Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Flest þekkjum við Ísland sem frón farsældar oghagsældar og dáum landið okkar íss og elda.Þær kynslóðir sem nú vaxa úr grasi, eða eru á miðjum aldri og rúmlega það, hafa kynnst mildri ásjónu Íslands, síður hinni harðneskjulegu hlið. Það fengu formæður okkar og forfeður að gera, sem bjuggu við allt önnur og lakari kjör en við í mataræði og húsakosti. Okkur er sagt að brennisteinsmengun af völdum gossins norður af Vatnajökli mælist nú daglega meiri en fjórföld slík mengun í gervallri Evrópu. Læknar segja að fólk með öndunarerfiðleika kenni sér þegar meins af völdum gossins. Vonandi dregur fljótt úr illum fylgikvillum þess. En þetta minnir á fyrri tíð og reyndar nýlega reynslu manna á suðausturhorninu af völdum goss- ins í Grímsvötnum og áður Eyjafjallajökli. Þá varð allt svart, búpeningur féll að einhverju leyti og lífið varð mörgum óbærilega erfitt. Þó er langt frá því að jafna megi við erfiðustu ár fyrri tíðar þegar sam- an fóru miklar náttúruhamfarir, erfitt tíðarfar og húsakosturinn og allur aðbúnaður eins og hann var. Illræmdust úr endurminningum þjóðarinnar að þessu leyti eru móðuharðindin á níunda áratug 18. aldar þegar gaus í Lakagígum samfara miklum jarðskjálftum. Nær 10 þúsund manns eða 20% þjóðarinnar létust af völdum harðindanna og af bú- fjárstofni er talið hafa fallið um 11 ½ þúsund naut- gripa (53%), 190 þúsund sauðfjár (82%) og 28 þús- und hrossa (77%)! En Íslendingar náðu sér aftur á strik enda jafn- an til fólk sem sté fram til að stappa stálinu í þjóð- ina. Í riti Hannesar biskups Finnssonar, Mann- fækkun af hallærum, sem kom út eftir móðuharðindin er rakin harðindasaga Íslands allt frá landnámi til loka 18. aldar. Boðskapur bók- arinnar var afdráttarlaus. Íslendingar mættu aldrei missa móðinn þótt á móti blési: „En þó Ísland sé hallærasamt, þá er það ei óbyggjandi, þau góðu ár- in eru miklu fleiri en þau hörðu; líka og, þó á vorri tíð hafi áfallið stórharðindi, þá hafa forfeður vorir, hvörja oss er svo tamt að prísa miklu sælli en vér erum, haft aungu minni né færri harðæri að reyna; hefir landið þó þess á milli oftast náð sér aftur, fætt sín börn og framleitt margan merkismann …“ Það er umhugsunarvert að jafnan þegar á móti blæs og Ísland sýnir harðneskjulega ásýnd leitar hugurinn í þennan farveg. Þannig las ég athyglis- verða grein Guðmundar Jónssonar sagnfræðings í Sögu 2009, einmitt þegar Íslendingar áttu í þreng- ingum, að þessu sinni af mannavöldum. Guðmund- ur greindi þar kreppusögu Íslands og minnti á boð- skap Hannesar Finnssonar. Kannski er það ekki heldur tilviljun að það skuli hafa verið árið 1970 að þeir Jón Eyþórsson og Jóhannes Nordal stóðu að útgáfu á Mannfækkun af hallærum. Þá þurftu Ís- lendingar svo sannarlega á því að halda að stappa stálinu hver í annan. Það vita þeir sem muna síð- ustu ár sjöunda áratugarins en þá reið yfir alvarleg kreppa, sem átti upptök í sjávarútvegi, með fjölda- atvinnuleysi og brottflutningi af landinu. En alltaf birti upp að nýju. Og alltaf var einhver til að minna okkur á það! Ísland minnir á sig *„En Íslendingar náðu séraftur á strik enda jafnantil fólk sem sté fram til að stappa stálinu í þjóðina.“ ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Sigur Íslands gegn Hollandi er eitt stærsta afrek íslenska landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi. Landsliðið er gríðarlega sterkt um þessar mundir en ekki eru allir á par sátt- ir með einn hlut sem Bragi Valdi- mar Skúlason, sjónvarpsmaður og Baggalútur, nefndi til dæmis á Fésbókinni sinni í vikunni. „Hvenær ætlar íslenska landsliðið að drullu- drattast til að setja nöfnin sín á treyjurnar, en ekki niðurstöður faðernisprófs?“ Stöðufærslan fékk um 270 „like“. Þorgeir Tryggvason spurði hins vegar hvers vegna fað- ernispróf héti ekki pungapróf? Sirkusunnandinn og búðarkonan Margrét Erla Maack leitaði til vinna sinna á Fésbók- inni í vikunni. Hvort er betra, þegar spilað er með börnum mannsins síns, að heilla þau með því að leyfa þeim að vinna eða heilla þau með því hvað maður er rosalega góður í spilinu sem spilað er? Kveðja, ein sem er st st st sturl- að tapsár. Björn Gunnlaugsson sat ekki á góðri speki: „Fer eftir ýmsu. Til dæmis hve mikið hann elskar þau, deilt með hve mikið hann elskar þig, plús samanlagður aldur þeirra deilt með kvaðratrótinni af þeim tíma sem þið hafið verið saman.“ Börkur Gunnarsson leikstjóri er á ferðalagi um Möltu með kær- ustu sinni og fréttakonu, Lindu Blöndal. Linda þekkir vel til og lóðsar Berki um borgina. „Brá þeg- ar Linda Blöndal sagði við mig í gær að hún ætlaði með mig í spænska rannsóknarréttinn. Ef hún hefði sagt þetta aðeins fyrr, svona sirka 500 árum fyrr, hefði ég talið að nú væri ráð að slíta sambandinu og hlaupið sem fætur toguðu á brott frá henni. En þessi í stað sagði ég já og við áttum rómantískan dag inn- an um gömul pyntingartól og af- hausaðar brúður. Einsog með allt sem fólk segir, þá skiptir tímasetningin mjög miklu máli.“ AF NETINU Lítil netverslun, Ey- dalalilja, sem brátt verður opnuð ætlar að halda smá pop up- markað í versluninni ORG - Reykjavík við Laugaveg 58. Um er að ræða barnafatnað sem búinn er til úr lífrænni bómull frá merkinu Pu- rerBaby. Parið Guðrún Tara Sveinsdóttir, fatahönn- uður og listakona, og Gísli Hrafn Magnússon standa að búðinni og verða þau með heitt á könnunni. Opið verður frá kl. 13-17. Barnaföt úr bómull eru meðal þess sem verður selt í pop up-versluninni. Morgunblaðið/Golli Eydalalilja með popup-verslun Listasafn Íslands býður í afmæli sitt Listasafn Íslands heldur upp á 130 ára afmæli sitt og stendur nú yfir þétt afmæl- isdagskrá. Á laugardag milli kl. 11 og 17 verð- ur haldið helj- arinnar afmæli og boðið verður upp á kökur kl. 13 og afmælissöngur sunginn til heiðurs safninu. Þá verður hægt að taka þátt í myndlistar- getraun fyrir unga sem aldna og eru vegleg verðlaun í boði. Fleiri viðburðir standa yfir um helgina og hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar á heimasíðu Listasafnsins sem og á fésbók- arsíðu þess. Listasafn Íslands er 130 ára í ár. Vettvangur Á sunnudag frá kl. 13-15 verður haldinn Fjöl- skyldudagurinn mikli í Háskóla Íslands við Sæ- mundargötu 2, en fjöl- skyldunefnd Stúd- entaráðs Íslands stendur fyrir þessum skemmti- lega degi. Pollapönk kemur og skemmtir börnum og fullorðnum en einnig verða ýmsar uppákomur svo sem Sprengjugengið og lítið útibú Bangsaspítala. Hoppkastali verður í boði fyrir börnin og Sproti mætir í heimsókn frá Landsbankanum. Allir velkomnir. Pollarnir mæta kátir í Háskóla Íslands á sunnudag. Morgunblaðið/Golli Fjölskyldudagur í Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.