Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 35
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Súrinn sem notaður er til þess að búa til súrdeigsbrauð, þarf að hugsa afskaplega vel um. Einhverjir hafa líkt súrnum við gæludýr, því það þarf að fæða hann á hverjum degi. Ef súrinn fær ekki næringu á hverjum degi, eyðileggst hann og þá þarf að byrja upp á nýtt. Þegar vatn og hveiti blandast saman gerjast blandan sem býr til súr sem notaður er til að búa til brauðið. Hveitið og vatnið örvar fram náttúrulegar bakteríur sem gerir brauðið að súrdeigsbrauði. Undirbúningur: Til þess að fá súrinn í brauðinu er byrjað á því að blanda 700 gr. heilhveiti og 700 gr. hveiti. Við not- um gróft heilhveiti og bakaríhveiti. Blandið vel saman. Ekki er öll hveitiblandan notuð strax en þú munt þurfa á henni að halda þegar kemur að því að mata súrinn. Takið nýja skál og blandið saman 300 gr. af hveitiblöndunni við 300 gr. af volgu vatni og látið liggja í skálinni með viskustykki yfir við stofuhita í tvo daga. Eftir tvo daga verður efsta lag deigsins stundum örlítið stökkt en þá þarf að fjarlægja með skeið og henda. Varist að láta brauðið verða kalt á meðan! Ekki hafa það t.d. við glugga þar sem hitastig breytist. Látið deigið liggja í einn dag til viðbótar ef þörf krefur, eða þar til fer að finnast súr keimur og fer að myndast gaskúlur í deiginu. Þá er deigið aðeins rjómakennt og blautt ennþá, þá er það tilbúið í næsta skref sem er að mata súrinn. Að næra súrinn: Takið 75 gr. af undirbúnings- blöndunni og setjið í aðra skál. Bætið við um 150 gr. af hveiti- blöndunni sem var gerð í fyrsta skrefinu og 150 gr. af volgu vatni. Endurtakið þetta á sama tíma á hverjum degi í viku, passið að deig- ið lyfti sér og falli við að fá ábót. Þetta ferli er til að næra og styrkja súrinn. Gott er að fylgjast með því, finna lyktina og kynnast hegðun þess. (Sjálfur gerði Lucas þetta í mán- uð, áður en hann hófst handa við að útbúa brauðið, en vika er alveg nógur tími að þeirra sögn). Í raun er súrdeigsaðferðin svipuð gerlun og að búa til jógúrt eða bjór til dæmis frá grunni. Eftir viku ætti súrinn að lykta eins og epli, perur eða einhvers- konar sætuilmur. Daginn sem þú ætlar að baka, þarftu að búa til eitthvað sem kall- ast „leaven“ sem er nokkurskonar grunnur að súrdeiginu eða fyrsta skrefið í bakstrinum. Þá er hlutfall af súrnum tekið og sett í skál (Þetta er það sem mun láta brauðið þitt lyftast og stjórnar lokaútkomunni og bragðinu á brauðinu). Þú tekur hluta af þroskaða súr- deiginu án þess að henda neinu burtu eins og gert var áður. Bland- ar 150 gr. af vatni og 150 gr. af hveitiblöndunni. Þetta er sett í skál og látið vera í ca. 2 tíma. Gott ráð til að athuga hvort deigið sé tilbúið til baksturs, er að taka hluta af deiginu og setja það í skál með vatni við stofuhita – ef það flýtur, þá er það tilbúið, ef ekki þá sekkur það og þarf því aðeins meiri tíma til að jafna sig. Súrdeigsbrauðið bakað: Þegar súrinn er tilbúinn er hægt að útbúa súrdeigsbrauð. Notið 200 gr. af „leaven“, 750 gr. af volgu vatni, 850 gr. bakaríhveiti eða venjulegt hveiti, 100 gr. gróft heilhveiti og 50 gr. af semalínahveiti (Restin af súrnum er geymd fram að næstu brauðgerð og þannig er hringrásinni haldið gangandi. Mun- ið bara að næra súrinn á hverjum degi eins og áður kom fram). Blandið öllu hráefninu saman með höndunum þar til engir þurrir blettir eru á deiginu. Leyfið deiginu að jafna sig í um hálftíma með viskustykki yfir svo ekki myndist skorpa utan um það. Eftir hálftíma bætið við 50 gr. af vatni og 20 gr. af salti og hnoðið vel saman við