Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög
og flakk *Í Burj Khalifa-turninum í Dúbaí, sem er 829m hár og hæsta bygging heims, var opnuð ívikunni útsýnishæð á 148. hæð. Klippt var áborðann að viðstöddum fulltrúum fráHeimsmetabók Guinness enda hæðin í 555metra hæð sem er heimsmet. Áður var út-sýnishæðin á Canton-turninum í Guangzhou-
héraði í Kína sú sem var í hæstu hæðum.
Hún var í 488 metra hæð.
Útsýnishæð opnuð í Burj Khalifa
Vikan var bæði gleði og sorg. Það var frábært að báðir A-
landsleikirnir í fótbolta unnust og ótrúlegur stuðningur frá
þjóðinni. Íslenski fiskurinn gerði mig svo enn hamingusamari.
Rétt eftir að hafa kyngt síðasta bitanum kom sú hugsun upp í
kollinum á mér að rjúpnavertíðin væri að hefjast á Íslandi. Ég
þarf hins vegar að fara aftur til Jótlands, troða danskri kartöflu
í hálsinn og öskra dönskuna á knattspyrnuvöllum baunalands-
ins. Við fjölskyldan verðum því að treysta á að faðir minn
bjargi jólamatnum enn eitt árið.
Annars höfum við fjölskyldan það rosalega gott hérna rétt við
landamæri Þýskalands. Hér er gott hitastig og hreint loft leikur
um lungu okkar. Sjáumst í desember!
Ha det godt – Hallgrímur Jónasson og fjölskylda
Fjölskyldan samankomin. Harpa Hermannsdóttir, börnin Jónas Ari og Dag-
björt Bára ásamt Hallgrími í sólskinsskapi í Danmörku.
Hallgrímur kemst ekki þetta árið
til rjúpna, frekar en undanfarin ár.
Gleði og sorg landsliðsmanns
Hallgrímur með landsliðinu fyrir
leikinn gegn Hollandi.
PÓSTKORT F
RÁ JÓTLAND
I
S
andbað er ævaforn meðferð við ýmsum kvillum
og hafa íbúar Marokkó og fleiri ríkja í Afríku
notast við slík böð. Yfirleitt er farið í slíkt bað
yfir heitustu mánuðina, júlí og ágúst.
Aðferðin er frekar einföld. Hola er grafin í eyði-
merkursandinn og skilin eftir opin meðan hún hitnar
í steikjandi sólinni. Þegar sandurinn ofan í holunni er
orðinn nógu heitur er gestum vísað ofan í og þeir
látnir leggast og sjóðheitum sandi mokað yfir. Andlit-
ið er að sjálfsögðu skilið eftir ofanjarðar.
Meðferðin tekur rúmlega tíu mínútur og kostar tíu
evrur eða rúmlega 1.500 krónur. Ef viðkomandi þolir
að vera meira en tíu mínútur ofan í má hann það,
annars er hann grafinn upp og látinn í heita ábreiðu
þannig að líkaminn fái ekki sjokk við að fara upp úr.
Eftir rúma klukkustund með ábreiðuna yfir sér á að
fara í sturtu og skola sandinn af sér.
Heimamenn hafa mikla trú á þessari meðferð og
segir Abdessalam Sadoq, sem eitt sinn var hirðingi
en sér núna um að grafa ferðamenn í Merzouga-
eyðimörkina, að þessar tíu mínútur geti gert krafta-
verk. „Við trúum því að þetta geti lagað blóðþrýsting,
liðverki, verki í baki og vöðvabólgu. Fólk kemur hing-
að til að upplifa sandbaðið og líka til að smakka á
innlendum mat sem við gerum úr lækningajurtum og
plöntum,“ sagði Sadoq í viðtali við AFP-fréttastofuna.
Sandbaðið virkar líkt og að taka langt gufubað.
Líkaminn losar sig við eiturefni með svitanum og
hreinsar sig. Gestir eru ekki bara innlenndir heldur
er baðið farið að slá í gegn meðal þeirra rúmlega tíu
milljóna erlendra ferðamanna sem heimsækja landið
árlega en gríðarleg uppbygging á sér nú stað í Mar-
okkó gagnvart væntanlegum ferðamönnum.
Stefna yfirvöld þar í landi á að fjölga ferðamönnum
í 16 milljónir árið 2020. Flug frá London til Marokkó
tekur rúma þrjá og hálfan tíma.
AFP
NÝTT HEILSUÆÐI BYGGT Á FORNUM GRUNNI
Eyðimerkursandbað í Marokkó
ÞEGAR KEMUR AÐ HEILSUTÚRISMA ER
MAROKKÓ Á TOPPNUM, BÆÐI Í NORÐ-
UR-AFRÍKU OG MIÐ-AUSTURLÖNDUM.
SLÍKUR TÚRISMI HEFUR AUKIST Í LAND-
INU UM 67% SÍÐAN 2007. NÚ FLYKKJAST
MENN OG KONUR TIL MERZOUGA-
EYÐIMERKURINNAR TIL AÐ FARA Í TÍU
MÍNÚTNA SANDBAÐ.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is