Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 43
SVO ÞÆGILEGIR AÐ ÞÚ GETUR GENGIÐ ENDALAUST. HVER ÆTLI SÉ SÁTTUR VIÐ ÞAÐ. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma, Grindavík | Skóbúðin, Keflavík ÓDÝR MERKI FRAMLEIÐA HÁTÍSKU T íska er nokkuð sem kemur flestum ef ekki öllum við. Þrátt fyrir að fylgjast lít- ið eða ekkert með tískuheiminum erum við flest meðvituð á einhvern hátt um tískuna, enda einkennist hver áratugur iðulega af ákveðnum tískustraumum, hvort sem er í fatnaði, innanstokksmunum, tónlist eða öðru. Á tískuvikurnar mæta iðulega innkaupastjórar tískuhúsa sem kaupa inn hluta af fatnaði sem sýndur er á tískusýningunni, blaðamenn sem ákveða fyrir okkur hvaða tískustraumar verða ráðandi og stórstjörnur sem hafa umtalsverð áhrif á tískuna. Síðan eru það ódýru merkin eða hin svokölluðu „high-street“-merki sem taka það að sér að rann- saka hvert eitt og einasta smáatriði á tískusýning- unum og framleiða og selja mun ódýrar en stóru tískuhúsin. Þetta eru verslunarkeðjur á borð við Zöru, H&M og Topshop. Þrátt fyrir að tískuhúsin sýni gjarnan ákaflega áberandi og óklæðilegan fatnað – en það er það sem tískuheimurinn snýst um; að vekja athygli og gera eitthvað alveg nýtt og ferskt – eru ákveðnir straumar sem ná í gegn og endurspegla tísku hvers tímabils fyrir sig. Það muna flestir eftir hinu svokallaða „grunge“-tímabili tíunda áratug- arins en þá var það hönnuðurinn Marc Jacobs sem hannaði línu fyrir Perry Ellis sem einkennd- ist af skyrtum, dökkum fötum, grófum stígvélum og köflóttu munstri. Þar með mætti orða það svo að tísku- húsin skapi straumana en ódýru versl- anirnar fleyta tískustraumunum áfram. Verslunarkeðjan Zara er til að mynda þekkt fyrir að vera einstaklega fljót að tileinka sér ráðandi tískustrauma og framleiða og selja í verslunum sínum. Þetta kerfi getur og hefur verið til vandræða þar sem kúnnar stóru tískuhúsanna sjá fáa kosti í því að kaupa rándýra flík sem varla þekkist frá ódýru eft- irhermunni úr stóru versl- unarkeðjunum. Stóru keðjurnar komast oft upp með þessar eftirhermur og segj- ast einungis vera að hanna í anda til að mynda Céline eða Chanel eða þóknast kröfum við- skiptavinarins með því að „hanna“ samkvæmt þeim tískustraumum sem birtast á tískupöllunum. Þó telja sumir að með eft- irlíkingum séu stóru verslunarkeðj- urnar að hjálpa tískuhúsunum með því að ýta undir stíl þeirra og nokkrir þekktustu hönnuðir heims hafa viðurkennt að þeir séu nokk- uð sáttir við þessar eftirhermur. Olivier Rousteing, yfirhönn- uður Balmain, var heldur ánægður með eftirlíkingar hönnunar sinnar í Zöru og H&M í viðtali við tísku- tímaritið Vogue í sumar. „Ég held að það hafi verið Coco Chanel sem sagði: Ef þú ert skapandi hönnuður, þá skaltu vera viðbúinn eftirlík- ingum,“ sagði Rousteing og bætti við: „Ég elska að sjá útstillingagluggann hjá Zöru með fötum eftir mig í bland við hönnnun Céline og Pro- enza! Mér finnst það stórkostlegt. Þau útfæra fatnaðinn jafnvel betur en við!“ Eftirhermur tískuhúsanna MÁTTUR TÍSKUHÚSANNA ER MIKILL. ÞÁ ERU SKIPTAR SKOÐANIR Á ÞVÍ HVORT STÓRU VERSLUNARKEÐJURNAR SEM FRAMLEIÐA EFTIRLÍKINGAR AF HÁTÍSKU- FATNAÐI SÉU SLÆMAR EÐA Í RAUN GÓÐAR FYRIR TÍSKUHÚSIN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Peysan til vinstri, úr verslunarkeðj- unni H&M, er frekar lík peysu tísku- hússins Stellu McCartney til hægri. Finndu villuna. Efraparið er frá tískuhúsinu Chloé, neðra er úr Zöru. Samstætt prjónasett úr vetrarlínu Céline. Zara var ekki lengi að hefja sölu á samskonar setti eins og sést á myndinni hér að ofan. Stella McCartney hann- aði einstakt gróft skó- par en eftirlíkingar þess fást í flestum versl- unum. Efra parið er frá Jeffrey Camp- bell. Fræg mynd af „grunge“-línu Marcs Jacobs fyrir Perry Ellis. Grunge-tískan var að miklu leyti ráðandi á tíunda áratugnum. 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.