Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2014 Þetta eru fyrstu erlendu verðlaunin sem ég hlýt þótt éghafi hlotið viðurkenningar áður. Það er alltaf gaman aðfá klapp á bakið og sérstaklega í Frakklandi þar sem það er mjög erfitt að komast inn á bókamarkaðinn,“ segir Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur en í byrjun október hlaut hann aðalverðlaun á frönsku glæpasagnahátíðinni Festival du polar méditerranéen fyrir skáldsögu sína Feigð sem kom út í fyrra í Frakklandi. Verðlaunin þykja eftirsóknarverð í glæpasagnaheiminum. Hátíðin er haldin í Avignon ár hvert en rithöfundurinn tók við glæsilegum verðlaunagrip úr hendi borgarstjóra Avignon við hátíðlega athöfn undir berum himni í sól og blíðu. Feigð var tilnefnd ásamt átta öðrum skáldsögum frá ýms- um öðrum Evrópulöndum, Belgíu, Frakklandi og Póllandi, sem allar hafa orðið metsölubækur í sínu heimalandi. Feigð er þriðja bók Stefáns sem þýdd er á frönsku en í franskri þýð- ingu nefnist hún Présages. „Ég vonast til að þetta veki athygli á bókinni í Frakklandi og jú, þetta kom mér mjög á óvart. Það var eiginlega allur vindur úr mér því þarna koma þúsundir bóka út á ári hverju og mikil vinna að vekja athygli á sér á fremur lokuðum mark- aði. Þetta er því frábært og ég skynjaði mjög sterkt að dóm- nefndin hafði verið einhuga í þessu vali.“ Ekki er nema vika þar til fjórtánda skáldsaga Stefáns Mána lítur dagsins ljós en hún nefnist Litlu dauðarnir. Hvað getur Stefán Máni sagt lesendum um nýju bókina? „Ég get í það minnsta lofað þeim að koma á óvart, ég reyni yfirleitt að vera fremur óútreiknanlegur. Bókin er drama- tískari en þær sem ég hef skrifað undanfarið og aðalpersón- urnar eru ekki glæpamenn heldur venjulegt fólk og kannski nær hinum almenna lesenda en oft áður.“ julia@mbl.is STEFÁN MÁNI RITHÖFUNDUR ÁNÆGÐUR MEÐ FRÖNSK VERÐLAUN Fyrstu verðlaunin á erlendri grundu Borgarstjóri Avignon afhenti Stefáni Mána aðalverðlaunin á glæpasagnahátíðinni Festival du polar méditerranéen. Fornleifafræðingar í Grikklandi hleyptu ljósmynd- urum og fréttamönnum í vikunni inn í nýja og ókannaða grafhvelfingu sem talin er hafa verið graf- in á tímum Alexanders mikla eða á fjórðu öld fyrir Krist. Uppgröfturinn hefur staðið yfir í tvö ár og er það Katarina Peristeri sem hefur leitt þennan leið- angur. Grafhvelfingin var í hinni fornu borg Amphipolis í norðurhluta Grikklands. Þetta er stærsta grafhvelf- ing sem hefur nokkru sinni fundist í Grikklandi. Inni í hvelfingunni má sjá ótrúlegt mósaíkgólf úr steinum, þriggja metra breitt og hartnær fimm metra langt. „Það er alveg ljóst að hvelfingin var ekki smíðuð fyrir neinn aukvisa,“ sagði Peristeri við AFP- fréttaveituna. Hefur verið giskað á að þarna hvíli Olympias, móðir Alexanders mikla, eða jafnvel Rox- ana, kona hans. FURÐUR VERALDAR Steingólf frá fjórðu öld fyrir Krist Gólfið er gert úr steinum og raðað upp í þessa mynd. Miðjuna vantar en fornleifafræðingar gera sér vonir um að ná að gera við. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Thomas Hobbs breskur heimspekingur. Bill Baily grínisti. Olaf De Fleur leikstjóri Borgríkis. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Bólstraðurmeðmjúku áklæði úr ull og pólýester. Þrír bakpúðar fylgja. L 201 x D72 cm. 199.900 kr. Clayton-sófi Svartur, grár eða hvítur. 24.995 kr. Kopar/messing. 29.995 kr. Ball G9-borðlampi Gulllituð lugt. H 19 cm. 1.795 kr. H 17,5 cm. 1.495 kr. Huracan-lugt Grár eða ljósgrár púði. 40 x 40 cm. 2.995 kr./stk. Origami-púði Dökkgrá eða ljósgrá ábreiða. 130 x 170 cm. 14.995 kr. Square check-ábreiða Kertastjaki úr sementimeð gull-, silfur- eða koparlituðumbotni. H 7 cm. 695 kr. 12 cm. 1.195 kr. Diy-kertastjaki Svört eða hvít plastseta. Fætur úr hvíttaðri eik. 19.900 kr./stk. Paris-stóll HÖNNUN SEM ALLIR GETA NOTIÐ Nýr bæklingur - www.ILVA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.