Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 48
Úttekt 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 „Góðan dag, það er stórhættulegur ökumaður á gráum Suzuki neðst í Rofabænum sem er greini- lega á Facebook.“U mferðarmálin standa alger- lega upp úr í þeim símtöl- um sem við fáum frá al- menningi. Fólk hringir í okkur þegar það sér aðra ökumenn tala í símann án handfrjáls búnaðar. Og lætur vita um ökumenn sem leggja bílum ólöglega eða bara illa að mati þess sem hringir,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynning- arfulltrúi lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, en á hverjum degi berst lögreglunni fjöldi símtala frá almenningi sem vill koma ábendingum og kvörtunum á fram- færi. Með nútímatækni fylgja gjarnan ljósmyndir frá vegfar- endum sem taka myndir af bílum sem er illa lagt. Auk umferðartengdra símtala er annar málaflokkur vinsælt um- kvörtunarefni – hávaði er alla daga einhvers staðar að æra einhvern. Mörgum dettur fyrst í hug að hávaðatilkynningar snúi að partíum um helgar en svo er ekki, þær eru oft í miðri viku. „Þetta geta verið of hátt stilltar vekjaraklukkur eða hrotur sem halda vöku fyrir fólki og auðvitað er erfitt fyrir lögregluna að eiga við það. Fólk kvartar yfir of háværum klósettferðum nágrannans og getur það til dæmis snúist um að ein- hverjum þyki nágranninn sturta niður eða skella klósettlokinu með of miklum látum. Það er kvartað yfir uppvaski á ókristilegum tíma að mati þess sem hringir, diskarnir skella saman og það eru læti í bun- unni. Það er ekkert langt síðan það var kvartað yfir hávaða en þá var það maður í stofunni sinni að kveða rímur. Í því tilfelli var maðurinn beðinn að vera lágstemmdari og loka gluggum og það gekk vel. En þetta getur augljóslega verið snúið fyrir okkur.“ Stundum berast kvartanir vegna fólks sem er of hávaðasamt í svefn- herberginu. Sinnir lögreglan slíkum símtölum? „Já, því þetta er oftar en ekki mjög mikill hávaði og jafnvel er öll blokkin vakandi, okkur er ekki alltaf sagt nákvæmlega hvað er í gangi en það kemur fljótlega í ljós þegar mætt er á staðinn. Einn- ig kemur það fyrir að fólk hefur áhyggjur af heimilisofbeldi eða slíku þar sem hávaðinn bendir frek- ar til þess en rekkjufara. Oft er þá skýringin bara þessi.“ Gunnar Rún- ar man sérstaklega eftir því þegar lögreglan mætti á svæðið og í ljós kom að fólkið var að njóta brúð- kaupsnæturinnar. „Framkvæmdir alls konar geta valdið talsverðu ónæði. Einhverra hluta vegna eru flísalagnir ávísun á að pirra nágrannna, mun frekar en aðrar framkvæmdir. Slíkar tilkynningar eru einnig árstíðabundnar; á hverju sumri er kvartað undan garðslætti. Mörgum þykir slegið of snemma á morgnana eða of seint á kvöldin. Bæði geta þetta verið ótillitssamir nágrannar eða fólk sem er einfaldlega að sinna sinni vinnu. Kvartanir hafa til dæmis borist vegna golfvalla sem verið er að slá. Einnig er kvartað undan öðrum útiverkum, svo sem trjáklippingu og málningarvinnu. Við fáum líka talsvert af ná- grannadeilum inn á okkar borð. Ósætti í stigagangi getur valdið því að fullorðið fólk stendur í bjölluati og fólk hefur hellt málningu inn um bréfalúguna hjá öðrum. Einnig er rifist út af bílastæðum. Stundum er eggjum og tómatsósu klínt á bíla, bara nefndu það, við erum eig- inlega búin að sjá allt, svona nán- ast.“ LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hrotur, klósett- ferðir og bjölluat Morgunblaðið/Ómar L andsmenn hafa alla tíð gegnt mikilvægu aðhaldshlutverki í samfélaginu. Þeir sem standa í framlínu þess að svara símtölum, tölvupóstum og Facebook- skilaboðum og taka við ábendingum og kvörtunum eru oftar en ekki opinberar stofnanir, Neytenda- samtökin og einstök símaver fyrirtækja. Það fólk sem svarar í símann á þessum stöð- um var sam- mála um að það væri gott og gagnlegt að fá ábendingar sem hægt væri að bregðast við. Inn á borð detta líka skemmtilegar, skrautlegar og óvenjulegar ábend- ingar og kvartanir sem er þá kannski sjaldnar hægt að bregðast við. En hið óvenjulega er einmitt það sem gefur lífinu oftar en ekki lit. Á næstu síðum geta les- endur fræðst um hefðbundnar og óhefðbundnari stundir í símaverum og tölvupósthólfum opinberra stofnana og einstakra fyrirtækja sem oft er haft samband við út af alls konar. Hvað liggur okkur á hjarta? ALMENNINGUR ER DUGLEGUR AÐ LÁTA Í SÉR HEYRA MEÐ ÞAÐ SEM HONUM ÞYKIR BETUR MEGA FARA Í SAMFÉLAGINU. OFTAR EN EKKI TAKA OPINBERAR STOFNANIR OG EINSTÖK FYRIRTÆKI VIÐ SLÍKUM ERINDUM. OG HAFA BÆÐI GAGN OG GAMAN AF. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Neytendastofa fær ábendingarum allt milli himins og jarðar,bæði starfar stofnunin á mjög breiðu sviði og auk þess eru það oft fyrstu viðbrögð fólks að hafa samband við okkur,“ segir Þórunn Anna Árna- dóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu. Þetta er allt frá því að leikföng eru talin óörugg og hávaðasöm upp í að vínþjónar skenki of lítið í rauð- vínsglös. Eins og borið hefur á í fréttum und- anfarið hafa innhringingar síðustu vikur mikið snúist um það að vambir fáist ekki lengur og þá hafa dottið inn á borð fyr- irspurnir um það af hverju gúrkum er ekki pakkað inn í plast. „Þá höfum við oftar en einu sinni feng- ið kvartanir um óumbeðinn póst þar sem fólk er ósátt við að fá Fréttablaðið og auglýsingabæklinga og að þurfa að sjá um að farga því. Við fáum einnig margar ábendingar um skort á verðmerkingum og misræmi milli uppgefins verðs og þess sem varan er síðan seld á. Einnig eru innhringingar áberandi þegar útsölur eru í gangi, að verðupplýsingar séu ekki réttar og vara hafi aldrei verið seld á því verði sem gef- ið er upp sem fyrra verð. Á það sér- staklega við um afsláttarsíður á netinu, svo sem aha.is og hópkaup.“ Margir benda á verslanir sem séu með stöðugar útsölur en útsölur mega aðeins standa í sex vikur. Þá er mikið haft sam- band vegna skilaréttar, það er hver sé réttur neytenda til að skila vöru sem er ekki gölluð. Töluvert ber á því að fólk sé óánægt með upplýsingar í auglýsingum, að þær séu rangar og villandi og á það einkum við þegar fyrirtæki hafa verið í stórum auglýsingaherferðum eins og símafyr- irtækin en neytendur segja sig ekki fá þau kjör sem þeir telja að verið sé að auglýsa. Ýmiss konar lán sem fólk hefur tekið eða er að hugsa um að taka eru líka fólki hugleikin og margar ábendingar berast vegna lánveitinga og um að uplýs- ingar í skilmálum lána standist ekki lög. NEYTENDASTOFA „Af hverju eru gúrkur í plasti?“ Tilkynning vegna útstillingar í glugga verslunar barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en borgari lét vita að útstilling á varningnum væri langt yfir velsæmismörkum. Verslunareigandinn tók ábendingunni vel og breytti út- stillingunni. Þess má geta að verslunin selur hjálpartæki ástalífsins. Úr dagbók lögreglu: „Lögreglumenn reyndu hvað þeir gátu að leiðbeina um hvernig mögulega væri hægt að gera klósettferðina hljóðlátari og hurfu síðan til annarra verka. Engum sögum fer af því hvort leiðbein- ingar þeirra báru árangur.“ Gjarnan er kvartað yfir hljóðfæraleik. Píanisti í íbúð einni í fjölbýlishúsi í Kópavogi þótti ekki upp á sitt besta og gæði spilamennskunnar lítil. Þar að auki var hann að glamra á píanóið á miðnætti. Svanir, fuglar, kettir og í verstu tilfellunum rottur hafa sést dóla sér á sundlaugarbökkum. Hringt var í lögreglu því svanur truflaði skriðsund sundlaugargesta. Hringt var í lögreglu vegna undarlegra hljóða á eigin baðherbergi íbúa. Þegar lögreglan mætti á staðinn kom í ljós að sökudólgurinn var rafmagnsrakvél hús- bóndans, sem var í gangi. Eftirminnileg erindi til lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.