Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 41
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 S træti New York borgar skörtuðu sínu fegursta um síðustu helgi þegar ég þeyttist um götur stórborgarinnar á reiðhjóli. Að geta hjólað í bundnum kjól og strigaskóm í 20 stiga hita í október gerir lífið eitthvað svo extra gott. Og þegar mann langar frekar að hjóla og fá smá sól í andlitið í stað þess að vera villuráfandi með vísakort á Fifth Avenue þá hlýtur maður að vera kominn á pínulítið skárri stað í tilverunni. Þegar ég steig af hjólinu og fór að horfa í kringum mig áttaði ég mig á því að ég var alls ekki klædd í samræmi við ráðandi tísku- strauma hjá heitustu New York-skvísunum. Ef ég hefði átt að vera alveg „all in“ í New York-tískunni hefði ég auðvitað verið með hatt á höfðinu, stór sólgleraugu, einhverja súperflotta merkjavörutösku með gullbandi sem ég hefði slengt utan um mig. Svo hefði ég klæðst dragt og verið jafnvel í stórri kápu yfir eða loðvesti úr gerviefni. Við herlegheitin hefði ég auðvitað verið í flat- botna „hestastíg- vélum“ með gull- sylgju á. Auðvitað hefði ég masterað þetta allt ef ég hefði ekki verið á hjólinu … Það að vera á reiðhjóli kallar á allt annan klæða- burð. Það er til dæm- is alveg glatað að hjóla í háhæluðum skóm, þó ég hafi auðvitað prófað það, og svo er alveg vitavonlaust að hjóla með hatt … Fyrir svona spariguggu eins og mig, sem notar einkabílinn sinn tæknilega séð sem úlpu og myndi aldrei geta lifað daginn af í Reykjavík án hans, er þetta dálítið ný upplifun. Að þurfa að klæða sig eftir veðri og vindum er heilmikil áskorun. Það er lítið mál að rata um stræti New York borgar á reiðhjóli en það getur versnað í því þegar komið er inn í önnur hverfi. Einn dag- inn í stórborginni ákvað ég að hjóla til vinkonu minnar sem býr í Brooklyn. Hún sendi mér leiðbeiningar og lagði ég af stað full sjálfs- trausts og komst á leiðarenda eins og alvöru New York gugga. Var meira að segja á undan áætlun sem kom vinkonu minni stórlega á óvart. Það versnaði þó í því á heimleiðinni. Ég hélt að það væri lítið mál að fara bara sömu leið til baka en eitthvað klikkaði á leiðinni og þeg- ar ég var ekki búin að skila mér heim á hótel á réttum tíma var farið að undrast um mig. Þá var ég komin hálfa leið út á JFK, hafði beygt í vitlausa átt, eins og einhver brjálæðingur var ég því hjálmlaus á hjóli í myrkrinu. Sem betur fer á ég góða að og var leiðbeint í gegn- um símann. Þegar heim var komið blasti við mér frétt um að sænska fyr- irsætan Anna Maria Moström, sem tók þátt í Americas Top Model 2005, hefði látist í reiðhjólaslysi í New York í síðustu viku. Hún var keyrð niður af strætó þar sem hún hjólaði um hjálmlaus. Eins gaman og það er að hjóla um stræti stórborgar þá er það á sama tíma hættulegt. Og eins og svona konum eins og mér finnst leiðinlegt að vera með einhvern búnað á hausnum sem klessir niður á manni hárinu þá verður maður að horfast í augu við það að stund- um þarf stællinn að víkja fyrir almennu öryggi. Saga Önnu Mariu ætti að gera það … martamaria@mbl.is Hausttískan frá Gucci er alveg í takt við klæðaburð New York-skvísanna. Anna Maria Moström. Rammvillt og hjálmlaus Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 Mc Planet & 3322 frönsk hönnun haust 2014 Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á ÍslandiFæst í öllum helstu raftækjaverslunum. Removable PlatesGrill • Ný Permacoat húðun, viðloðunarfrí húðun sem veitir 3x lengri endingu • Bakki sem tekur við fitu • Allt að 42% fita lekur af kjötinu Nýju Russell Hobbs(George Foreman) grillin eru komin. Með losanlegum grillplötum sem mega fara í uppþvottavél. 3 stærðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.