Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Lóðin nýtt til að minnka skuldir Saga byggingar Útvarpshúss-ins við Efstaleiti spannar umfjóra áratugi. Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 og sjónvarps- hlutinn bættist við 1966, en það var árið 1970 – á 40 á afmæli stofn- unarinnar – að sett var á fót bygg- ingarnefnd til að skoða möguleika á nýbyggingu fyrir starfsemi Rík- isútvarpsins. Áður höfðu verið hug- myndir uppi um að byggja hús undir starfsemina þar sem Þjóð- arbókhlaðan stendur nú. Þar var búið að teikna hús en fallið var frá þeirri staðsetningu. Arkitektarnir Vilhjálmur Hjálm- arsson og Helgi Hjálmarsson voru ráðnir til verksins en fyrsta skóflu- stungan var ekki tekin fyrr en árið 1978. Tafirnar stöfuðu að hluta af ágreiningi um hvernig greiða skyldi fyrir framkvæmdirnar. En teikning af Útvarpshúsinu var svo samþykkt í ársbyrjun 1980. Sjö ár- um síðar fluttist útvarpið í húsið. Síðar átti eftir að standa nokkur styr um flutning Sjónvarpsins úr húsnæði sínu á Laugavegi 176 í Efstaleitið, en það flutti árið 2000. Við þá flutninga var einnig deilt um kostnað auk þess sem margir höfðu efasemdir um að starfsemi útvarps og sjónvarps ætti heima undir sama þaki. Grunnhugsunin var að hafa opin rými Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt hússins, segir að sér lítist vel á að nú skuli efnt til samkeppni um nýt- ingu hinnar gríðarstóru lóðar. Aldrei hafi staðið til að stofnunin fyllti alveg út í lóðina. „Við vorum upphaflega beðnir um að teikna hús fyrir Útvarpið. Þegar við könnuðum hvort útvarp og sjónvarp ættu að vera á sama svæði var svarið að það væri ekk- ert óskynsamlegt. Það var þá sem við gerðum svokallað „masterplan“ sem tók mið af því besta sem við höfðum kynnst erlendis,“ útskýrir Vilhjálmur í samtali. Írskir sérfræðingar, arkitektar og tæknimenn, höfðu verið fengnir til ráðgjafar. „Við hönnuðirnir skoðuðum útvarpsbyggingarnar í Dyflinni auk þess að kynna okkur svipuð hús í Finnlandi og Dan- mörku.“ Upphaflega átti að vera stór tónleikasalur í húsinu, sem gæti tekið allt að 300 áhorfendur. Frá því var þó horfið en plássið sem átti að fara í salinn nýtt undir stóra upptökusal Sjónvarpsins. Árið 1980 þegar teikningar húss- ins voru samþykktar störfuðu 91 hjá útvarpinu og 144 hjá sjónvarp- inu, að því er fram kom í grein í Morgunblaðinu frá 1996 þar sem ítarlega var fjallað um bygging- arsögu hússins. Árið 1996 var starfsmannafjöldi hins vegar kom- inn upp í 175 hjá útvarpi og 205 hjá sjónvarpi. Að sögn Vilhjálms var heilmikið mál að koma öllum starfsmönnum fyrir þegar flutningarnir voru árið 2000, en allt hafi gengið upp á end- anum. „Það var hluti af grundvall- arhugsuninni í þessu að það væri sveigjanleiki í húsinu. Þú hleypur ekkert með stúdíóin en hugmyndin var alltaf sú að það væru sem fæstar lokaðar skrifstofur en sem mest af opnum rýmum. Ég hannaði því ákveðið færanlegt veggjakerfi svo sveigjanleikinn væri sem mest- ur. Þetta er ekkert venjulegt skrif- stofuhúsnæði,“ segir