deigið. Aftur þarf deigið að jafna sig í hálftíma. Dýfið hönd- unum í vatn og snúið brauðinu við á alla kanta. Þetta þarf að endurtaka á hálftíma fresti í um 2-3 klukkustund- ir. Við þetta verður deigið léttara. Því næst er brauðið mótað í hleif. (Þau mæla með því að lesendur skoði myndbönd á YouTube, t.d., til að sjá betur hvernig brauðið er mótað. Það gerir auðvelt fyrir). Þegar mótun er lokið er gott að strá smá hveiti í stóra skál ásamt viskustykki og deigið sett ofan í á hvolf. Gott er að geyma svo skálina í ísskáp yfir nótt eða í um 24 klukkustundir áður en á að baka brauðið. Til að ná fram því besta í brauð- inu er mælt með að nota leirpott til þess að baka brauðið. Leirpott- urinn sér til þess að raki haldi sér í brauðinu. Setjið hveiti í botninn á leirpottinum. Takið hleifinn úr kæl- inum og forhitið ofninn í 260°C. Setjið brauðið í pottinn, skerið í efsta lagið með einhverju beittu, t.d. hníf, setjið lokið á og bakið brauðið í um 20 mínútur. Hitinn er síðan lækkaður í 230°C og bakað í 10 mínútur í viðbót. Takið lokið af leirpottinum (athugið að gufan er mjög heit) og bakið síðan aftur í um 20-25 mínútur í viðbót. Takið brauðið úr ofninum og leyfið því að kólna. Njótið svo sköpunar- verksins! Súrdeigsbrauð bakað frá grunni Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan Jólahangikjöt Henta fyrir minni sem stærri hópa. Norðlenskt hangikjöt ásamt eftirrétt. Jólahangikjöt: Norðlenskt jólahangikjöt hentar vel í hádegi. Heitt og kalt Hangikjöt uppsett á föt með grænum baunum gulrótum, soðnum kartöflum, jafningi, heimalöguðu rauðkáli, laufabrauði, smjöri, flatkökum og baunasalati. Eftiréttir: Desert diskur tveir réttir. Frönsk Súkkulaðitertu- sneið með jarðaberjum, Ris - Allemande á kirsuberjahlaupi. Jólahlaðborð 1 Er tilvalið fyrir smærri sem stærri hópa. Fiskréttir: Graflax á salati með dillsósu og brauði. Tvær tegundir af síldarréttum (Jólasíld og karrýsíld) með eplum, rúgbrauði og smjöri. Kjötréttir: Kalt norðlenskt hangikjöt með grænmeti, kartöflum, jafningi, heimalöguðu rauðkáli og laufabrauði. Heitt: Hunangsgljáðar kalkúnabringur með ávöxtum og smjöri. Purusteik (grísarifjasteik) og steiktum lambavöðvum, með steiktum kartöflum, heimalöguðu rauðkáli, brauð- fyllingu, eplarauðrófusalati, rótargrænmeti hússins og rjómasósu. Eftirréttir: Desert diskur tveir réttir. Frönsk Súkkulaðitertu- sneið með jarðaberjum, Ris - Allemande á kirsuberjahlaupi. Jólahlaðborð 2 Er tilvalið fyrir smærri sem stærri hópa. Fiskréttir: Graflax á salati með dillsósu og brauði. Humarsalat með sjávarfangi. tvær tegundir af síldarréttum (Jólasíld, karrýsíld) með eplum, rúgbrauði og smjöri. Kjötréttir: Kalt norðlenskt hangikjöt með grænmeti, kartöflum, jafningi, heimalöguðu rauðkáli og laufabrauði. Jólapaté með púrtvínshlaupi og rifsberjasósu. Heitt: Hunangs- og appelsínugljáðar kalkúnabringur. Purusteik (grísarifjasteik). Meðlæti: Steiktar kartöflur, brauðfylling með heimalöguðu rauðkáli, rótargrænmeti hússins, Jólasalat og rjómasósa. Nú fer að líða að jólum þá er gott að panta tímanlega jólahlaðborðin. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með góðum veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Öll þjónusta er innifalin í verði veitinga. www.veislulist.is Þú getur lesið allt um jólahlaðborð okkar á Pantanir fyrir veislur þurfa að berast tímalega. ..tímanlega! Panta ðu Verð frá kr. 5.544,- 5.800.- Verð frá fyrir stærri hópa*Jólahlaðborð 1 5.100.- Verð frá fyrir stærri hópa*Jólahlaðborð 2 3.650.- Verð fr á Jólahan gikjöt & Ris a la mande
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.