Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 43
SVO ÞÆGILEGIR
AÐ ÞÚ GETUR
GENGIÐ
ENDALAUST.
HVER ÆTLI SÉ
SÁTTUR VIÐ
ÞAÐ.
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og
Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ | Skóhöllinni Firði,
Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi |
Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri
| Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í
Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma,
Grindavík | Skóbúðin, Keflavík
ÓDÝR MERKI FRAMLEIÐA HÁTÍSKU
T
íska er nokkuð sem kemur flestum ef
ekki öllum við. Þrátt fyrir að fylgjast lít-
ið eða ekkert með tískuheiminum erum
við flest meðvituð á einhvern hátt um
tískuna, enda einkennist hver áratugur iðulega af
ákveðnum tískustraumum, hvort sem er í fatnaði,
innanstokksmunum, tónlist eða öðru.
Á tískuvikurnar mæta iðulega innkaupastjórar
tískuhúsa sem kaupa inn hluta af fatnaði sem
sýndur er á tískusýningunni, blaðamenn sem
ákveða fyrir okkur hvaða tískustraumar verða
ráðandi og stórstjörnur sem hafa umtalsverð áhrif
á tískuna.
Síðan eru það ódýru merkin eða hin svokölluðu
„high-street“-merki sem taka það að sér að rann-
saka hvert eitt og einasta smáatriði á tískusýning-
unum og framleiða og selja mun ódýrar en stóru
tískuhúsin. Þetta eru verslunarkeðjur á borð við
Zöru, H&M og Topshop.
Þrátt fyrir að tískuhúsin sýni gjarnan ákaflega
áberandi og óklæðilegan fatnað – en það er það
sem tískuheimurinn snýst um; að vekja athygli og
gera eitthvað alveg nýtt og ferskt – eru ákveðnir
straumar sem ná í gegn og endurspegla tísku
hvers tímabils fyrir sig. Það muna flestir eftir
hinu svokallaða „grunge“-tímabili tíunda áratug-
arins en þá var það hönnuðurinn Marc Jacobs
sem hannaði línu fyrir Perry Ellis sem einkennd-
ist af skyrtum, dökkum fötum, grófum stígvélum
og köflóttu munstri.
Þar með mætti orða það svo að tísku-
húsin skapi straumana en ódýru versl-
anirnar fleyta tískustraumunum áfram.
Verslunarkeðjan Zara er til að mynda
þekkt fyrir að vera einstaklega fljót
að tileinka sér ráðandi tískustrauma
og framleiða og selja í verslunum
sínum.
Þetta kerfi getur og hefur verið
til vandræða þar sem kúnnar
stóru tískuhúsanna sjá fáa kosti í
því að kaupa rándýra flík sem
varla þekkist frá ódýru eft-
irhermunni úr stóru versl-
unarkeðjunum.
Stóru keðjurnar
komast oft upp með
þessar eftirhermur og segj-
ast einungis vera að
hanna í anda til að mynda
Céline eða Chanel eða
þóknast kröfum við-
skiptavinarins með því að
„hanna“ samkvæmt þeim
tískustraumum sem birtast
á tískupöllunum.
Þó telja sumir að með eft-
irlíkingum séu stóru verslunarkeðj-
urnar að hjálpa tískuhúsunum með
því að ýta undir stíl þeirra og
nokkrir þekktustu hönnuðir heims
hafa viðurkennt að þeir séu nokk-
uð sáttir við þessar eftirhermur.
Olivier Rousteing, yfirhönn-
uður Balmain, var heldur
ánægður með eftirlíkingar
hönnunar sinnar í Zöru og
H&M í viðtali við tísku-
tímaritið Vogue í sumar.
„Ég held að það hafi verið
Coco Chanel sem sagði: Ef
þú ert skapandi hönnuður, þá
skaltu vera viðbúinn eftirlík-
ingum,“ sagði Rousteing og
bætti við: „Ég elska að sjá
útstillingagluggann hjá Zöru
með fötum eftir mig í bland
við hönnnun Céline og Pro-
enza! Mér finnst það stórkostlegt. Þau
útfæra fatnaðinn jafnvel betur en við!“
Eftirhermur tískuhúsanna
MÁTTUR TÍSKUHÚSANNA ER MIKILL. ÞÁ ERU SKIPTAR SKOÐANIR Á ÞVÍ HVORT
STÓRU VERSLUNARKEÐJURNAR SEM FRAMLEIÐA EFTIRLÍKINGAR AF HÁTÍSKU-
FATNAÐI SÉU SLÆMAR EÐA Í RAUN GÓÐAR FYRIR TÍSKUHÚSIN.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Peysan til vinstri, úr verslunarkeðj-
unni H&M, er frekar lík peysu tísku-
hússins Stellu McCartney til hægri.
Finndu villuna. Efraparið
er frá tískuhúsinu Chloé,
neðra er úr Zöru.
Samstætt prjónasett úr
vetrarlínu Céline. Zara
var ekki lengi að hefja sölu
á samskonar setti eins og sést
á myndinni hér að ofan.
Stella McCartney hann-
aði einstakt gróft skó-
par en eftirlíkingar þess
fást í flestum versl-
unum. Efra parið er
frá Jeffrey Camp-
bell.
Fræg mynd af „grunge“-línu Marcs Jacobs
fyrir Perry Ellis. Grunge-tískan var að
miklu leyti ráðandi á tíunda áratugnum.
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43