Vilhjálmur. Sveigjanleikinn í húsinu kom sér til að mynda vel í sumar þegar far- ið var í það verkefni að rýma 1.000 fermetra skrifstofuhluta, á 4. og 5. hæð, og koma öllu núverandi starfsfólki fyrir á aðalhæð hússins. Heildarstærð Útvarpshússins er 16.300 fermetrar. Oft hefur verið nefnt að húsið hafi í raun átt að vera miklu stærra. Vilhjálmur segir það ekki alls kostar rétt, það hafi aldrei ver- ið hugmyndin að húsið væri mikið stærra en það er nú. Arkitektarnir hafi hins vegar verið fengnir til að stilla upp nokkurs konar analísu á því hvernig húsnæðið gæti mögu- lega þróast ef starfsemin færi að hlaða utan á sig. Á þeim tíma sem húsið var teiknað var ekki vitað hvernig fjölmiðlar myndu þróast eða hversu mikið rými þyrfti undir starfsemina til frambúðar. RÚV fékk upphaflega alla lóðina sem markast af Bústaðavegi í suðri, Listabraut í norðri, Háaleit- isbraut í austri og Efstaleiti í vestri en löngu er orðið ljóst að ekki verður þörf fyrir allt það rými undir starfsemina. Heilsugæsla, lögfræðistofa, skrifstofur og göngu- deild SÁÁ og höfuðstöðvar Rauða krossins hafa nú þegar risið á lóð- inni. Vilhjálmur segist spenntur að sjá hvaða hugmyndir um frekari nýtingu lóðarinnar komi út úr sam- keppninni. Í tilkynningu frá RÚV segir að ákvörðun borgarráðs um að efna til skipulagssamkeppni á lóðinni við Efstaleiti sé mikilvægur áfangi í að leysa fjárhagsvanda RÚV auk þess sem hún styðji við markmið borg- arinnar um að þétta byggð og fjölga leiguíbúðum. Efnt verður til sam- keppni um nýtingu lóðar Útvarpshússins og hefur borgarstjóri sérstaklega talað um fjölgun leigu- íbúða í því samhengi. Morgunblaðið/Ómar ÍBÚÐIR GÆTU RISIÐ Á LÓÐ ÚTVARPSHÚSSINS Í EFSTALEITI Í FRAMTÍÐINNI EN BORGARRÁÐ HEFUR NÚ SAMÞYKKT AÐ EFNA TIL SKIPU- LAGSSAMKEPPNI Á LÓÐINNI. FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN VAR TEKIN AÐ HÚSINU 1978 EN ÞAÐ VAR EKKI FYRR EN UM ALDAMÓT AÐ BÆÐI ÚTVARP OG SJÓNVARP VORU SAMEINUÐ ÞAR UNDIR EINU ÞAKI. ARKITEKT ÚTVARPSHÚSSINS LÍST VEL Á AÐ FARIÐ VERÐI Í SAM- KEPPNI UM NÝTINGU ÞEIRRAR STÓRU LÓÐAR SEM HÚSIÐ STENDUR Á. BYGGINGARSAGA HÚSSINS NÆR AFTUR TIL ÁRSINS 1970. Ávinningur af breyttu skipulagi á lóð Útvarpshússins í Efstaleiti verður nýttur til að grynnka á skuldum sem RÚV hefur safnað upp. Í Tímanum hinn 29. nóvember 1970 birtist frétt um það að Kópavogs- bær vildi fá Útvarpshúsið til sín. Ekki var orðið við því. Hinn 28. ágúst 1974 birtist frétt á baksíðu Morgunblaðsins um að Vilhjálmi Hjálmarssyni, þáverandi menntamálaráðherra (og alnafna arkitekts hússins) hefði verið afhent skófla sem hvatning til að hraða bygg- ingu Útvarpshúss. Það var forveri hans í embætti, Gylfi Þ. Gíslason, sem tók upphaflega ákvörðun um að hefja byggingu hússins, skipaði bygging- arnefndina og réði arkitekta til starfa. *Útvarpið var til húsa á Skúlagötu 4 þar til í júní 1987þegar útvarpshúsið í Efstaleiti var vígt. Starfsemi Sjón-varps fluttist ekki í Efstaleitið fyrr en aldamótaárið 2000.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.