Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 40
Tíska Alexander Wang fyrir H&M *Lína fatahönnuðarins Alexanders Wang fyrir H&M er vænt-anleg í verslanir 6. nóvember næstkomandi. Sýnishorn af lín-unni hafa nú verið birt á vefsíðu H&M. Línan er afar vetrarlegog dökk en sportleg snið einkenna yfirbragð línunnar. Marni, Isabel Marant, Versace, Stella McCartney og KarlLagerfeld eru meðal hönnuða sem hannað hafa línur í sam-starfi við verlsunarkeðjuna H&M. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fata- kaupum? Ég legg áherslu á að flíkurnar séu úr góðum efnum, svo skoða ég líka þvottaleiðbeiningar. Glatað að kaupa topp sem má bara fara í hreinsun. Ætlarðu að fá þér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Ég var að fjárfesta í dásamlegum ullardraktarbuxum frá Filippu K úr versluninni GK Reykjavík. Hver er eftirlætisárstíð þín varðandi fatastíl og hvers vegna? Ég næ því aldrei að verða hunangslituð og berleggjuð í blómakjól og sumarið því oft röð vonbrigða, sólbruna og innkaupamistaka. Ég finn mig mun betur í hausttískunni og fagna því þegar vel sniðnar kápur leysa efn- islitla kjóla af hólmi. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Ég geng aldrei í háum hælum og svona ofurháir hælar kalla fram hjá mér hræðilegar splattermyndir af brotnum ökklum svo ég held að ég muni alltaf láta þá eiga sig. Hvernig skilgreinir þú stíl? Úff, ég veit það ekki, mér hefur ekki tekist að mastera neinn stíl en ég er enn með það á stefnuskránni. Stíll er eitthvað sem er konsistent og fal- legt, einhverskonar melódía. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Hef ekki enn notað Filippu-buxurnar svo stutta svarið er já. Vonandi breytist það á allra næstu dögum. Hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann? Birkin-tösku frá Hermés, rauða. Segjum að þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla. Hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég myndi líklega bomba mér til framtíðar, er alveg laus við fortíð- arþrá, myndi fara svona 5 ár fram í tímann og verða algjör „trendset- ter“ þegar ég kæmi til baka. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Já, Filippa K er í uppáhaldi og sem bet- ur fer er úrvalið af hennar fötum í GK virkilega viðunandi. Ef þú fengir að eiga fataskáp einhvers, hver yrði það og af hverju? Hmmm, þetta er prýðisgóð spurning, held að það yrði Scarlett Johansson. Hún er með línur og klæðir þær ein- staklega vel að mínu mati. ALVEG LAUS VIÐ FORTÍÐARÞRÁ Kristín Soffía heillast af sænska fatamerkinu Filippu K. Morgunblaðið/Ómar Stíll er melódía KRISTÍN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, BORGARFULLTRÚI SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJAVÍK, ER ALLTAF ÁKAFLEGA SMART EN HÚN LEGGUR ÁHERSLU AÐ KAUPA FLÍKUR ÚR GÓÐUM EFNUM. KRISTÍN FINNUR SIG BETUR Í HAUST- TÍSKUNNI ÞAR SEM VEL SNIÐNAR KÁPUR OG HLÝ FÖT LEYSA EFNISLITLA KJÓLA AF HÓLMI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Vel sniðnar káp- ur tilheyra því besta úr haust- tískunni. Scarlett Johansson er með flottar línur sem hún klæðir vel. Fágaðar ull- arbuxur frá Filippu K. Rauð Birkin-taska frá Her- més er efst á óskalistanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.