Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 50
Úttekt 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 „Já er þetta á fréttastofunni? Ég er með frétt. Ég er að fara að opna málverkasýningu á Hótel Örk í kvöld. Þetta er átjánda einkasýn- ingin mín og svo hef ég tekið þátt i tugum samsýninga. Það væri fínt ef þið segðuð frá þessu í hádegisfréttum, en aðalatriðið er að þessa verði rækilega getið í sjónvarpsfréttum í kvöld.Hvenær haldið þið að þið getið sent myndatökumann? Það er best fyrir mig ef hann kæmi upp úr fjögur. Sendi ykkur á faxi nánari upplýsingar um ferilinn. Fréttastofa RÚV fær fjölda ábendingaog fyrirspurna á degi hverjum. Flestarþessara ábendinga eiga fyllilega rétt á sér, og okkur þykir vænt um hversu margir gefa sér tíma til að láta okkur vita þegar við gerum vel, og líka þegar okkur verður á í messunni. Fréttastofan fær líka fjölmargar gagnlegar ábendingar um fréttir og viðburði frá almenningi, og fréttatímarnir væru ekki nema svipur hjá sjón án slíkra fréttaskota,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, vara- fréttastjóri fréttastofu RÚV. Fyrir utan fréttaskotin snúa flestar ábend- ingar sem RÚV fær að málfari og einnig fær fréttastofan oft ábendingar um efnistök sín og fréttamat. „Mörgum þykja fréttir okkar of neikvæðar, og spyrja hvers vegna við get- um aldrei sagt góðar fréttir, og einbeitt okk- ur að því sem vel er gert í stað þess að vera alltaf að finna að öllu. Við reynum þá að svara því til að fréttir séu oft af því sem þykir frétt- næmt eða óvenjulegt. Sem betur fer þyki stríð, hörmungar og spilling ennþá fréttnæm fyrirbæri. En auðvitað mega fréttirnar ekki verða neitt svartagallsraus.“ Sigríður segir að mörgum finnist RÚV draga taum einhverra þeirra hópa eða fylk- inga sem fjallað er um. „Okkur er oft gefið að sök að vera of hliðholl Ísraelsmönnum eða Palestínumönnum, Rússum eða Úkra- ínumönnum, eða leggjast á sveif með ein- hverjum stjórnmálaflokknum. Okkur barst til dæmis fjöldi ábendinga fyrir alþingiskosn- ingarnar 2013. Lógó kosningaumfjöllunar- innar var X13 – en mörgum fannst of lítið bil milli talnanna 1 og 3, og töldu að við værum með lúmskum hætti að auglýsa Framsókn- arflokkinn.“ Málfarsráðunauturinn Þar sem stór hluti þeirra símtala sem RÚV berast snýr að málfari þótti ekki úr vegi að heyra hvaða rauða þráð málfarsráðunautur RÚV, Anna Sigríður Þráinsdóttir, greinir í þeim erindum. „Margir hringja og senda tölvupóst með ábendingum og kvörtunum til málfars- ráðunautar Ríkisútvarpsins. Karlmenn eru þar í meirihluta, einhverra hluta vegna. Þeir taka það gjarnan fram að þeir séu á eftir- launum. Málfarsráðunautur er þakklátur öllu þessu aðstoðarfólki sem fylgist með málfari í öllum miðlum RÚV,“ segir Anna Sigríður. Sumir hringja mjög reiðir og ekki er óal- gengt að símtöl hefjist einhvern veginn á þessa leið: „Það eru bara allir orðnir ótalandi þarna hjá RÚV, það getur enginn maður komið réttri setningu út úr sér.“ Tölvupóstur endar aftur á móti oft á orðunum: „Hvernig væri að þið lærðuð að beygja þarna!“ „En svo öllu sé nú til haga haldið eru flest- ir mjög vinsamlegir, ungir sem gamlir, og oft á ég skemmtilegt og uppbyggilegt samtal um íslenskt mál við þá sem hringja eða skrifa. Þessar ábendingar eru annars vegar vitn- isburður um umhyggju landsmanna fyrir ís- lensku máli og hins vegar um virðingu og hlýhug þeirra til Ríkisútvarpsins sem að þeirra mati, og lögum samkvæmt, á að standa vörð um málið og rækta það.“ Verði fjölmiðlafólki það á að segja á Mý- vatni hringja Mývetningar unnvörpum og leiðrétta það. Þeir búi ekki á vatninu heldur við Mývatn og í Mývatnssveit. Þá eiga for- setningar með staðanöfnum til að vefjast fyr- ir mönnum en verði einhverjum það á að nota vitlausa forsetningu hringja menn einn af öðrum. Bolvíkingar hringja ef einhver segir á í stað í Bolungarvík, Austfirðingar ef einhver segir á í stað í Neskaupstað og svo fram- vegis. „Mörgum sárnar þekkingarleysi frétta- manna og annarra á landfræði og staðháttum í þeirra sveit, til dæmis hefur verið hringt eða skrifað og bent á að Þjórsárbrú sé ekki rétt utan við Selfoss og það sé því óná- kvæmni að segja að umferðaróhapp á eða við Þjórsárbrú hafi orðið rétt utan við Selfoss. Fleiri slík dæmi mætti nefna og nær und- antekningarlaust fáum við ábendingar verði okkur á að fara rangt með staðhætti – sem er auðvitað bara mjög gott.