 ára Erla Eymundsdóttir Kári Sigurbergsson 75 ára Alda Aradóttir Áslaug B. Ólafsdóttir Guðmundur J. Sveinsson Gunnar Björn Jónsson Gunnar Þórir Karlsson Hermann Jónsson Hlöðver Þórarinsson Kolbrún Leifsdóttir Ólafur Ólafsson Þórir Sigurðsson 70 ára Bárður Árnason Brynja Árnadóttir Hákon Ólafur Ísaksson Jóhanna Friðgeirsdóttir Kjartan Þorbergsson 60 ára Anna Soffía Þorsteinsdóttir Birgir Guðmundsson Björg Guðmundsdóttir Björn Hrafnsson Chalieo Raijanthuek Elísabet B. Þórisdóttir Fjóla Sigurðardóttir Hallfríður F. Sigurðardóttir Henryka Biala Ona Ziziuniené Rosenda Rut Guerrero Sigfús Ægir Árnason 50 ára Arndís Auður Halldórsdóttir Brynja Eyþórsdóttir Dieter Roth Guðrún Björnsdóttir Guðrún Ingadóttir Ingibjörg Blöndal María Sigurjónsdóttir Óttar Möller Páll Þór Júlíusson Smári Hreiðarsson Steinunn Ósk Stefánsdóttir Svava Guðmannsdóttir Theodóra Björk Heimisdóttir Þorvaldur E. Þorvaldsson 40 ára Ásrún Helga Kristinsdóttir Erna Rós Aðalsteinsdóttir Fríða Birna Þráinsdóttir Magnfreð Ingi Jensson Ómar Awad Green Piotr Kowalonek Sigurður Ingi Friðleifsson Sigurrós Óskarsdóttir Þóra Björg Hilmarsdóttir 30 ára Andrea Ösp Pálsdóttir Anna Helga Björnsdóttir Axel Örn Sveinbjörnsson Brynja Elín Birkisdóttir Elva Dögg Tórshamar Eva Maren Guðmundsdóttir Marta Sienda Pawel Jastrzebski Sölvi Davíðsson Þóra Björk Gísladóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ólöf Anna ólst upp í Reykjavík, býr þar og er að ljúka BA-prófi í ritlist og þjóðfræði frá HÍ. Maki: Ómar Karlsson, f. 1976, flugumsjónar- maður. Dóttir: Valgerður Lilja Ómarsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Jóhann Berg Þorgeirsson, f. 1960, bíla- sali, og Stefanía Björk Reynisdóttir, f. 1961, skrif- stofumaður. Þau búa í Kópavogi. Ólöf Anna Jóhannsdóttir 30 ára Eydís ólst upp á Vestri-Sámsstöðum I, lauk MS-prófi í líf- og læknavísindum og er náttúrufr. við LSH. Maki: Ingibjörn Guð- jónsson, f. 1982, líffræð- ingur hjá Heilbrigðis- eftirlitinu í Reykjavík. Börn: Baltasar Jón, f. 2012. Foreldrar: Erla Hlöðvers- dóttir, f. 1958, og Guð- mundur Jónsson, f. 1958, bændur á Sámsstöðum. Eydís Þórunn Guðmundsdóttir 30 ára Eyrún ólst upp á Vestur-Sámsstöðum I í Fljótshlíð og er bóndi þar. Maki: Gunnar Már Eyland Gestsson, f. 1982, sjó- maður. Dætur: Katrín Eyland, f. 2007, Þórunn Eyland, f. 2010, og Bergrún Eyland, f. 2012. Foreldrar: Erla Hlöðvers- dóttir, f. 1958, bóndi, og Guðmundur Jónsson, f. 1958, bóndi. Þau búa á Vestur-Sámsstöðum. Eyrún María Guðmundsdóttir FRAKKAR – KÁPUR – ÚLPUR Við hreinsum yfirhöfnina fyrir veturinn GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.