Morgunblaðið - 28.10.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
VIÐTAL
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Handahófskennt lögregluofbeldi og
pyntingar eru viðvarandi í Nígeríu.
Justine Ijeomah hefur skorið upp
herör gegn pyntingum í Nígeríu.
„Einhver verður að færa fórnir,“ seg-
ir hann. Ijeomah er staddur hér á
landi á vegum mannréttinda-
samtakanna Amnesty International.
Hann er nýkominn frá Brussel, næsti
viðkomustaður er Noregur og síðan
heldur hann til Bretlands.
„Oftsinnis hef ég verið beittur bar-
smíðum og pyntingum,“ segir hann.
„Ég hef verið handtekinn 25 sinnum,
oft fyrir að skerast í leikinn fyrir
hönd fólks, sem hefur verið sett í
varðhald og pyntað.“
Ijeomah stofnaði mannréttinda-
samtökin HURSDEF í heimalandi
sínu og hefur barist fyrir mannrétt-
indum. Í heimaborg sinni, Port
Harcourt, gengur hann undir við-
urnefninu „herra mannréttindi“ –
Mr. Human Rights. Samtök hans
reyna að hjálpa þeim, sem hafa verið
fangelsaðir og pyntaðir, finna líkams-
leifar þeirra, sem hafa látið lífið í
haldi, og krefjast þess að gerendurnir
verði dregnir til ábyrgðar.
Djúpstæð spilling
„Þetta setur mig og samstarfs-
menn mína í mikla hættu,“ segir
hann. „Spillingin liggur djúpt í kerf-
inu í landi mínu og það hefur skelfileg
áhrif á öryggi. Þetta á sérstaklega við
um lögregluna, sem oft handtekur
fólk af handahófi. Iðulega er ástæðan
fjárkúgun. Fjölskyldur eru þvingaðar
til að safna peningum til að fá ætt-
ingja lausa. Samtök mín mæla ekki
með því að borga. Við krefjumst þess
að fólk sé látið laust án endurgjalds
lögum samkvæmt.“
Lögreglan lítur því svo á að Ijeom-
ah og samtök hans séu að koma í veg
fyrir að hún kúgi fé út úr fórnar-
lömbum sínum. „Því er reynt að
hræða okkur,“ segir hann. „Ég og fé-
lagar mínir erum handteknir bara til
að fá okkur til að draga okkur í hlé.“
Frásagnir Ijeomahs eru sláandi.
Hann lýsir því hvernig fólk er hand-
tekið fyrir engar sakir, pyntað með
hryllilegum hætti og þvingað til að
játa á sig fjarstæðukenndustu hluti.
Fórnarlömbin eru iðulega fátæk-
lingar, þeir sem minnst mega sín og
eiga sér enga málsvara. Ofbeldið er
ekki pólitískt, en það er kerfisbundið.
Stjórnmálamennirnir beita sér hins
vegar ekki til að stoppa óöldina.
„Hinir kjörnu fulltrúar hafa aðeins
áhuga á því, sem snertir hagsmuni
þeirra,“ segir hann. „Mörg af fórn-
arlömbunum, sem lögreglan hand-
tekur og pyntar, eru hinn fátæki al-
múgi, ekki hinir ríku. Það er ekki
hægt að pynta hina ríku vegna þess
að þeir hafa bolmagn til að verjast og
ráða bestu lögfræðingana. Hinir fá-
tæku hafa það ekki, sérstaklega þeir,
sem búa á götunni, þar á meðal börn.“
Rifu af neglurnar
Ijeomah rekur mál Mosesar Akta-
tugba, sem var handtekinn 16 ára
gamall. Hann var pyntaður, neglur
rifnar af höndum og fótum, þar til
hann játaði allt sem hann var beðinn
um að játa. Játningar voru síðan not-
aðar fyrir rétti. Réttarhöldin tóku
átta ár vegna þess að lögreglumað-
urinn, sem pyntaði hann og tók
skýrsluna, neitaði að mæta. Að lokum
var hann dæmdur til dauða og bíður
þess nú að vera hengdur.
Hjá samtökum Ijeomahs starfa
átta manns og hann hefur um 200
sjálfboðaliða á sínum snærum. 70%
þeirra eru fórnarlömb pyntinga.
„Ég byrjaði á þessu út af sannfær-
ingu minni,“ segir hann. „Ég hef ver-
ið pyntaður og lifað af. Ég hata órétt-
læti og þess vegna byrjaði ég. Ég veit
að þetta er hættulegt, en það er ekki
hægt að láta viðgangast áfram að
menn fari sínu fram án refsingar. Ef
ég neita að berjast gegn þessu – gegn
pyntingunum, ofbeldinu, spillingunni
og refsileysinu – verða ófæddu börnin
okkar þrælar í húsum feðra sinna.
