Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 20
Það fór ekki framhjá þeim sem gat skilið íslensku, að Hrafnhildur átti afmæli þennan dag á Indlandi! H rafnhildur er 48 ára hársnyrtir, fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum. Hún keypti hársnyrti- stofuna Aþenu í Mjóddinni í Reykjavík, aðeins 22 ára að aldri, reksturinn gekk mjög vel en Hrafnhildur seldi hana 17 árum síðar, 2005. Langaði að halda á vit æv- intýranna og lét drauminn rætast. „Ég og fyrrverandi eiginmaður minn höfð- um oft farið í „venjuleg“ ferðalög en eftir að ég seldi stofuna fórum við í heimsreisu,“ seg- ir hún. Það var þá sem Hrafnhildur heillaðist af Suður-Ameríku. „Eftir að ég skildi við eig- inmann minn, í mesta vinskap, fór ég til Chile til að læra spænsku.“ Hún segir Suður-Ameríku í miklu uppá- haldi hjá sér, einkum og sér í lagi Chile. „Ég heillaðist af endalaust fjölbreytilegu landslagi í þessu langa og mjóa landi; allt frá „kuld- anum“ og vætunni fyrir sunnan til eyðimerk- urinnar fyrir norðan. Einnig er fólkið þar svo yndislegt, flestir taka vel á móti manni hvar sem maður kemur. Ég fór nokkrum sinnum til Chile allt þar til ég ílengdist þar; bjó þá hjá vini mínum og fjölskyldu hans, sem tók mér strax sem einni af fjölskyld- unni. Áður hafði ég búið í Valparaiso, borg við sjóinn, norðvestur af höfuðborginni San- tiago. Í Valparaiso vann ég um tíma sem túlkur í skipi sem var þar í slipp.“ Ævintýri í sjónvarpi Þar kom að Hrafnhildur hóf að vinna sem hársnyrtir í Santiago. „Ég var tilbúin í það fjör á ný eftir gott hlé. Eftir það kynntist ég fólki á vegum sjónvarpsstöðvar sem vildi fá mig til að taka þátt í sjónvarpsseríunni Sol- tera otra vez, ég sló til og það ævintýri vatt upp á sig; ég var farin að koma reglulega fram í aukahlutverkum á tveimur sjónvarps- stöðvum, TVN og Canal13, í nokkrum þátta- röðum sem var mjög skemmtilegt. Svo var ég fengin í þátt til að breyta útliti dömu á þriðju sjónvarpsstöðinni. Þetta var mikið æv- intýri en illa launað eins og því miður er al- gengt fyrir vinnu á þessum slóðum, en það skipti reyndar minnstu máli fyrir mig. Ég var bara í þessu til að hafa gaman af því.“ Chile er uppáhaldsland hennar nú, af ýms- um ástæðum. „Það er svo yndislegt að geta skellt sér á ströndina, í fjallgöngu, farið að kafa eða nánast hvað sem er án þess að skoða alltaf veðurspána áður. Að sitja í garð- inum, berfættur á stuttbuxum fram eftir kvöldi með safa úr ávöxtum sem vaxa á trjám í garðinum; að geta keypt allt græn- meti og ávexti ferskt á mörkuðum á mjög góðu verði. Mér fannst hver dagur ævintýri og varð hreinlega ástfangin af landinu. Ekki nóg með það; ég varð ástfangin af manni, núverandi eiginmanni mínum, honum Miguel Vasques, sem er chileskur. Við giftum okkur í júní í sumar á fallegum degi í Quilpu í Chile.“ Hrafnhildur segir þau hjón sammála um að lífið sé ævintýr, vilji fólk hafa það svo. „Þess vegna ákváðum við að breyta til og fara að gera eitthvað nýtt í nýju landi.“ Þau lögðust reyndar fyrst í ferðalög. „Við fórum til nokkurra landa, þar á meðal Ind- lands þar sem við kynntumst gjörólíkum menningarheimi, en þar ferðuðumst við með bakpoka, riðum á úlföldum í eyðimörkinni, fórum á fílsbak og sváfum undir stjörnu- björtum himni. Við gerðum margt fleira eft- irminnilegt en urðum svo reyndar fárveik af því að borða salat. Þrátt fyrir það er ferðin í minningunni sem draumur einn.