Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 59
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Sofi Oksanen er höfundur skáld- sögunnar Þegar dúfurnar hurfu, en skáldsaga hennar Hreinsun vakti mikla athygli víða um heim. Þetta er næsta skáldsaga Oks- anen á eftir Hreinsun og hefur, eins og sú bók, fengið mikið lof gagnrýnenda. Það er dýrnætur eiginleiki í Eistlandi á 20. öld að koma sér vel við þá sem stjórna og Edgar kann að skipta litum um leið og nýir ráðamenn gera sig heima- komna, hvort sem það eru Eist- ar sjálfir, Rússar eða þýskir nas- istar. En Edgar býr við stöðugan ótta um að upp um hann komist og þá verða hans nánustu verstu óvinir hans. Sigurður Karlsson þýddi. Ný skáldsaga Oksanen Skáldsagan One Day eftir David Nic- holls sem Bjartur gaf út á íslensku undir nafninu Einn dagur varð á sínum tíma metsölubók víða um heim og gerð var kvikmynd eftir henni með Anne Hat- haway og Jim Sturgess í aðal- hlutverkum. Nú rúmum fimm árum eftir útkomu One Day hefur Nicholls sent frá sér nýja skáldsögu sem nefnist Us og hefur vakið hrifningu gagnrýnenda og var tilnefnd til Booker-verðlaunanna, en var ekki meðal þeirra sex bóka sem komust í úrslit. Us er nú ofarlega á metsölulistum í Bretlandi. Sögumaðurinn í Us, Douglas Pet- ersen 53 ára verður fyrir áfalli þegar eiginkona hans til tuttugu ára tilkynnir honum að hún telji að hjónaband þeirra sé komið að endastöð. Douglas vill allt til vinna til að halda fjölskyldunni saman og fer með konu sinni og fýluleg- um unglingssyni í ferðalag. Heyrst hefur að áhugi sé á að kvikmynda þessa nýju bók og nafn Rus- sells Crowes hefur verið nefnt í því sambandi. David Nicholls, höfundur One Day, virðist ætla að slá í gegn með nýjustu bók sinni Us. Fyrir nokkru sigldi hin geysivinsæla bók Johns Green, The Fault in Our Stars, inn í annað árið sitt í efsta sæti metsölulista Eymundsson yfir erlendar bækur. Þessari ótrúlegu sigurgöngu bókar, sem fjallar um krabbameinssjúka unglinga, er nú lokið því samkvæmt nýjasta met- sölulista Eymundsson yfir erlendar bækur hefur Police eftir Jo Nesbø hrifsað til sín fyrsta sætið. Police er tíunda bók Nesbø um lögreglumanninn Harry Hole, afar spennandi og skemmtileg bók, með alls kyns óvæntum vendingum. Bókin hefur slegið í gegn víða, þar á meðal í Bretlandi og Þýskalandi þar sem hún hefur setið á metsölulistum. Nesbø á fjölda aðdáenda hér á landi sem hafa nú beðið ansi lengi eftir því að nýjustu bækur hans kæmu út í íslenskri þýðingu. Vonandi fer sú bið að styttast. Allavega er ljóst að eftirspurnin er fyrir hendi. Bækur þessa 54 ára gamla norska rithöf- undar hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál og selst í 23 milljónum eintaka. NESBØ SIGRAR GREEN Skáldsaga Steinars Braga, Kata, er líkleg til að verða sú skáldsaga þessarar jóla- vertíðar sem mestar umræð- ur verða um og ekki er víst að allir verði sáttir. Steinar Bragi dregur hvergi af sér í lýsingum og umfjöllun um of- beldi gagnvart konum og hik- ar ekki við að vísa í atburði úr samtímanum. Lesandanum er sannarlega ekki alltaf rótt meðan á lestrinum stendur. Hér er á ferð gríðarlega kraftmikil bók og sláandi lesning. Sláandi lesn- ing frá Steinari Braga Skáldsögur, saga lögmanns og ljóð NÝJAR BÆKUR STEINAR BRAGI SENDIR FRÁ SÉR SKÁLDSÖGU SEM Á ÖRUGGLEGA EFTIR AÐ VERÐA UMTÖLUÐ. BÓK JÓNS STEINARS GUNNLAUGSSONAR HEFUR ÞEGAR VAKIÐ ATHYGLI. ÞÓRARINN ELDJÁRN YRKIR LJÓÐ FYRIR BÖRN. OG NÝ SKÁLDSAGA EFTIR SOFI OKSANEN ER KOMIN ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU. Í krafti sannfæringar - Saga lög- manns og dómara er bók eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, en þar segir hann meðal annars frá lífsskoð- unum sínum og fjallar um feril sinn sem málflytjandi og dómari við Hæstarétt. Jón Steinar er óhrædd- ur við að hafa sterkar skoðanir og kemur þeim á framfæri á afdráttar- lausan hátt. Ýmislegt í þessari bók hefur þegar ratað í fréttir. Sannfæring Jóns Steinars Fuglaþrugl og naflakrafl er ný ljóðabók fyrir börn eftir Þórarin Eldjárn. Hann hefur á liðnum árum verið iðinn við að gleðja börnin með ljóðabókum sínum og víst er að fjölmörg þeirra munu taka þessari nýju bók fagn- andi. Í henni er að finna 21 ljóð og umfjöllunarefnin eru fjölbreytt, en riddarar og sjóræningjar koma meðal annars við sögu. Sigrún Eldjárn gerir skemmtilegar myndir sem prýða bókina. Ný ljóðabók eftir Þórarin fyrir börnin *Öllum liggur á. Allir eru með læti og há-vaða. Aldrei fær maður frið á þessari jörð.Tove Jansson BÓKSALA 08.-14. OKTÓBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Í krafti sannfæringarJón Steinar Gunnlaugsson 2 Handan minningaSally Magnusson 3 Í innsta hringViveca Sten 4 StundarfróOrri Harðarson 5 KataSteinar Bragi 6 NáðarstundHannah Kent 7 Afdalabarn - kiljaGuðrún frá Lundi 8 Þegar dúfurnar hurfuSofi Oksanen 9 Fuglaþrugl og NafnakraflÞórarinn Eldjárn 10 SlaufurRannveig Hafsteinsdóttir Kiljur 1 Í innsta hringViveca Sten 2 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 3 Þegar dúfurnar hurfuSofi Oksanen 4 Lífið að leysaAlice Munro 5 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 6 Amma biður að heilsaFredrik Backman 7 Ævintýraferð fakírsins sem festistinni í Ikea skáp Romain Puértolas 8 BeinahúsiðGuðrún Guðlaugsdóttir 9 KvíðasnillingarnirSverrir Norland 10 Dýrmundur og málið með veginnJón Pálsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Láttu ekki happ úr hendi sleppa. HÖFUNDUR ONE DAY MEÐ NÝJA BÓK Morgunblaðið/Kristinn Jo Nesbø hrifsar til sín fyrsta sætið á met- sölulista Eymundsson yfir erlendar bækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.