Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Fjölskyldan Flestum börnum þykir heitt súkkulaði afar gott og ekki er verra ef rjóm-inn er fagurlega skreyttur með lituðum perlum eða súkkulaðispæni. Full- orðnir fúlsa fæstir við súkkulaði, annars er alltaf hægt að fá sér kaffibolla í staðinn. Það er huggulegt að ylja sér á bolla saman á kaffihúsi eða heima. Yljandi súkkulaði Þ emað í ár á degi getn- aðarvarna, sem haldinn var í síðasta mánuði, var: „Þetta er þitt líf, þetta er framtíð þín, kynntu þér mögu- leikana.“ Sem stendur eru mögu- leikarnir ekki mjög margir. Sam- kvæmt bæklingi Landlæknis- embættisins, Leiðbeiningar um getnaðarvarnir, eru til 15 mismun- andi getnaðarvarnir og er þeim öll- um beint eingöngu að konum fyrir utan smokkinn og ófrjósemisaðgerð karla. Þar af eru aðeins þrjár að- ferðir hormónalausar fyrir utan ófrjósemisaðgerð kvenna. Þetta eru náttúrulega aðferðin, sem byggist á því að áætla frjósaman tíma hjá konum til að vita hvenær eigi að sleppa samförum eða nota aðrar getnaðarvarnir til að forðast þung- un, koparlykkjan og loks hettan. Ábyrgðin liggur því að mestu hjá konum; þær taka pillur, láta setja upp lykkjuna, hring, nota plástra og þar fram eftir götunum. Núna lítur samt út fyrir að það styttist í getnaðarvörn sem er sér- staklega ætluð körlum. Verið er að rannsaka nokkrar mismunandi út- gáfur karlapillunnar sem innihalda ólíkar blöndur af testósteróni og prógesteróni. Sumar þeirra eru komnar á lokastig prófana, sam- kvæmt grein í International Bus- iness Times. Verður ódýrt og virkar lengi Nýjasta þróunin í getnaðarvörnum er hins vegar gel fyrir karlmenn. Þetta er ekkert hárgel heldur hormónalaust „fjölliðuvatnsgel“ (e. polymer hydrogel) sem stöðvar sáð- frumur og kemur þannig í veg fyrir þungun. Það heitir Vasalgel og er þróað af góðgerðarstofnuninni Parsemus Foundation og gæti kom- ið á markað árið 2017. Gelinu er sprautað inn í sáðrásina og lokar henni þannig að engar sáð- frumur eru í sæðisvökvanum þegar sáðlát verður, rétt eins og í ófrjó- semisaðgerð. Rannsakendurnir eru sannfærðir um að lyfið verði ódýrt, virki lengi og síðast en ekki síst er ófrjósemin ekki varanleg. Hugmyndin er sumsé að það virki eins og ófrjó- semisaðgerð en hægt sé að snúa henni við með því að leysa upp gel- ið. Síðan á eftir að koma í ljós hvort karlmenn séu tilbúnir til að taka karlapilluna eða láta sprauta í sig geli. Elaine Lissner, framkvæmda- stjóri Parsemus, segir það ekki að- almálið. „Það munu ekki allir menn nota það en það nota heldur ekki allar konur getnaðarvarnir. Málið er að hafa eitthvað fyrir alla. Sem stendur eru möguleikar karlmanna takmarkaðir. Menn nota heldur ekki þá kosti sem þeim bjóðast núna,“ sagði hún í samtali við Guardian. Smokkanotkun hefur dregist saman í Bandaríkjunum, eða um 4% á milli áranna 2006 og 2010. Meðal táninga minnkaði smokka- notkun um nærri 50% á sama tíma. Þetta er samkvæmt tölum frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni CDC. Í báðum tilfellum er þróunin rakin til aukinnar notkunar á horm- ónagetnaðarvörnum. Í Kína og vestrænum löndum almennt hefur