Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/Eggert Frá vinstri: Sigurður Hólmar Karlsson fíkniefnaráðgjafi, Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur í slysa- og bráðalækningum, Ragn- heiður Guðfinna Guðnadóttir sálfræðingur, Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir félagsráðgjafi. H ópurinn sem ég bauð heim eru vinnufélagar mínir en við störf- um öll hjá Streituskólanum en erum engu að síður öll úr ólík- um áttum og með ólíkan bakgrunn, læknar, félagsráðgjafar, fíkniefnaefnaráðgjafi og ég er með meistaragráðu í félags- og vinnusálfræði,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir. Ragnheiði Guðfinnu þykir mjög gaman að eyða deginum í eldhúsinu, blanda einhverju ólíku saman og upplifa útkomuna. „Oftast tekst þetta nú ágætlega, svo á ég líka svo magnaðan unnusta sem er virkilega dugleg- ur og klár í eldhúsinu og við vinnum þetta vel saman. Við skötuhjúin erum líka mjög dugleg að skiptast á og einnig skiptum við með okkur verkum enda fer best á því; styrkleikar hvers og eins fá þá að njóta sín í því sem maður er hæfastur til að gera.“ Það er nú kannski við hæfi að spyrja konu sem starfar við að hjálpa fólki við að losa um stress hvernig eigi að halda stresslaust matarboð? „Ég get fullyrt að þetta hafi verið stress- laust matarboð,“ segir Ragnheiður Guðfinna og hlær. „Ég bar ekkert fram sem var heitt og var þannig ekki að stressa mig á því að láta allt smella í eldamennskunni þannig að allt væri klárt á réttum tíma. Ég gat undirbúið matinn frá morgni og notið þess og nýtti þennan sunnudag líka til að fara með börnunum mínum í göngutúr og gera eitthvað annað skemmtilegt.“ Hópurinn í heild var ánægður með kvöldið. Hvað hafði Ragnheiður Guðfinna í huga þegar hún ákvað matseðil kvöldsins? „Ég vildi bjóða upp á holla ævintýraferð fyrir bragðlaukana og veit ekki betur en að þetta hafi runnið ljúflega niður. Það voru heldur engir afgangar sem boðar gott, ekki satt? Ég heyrði líka mörg „mmm“ og meira að segja voru tveir sem alla jafna þola ekki crème brulée en klár- uðu mitt og þá fannst mér sigurinn unninn!“ RAGNHEIÐUR GUÐFINNA BÝÐUR HEIM Afslappað matarboð * „Meira aðsegja vorutveir sem alla jafna þola ekki crème brulée en kláruðu mitt og þá fannst mér sigurinn unn- inn!“ ÞAÐ VAR ÁKVEÐIÐ ÞEMA Í MATARBOÐI RAGNHEIÐAR GUÐFINNU GUÐNADÓTTUR, SEM VAR „EKKERT STRESS“ OG MATSEÐILLINN HANNAÐUR ÚT FRÁ ÞVÍ AÐ KVÖLDIÐ VÆRI AFSLAPPAÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Granateplum raðað á diskana. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Matur og drykkir 1 heil önd 1 búnt salanovasalat ½ grænkálsbúnt 2 lúkur spínat 250 g villihrísgrjón, soðin 1 granatepli 1 lúka furuhnetur 1 lítið búnt vorlaukur 2 stk. kumquats (eru pínulitlar mandarínur) eða venjulegar mandarínur eða appelsínur, skornar í sneiðar 2 tómatar, skornir í sneiðar 1 límóna, safinn ferskt kóríander eftir smekk pekingandarsósa, keypt tilbúin Látið öndina þiðna í kæli í sólarhring og skolið hana vel og þerrið. Kryddið eftir smekk og eldið á grind í skúffu í ofni við 200°C í 25 mínútur og lækkið í 170°C. Eldið hana áfram í 45 mínútur en kjarnhitinn á að vera um 72°C. Rífið kjötið niður af öndinni og notið skinn og fitu líka sem gefur gott bragð. Veltið kjötinu elduðu upp úr pekingandarsósu. Setjið 2-3 msk. af villihrísgrjónum á hvern disk. Legg- ið rifið ferskt grænkálið, salanova-salatið og spínatið þar ofan á og klippið yfir ferskt kóríander og vorlauk. Stráið mandarínunum yfir, furuhnetum og fræjum úr granateplinu, 2-3 sneiðum af mandarínum og leggið kjötið þá yfir allt og stráið smá pekingandarsósu yfir aftur. Kreistið safa úr límónu að lokum yfir hvern disk. Andasalat á villihrís- grjónabeði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.