Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 290. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Bjarna Ben-megrunarkúrinn í Nettó 2. Eyðir 135 þúsund í mat og drykk 3. Brúðkaupsveisla við Bæjarins bestu 4. Stefnir hún í að springa sjálf? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli á þessu ári og heldur upp á afmælið með sérstökum fjölskyldu- degi í safninu við Fríkirkjuveg á laug- ardaginn, 18. október, frá kl. 11.30. Kl. 13, að loknum afmælissöng, verður gestum boðið upp á tertur frá Tertu- galleríinu sem verða prýddar lista- verkum eftir nokkra meistara ís- lenskrar myndlistarsögu. Á myndinni sést ein slík terta, prýdd verkinu Átrúnaður eftir Guðmundu Andrés- dóttur frá árinu 1971. Boðið verður upp á leiðsögn um safnið á fjölskyldudeginum, Ólafur Ingi Jónsson forvörður og Dagný Heiðdal, deildarstjóri listaverkadeild- ar, sýna listaverkageymslur safnsins og myndlistargetraun verður fyrir unga sem aldna og hlýtur vinnings- hafi vegleg verðlaun. Einnig verður sýnt vídeóportrett sem myndlistar- maðurinn Snorri Ásmundsson hefur tekið af gestum safnsins. Hlíf Sigur- jónsdóttir, dóttir Sigurjóns Ólafs- sonar myndlistarmanns, hefur dag- skrána með leiðsögn um sýninguna Spor í sandi með æskuverkum Sigur- jóns. Afmælisfagnaður safnsins hef- ur staðið yfir í vikunni og er aðgang- ur að því ókeypis fram til sunnudags, 19. október. Boðið upp á tertur prýddar listaverkum  Myndlistarkonan Ásdís Sif Gunnars- dóttir sýnir í kvöld kl. 21 myndbönd og myndir og les orð og ljóð úr dagbókum og greinum sem hún hefur fundið í menningarhúsinu Mengi. „Þetta verður kvöld til að líta um öxl, leggjast á gólfið, horfa til himins og íhuga hvað fegurð er og hvernig við leitum að henni,“ segir í til- kynningu. Litið um öxl með Ásdísi Sif í Mengi Á laugardag Norðaustan og austan 10-18 m/s, hvassast suð- austanlands og á annesjum norðvestantil. Víða rigning og slydda til fjalla, en úrkomulítið norðvestanlands. Hiti 2 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 syðst og við norðvesturströndina. Dálítil rigning eða slydda með köflum, en yfirleitt þurrt suðvestantil. Hiti 0-10 stig, mildast syðst. VEÐUR Eftir sex sigurleiki í röð í Olís-deild karla í handknatt- leik kom að því að Aftureld- ing tapaði stigi en það tap- aði hinsvegar ekki leik. Afturelding náði jafntefli við Hauka á heimavelli í æsilegum leik þar sem Mos- fellingar voru fjórum mörk- um undir skömmu fyrir leikslok. ÍR vann HK og er í öðru sæti. Fram komst úr botnsætinu og FH vann stórsigur á Akureyri. »2 Afturelding tap- aði einu stigi „Það voru miklar væntingar fyrir tímabilið eftir að hafa lent í 2. sæti á síðustu leiktíð. Menn vonuðust til að nú næðum við efsta sætinu og færum upp í efstu deild. En við vorum óheppnir í byrjun móts og stjórnin ákvað því að breyta til,“ segir Helgi Kolviðsson, sem var rek- inn frá Lustenau. »4 Ísland ekki inni í myndinni hjá Helga KR, Haukar og Tindastóll hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Dom- inos-deild karla í körfuknattleik en fjórir leikir fóru fram í deildinni í gærkvöld. KR hafði betur á móti ÍR, Tindastóll skellti Þór Þorláks- höfn á heimavelli sínum á Krókn- um og Haukar gerðu góða ferð í Stykkishólm þar sem þeir lögðu Snæfell. »2-3 KR, Tindastóll og Haukar á sigurbraut ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta hefur verið eitt stórt ævin- týri, alveg frá konsertfrumflutn- ingnum í