Morgunblaðið - 28.10.2014, Page 2

Morgunblaðið - 28.10.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Greinileg umskipti urðu á eftirspurn íbúðalána hjá innlánsstofnunum sl. vor þegar vinsældir nýrra verð- tryggðra íbúðalána tóku að aukast merkjanlega á kostnað nýrra óverð- tryggðra íbúðalána. Eins og stærra grafið hér til hlið- ar sýnir voru ný verðtryggð íbúða- lán heimila með veð í íbúð, að frá- dregnum uppgreiðslum, mun lægri en óverðtryggð íbúðalán á tíma- bilinu frá janúar 2013 til mars á þessu ári. Tvöfalt hærri í september Þá snýst dæmið við og hafa ný verðtryggð íbúðalán, samkvæmt sömu skilgreiningu, verið mun hærri síðan. Voru verðtryggðu lánin orðin um tvöfalt hærri hjá innláns- stofnunum í september sl. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er þessi skilgrein- sem eftir stendur af óverðtryggða láninu er hið hreina nýja útlán. Ítrekað skal að hér er aðeins mið- að við heimili, en ekki til dæmis fjár- festa og fyrirtæki sem kaupa líka fasteignir á markaði. Eins og smærra grafið hér sýnir er hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 11,5%. Tekið skal fram að dagsetning á stöðu lánanna hjá viðkomandi stofn- unum er mismunandi. Það hefur þó ekki áhrif á heildarmyndina. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiði Seðlabankans síðan í febr- úar. Spurður hvort lítil verðbólga það sem af er árinu hafi aukið vin- sældir verðtryggðra íbúðalána segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, að hlutfall slíkra lána af nýjum íbúðalánum hafi verið um 70% í ár „þrátt fyrir neikvæða umræðu um verðtryggðu lánin“. Lánin segja ekki alla söguna „Nýjum óverðtryggðum íbúða- lánum hefur hlutfallslega fækkað milli ára,“ segir Ari og tekur fram að varhugavert geti verið að meta markaðinn út frá skiptingu nýrra íbúðalána hjá innlánsstofnunum. Þau segi ekki alla söguna. „Þessi íbúðalán fjármagna ekki nema 15-20% af markaðnum. Stærstur hluti viðskiptanna fer fram með eigin fé eða öðrum peningum. Það segir okkur að sá hópur sem þarf mest á íbúðalánum að halda, þ.e. ungt fólk, er ekki að taka íbúða- lán. Þeir sem eru virkir á mark- aðnum eru fyrirtæki eða fólk sem á íbúðir eða eigið fé,“ segir Ari sem bendir jafnframt á að samdráttur sé í nýjum verðtryggðum íbúðalánum hjá ÍLS og lífeyrissjóðum. Þar sé meira borgað inn á lánin en lánað út. Flest heimili velja verðtryggð lán  Við litla verðbólgu sl. vor jókst eftir- spurn eftir verðtryggðum íbúðalánum Vægi óverðtryggðra íbúða- lána af öllum íbúðalánum Í milljónum króna* Hlutfall *Ath.mismunandi dags. lánastöðu. 164.945 329.579 768.480 174.506 1.437.510 Óverðtryggt – innlánsstofnanir 30.9.14 Verðtryggt – inn- lánsstofn. 30.9.14 Verðtryggt – ÍLS 31.12.13 Verðtr. – lífeyris- sjóðalán 31.8.14 Samtals 11,5% 22,9% 53,5% 12,1% Ný útlán heimila með veð í íbúð að frádregnum uppgreiðslum* Í milljónum króna 2013-2014 20 13 -0 1 20 14 -0 1 20 13 -0 7 20 14 -0 7 20 13 -0 2 20 14 -0 2 20 13 -0 8 20 14 -0 8 20 13 -0 3 20 14 -0 3 20 13 -0 9 20 14 -0 9 20 13 -0 4 20 14 -0 4 20 13 -1 0 20 13 -0 5 20 14 -0 5 20 13 -1 1 20 13 -0 6 20 14 -0 6 20 13 -1 2 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 *Heimild: Seðlabanki Íslands Óverðtryggt Verðtryggt ing á nýjum íbúðalánum ágæt við- miðun um eftirspurnina. Ástæðan er sú að hér er miðað við útlánin þegar búið er að endurfjármagna kaup á fasteign. Til dæmis þegar óverð- tryggt lán er tekið til að kaupa fast- eign sem verðtryggt lán hvílir á. Það Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rjúpnaskyttur eru ósammála því mati Náttúrufræðistofnunar Ís- lands (NÍ) að mikil fækkun hafi orðið á refum. Þetta mátti lesa á spjallvefjum og samfélagsmiðlum eftir fyrstu veiðihelgina á rjúpu. Veiðimenn kvörtuðu margir yfir lítilli rjúpnaveiði en sögðust víða hafa séð mikið af tófusporum. „Tófan búin að kemba svæðið,“ skrifaði veiðimaður á Suðurlandi