Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Svar: Ætli fjölskyldan eyði ekki 40-50 þús- undum í mat á mánuði. Við erum þrjú í fjöl- skyldu. Ég held að það sé ekki möguleiki fyrir okkur að lifa á 248 krónum á dag. Eiríkur Örn Þrastarson 25 ára Svar: Ég var með þetta allt á hreinu en allt hef- ur hækkað svo mikið að ég er bara ekki alveg með það á hreinu. Við erum fimm í fjölskyldu og lifum sparlega en við erum samt mjög langt frá þessari krónutölu sem ríkið hefur gefið upp. Rut Ingólfsdóttir, 38 ára. Svar: Ég er ekki með það á hreinu hvað við eyðum mánaðarlega. Konan er með það allt á hreinu. Gæti trúað að það væri í kringum 60 þúsund kallinn. Ingólfur Níelsson 49 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Svar: Við erum tvö á heimilinu og gerum stundum vel við okkur. Við erum töluvert yfir meðaltali gæti ég trúað. Hrafn Sturluson, 63 ára. Morgunblaðið/Júlíus Hrygningartíminn stendur nú sem hæst hjá urriðanum í Þingvallavatni, konungi ís- lenskra ferskvatnsfiska, eins og Jóhannes Sturlaugsson líf- fræðingur kallar hann. Ekki er langt síðan aðallega var rætt um Þingvallaurriðann í þátíð því stofninn dó nærri því út, en nú er öldin önnur. 52 JÖRFAGLEÐI ÞINGVALLAURRIÐANS ZLATKO KRICKIC SITUR FYRIR SVÖRUM Sex klukku- tíma í sturtu Forsíðumyndina tók Ólafur K. Magnússon Katrín Björk, ljós- myndari og mat- arbloggari á Mod- ern Wifestyle, gefur uppskrift að ilmandi graskerskaffi en hún kynntist kaffinu á námsárunum í New York. Matur 30 Hægt er að baka brauð á marga vegu en ein leið er að baka súrdeigsbrauð. Aðferðin er aldagömul og uppskriftin örlítið flókin. Ekki þó vera smeyk við að prófa hana því afraksturinn er vægast sagt ljúffengur. Sunnudagsblaðið fékk Lucas og Írisi Ann, eig- endur Coocoo’s Nest, til að gefa lesendum upp- skrift að góðu súrdeigsbrauði, en þeirra brauð nýtur mikilla vinsælda á staðnum. Matur 34 Hrafnhildur Magnús- dóttir seldi hársnyrtistofu sína fyrir nokkrum árum og lagðist í ferðalög. Fór með- al annars í spænskunám til Chile, heillaðist af landinu og hitti þar núverandi eig- inmann sinn. 20 Zlatko Krickic fer með hlutverk Sergej, yfirmanns undirheima Reykjavíkur, í kvikmyndinni Borgríki 2 sem var frumsýnd í vikunni. Zlatko starfar sem bifvélavirki en hefur þó leikið í nokkrum íslenskum kvikmyndum, þar á meðal Borgríki, Africa United og Stóra planinu. Hvenær byrjaðir þú að leika? Fyrsta skipti sem ég kom fram í bíómynd var í heimildarmyndinni Africa United, í leikstjórn Ólafs de la Fleur árið 2005. Fyrsta hlutverk mitt var síðan í kvikmynd Ólafs de la Fleur, Stóra plan- inu, 2008. Þar lék ég Mustang, vonda kallinn. Í Borgríki 2 leikur þú Sergej, yfirmann undir- heimanna í Reykjavík, færðu mikil viðbrögð út á hlutverk þitt? Eftir Borgríki fékk ég gjarnan kveðjur frá fólki sem ég þekkti ekki og fólk horfði oft á mig eins og það þekkti mig en áttaði sig ekki alveg hvaðan. Það mætti segja að Sergej sé tveir perónu- leikar, fjölskyldumaður og undirheimamað- ur. Átt þú auðvelt með að detta í ólíka kar- aktera? Það má vel segja að Sergej sé kleyfhugi. Annarsvegar er hann fjölskyldumaður sem trúir því og þráir að hann, kon- an hans og ófætt barn þeirra eigi eftir að lifa hamingjusömu lífi í rólegu hvefi í Serbíu. Hinsvegar er Sergej harðsvíraður glæpamaður sem svífst einskis til þess að ná settum mark- miðum sínum. Sjálfur er ég fjölskyldumaður, svo að ég átti ekki í miklum erfiðleikum með að túlka þá hlið á Sergej, hin hliðin var örlítið flóknari. Nú starfið þið Sergej báðir sem bifvélavirkjar, hjálpaði það til við að tengjast karakternum? Nei, eiginlega ekki. Starf Sergej sem bifvélavirki er frekar leið til þess að hylma yfir glæpastarfsemina heldur en alvöru starf. Á bak við Borgríki 2 er hópur frábærra leikara, er ein- hver leikari sem hefur haft mikil áhrif á þig? Það er erfitt að gera upp á milli þess frábæra fólks sem kom að Borgríki 2. Í þeim tveimur Borgríkja-myndum sem ég hef leikið í hafa Ingvar E. Sigurðsson og Sigurður Sigurjónsson verið virkilega hjálplegir og for- réttindi að fá að vinna með þeim. Svo eru það leikarar eins og Ágústa og Hilmir sem ég er mjög þakklátur fyrir að fá að vinna með. Geturðu sagt mér frá eftirminnilegu atviki á tökustað? Já, minnisstæðasta senan var þegar ég þurfti að vera barinn, nakinn í sturtu í fimm eða sex klukkutíma af þremur gaurum og einni skvísu. Það var virkilega erfitt, en ég vildi ekki hætta og hvíla mig. Ég vildi bara klára atriðið. Er erfitt að detta aftur í raunveruleikann eftir átakanlegar senur? Já, stundum. Leiklistin getur verið andlega erfið. Þú verður að gefa þig allan í hlutverkið – 110%. Það er ekki hægt að að slaka á eða vera hálfshugar. Morgunblaðið/Árni Sæberg SPURNING VIKUNNAR HVAÐ EYÐIRÐU Í MAT Á VIKU?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.