Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 12
Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is * Leikmennirnir elska að koma heim og spilafyrir þjóðina. Þegar þeir koma saman erþað eins og að sjá skólabekk hittast eftir sumarfrí. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, er ánægður með liðið. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Flestir sem komnir eru til vitsog ára muna vel eftir Sam-bandsverksmiðjunum við Glerána á Akureyri, fjölmennasta vinnustað bæjarins, en þegar best lét störfuðu þar liðlega þúsund manns. Faðir Sögu Jónsdóttur leikkonu og leikskálds, Jón Ingimarsson, vann í verksmiðjunum og var síðan formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks, í áratugi. Saga hefur nú, ásamt Stefaníu Hallbjörnsdóttur, skrifað leikrit um verksmiðjufólkið; gamla Gefjun hefur verið glædd lífi á ný af félögum í Leikfélagi Hörg- dæla. Verksmiðjukrónikan var frumsýnd á fimmtudagskvöldið. Saga leikstýrir á Melum og Stef- anía fer með eitt hlutverkanna. Þær hafa áður unnið saman; Stef- anía fór með hlutverk í Borgar- innunni, verki sem Saga skrifaði og leikstýrði 2012, en þar sagði frá Vilhelmínu Lever, konu sem setti mikinn svip á 19. öldina á Ak- ureyri. „Ég hef aldrei sagt Sögu það, en um leið ég las handritið að Borg- arinnunni vissi ég að mig langaði að vinna meira með þessum rithöf- undi,“ segir Stefanía og hlær, þar sem þær sitja með blaðamanni Morgunblaðsins. Báðar gengu með hugmynd: Saga vildi semja leikrit um fólkið á verksmiðjunum en Stefaníu langaði að fjalla um hernámsárin á Akur- eyri. Fyrir hálfu öðru ári hittust þær, ræddu hugmyndirnar fyrir til- viljun og ákváðu að láta slag standa. „Við vorum dálítið langt hvor frá annarri í fyrstu en nálguðumst fljótt og smullum saman,“ segir Stefanía. Saga segir minningar úr æsku og störf föður hennar í þágu verka- fólks eru hluti skýringar þess að hana langaði að takast á við þetta verkefni. „Ég ólst upp við verka- lýðsbaráttuna. Við áttum heima neðst í Byggðaveginum, rétt fyrir ofan verksmiðjurnar. Ég sá út um eldhúsgluggann þegar fólkið gekk heim í hádegismat og kom aftur til vinnu. Þegar ég fór að finna fyrir því að unga fólkið hér í bænum vissi ekkert um verksmiðjurnar; ekki einu sinni hvar þær voru, fannst mér ég verða að gera þetta,“ segir Saga. „Pabbi var með skrifstofu verkalýðsfélagsins heima um tíma og ég sá því margt fólk koma til hans með sín vandamál. Systkini pabba unnu líka á verk- smiðjunum og ég get ekki hugsað mér að þessi stóri vinnustaður falli í gleymskunnar dá.“ Miðpunktur leikritsins er fjöl- skylda. Faðirinn, systir hans og dóttir vinna öll á Gefjun. „Fleira fólk kemur við sögu, enda eru 20 leikarar í sýningunni,“ segir Saga. „Við lögðumst í mikla heimildar- vinnu,“ segir Stefanía, „en verkið er ekki sagnfræði. Við reynum að fanga tíðarandann og stemninguna í bænum; á þessum tíma var til dæmis ekkert miðjumoð í pólitík- inni. Það voru kommúnistar og svo auðvaldssinnarnir: stríðsgróða- mennirnir.“ Þær ræddu við gamla starfs- menn á verksmiðjunum og nýta sér ýmislegt í frásögnum þeirra. „Eng- in persóna í leikritinu var þó til heldur er þetta allt skáldskapur og hugmyndir koma úr öllum áttum; Saga á ýmsar minningar, gamlar ljósmyndir hafa kveikt hugmyndir og við höfum lesið ýmis gögn,“ segir Stefanía og Saga nefnir til dæmis Bretaþvottinn, sem svo var kallaður. „Það var gullnáma fyrir konur sem margar hverjar eign- uðust peninga í fyrsta skipti. Amma mín þvoði til dæmis af Bretum og eignaðist vini sem héldu sambandi við hana löngu eftir að þeir voru farnir.“ HÖRGÁRDALUR Gefjun glædd lífi VERKSMIÐJUR SÍS Á AKUREYRI ERU MÖRGUM Í FERSKU MINNI EN UNGA KYNSLÓÐIN KEMUR GJARNAN AF FJÖLL- UM, ÞEKKIR BARA VERSLUNARMIÐSTÖÐINA GLERÁRTORG. Fanney Valsdóttir les í bolla í leikritinu. Með henni á myndinni eru Bryndís Sóley Gunnardóttir og Birgitta Bragadóttir. Ljósmynd/Áslaug Ólöf Stefánsdóttir Saga Geirdal Jónsdóttir leikstjóri og Stefanía E. Hallbjörnsdóttir, einn leik- aranna. Saman skrifuðu þær handritið að Verksmiðjukrónikunni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson UM ALLT LAND RAN A Stór á unni í vikun refilsins í 5 þú kemmtilega vildi til að rðardóttir úr Fljóts á ferðinni, en Helga hefur verið einn all íð b j ð var að sauma og hefur hú síðan í febrúar 2013. Helg valdi hún sér pakka með m Nú hafa yfir 30 metrar ve saumaskapurinn gengur fr NESKAUPSTAÐUR Steinasafni Karls heitins Hjelm verður komið í Neskaupstað. Hann var virkur í safnamálu g gí Safnahúsinu á ve um Féla svið yfirsetu ning safnsins ogVeraldarvinir sjá um flut iðeng fyrir safnum að ræða mikinn f fallegra steina sem fundnir voru að stórum hluta á Austurlan ÞJÓRSÁRDALUR Framkvæmdir ganga vel við Hjálparf eru tröppur og pallar fy verfi hans. Lagðumh þola betur sívaxan við Hjálparfo ÞÓRSHÖFN Framkvæmdir eru hafnar við að laga l hú ið á Þó höf á er sta húsið v miklum m dáða, það verðu húsið þar sem fl farin,“ segir á ve BÍLDUDALUR Leikfélagið Baldur á Bíld þegar það frumsýnir leik urshaga um helgina, að því er bb.is se erkum eru tve af burðarásum félagsins , Hannes Friðriksson og Þuríður Sigurmunds urinndkstjóri er Bíld æling Elfar Logi Hannesson og í fyrsta sinn sem hann leikstýrir hjá félaginu. Fað hans fer með annað aða ð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.