Skálholti í fyrra, sviðsetn- ingu Íslensku óperunnar í vor og að upptökunum núna, sem hafa gengið mjög vel,“ segir Friðrik Erlingsson, annar höfundur óperunnar Ragn- heiðar ásamt Gunnari Þórðarsyni. Hljóðritun óperunnar lauk í gær í Norðurljósasal Hörpu, með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og Óperu- kórnum ásamt níu einsöngvurum undir stjórn Petris Sakaris hljóm- sveitarstjóra. Síðar í vetur kemur út vegleg þriggja diska CD-útgáfa ásamt bók með texta óperunnar á ís- lensku og ensku. Heildarkostnaður við hljóðritun og framleiðslu er áætl- aður um 13 milljónir króna. „Eftir tvær vikur opnum við fyrir hópfjármögnun á vef Karolina Fund. Þetta er afar dýr framkvæmd og því leitum við eftir stuðningi almennings með því að forselja hluta upplagsins, enda voru það ekki síst hin frábæru viðbrögð almennings sem hvöttu okkur til að hljóðrita verkið og skila því frá okkur í bestu mögulegu gæð- um. Þrátt fyrir góðan styrk frá ríkis- stjórninni og örfáum einkaaðilum vantar okkur enn herslumuninn. Við biðlum því til almennings og aðdá- enda Ragnheiðar,“ segir Friðrik. Vongóðir að ná fjármögnun Þeir félagar setja markið á 25 þús- und evrur, tæpar fjórar milljónir ís- lenskra króna. „Við höfum fulla trú á þeirri leið sem Karolina Fund hefur lagt til og erum vongóðir um að ná þessu marki,“ bætir Friðrik við. Hljóðblöndun og öll eftirvinnsla fer fram hérlendis og er undir stjórn Sveins Kjartanssonar hjá Stúdíó Sýrlandi. Friðrik segir að þeir Gunnar hafi verið djúpt snortnir yfir þeim við- brögðum sem óperan fékk hér á landi og spenntir fyrir þeim áhuga sem orðið hefur vart erlendis. Breskt óperutímarit, Opera Now, og þýskt, Opernwelt, fóru lofsamlegum orðum um verkið og líkur eru á að óperan verði sett upp erlendis haustið 2015, en Friðrik getur ekki gefið meira uppi um það að svo stöddu. Vinna saman að næstu óperu En ætla þeir félagar að halda samstarfinu áfram? „Við Gunnar erum að skoða hug- myndir að næsta verki, en getum þó ekki einbeitt okkur að því fyllilega fyrr en við höfum kvatt hana Ragn- heiði okkar formlega, gengið frá upptökum og sent hana frá okkur í bestu mögulegu gæðum.“ Eitt er víst að næsta ópera mun byggjast á atburðum úr sögu lands og þjóðar. Friðrik segir þá báða hafa verið ástfangna af sögu Ragnheiðar. „Svona verk verður ekki unnið nema með hjartanu, svo efni nýrrar óperu verður valið út frá því.“ Upplifun að sjá verkið blómstra Friðrik segir að óperutexti, libr- etto, sé í raun langt söguljóð. En með tónlistinni og síðan túlkun söngvaranna við flutning verksins komi allt saman til að skapa hina voldugu töfrandi heild sem óperu- formið er. „Og það er stórbrotið ferli og mik- il upplifun að sjá verkið svo blómstra og taka flugið í höndum slíkra lista- manna sem Petri Sakari og hljóð- færaleikara Sinfóníunnar, meðlima Óperukórsins og okkar stórfenglegu einsöngvara. Það er auðvelt að verða háður þeim töfrum og vilja halda áfram,“ segir Friðrik að lokum. Háður töfrum óperunnar  Hljóðritun á óperunni Ragnheiði hópfjármögnuð á vefsíðu Karolina Fund Morgunblaðið/Golli Hljóðritun óperunnar Ragnheiðar Jóhann Smári Sævarsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Björn I. Jónsson, Þóra Einarsdóttir, Friðrik Erlingsson, Petri Sakari, Gunnar Þórðarson, Elmar Gilbertsson, Viðar Gunnarsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands á bak við hópinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.