Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 17

Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 17
úruna og hafa samhliða tök á að fara í borgina með litlum tilkostnaði. Bannað að sparka í steina Nærri hótelinu er hinn mjög svo metnaðarfulli golfvöllur Braut- arholt sem var opnaður fyrir tveim- ur árum. Stefán segir að hugmyndin sé að vinna náið með fyrirtækjum á svæðinu um að koma upp afþrey- ingu fyrir þá sem hafa hug á að sækja hótelið. „Hér er fyrirtæki, Jaðarsport, sem er með báta og sjó- ketti. Hér nærri er einnig fólk sem hefur hug á að setja á fót hestaleigu. Hún er ekki endilega hugsuð fyrir hestaferðir, heldur er hugmyndin að börn geti farið á hestbak. Svo er- um við að reyna að koma upp her- minjasafni í samstarfi við sérfræð- inga og íbúa á Kjalarnesi. Hér bjuggu 450 hermenn í stríðinu og það eru rústir út um allt í kring. Hér er líka fullt af huldufólki. Hvarvetna eru álagablettir, steinar sem ekki má sparka í, steinar sem má ekki hreyfa og það er til kort um þetta. Svo eru einnig miklar gönguleiðir allt um kring. 70 ára saga Við erum almennt mjög opnir fyrir því að vinna með fólki sem hefur einhverjar hugmyndir um það hvað hægt sé að gera á svæð- inu,“ segir Stefán. Arnarholt sameinaðist geð- deild Borgarspítala árið 1971 og var fyrir langlegusjúklinga á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Starfsemi í húsinu á sér hins vegar lengri sögu, nánar tiltekið frá árinu 1944. Þá var Bjarna Benediktssyni borgarstjóra falið á fundi bæj- arráðs að undirbúa stofnun þurfa- mannahælis í Arnarholti á Kjal- arnesi. Arnarholt var fljótlega upp úr því rekið sem hæli fyrir heim- ilislausa. Stuttu síðar tók það til starfa sem vistheimili fyrir andlega fatlaða sjúklinga. Í fyrstu var starfsfólk að mestu ófaglært, en það breyttist með árunum. Þar dvöldu að jafnaði 40-50 sjúklingar og voru sumir vistmanna þar til hárrar elli. Spítalanum var lokað 1994 en lítil starfsemi hefur verið í húsinu síðan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Arnarholt Stefán Stefánsson staðarhaldari segir að enn eigi eftir að ákveða hvaða starfsemi verður í Arnarholti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vistheimili Árið 1977 tók geðdeild Borgarspítala við starfsemi í Arnarholti. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. vörumarkaði, en Brynhildur segir að forsvarsmenn Marinox hafi fulla trú á framleiðslu sinni og séu sann- færðir um að þær muni með tím- anum ná sterkri stöðu og góðri sölu. Þótt markaðurinn innanlands skipti máli ræður það úrslitum hvernig fyrirtækinu farnast utan landstein- anna. „Við erum með fleiri vörulín- ur á undirbúningsstigi, en allt kost- ar þetta peninga, rannsóknirnar, framleiðslan og umbúðirnar. Ef við ætlum að vaxa og dafna skiptir höf- uðmáli að ná fótfestu á erlendum mörkuðum,“ segir Brynhildur. Hjá Marinex eru nú sex starfs- menn í allt. Húðvörur fyrirtækisins byggja á niðurstöðum umfangsmik- illa rannsókna á efnum í þörungum undir stjórn dr. Harðar G. Krist- inssonar, rannsóknarstjóra hjá Mat- ís, og Rósu Jónsdóttur, fagstjóra í lífefnum og líftækni. Þau hafa ára- tuga reynslu á rannsóknum og þró- un virkra efna í sjávarfangi. Und- irstaða framleiðslunnar er sjávarþörungurinn Fucus vesiculo- sus, sem þrífst við strendur Íslands, en hann inniheldur efni sem búa yfir afburða lífvirkni, að hluta til vegna mikillar andoxunarvirkni. gudmundur@mbl.is Ljósmynd/Marinox Höfuðstöðvar Fyrirtækið er til húsa í Grafarholti. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Alls eru 113 svæði friðlýst hér á landi og eru sex þeirra í Reykja- vík. Af þessum 113 svæðum eru 16 á appelsínugula listanum svo- kallaða, en á honum eru friðlýst svæði sem Umhverfisstofnun tel- ur að séu undir töluverðu álagi og veita þurfi sérstaka athygli. Tvö appelsínugul svæði eru inn- an borgarmarka Reykjavíkur. Annað þeirra er Fossvogs- bakkar, sem voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1999. Foss- vogsbakkar eru innst í Fossvogi og fylgja strandlínunni um tvo km í vesturátt að Nauthólsvík. Þar er vinsælt útivistarsvæði og sérstæðar jarðmyndanir sem eru berskjaldaðar fyrir rofi sjáv- ar. Þá er þar að finna ýmsa stein- gervinga í setlögum og jökulset í lögunum gefur upplýsingar um sögu jökulhörfunar á svæðinu, að því er fram kemur á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Hitt appelsínugula svæðið inn- an marka Reykjavíkur eru Rauð- hólar sem friðlýstir voru sem fólkvangur árið 1974. Það er á vatnsverndarsvæði, þar er safn gervigíga og vestasti hluti svæð- isins er óraskaður en töluvert er af reiðleiðum þar. Þá er þar nokkuð af minjum frá stríðs- árunum sem ekki hafa verið merktar. Lúpína hefur gert sig heimakomna á svæðinu og þá hafa sést stakar plöntur af teg- undinni bjarnarkló. Samkvæmt skýrslu Umhverf- isstofnunar eru brögð að því að rusl sé losað á bílastæðum við Rauðhóla og á svæðinu sjálfu. Þá er nokkuð um að lokanir á veg- um með keðjum séu virtar að vettugi. annalilja@mbl.is Tvö appelsínugul svæði eru innan borgarmarkanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Reiðtúr við Rauðhóla Töluvert af reiðleiðum er á svæðinu sem er annað tveggja appelsínugulra svæða innan marka Reykjavíkur. Rauðhólar og Fossvogsbakkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.