“ Af öllu því sem þau upplifðu á heimsreis- unni fannst Miguel, eiginmanni Hrafnhildar, eftirminnilegast þegar þau fóru í bátsferð með Ribsafari í Vestmannaeyjum. Það kom henni skemmtilega á óvart „og mér þótti auðvitað sérstaklega vænt um það,“ segir Hrafnhildur. „Það var stórkostleg upplifun að vera á sjónum og sjá hvalina leika sér umhverfis bátinn. Fyrir Miguel var það einmitt algjör draumur að sjá hvali, og lunda í berginu. Ég sem Eyjastelpa varð mjög stolt og hreinlega klökk af fegurð eigin lands.“ Nú eru hjónakornin flutt til London. „Hingað komum við með ævintýraþrána eina saman og stóra bakpoka. Ætluðum reyndar að flytja til annars lands en skiptum um skoðun á síðustu stundu og ákváðum að prófa að vera hér um tíma. Það var reyndar ekki auðhlaupið að leigja íbúð svo við leigð- um herbergi í gegnum vefsíðuna airbnb inni á ansi líflegri fjölskyldu; maðurinn er frá Sviss en konan frá Taívan og þarna komu endalaust gestir héðan og þaðan úr heim- inum. Fólk gisti í stofunni þar sem við urð- um að trítla um til að komast í eldhúsið. Það var fjör þó oft væri þröng á þingi en það var mjög gaman að kynnast þessu fólki. Hann er grafískur hönnuður og kennir það fag í ein- um háskólanna hérna en hún vinnur núna að gerð bókar um tísku, einnig við uppsetningu á tískusýningum og við nutum einmitt góðs af því og vorum boðin á eina slíka hér í London. Þarna eignuðumst við góða vini og ég fæ reglulega sent frá þeim svissneskt súkkulaði sem er auðvitað dásamlegt.“ Að þora að taka ákvörðun … Eftir mánaðar dvöl í London fengu þau Miguel leigða íbúð. „Við búum á yndislegum stað í Clapham South, maðurinn minn er far- inn í skóla og ég er með vinnu í göngufæri að heiman hjá hársnyrtikeðjunni Head- masters. Fékk einmitt þær skemmtilegu fréttir í vikunni, eftir að hafa verið hér í tvær vikur, að ég er farin að „framleiða“ næstmest á minni stofu; er komin með marga kúnna hér á mettíma, þökk sé þeim forréttindum að hafa fengið góða kennslu í Iðnskólanum í Reykjavík.“ Hrafnhildur kann vel við sig í London. „Við ætlum að vera hér um tíma og mér finnst gott að vera svona nálægt Íslandi. Fjölskylda mín býr öll heima en sonur minn, Pálmar Örn, stefnir reyndar að því að fara út. Fólk er endalaust að flakka sem er bæði gott og gaman.“ Hjónin stefna að því að ferðast eins mikið og þau geta um Evrópu á meðan þau búa í London enda segir hún að það þurfi ekki að kosta mikið. „Að kaupa sér baguette brauð og rauðvín og setjast niður við Signubakka í París, eða taka með sér smurt að heiman og fara á pikknikk á ströndina, skilur ekki eftir sig síðri minningar en að sitja á fimm stjörnu veitingastað. Það er að minnsta kosti mín reynsla að það einfalda er oft miklu skemmtilegra en annað.“ Þau ætla að búa í London um tíma „en síðan er stefnan tekin á Suður-Ameríku aft- ur. Ekki endilega Chile, við erum ýmislegt að spá og spekúlera og hugsum fyrst og fremst um að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og vera þakklát fyrir hvern dag. Lífið er svo kaflaskipt; það er miklu minna mál að breyta til og gera nýja hluti en áður var. Stærsta skrefið er oft að þora að taka ákvörðun.“ HÁRSNYRTIR Á FERÐ OG FLUGI Hver dagur er ævintýri HRAFNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR HEFUR YNDI AF ÞVÍ AÐ FERÐAST EINS OG MARGIR AÐRIR, OG HEFUR VERIÐ IÐIN VIÐ ÞAÐ. HÚN RAK HÁRSNYRTISTOFU SEM GEKK VEL EN Í HEIMSREISU HEILLAÐIST HÚN AF CHILE, FÓR ÞANGAÐ Í TUNGUMÁLANÁM OG NÁÐI SÉR Í EIGINMANN! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Miguel og Hrafnhildur í Vestmannaeyjum. Það fannst honum toppurinn í heimsreisunni! Hrafnhildur með Viðari, syni söngkonunnar Heru Bjarkar, á „herdeginum“ í Valparaiso. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.