Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 39
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 *Upphaf Facebook er engin skemmtisaga.Við félagarnir sátum við tölvuna okkar ogforrituðum í sex ár. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook Símsvarar hafa aldrei náð neinni fótfestu hér á landi. Árið 1983 auglýsti Simco-símafyrirtækið mikið í Morgunblaðinu símsvarann Ronex til sölu undir yfirskriftinni „kauplaus starfs- maður“. Var símsvarinn sagður nauðsynlegur starfsmaður hjá öllum minni fyrirtækjum, fé- lagasamtökum og einstaklingum. Virkni símsvarans var einföld. Hann gat tekið niður skilaboð þegar það hringdi út. Þrátt fyrir einfaldleikann var hann sagður hannaður með nýjustu tækni í huga og bjóða upp á fjölmarga kosti sem eldri gerðir símsvara buðu ekki upp á. Hann vó heil 2,7 kíló og fylgdu tvær míní- kassettur með. Þá var hann samþykktur af Pósti og síma og þurfti ekki að borga af honum nein rekstrar- eða leyfisgjöld. Símsvarinn virðist ekki hafa hitt í mark hjá Ís- lendingum því hann var ekkert auglýstur árið eftir. Hann birtist í raun ekki aftur á síðum Morgunblaðsins fyrr en 1989 þegar hann var auglýstur til sölu í smáauglýsingum. Þar var hann auglýstur sem lítið notaður. GAMLA GRÆJAN Ronex- símsvari Ronex-símsvarinn sem auglýstur var á síðum Morgunblaðsins 1983. Jean Armour Polly, rithöfundur og netfrumkvöðull, var sú fyrsta sem notaði frasann „Surfing the Int- ernet“, sem hefur verið þýddur á íslensku sörfa á netinu og þýðir samkvæmt orða- bók Snöru: „Vafra um á netinu, þ.e. flakka á milli vef- síðna.“ Polly skrifaði grein árið 1992 sem birtist í blaði Minnesota- háskólans og var fyrirsögnin Surfing the Internet. Þetta sama ár hafði vefsíðum fjölgað mikið og var fyrri netbólan að hefja sig til flugs. Milljónasta vef- síðan hafði verið skráð þetta sama ár og Polly var mikill áhugamaður um þessa nýju þróun. Ári áður hafði hún stofnað vef- síðuna netmom.com og er sú síða enn í full- um gangi. Er netmom meira að segja orðin skrásett vöru- merki. Á síðunni sinni segir Polly frá því hvernig titillinn kom til. „Ég vildi hafa fyrirsögnina þannig að hún myndi lýsa hvað það væri gam- an að vafra um þennan ókannaða heim. Músamottan mín á þessum tíma var með mynd af brimbretta- kappa að bruna eftir stórri öldu með bros á vör. Þegar ég var búin að prófa margar fyrirsagnir horfði ég á manninn á músamottunni og fékk hugljómun.“ TÖFF TÆKNISTAÐREYND Sörfið kom frá rithöfundi Jean Armour Polly Bandaríkjaher hefur undanfarin tvö ár verið með ómannaða geimflaug, sem nefnist X-37B, á braut um jörðu. Enginn veit af hverju flauginni var skotið á loft og enginn virðist vita hver tilgangur ferðarinnar var en hún er sögð hafa lent á Vandenberg-herflugvellinum í vik- unni. „Þetta verkefni er hernaðarleyndarmál – svo ein- falt er það,“ sagði Chris Hoyler, ofursti og talsmaður bandaríska flughersins, við AFP-fréttastofuna í vikunni. X-37B-flaugin er ómannað geimfar sem getur flogið um sporbaug og lent án þess að mannshöndin komi nokkuð þar nálægt. Hún er þannig nýjasta nýtt þegar kemur að sjálfstýringu á flugvélum og vonast Boeing, sem smíðaði X-37B-flaugina, til að geta nýtt sér upplýs- ingar frá tölvum flaugarinnar til að smíða næstu kynslóð af flugvélum. Á heimasíðu Boeing stendur að hún sé gerð í þeim til- gangi að athuga hvort hægt sé að endurvinna geimrusl sem svífur um himinhvolfin í tonnavís. En eins og með svo mörg hernaðarleyndarmál í Bandaríkjunum hafa samsæriskenningar verið á lofti bæði í blaðaskrifum og á netinu. Þar geta menn sér til um af hverju Bandaríkjaher sendi flaugina af stað, hvort hún sé í raun og veru ekkert nema háþróað vopn eða nýj- asta nýtt í njósnaheiminum og geti njósnað um Norður- Kóreu og Rússland. Fleiri skemmtilegar kenningar hafa einnig verið á lofti, sumar skemmtilegri en aðrar. HIN DULARFULLA X-37B-VÉL KOMIN AFTUR TIL JARÐAR Eitt er víst. X-37B-flaugin fór af stað fyrir tveimur árum og lenti í vikunni. Annað fær almenningur ekki að vita. AFP Samsæriskenn- ingar á lofti Mophie Juice Pack Air Hleðsluhulstur fyrir iPhone 5 og 5s Létt hulstur sem ver símann þinn vel gegn höggum og orkuleysi. Verð12.990.- Kreafunk Bluetooth hátalarar. Dönsk hágæða framleiðsla. Nokkrir litir, Koma í fallegum viðarkössum, tilvalin tækifærisgjöf. Verð frá12.990.- Libratone ZIPP Léttur og einfaldur hátalari með innbyggðri rafhlöðu. AirPlay og PlayDirect tækni til að spila þráðlaust, jafnvel án WiFi nets. Verð84.990.- Tracks Air Þráðlaus hágæða heyrnartól, sem einnig er hægt að nota með snúru. 3 litir Verð 39.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.