á Facebook. Annar sem var á Holta- vörðuheiði sá „hrikalega mikið af tófuförum“ og veiðimaður á sömu slóðum kvaðst aldrei hafa séð jafnmikið af tófusporum. Í svip- aðan streng tóku veiðimenn sem höfðu verið á Snæfellsnesi, á Norðurlandi vestra og Vestur- landi. Veiðimaður á Suðvestur- landi sagði greinilegt að tófan hefði fínkembt svæðið. Hann var þeirrar skoðunar að tófan rændi eggjum rjúpna og hreinsaði svo upp þá unga sem upp kæmust. Á spjallvef var greint frá tveim- ur veiðimönnum sem fóru vestur á firði á rjúpna- og refaveiðar um helgina. Afraksturinn var átta ref- ir, þrír minkar og sex rjúpur. Veiðimenn skila ekki dýrum Náttúrufræðistofnun byggir mat á stærð refastofnsins á hræjum veiddra refa og aldurssamsetningu þeirra. Einar Haraldsson, tækni- fræðingur og skotveiðimaður til 30 ára, benti á að þegar sveitarfélög hættu að greiða fyrir refaskott hefðu margir veiðimenn hætt að skila veiddum refum. Einar telur líklegt að þetta eigi þátt í því að NÍ telji að refastofninn sé á nið- urleið. „Sveitarfélög hættu í stórum stíl að greiða fyrir refaskott,“ sagði Einar. „Önnur greiða bara ákveðnum einstaklingum fyrir veidda refi eða þau borga bara fyrir refi sem veiddir eru í kring- um æðarvarp. Sum eru með kvóta og borga fyrir ákveðinn fjölda refa. Þá veiða menn bara upp í kvótann og hætta svo að veiða. Sumir halda raunar áfram að veiða en hætta að skila inn dýrum. Það hlýtur að skekkja tölurnar um stofnstærð út frá veiddum refum ef menn hætta að stunda veið- arnar eða hætta að skila veiddum refum,“ sagði Einar. Hann kvaðst hafa kallað eftir upplýsingum um útreikninga Náttúrufræðistofnunar og töl- urnar sem lagðar eru til grund- vallar. Geyma refi í frysti „Reynsla okkar sem veiðum er ekki sú að refum hafi fækkað um þriðjung á þremur árum. Við sjáum gríðarlega mikið af förum og fáum þónokkuð mikið af ref,“ sagði Einar. Hann sagði að á með- an veiðistjóraembættið var og hét hefði verið greitt fyrir refaskott og flestum veiddum refum verið skilað. Þegar ríkið dró úr greiðslum fyrir veidda refi hefðu sveitarfélögin gert það einnig. „Með því minnkaði hvatinn hjá veiðimönnum að skila inn veiddum refum. Hvers vegna á ég að skila ref ef ég fæ ekkert fyrir það,“ spurði Einar. Hann kvaðst áætla að veiðimenn sem hann þekkir til geymdu um 3-4 hundruð refi frá síðustu árum í frysti. Oft væru þetta vetrar- veiddir fallegir refir. Eina verð- mætið í þessu væri ef hægt væri að stoppa dýrin upp og selja. Veiddum refum ekki lengur skilað  Rjúpnaskyttur ósammála því að refastofninn hafi minnkað mikið Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Refur Rjúpnaskyttur sáu mikið af tófusporum um síðustu helgi. Fjarskipti hf. hafa ákveðið að áfrýja ekki úr- skurði héraðs- dóms frá 14. október sl., þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sýslumanni bæri að leggja lögbann á aðgang við- skiptavina Fjarskipta að skráar- skiptasíðunum deildu.is og Pirate Bay. „Það er mat Fjarskipta hf. að dómur hins fjölskipaða héraðsdóms í málinu hafi verið vel rökstuddur, m.a. með vísun í fordæmi Hæsta- réttar í máli ÍSTORRENT. Munu Fjarskipti hf. því una niðurstöðu héraðsdóms,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Vodafone. Þar segir einnig að komi til lögbanns sýslu- manns á hendur fjarskiptafyr- irtækjum vegna dómsins verði lok- að fyrir umræddar síður. Fjarskipti áfrýja ekki lögbannsúrskurði Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Í stillunni sem ríkt hefur undan- farið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upplagt að vinna utandyra, dytta að húsum, hreinsa og þrífa. Gluggaþvottamaðurinn sem pússar glugga á gamla Eimskipafélags- Viðrar vel til útivinnu í haustblíðu í borginni Sönglað við gluggaþrifin í stillunni húsinu snýr baki í stórfenglega mósaíkmynd Gerðar Helgadóttur á Tollstöð Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.