Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Matur og drykkir L ucas Keller og Íris Ann Sigurðardóttir eru eig- endur veitingastaðarins Coocoo’s Nest sem stað- settur er úti á Granda en þau fagna um þessar mundir eins árs afmæli staðarins. Súrdeigsbrauðið á veitingastaðnum Coocoo’s Nest hef- ur vakið mikla lukku frá því að staðurinn var opnaður. „Það sem einkennir súrdeigsbrauð er súrinn sjálfur sem er búinn til og látinn gerjast. Súrdeigsbrauð er gerlaust brauð en í það er aðeins notað hveiti, vatn og salt. Hrá- efnin eru einföld en aðferðin er aðeins flóknari,“ segir Íris. Súrdeigsbrauðið er aldagömul aðferð sem kemur frá Egyptalandi. Vinsældir brauðsins færðust til Evrópu og talið er að franskir bakarar hafi fyrst kynnt aðferðina í Norður-Kaliforníu sem varð og er enn í dag stór hluti af menningunni í San Francisco. „Biblían hans Lucasar er einmitt bók sem heitir Tartine eftir Chad Robertson, sem er eigandi eins vinsælasta bakarís í San Francisco þar sem súrdeigsbrauðið leikur aðalhlutverkið í vinsæld- um þess. Fyrir alla brauðáhugamenn þá mælum við með þessari bók,“ segir Íris en hægt er að nálgast bókina á Amazon. Að mati Írisar og Lucasar er súrdeigsbrauðið með bestu brauðum sem hægt er að fá, bæði hollt og gott. „Súrdeig er í raun það sem ætti að kalla venjulegt því þar er stuðst við aldagamla aðferð. Brauðið sem við þekkjum sem „venjulegt“ brauð í dag kom í raun löngu síðar til sögunnar. Það er miklu meira en uppskrift sem þarf til að gera súrdeigsbrauð. Aðalinnihaldsefnið er ást, eins mikil klisja og það er – þá er það satt!“ Íris er menntaður ljósmyndari og Lucas mat- reiðslumaður og listamaður frá Kaliforníu. Þau kynntust á Ítalíu þar sem þau voru bæði í námi og fyrr en varði voru þau búin að opna veitingastað saman. Þau eru ánægð með viðbrögðin sem þau hafa fengið við staðnum: „Það hefur verið gott flæði af fólki og ef eitthvað er þá komast oft ekki allir að sem vilja, sem er í rauninni lúx- usvandamál. Við erum afar þakklát fyrir allan stuðning- inn og fyrir föstu viðskiptavini okkar,“ segir Íris Ann. „Þetta hefur allavega farið vel af stað og við hlökkum bara til framhaldsins. Við elskum umhverfið okkar, það er ekkert nema áhugavert og vinalegt fólk sem vinnur hérna á þessu svæði. Það hefur líka verið gaman að taka þátt í uppbyggingunni hér úti á Granda. Við héldum að það myndi kannski taka smá tíma að það myndi lifna við en það hefur ekki verið vandmálið. Við fundum strax fyrir því að fólk var spennt fyrir nýju umhverfi.“ Lucas Keller og Íris Ann Sigurðardóttir ásamt syni sínum Óðni. Morgunblaðið/Ómar VENJULEGT BRAUÐ KOM MUN SEINNA TIL SÖGUNNAR EN SÚRDEIGIÐ Súrdeigsbrauðið aldagömul aðferð VEITINGASTAÐURINN COOCOO’S NEST HEFUR VAKIÐ MIKLA LUKKU ALLT FRÁ ÞVÍ HANN VAR OPNAÐUR Í VERBÚÐUNUM ÚTI Á GRANDA FYRIR ÁRI. SÚRDEIGSBRAUÐ STAÐARINS ER ORÐIÐ FRÆGT OG AFAR EFTIRSÓTT, ENDA VIRKILEGA LJÚFFENGT. ÞAÐ ER ÞÓ ÖR- LÍTIÐ FLÓKIÐ AÐ BÚA ÞAÐ TIL EN MEÐ VANDVIRKNI GETUR HVER SEM ER BÚIÐ ÞAÐ TIL. EIGENDURNIR ÍRIS OG LUCAS ERU ÁNÆGÐ MEÐ UMHVERFIÐ OG SEGJA ÞAÐ GAMAN AÐ FÁ AÐ TAKA ÞÁTT Í UPPBYGGINGU HVERFISINS. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.