Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 BÓK VIKUNNAR Segulskekkja er fyrsta skáldsaga Soffíu Bjarnadóttur og ber með sér að höfundurinn hefur afar gott vald á stíl. Sennilega verða skáldsögurnar fleiri. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Enn einn Nóbelsverðlaunahafinn semmaður þekkir ekki,“ sagði kunn-ingjakona mín eftir að tilkynnt hafði verið að franski rithöfundurinn Patrick Modiano hlyti Bókmenntaverðlaun Nóbels. Bóksalar og bókmenntaunn- endur sem fæstir þekktu til hins nýja verðlaunahafa fóru umsvifalaust á Ama- zon til að panta eða kaupa skáldsögur hans og leituðu að upplýsingum um ævi- ferilinn. Þannig verða verðlaun eins og þessi til að vekja áhuga á verkum vinningshafans sem öðlast fyrir vikið nýjan lesendahóp sem hann hefði aldrei annars eignast. Nú bíðum við bara eftir tilkynningu um að Friðrik Rafnsson, sá ötuli þýðandi franskra bókmennta, eða Sigurður Páls- son eða bara einhver annar sé sestur við að þýða yfir á íslensku verk eftir höfund sem er orðinn að alþjóðlegri bók- menntastjörnu, þökk sé Nóbelnum. Nýlega kom út í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur smásagna- safn eftir annan Nóbelsverðlauna- hafa, Alice Munro. Í bókmenntaheim- inum er oft and- varpað yfir því hversu illa gengur að selja smásagnasöfn. Af einhverjum ástæðum virðast lesendur ekki hafa nægan áhuga á smásögum. Þetta á ekki við um smá- sagnasafn Munro, Lífið að leysa, sem fór á metsölulista hér á landi og er enn of- arlega á kiljulista. Þær vinsældir má al- veg örugglega þakka því að skáldkonan fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2013 og lesendur vilja kynnast verkum verðlaunahafans. Verðlaun vekja athygli á bókmenntum og ýta undir lestur á þeim. Aðdáendur Hakira Murakmi og Philips Roths and- varpa á hverju ári því þeim finnst gengið framhjá þeirra manni í vali á Nóbels- verðlaunahafa í bókmenntum. En það er allt í lagi að rífast um verðlaun og það hver á skilið að fá þau og hver ekki. Slík- ar deilur eru hluti af leiknum. Eftir stendur að verðlaun eins og Nóbels- verðlaunin vekja heimsathygli á hverju ári. Í október ár hvert bíða bókaunn- endur spenntir eftir úrslitum. Stundum segja þeir: „Hver er hann?/hún?“ en þurfa ekki lengi að bíða eftir svari, því fjölmiðlar svara þeirri spurningu mjög ít- arlega í fréttatíma sama dag. Orðanna hljóðan HVER ER HANN?/ HÚN? Verðlaunahafinn Patrick Modiano. Smásagnasafn á metsölulista. Maðurinn sem hataði börn er nýbarnabók eftir Þórarin Leifsson,rithöfund og myndlistarmann, prýdd myndum eftir hann. „Bókin fjallar um innflytjendafjölskyldu sem kemur frá Barce- lona til Íslands af því að amman, með tvö barnabörn, erfir hús eftir íslenskan sjómann. Allt í einu eru þau komin í hús í vesturbæ Reykjavíkur,“ segir Þórarinn. „Svo gerist það að einhver er farinn að myrða tólf ára gamla drengi um allan bæ og hausar og aðrir líkamspartar finnast hér og þar.“ Þetta hljómar nokkuð óhuggulega miðað við barnabók. „Ég er alltaf að leika mér með þessi mörk, hvað er fyrir börn og hvað er fyrir fullorðna. Mín reynsla er sú að börn þola aðeins meira af óhugnaði en við höldum. Þegar ég var tíu ára var ég sjálfur að lesa um óhugguleg morð. Sem barn fannst mér eitthvað heillandi við hryllinginn og það að vera hræddur. Í þessari bók leysi ég hnútinn í endann með því að ljúka henni á óræðan hátt, þannig að þau börn sem hafa verið skelkuð ættu að róast. Þetta er ólíkt því sem ég myndi gera ef ég væri að skrifa fyrir fullorðna. Gallinn við þannig fullorðinsbækur er að þær enda allar á hrúgu af líkum og það er svo mikil klisja. Ég varð að enda mína bók öðruvísi.“ Það er varla tilviljun að aðalpersónur sög- unnar eru innflytjendur, eða hvað? „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að inn- flytjendur koma þarna við sögu. Ég var hálf- gerður innflytjandi sjálfur þegar kom til Ís- lands tíu ára frá Danmörku og var ekki lesandi á íslensku, bara dönsku. Svo var ég Rauða kross-foreldri fyrir rúmu ári, en er það ekki lengur, og geri reyndar grín að þeirri reynslu í bókinni, en þar er feitur karl að hjálpa fjölskyldunni að rata um Reykja- vík. Sá karl er ég.