“ Orðin hlutlægni og hlutdrægni vefjast fyr- ir mörgum, jafnt útvarpsmönnum sem hlust- endum. Um daginn hringdi hlustandi og kvartaði yfir því að notað hefði verið orðið hlutlægni þar sem hefði átt að segja hlut- drægni. „Það var að vissu leyti rétt hjá hon- um, því þótt orðið hlutlægni hafi verið notað merkti það andhverfu sína. Í fréttinni var tal- að um að ekki hefði verið gætt fyllstu hlut- lægni í tilteknu máli. Það þýðir auðvitað að hlutdrægni hefði verið viðhöfð en orðalagið var varkárara með því að nota ekki og hlut- lægni, því það felur ekki í sér afgerandi full- yrðingu. Viðmælandinn tók reyndar u- beygju í miðju símtali, rétt eins og hann væri Ragnar Reykás, og sagði mér að þarna hefði einmitt verið rétt að nota orðið hlutlægni eins og hann hefði bent á.“ Að lokum má geta þess að stundum hring- ir fólk og biður Önnu Sigríði um að skera úr um málfræðiatriði eins og beygingu orða eða mannanafna, af því að það hafi lent í deilum á Facebook eða í saumaklúbbi eða fjöl- skylduboði. „Sumir biðja mig líka að hnippa í blaðamenn á öðrum fjölmiðlum og/eða býsn- ast við mig yfir því hvað þeir séu illa máli farnir, þeir virðast telja að ég sé málfars- ráðunautur ríkisins eða eitthvað þvíumlíkt.“ FRÉTTASTOFA RÚV Flestar ábendingar eiga fyllilega rétt á sér Morgunblaðið/Golli Getty Images Nær undantekningarlaust fáum við ábend- ingar verði okkur á að fara rangt með staðhætti – sem er bara mjög gott.“ Fréttamenn Ríkisútvarpsins tóku saman nokkur minn- isstæð símtöl sem hafa borist á undanförnum árum. Sigríður segir langflestar ábendingar sem fréttastofu berist bæði gagnlegar og málefnalegar – en hér eru nokkur dæmi um þær skemmtilegustu. Rétt er að geta að sögurnar eru frá ýmsum fréttamönnum. „Eldri maður vildi koma því á framfæri að hann væri búinn að reikna út hvar eldgosið í Fimmvörðuhálsi ætti upptök sín. Hann sagði sögur af því hvernig hann hafði stúderað fyrri eldgos á yngri árum. Ég skrifaði slatta niður áður en hann kom að aðalpunktinum sem var sá að gosið ætti sennilega upptök sín á Melhaga 20.“ „Rétt eftir að Jóhanna Sigurðar- dóttir varð forsætisráðherra hringdi maður til að leiðrétta það að við hefðum talað um Jóhönnu og eig- inkonu hennar, við ættum að sjálf- sögðu við eiginmann. Ég útskýrði málið í fáum orðum og hann þagði í smástund og sagði svo: „Ert þú að segja mér það, ungi maður, að nýr forsætisráð- herra Íslands sé samkynhneigður?“ og bætti svo við að hann þyrfti að melta þetta.“ „Kona nokkur hringdi gjarnan undir kvöld og las fyr- ir okkur löng ljóð. Hún komst gjarnan við yfir lestr- inum og spurði grátandi: „Finnst ykkur þetta ekki fallegt?““ „Góðan dag! Fær maður viðtal við fréttamann áður en maður pantar hann heim til sín? Og kemur hann þá á merktum fréttabíl?“ „Einhvern tímann tók ég á móti símtali frá bloggara. Hann sagði að Jónas Kristjánsson hefði svarað einhverri bloggfærslu frá sér og hann vildi svara fyrir sig í frétt- um RÚV. Þegar honum var tjáð að rétt væri að svara honum á sama vettvangi og að við hefðum engar fréttir flutt um bloggfærslu Jónasar brást hann reiður við og taldi að RÚV ætti að tryggja sér vettvang til að hægt væri að svara honum. Hann skellti svo á í fússi.“ „Fyrir allmörgum ár- um hringdi Vestfirðingur og kvartaði yfir því að það væru einungis sagð- ar neikvæðar fréttir frá Vestfjörðum í Útvarpinu. Hann tók engum rökum þótt reynt væri að malda í móinn og tók sem dæmi úr 8-fréttunum um morguninn: „Þið urðuð auðvitað að koma því að að það væri ófært yfir Steingrímsfjarðarheiði og Hálfdán!“ „Kona nokkur hringdi einu sinni í uppnámi yfir því að allt væri svo neikvætt og hrópaði upp af hverju það hefði aldrei verið gerð frétt um að allir hefðu komist heilu og höldnu í vinnuna sína þann daginn.“ „Eitt af eftirminnilegum símtölum sem ég hef fengið var frá manninum sem sagðist vera geimvera. Sem hann trúlega var þannig að þá var þetta ekki maður. Hann var allavega mun meira sannfærandi en margir sem hafa hringt í mig út af hversdagslegri mál- um. Þar að auki sagðist hann staddur í Norðurárdal og það eru fordæmi fyrir því að þar hafi geimverur dvalið í skamman tíma. Hann lýsti í löngu máli að- stæðum á sinni plánetu, sem ég man því miður ekki nafnið á. Man þó að þar voru landkostir góðir, efna- hagsástand stöðugt og blómlegt menningarlíf. Ástæð- an fyrir því að hann hringdi var að hann vildi gefa Fréttastofu RÚV kost á viðtali áður en hann sneri heim aftur en vandamálið var að hann hafði ekki nema tuttugu mínútur áður en hann yrði sóttur af sínum samplánetungum, að afleggjaranum að Hraunsnefi.“ Minnisstætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.