Einhver verður að færa fórnir til að
knýja fram breytingar og ég hef
sannfæringuna til að gera það.“
Einhver verður að færa fórnir
Lögreglan í Nígeríu er eins og ríki í ríkinu, handtekur fólk af handahófi, pyntar og drepur
Justine Ijeomah hefur skorið upp herör gegn ofbeldinu og leggur líf sitt að veði til að stöðva það
Morgunblaðið/Þórður Arnar Þórðarson
Gegn óréttlæti „Einhver verður að færa fórnir til að knýja fram breytingar og ég hef sannfæringuna til að gera það,“
segir Justine Ijeomah, sem berst gegn pyntingum í Nígeríu og er staddur hér á landi á vegum Amnesty International.
Vantar lög
» Pyntingar eru bannaðar
samkvæmt stjórnarskrá Níger-
íu, en þær eru ekki bannaðar
samkvæmt lögum.
» Justine Ijeomah vill að slíkt
bann verði sett í landslög.
» Ijeomah fékk í fyrra Per An-
ger-verðlaunin fyrir störf sín.
Anger var samstarfsmaður
Raouls Wallenbergs og stofn-
aði sænska ríkið verðlaunin í
hans nafni til viðurkenningar
fyrir störf í þágu mannréttinda.
Justine Ijeomah segir að það sé mikilvægt að umheim-
urinn bregðist við pyntingum í Nígeríu með því að láta í
sér heyra fyrir hönd þeirra, sem hafa verið órétti beittir
og sitja í haldi. Það skapi þrýsting og geti kallað fram
viðbrögð. Hann lýsir því hvernig hann var eitt sinn látinn
laus eftir að Amnesty International beitti þrýstingi.
Í skýrslu, sem samtökin gáfu út í september, segir að
pyntingar séu daglegt brauð í landinu og fórnarlömbin
allt niður í 12 ára gömul. Bæði her og lögregla beita
pyntingum. Nígería hefur skuldbundið sig til að fylgja alþjóðasáttmálum
gegn pyntingum, en þær eru ekki bannaðar með lögum. Á mörgum lög-
reglustöðvum í landinu er óformlegt embætti „yfirmanns pyntinga“.
Bæði her og lögregla pynta
DÆMI UM FÓRNARLÖMB ALLT NIÐUR Í 12 ÁRA
Ómögulegt er fyrir lögreglu að taka
á þeim málum þar sem ökutæki er
lagt öfugt miðað við akstursstefnu
eða við brunahana. Lögreglumenn
þurfa að sanna hver lagði ökutækinu
ólöglega til þess að veita viðkomandi
sekt og það þykir illmögulegt þegar
lögregla stendur ökumann ekki að
verki.
Þegar bíl er lagt öfugt miðað við
akstursstefnu þá er einungis unnt að
beita sekt ef lögreglan stendur við-
komandi að broti eða finnur öku-
manninn sem lagði bílnum í umrætt
sinn. Ekki er unnt að leggja á gjald
vegna stöðubrots vegna slíkra brota.
Sökum þess leggur lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu, í umsögn við
frumvarp til breytingar á umferðar-
lögum, til að gerð verði breyting þar
á og fjölgað þeim tilfellum þar sem
hægt er að beita gjaldi á ökutæki
sem lagt er ólöglega.
Í umsögn Bílastæðasjóðs er sama
atriði nefnt. Þar segir að ofangreind
breyting sé nauðsynleg og þoli enga
bið. „Um er að ræða mikilvægar
breytingar til að framfylgja umferð-
arlögunum á skilvirkari hátt en nú
er. Lagning ökutækja við brunahana
og í öfugri akstursstefnu veldur oft
mikilli hættu og þegar svo er eru bif-
reiðar dregnar á brott. Þegar álitið
er að slík lagning valdi aðeins óþæg-
indum en ekki beinni hættu er nauð-
synlegt að geta lagt stöðugjald á bif-
reiðina vegna slíkra stöðubrota í stað
þess að draga hana á brott.“
Þá segir að óviðunandi sé að
stöðuverðir þurfi að ganga fram hjá
ólöglega lögðum ökutækjum. „Eins
og staðan er núna hafa þeir ekki
heimild til að leggja gjald á bifreið
sem leggur fyrir brunahana en hafa
hinsvegar heimild til að leggja gjald
á ökutæki sem leggur á gangstétt
fyrir framan brunahana.“
andrikarl@mbl.is
Vilja fá að sekta
í fleiri tilfellum
Ekki hægt að
sekta þótt bíl sé lagt
við brunahana
Brunahani Ekki er hægt að sekta
bíla sem lagt er við brunahana.
Örvar vöðva,
styrkir þá og lyftir.
Meðferðin tekur
30-45 mínútur.
Verð 7.900 kr.
HYDRADERMIE
LIFT
Andlitslyfting
án skurðaðgerðar!