“ Þórarinn hefur nýlokið við leikrit sem nefnist Útlendi drengurinn og verður frum- sýnt í Tjarnarbíói 16. nóvember, á degi ís- lenskrar tungu. „Leikritið fjallar um venju- legan íslenskan strák sem fer í Pisa-próf og útkoman er á þann veg að hann er flokkaður sem útlendingur, missir ríkisborgararéttinn og bíður örlaga sinna í skólanum. Þetta er paródía á umræðuna um menntastefnuna og læsi drengja, án þess að ég sé að taka beina afstöðu.“ Þú skrifar mikið og ekki síst fyrir börn. Af hverju kýstu að skrifa fyrir börn? „Kannski er það þörf fyrir að standa fyrir utan hlutina og vera ekki flokkaður. Nýja markaðsstjóranum hjá Forlaginu fannst fyndið að ekki væri hægt að flokka mig og hafði gaman af því. Ég hef engan áhuga á að vera stimplaður, ekki heldur í pólitík. Rithöf- undar eiga að vera gagnrýnir, ekki flokks- bundnir. En varðandi barnabækur þá held ég líka að ég hafi farið að skrifa fyrir börn vegna þess að ég er heillaður af hinum mynd- skreytta heimi. Þegar ég var barn var Góði dátinn Svejk uppáhaldsbókin mín og þar skiptu myndirnar mjög miklu máli. Mómó eftir Michael Ende var líka ofarlega á vin- sældalistanum hjá mér, þar var það fantasían sem heillaði.“ Þórarinn býr í Berlín ásamt konu sinni, Auði Jónsdóttur rithöfundi og ungum syni þeirra. Hann segir afar gott að búa í Berlín. „Ég fór til Berlínar fyrir ári með tvö hálf- kláruð handrit og mér gekk mjög vel að full- vinna þau í borginni. Það er eins og maður öðlist aukaheim við að búa erlendis. Best er reyndar að geta búið bæði á Íslandi og í út- löndum og við gerum það að miklu leyti.“ Spurður um næstu verkefni segir hann: „Tvö síðustu verk mín fjalla um útlendinga í íslensku samfélagi og mig grunar að tvö næstu verkefni mín verði um Íslendinga í út- löndum.“ HÖFUNDURINN ER PERSÓNA Í EIGIN BARNABÓK SEM FEITUR KARL SEM AÐSTOÐAR ÚTLENDINGA Vil ekki vera flokkaður „Ég er alltaf að leika mér með þessi mörk, hvað er fyrir börn og hvað er fyrir fullorðna. Mín reynsla er sú að börn þola aðeins meira af óhugnaði en við höldum,“ segir Þórarinn Leifsson. Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRARINN LEIFSSON GEFUR ÚT NÝJA BARNABÓK ÞAR SEM MORÐ KOMA VIÐ SÖGU. NÝTT LEIKRIT EFTIR HANN VERÐUR SVO FRUMSÝNT Í NÆSTA MÁNUÐI. Ég les mikið og á það til að flakka á milli bóka þegar hugurinn er á fleygi- ferð. Staflinn á náttborðinu þessa stundina er nokkuð hár, sumar hef ég klárað, aðrar eru verk í vinnslu. Var að klára Beðið fyrir brottn- umdum eftir Jennifer Clement. Áhrifamikil og átakanleg saga en sögð á ótrúlega skemmtilegan hátt ef hægt er að segja sem svo. Kláraði aðra átakanlega en vel skrifaða bók um daginn, Paulu, eftir Isabellu Al- leande, efnistökin minna óneitanlega á Joan Didions The Year of Magical Thinking sem hún skrifar eftir að dóttir hennar fellur í dá. Báðar fínar bækur. Talandi um Joan þá er Vintage Didion, greinasafn sem ég leita oft í, fastur gestur við rúmstokkinn. And- arsláttur eftir Hertu Müller situr mjög í huga mér enda ótrúlega vel skrifuð saga. Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju er mögnuð bók og gríp ég einatt í hana. Nýlega las ég nýlega ævisögu Sus- an Sontag eftir Jerome Boyd Maunsel í áhugaverðum bókaflokki sem heitir Critical lives gefin út af Reaktion Books. Gaman að rifja upp skrif Sontag í framhaldinu, eins og til dæmis fína þýðingu Ugga Jóns- sonar Um sársauka annarra. Gillian Flynn sem skrifaði Hún er horfin er skemmtilegur höfundur og hef ég lesið allar hennar bækur. Í UPPÁHALDI RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTT- IR, LEIKHÚSSTJÓRI LA Bókastaflinn á náttborðinu hjá Ragnheiði Skúladóttur leikhússtjóra er iðulega ansi hár, enda er hún mikill bókaormur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gerður Kristný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.