Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 S íðasti þingmeirihluti steig stórt skref til að setja hatt ríkisins yfir sjálfstæði fjölmiðla og nú er starfrækt rík- isvædd fjölmiðlanefnd til að byrsta sig við fjölmiðla. Segir í lögunum að „Íslenska ríkið hafi lög- sögu yfir fjölmiðlaveitum.“ Núverandi systurfélög Morg- unblaðsins og Ríkisútvarpsins eru því vatnsveitur, hitaveitur og rafveitur og er ekki í kot vísað. Má bjóða til stofu? Margvíslegar stofnanir sem fara með óþarflega mikið vald núorðið heita gjarnan stofur. Enginn veit af hverju. Löngum könnuðust menn aðeins við „Fréttastofuna“ í þeim tilvikum sem ekki var átt við borðstofuna, betri stofuna eða tannlæknastofuna. Vinstristjórninni sálugu þótti nauð- synlegt að setja taum á fréttamiðlara. Í upphaflegum tillögum mennta- málaráðherrans var gert ráð fyrir að framangreind nefnd skyldi heita Fjöl- miðlastofa. Það breyttist þó í fjöl- miðlanefnd. En það bætir úr að nefndin skal þó hafa samstarf við Neytendastofu. Ekki skal gefið í skyn að margir gamlir og góðir kommar starfi í þeim stofnunum sem nú heita stofur, enda mun líklegra að það gerði næsta grein fyrir neðan þá á vinstri vængn- um, nefnilega stofukommarnir. Þeir værukæru byltingarmenn voru líka stundum kallaðir sófakommar. Sannir byltingarmenn tortryggðu þá dálítið og horft frá hægri kantinum gætti einnig tortryggni, þótt af öðrum toga væri. Þar var sagt sem svo „að mað- ur veit hvar maður hefur kommana, en ekki stofukommana“. Kannski verða fljótlega stofnaðir Samgöngu- sófi, Barnaverndarsófi og Neyt- endasófi, þar sem mannauður leggur sig allan fram allan liðlangan daginn. En grunsemdir höfðu vaknað um að auðlausir „starfsmenn“ hefðu ekki notið nægjanlegrar virðingar áður en þeir, sem hópur, voru hækkaðir upp í að vera mannauður. En þegar hóp- uppsagnir koma til þá er tugum starfsmanna sagt upp, en mannauð- urinn virðist alltaf sleppa, því hann er ekki nefndur. (Ríkisútvarpið hefur að vísu þá sérstöðu að þar fara reglu- bundið fram hópuppsagnir með fjaðraþyt og söng, án þess að nokkuð sparist við það og fátt bendir til að þar fækki í mannauðnum). Sveipast hörðum böndum En nú eru „fjölmiðlaveitur“ svo lán- samar að búa loks við fjölmiðlanefnd, þótt ekki hafi verið upplýst við hvað Það hefur gjörbreyst stofustássið og stofurnar blómstra, en sumt breytist ekki Reykjavíkurbréf 17.10.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.