smokkanotkun aukist en hún hefur dregist saman í Afríku og Indlandi. Mest notaða getnaðarvörnin í þró- unarlöndunum er ófrjósemisaðgerð kvenna. Í heildina eru konur farnar að nota fleiri getnaðarvarnir á með- an notkun karla á getnaðarvörnum hefur minnkað. „Það verða alltaf til neanderdals- menn, það verða alltaf menn sem segja „ekki snerta djásnin“ og það verða aldrei 100% sem vilja þetta,“ sagði Lissner. En hún bendir á að Vasalgel gæti verið mikið lán fyrir þá menn sem eru ekki að hugsa um að skapa fjölskyldu og vilja ekki hafa fjárhagsáhyggjur. „Þetta er ákveðinn hvati fyrir vissan hóp manna sem hafa áhyggjur af því að „óhapp“ hafi áhrif á fjárhagslega framtíð sína og þeir þurfi að greiða meðlag næstu átján árin,“ sagði Lissner ennfremur. Þetta er kannski ekki falleg hugsun en með þessu væri þó þessi hópur manna að taka ábyrgðina til sín. Spurning um traust Önnur spurning er hvort konur muni treysta mönnum fyrir því að taka pilluna eða fá sprautu. Könnun IBTimes í Bretlandi komst að því að um 58% kvenna sögðust treysta maka sínum til að sjá um getnaðarvarnirnar. Elizabeth, 36 ára blaðamaður, sagði að sér þætti það erfitt. „Þetta varpar nýju ljósi á að treysta maka sínum. Mér þætti erfitt að láta eig- inmann minn bera ábyrgðina því þá þætti mér ég ekki hafa stjórnina yf- ir eigin líkama. Á móti væri mjög frelsandi að þurfa ekki sjálf að taka getnaðarvarnir!“ Freya, 24 ára viðburðastjóri, sagði að karlapillan væri góð hug- mynd þar sem hingað til hefðu kon- ur þurft að bera ábyrgðina á því að taka pilluna. „Með traustum maka er þetta frábær kostur fyrir pör,“ sagði hún og endurspeglar áreið- anlega skoðanir margra kvenna. Eitt af því sem könnunin sýndi fram á var að konum finnst kominn tími til að karlmenn beri ábyrgð á þessum málum rétt eins og konur. Þeir geta þó ekki gert það fyrr en fleiri möguleikar til getnaðarvarna verða fyrir hendi og nú loks hillir undir það. GETNAÐARVARNIR HAFA VERIÐ Á ÁBYRGÐ KVENNA AÐ STÆRSTUM HLUTA OG FÁIR MÖGULEIKAR HAFA VERIÐ TIL FYRIR KARLMENN Kominn tími til að deila ábyrgðinni GETNAÐARVARNIR ERU NOKKUÐ SEM SNERTIR FLESTA. HINGAÐ TIL HAFA KONUR BORIÐ HITANN OG ÞUNGANN AF ÁBYRGÐINNI EN NÚ HILLIR UNDIR NÝJUNGAR FYRIR KARLMENN; KARLAPILLU OG HORMÓNALAUST GEL, SEM VIRKAR Á SVIPAÐAN HÁTT OG ÓFRJÓSEMISAÐGERÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Getty Images/iStockphoto 1935 Sett lög um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Fóst- ureyðingar voru heimilaðar í sér- stökum tilfellum og máttu læknar veita konum upplýsingar um þungunarvarnir. Læknar einir höfðu heimild til að hafa slíkar upplýsingar undir höndum. 1967 Pillan var tekin á lyfjaskrá á Ís- landi. Stöku kven- sjúkdómalæknar höfðu þó ávísað henni áður en þá ein- göngu til giftra kvenna. 1975 Sett ný lög um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Heim- ild til fóstureyðingar var rýmkuð verulega og aðgangur að getn- aðarvörnum auðveld- aður. Skólum var gert skylt að veita nem- endum kynfræðslu. Heimild: Kvennasogusafn.is. Aukið úrval getnaðarvarna er kærkomið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.