Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
www.harpa.is/nelson
Nánari upplýsingar í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is
Heimspíanistar í Hörpu
Nelson Goerner
Sigurvegari Franz Liszt píanókeppninnar
& einn virtasti Chopin túlkandi samtímans
2. nóvember kl. 20:00
Flutt verða verk eftir Mozart, Schumann & Chopin
Norðurljós
B
ra
n
d
e
n
b
u
rg
Niðurstöður álagsprófa á evrópskum
bönkum sem kynntar voru í fyrradag
virðast ekki hafa komið fjármála-
mörkuðum á óvart. Evran styrktist
lítillega gagnvart helstu myntum í
gær, auk þess sem hlutabréfavísitölur
í Evrópu hækkuðu almennt við opnun
í gærmorgun. Þær féllu þó aftur þeg-
ar leið á daginn, meðal annars vegna
neikvæðrar þróunar væntingavísitölu
í Þýskalandi.
Álagsprófið var hið strangasta sem
bankar á evrusvæðinu hafa gengist
undir og leiddi það í ljós að 25 þeirra
130 banka sem prófaðir voru þurfa á
viðbótarfjármagni að halda. Miðað við
stöðu þeirra um áramótin nam fjár-
þörf þessara banka 25 milljörðum
evra. Á þessu ári hafa tólf bankanna
aflað 15 milljarða evra og því vantar
enn um 10 milljarða evra á efnahags-
reikning þrettán banka á evrusvæð-
inu, samkvæmt álagsprófinu.
Hlutabréf banka voru frekar stöð-
ug víðast hvar í álfunni. Mestar sveifl-
ur urðu á Ítalíu, þar sem hlutabréf í
tveimur bönkum sem komu illa út úr
prófinu, Banca Monte dei Paschi di
Siena og Banca Carige, féllu veru-
lega. Hlutabréf annarra ítalskra
banka tóku hins vegar töluverðan
kipp upp á við. Hlutabréf í frönskum
bönkum, sem allir stóðust álagspróf-
ið, lækkuðu í gær en sú lækkun var
rakin til þess að fjárfestar væru að
leysa til sín hagnað.
Lítil bjartsýni í Þýskalandi
Bjartsýni í þýsku afvinnulífi virðist
ekki hafa verið minni í tæp tvö ár
samkvæmt októbergildi væntinga-
vísitölu þar í landi. Vísitalan hefur far-
ið stöðugt lækkandi síðastliðna sex
mánuði. Þessi þróun bendir til þess að
efnahagsbatinn á evrusvæðinu eigi
enn langt í land og hafði það neikvæð
áhrif á hlutabréfamarkaði í Evrópu í
gær.
Þá var greint frá því að útlán til
einkageirans á evrusvæðinu drógust
saman um 1,2% í september. Sam-
drátturinn var 1,5% í mánuðinum á
undan. Vonast greinendur til þess að
minni samdráttur í eftirspurn eftir
fjármagni, ásamt vaxandi peninga-
magni í umferð, stuðli að skilyrðum
fyrir aukna verðbólgu og meiri virkni
í efnahagslífi á evrusvæðinu.
Markaðir taka álags-
prófi með stillingu
Evran styrktist lítillega og vísitölur almennt stöðugar
AFP
Höfuðstöðvar Monte dei Paschi er elsti starfandi banki heims, stofnaður
1472 í Síena á Ítalíu, en hann kom verst út úr álagsprófi banka á evrusvæðinu.
Talið er að einn
af hverjum þrem-
ur íbúum Afríku
tilheyri nú milli-
stétt og er gert
ráð fyrir að sam-
hliða umtals-
verðum hagvexti
muni millistétt í
álfunni stækka
verulega á kom-
andi áratugum.
Samkvæmt könnun Afríska þró-
unarbankans í Túnis tilheyra að
minnsta kosti 370 milljónir manna
millistétt í Afríku, en íbúafjöldi álf-
unnar er um 1,1 milljarður. Hæst er
hlutfall millistéttar í norðurhluta
Afríku, eða 77%, en lægst er það í
austurhlutanum þar sem einungis
um fjórðungur íbúa nær að tilheyra
millistétt. Þá vekur það athygli að
hærra hlutfall íbúa í miðhluta Afr-
íku telst til millistéttar en í suður-
hlutanum, þar sem finna má þróað-
asta ríki álfunnar, Suður-Afríku.
Þar, eins og í vesturhluta álfunnar,
teljast 34% íbúa til millistéttar.
Samkvæmt spá Afríska þróun-
arbankans má gera ráð fyrir að
millistéttin muni vaxa hraðar en al-
menn fólksfjölgun og nema 42%
íbúa í Afríku árið 2060.
Millistétt
stækkar í
Afríku
Vex hraðar en
fólksfjölgunin
Afríka Millistéttin
vex með hagvexti.
● Hagnaður
Landslaga á síð-
asta ári nam ríflega
151 milljón króna
og minnkaði um
nærri 80 milljónir
frá fyrra ári. Tekjur
lögmannsstof-
unnar námu 602
milljónum og dróg-
ust saman um 100
milljónir. Stjórn fé-
lagsins leggur til að greiddur verði arð-
ur að fjárhæð 150 milljónir til hluthafa.
Á meðal eigenda Landslaga, sem er ein
stærsta lögmannsstofa landsins, eru
hæstaréttarlögmennirnir Jóhannes Karl
Sveinsson, Garðar Garðarsson, Grímur
Sigurðsson og Viðar Lúðvíksson.
Landslög hagnast um
150 milljónir króna
Jóhanes Karl
Sveinsson
Stuttar fréttir…
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!"
#$#"
#%
$!%
!
%"
!%
% "
!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#%$
""$
#%"
#!!
$"
!%
"
% !
!#%
#%
" !
#%%
#
$#
%
"
$##
!!
#%#!