Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 13
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 GLERAUGNABANKINN BOLABANKINN KOLAPORTINU Mikið úrval af bæði plús og mínus gleraugum, sólgleraugum f. bæði dömur og herra, Polaroid sólgleraugu Hljómsveita - Víkinga - Glow in the dark bolir í miklu úrvali. Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17 Ekki voru þó allir hrifnir. „Talað var um Bretaþvottinn sem lauslæt- ishvata og hann var eitur í beinum mjög margra. Það urðu miklar deilur um þetta í blöðunum,“ segir Stefanía. „Breytingin sem varð á þessum tíma er mjög áhugaverð í kynjafræðilegu samhengi; margir dyr opnuðust við breyttar að- stæður, konur fóru að vinna fyrir sér og opnuðu til dæmis kaffihús og veitingahús.“ Alls koma um 40 manns að sýn- ingunni á Melum að þessu sinni, þar af standa 20 á sviðinu. Æft hefur verið í sjö vikur, sex daga vikunnar, fjóra tíma í senn. „Þetta er kraftmikið félag en það er of- boðsleg vinna við að setja upp eitt svona verk og til þess að fólk missi hreinlega ekki móðinn höfum við ekki sett upp sýningu á hverju ári heldur annað hvert og það gengur vel,“ segir leikarinn og leikskáldið Stefanía. Hús Gefjunar haustið 2006, skömmu áður en þau voru jöfnuð við jörðu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Alþýðulistamaðurinn Samúel Jóns- son á bænum Brautarholti í Sel- árdal í Arnarfirði lést 1969 og skildi eftir sig fjölda listaverka. Eftir að hann lést lágu byggingar Samúels og verk undir skemmdum í mörg ár en nú er bjartara yfir staðnum. Félag var stofnað fyrir tæpum aldarfjórðungi í þeim tilgangi að stuðla að endurreisn og viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels og kynna verk hans innan lands sem utan og var mikilvægum áfanga náð í haust þegar endurgert íbúðarhús varð fokhelt; hús lista- mannsins með barnshjartað, eins og Samúel var jafnan kallaður. Íbúð og vinnuaðstaða verður fyr- ir lista- og fræðimenn í húsinu. Gamla íbúðarhúsið var orðið ónýtt og tekið niður 2009 en hið nýja, sem teiknað var af Sigurði Pálma Ásbergssyni, byggt í hlutum hjá TV verki á Tálknafirði og flutt á stað- inn. Kirkja sem Samúel byggði stendur enn. Engin aðstaða hefur verið fyrir ferðamenn í Selárdal og mun hús Samúels því bæta úr brýnni þörf. Þar er áformað að verði kaffi- og minjagripasala. Félagið hóf viðgerðir á listaverk- um Samúels árið 2004 í samstarfi við landbúnaðarráðuneytið. Gerhard König myndhöggvari tók að sér verkstjórn og hefur unnið að við- gerðum í Selárdal í áratug og nokkur undanfarin ár hefur hópur sjálf- boðaliða frá ýms- um löndum, listnemar á vegum sam- takanna Seeds, unnið á staðnum undir stjórn Gerhards. Næsta skref er að innrétta húsið og leitar félagið nú fjár- magns til þess. Í vor var haldin svokölluð Sam- bahátíð í Iðnó og slíkar söfnunarhá- tíðir gætu orðið fleiri. Unnið er að vefsíðu og skráningu á listaverkum Samúels á vegum félags- ins sem áður var nefnt. Mikill áhugi er á verkum hans, að sögn Ólafs Jóhanns Engilbertssonar stjórnarnar- manns, en upplýsingar hefur skort. Fjöldi verka Samúels er í einkaeigu og eru eig- endur hvattir til að hafa samband við félagið í gegnum síðuna sogumidl- un.is, eða Listasafn Samúels á Facebo- ok, svo hægt sé að skrá verkin og ljós- mynda þau. SELÁRDALUR Í ARNARFIRÐI Hús „listamannsins með barnshjartað“ fokhelt MIKILL ÁHUGI ER FYRIR LISTAVERKUM SAMÚELS JÓNSSONAR OG BJART YFIR STAÐNUM Á NÝ Eftirgerð húss listamannsins Samúels Jónssonar sem varð fokhelt í sumar. Álíka margir komu að Minjasafninu að Bustarfelli í sumar og í fyrra. Eftir að nýr vegur um Vopnafjarð- arheiði var tekinn í notkun 2013 er staðurinn ekki lengur í alfaraleið en engu að síður vinsæll. Margir heim að Bustarfelli Nær öruggt er að Almarsbakarí kaupi Hverabakarí í Hveragerði. Fyrirtækið Almarsbakari er með starfsemi í Hveragerði, Þorlákshöfn og Selfossi og hyggur á breyt- ingar á bakaríi og konditori sínu á Selfossi skv. Sunnlenska. Almar kaupir Hverabakarí Rekstur gosminjasýningarinnar Eldheima í Vestmannaeyjum hefur gengið afar vel. Opnað var í júní á þessu ári og síðan hafa 23.000 greitt aðgangseyri en áætlanir gerðu ráð fyrir að 16.000 manns þyrftu að koma árlega til að standa undir rekstri safnsins. Kristín Jóhannsdóttir, forstöðu- maður Eldheima, kynnti starfsem- ina í bæjarráði Vestmannaeyja ný- verið og þar var sérstakri ánægju lýst með að sýningunni er jafnvel fagnað af heimamönnum og gestum. Kristín benti á það á fundinum að afar jákvæðar umsagnir hefðu birst um Eldheima á Tripadvisor á net- inu og víðar á vettvangi faglegrar umfjöllunar um söfn og ferðaþjón- ustu. Nú er unnið að því að setja upp sýningu tengda gosinu í Surtsey 1963 í Eldheimum og verður hún stofnsett og síðan rekin í samstarfi við Umhverfisstofnun. Hönnuður sýningarinnar er Axel Hallkell Jó- hannesson sem einnig er hönnuður Eldheimasýningarinnar um Heima- eyjagosið. Stefnt er að því að opna þann hluta sem tileinkaður verður Surts- ey 14. nóvember, þegar 51 ár verð- ur liðið frá því eyjan varð til í neð- ansjávargosi. VESTMANNAEYJAR Morgunblaðið/Óskar Friðriksson Frábærar móttökur Starfsmannafélagið í Sam- bandsverksmiðjunum var gríðarlega öflugt á sínum tíma, segja þær Saga og Stefanía. „Ég hugsa að þetta hljóti að vera einsdæmi; starfsmannafélagið setti upp leiksýningar, haldin voru skáknámskeið og ráðinn var fimleikakennari svo dæmi séu tekin,“ segir Saga. Stefanía segir stórkostlegt að fletta gömlum fundargerðarbókum, frá því um og eftir 1940. „Þær eru algjört gull. Það væri hægt að skrifa mörg leikrit upp úr þessum bókum!“ SAMVINNA Ótrúlegt félagslíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.